Morgunblaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 5
MiðvikuflagDr 25. okt. 1939. % Útgef.: íHflf. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Vaitýr Stefánsson (ábyrgtSarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuöi. í lausasölu: 15 aura eintakitS, 25 aura me'ö Lesbók. Vika tilstefnu AÐEIJSIS vika er nú til stefnu, þar til Alþingi kemur sam- ar, til framhaldsfunda. Eins qg kunnugt er, var Al- þingi frestað á síðastliðnu vori. 3>ar af leiðir, að þingið tekur að þessu sinni við málunum þar sem þau voru, er þingfund- um var frestað í vor. Ekki er vitað hvaða ný mál TÍkisstjórnin leggur fyrir þing- ið að þessu sinni, önnur en þau, sem hún hefir orðið að gefa út í bráðabirgðalögum eftir þing- jfrestunina. Þessi mál eru orðin nokkuð mörg og eru fíest eða öli afleiðingar stríðsins. Auk stríðsmálanna verður að- alstarf þingsins að sjálfsögðu fjármálin. Þau verða erfið við- ureignar, vegna þeirrar taum- lausu eyðslu og óhófs, sem ríkt hefir á nálega öllum sviðum. Fjárveitinganefnd er nú að koma saman, til þess að vinna að f járlögunum. Ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu leggja fram víðtækar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið, því að ekk- ert vit væri í, að afgreiða ó- breytt það f járlagafrumvarp, sem nú liggur fyrir þinginu. — Slíkt væri óðs manns æði á þessum erfiðu tímum. En þeir, sem eitthvað kynna sjer fjárlögin munu brátt kom- - ast að raun um það, að ekki er unt að gera þar stórfeldan nið- urskurð, nema með breyttri löggjöf. — Það eru að vísu margir smáir útgjaldaliðir . á f járlagafrumvarpinu, sem mega og verða að hverfa nú, en þeir einir nægja ekki til þess -að fá fjárlög, sem forsvaran- legt er að afgreiða á þessum tímum. Einnig má án efa spara mikið fje, með því að leggja niður sumar af hinum dýru, en ■óþörfu ríkisstofnunum og sam- eina hinar, sem nauðsynlegt þykir að ríkið starfræki áfram. Sjálfsagt er að vinna að þessu, en það nægir heldur ekki til þess að koma ríkisútgjöldunum svo langt niður, sem nauðsyn- ilegt er. Af því, sem nú hefir sagt verið, er ljóst, að ekki verður unt að afgreiða forsvaranleg fjárlög á þessu þingi, nema með breyttri löggjöf. Við verðum einnig að geia okkur það ljóst, að sá niðurskurður á útgjöldum ríkisins, sem nú er óumflýjan- legur, verður að verulegu leyti. að grípa inn á verksvið, sem allir eru sammála um, að sjeu í eðli sínu gagnleg og nauð- :synleg. Alvörutímarnir, sem við nú lifum á, krefjast róttækra aðgerða á sviði fjármálanna. Og ’jþað er þetta verkefni, sem stjórn -eg þing eiga nú að vinna. \ 5 TJr »Bláu bókinni» sem breska stjórnin gaf út um stríðið: 2. grein Heimsókn Sir Nevile Hendersons hjá þess að sjð ekki þolinmæði“ Eftir Miinchensáttmálann í fyrra voru það marg- ir, sem álitu, eins og Mr. Chamberlain, að friður væri trygður í næstu 20—30 ár. En samt sem áður var trúin ekki ríkari en það, að Mr. Chamberlain ljet það vera sitt fyrsta verk, er hann kom frá Miinchen, að blása nýju lífi í vígbúnað Breta. Þjóðverjar hafa haldið því fram, að hann hafi með þessu sýnt að hann hafi ekki undirskrifað Múnchen- sáttmálann af heilum hug. En það var þó endanleg inn- limun Tjekkóslóvakíu í Þýskal. hálfu ári síðar, sem kipti grundvellinum undan skýja- borgunum 'um. langvarandi frið. Það er mælt, að Sir Nev- ile Henderson, sendiherra Breta í Berlín, hafi unnið sleitulaust í einlægri trú að auknu sam- starfi Breta og Þjóðverja, þar til að atburðirnir gerðust þ. 15. mars síðastliðinn, þegar Hacha forseti Tjekkóslóvakíu var neyddur til þess að farga sjálf- stæði þjóðar sinnar og biðja um vernd Þjóðverja á næturráð- stefnu, sem hann og utanríkis- málaráðherra hans voru boðaðir á í höll Hitlers í Berlín. En upp úr því, var eins og vonin um frið í álfunni kulnaði smátt og smátt. ★ í skýrslu þeirri, sem hjer fer á eftir og tekin er úr „Bláu bókinni“, sem breska stjórnin gaf út um sambúð Þjóðverja og Pólverja og upphaf stríðsins, segir Sir Nevile Henderson frá heimsókn, sem hann fór í til Hermanns Görings, næst æðsta ■ manns þýska ríkisins tveimur og hálfum mánuði eftir að at- burðirnir í Tjekkóslóvakíu gerð- ust. Þeir voru þá enn í fersku minni, þótt nýtt vandamál væri þá fyrir nokkru komið til sög- unnar, deilur Þjóðverja og Pól- verja. Skýrslan er send Halifax lá- varði, svohljóðandi: Skýrsla Sir Nevilles Hendersons til Halifax lávarðar. Berlin, 28. maí 1939. Lávarður minn. 1. Jeg; fór í stutta heimsókn til Görings marskálks í Karinhall í gær. 2. Göring marskálkur hóf máls á því að gagnrýna afstöðu þá, sem tekin væri í Englandi gagnvart öllu þýsku og sjerstaklega í sam- bandi við gullið, sem geymt væri þar fyrir hönd þjóðbankans í Tjekkóslóvakíu; hann hafði sýni- lega verið að tala við einhvern annan um þetta mál. En áður en mjer gafst tími til að svara, var hann kallaður að símanum, og ' þegar hann kom aftur, vjek hann „Hann saknaði » ekki að nýju að þessu sjerstaka málefni. I staðinn kvartaði hann yfir óvináttu Breta alment, yfir stjórnmálalegri og viðskiftalegri einangrun Þýskalands og yfir starf semi þeiri’a manna, sem hann kall- aði stríðsflokkinn í Englandi o. s. frv. 3. Jeg sagði marskálknum að hann yrði, áður en hann talaði um óvináttu Breta, að gera sjer' grein fyrir hvers vegna hin óvjefengjan- lega breyting á hugarfari manna í Englandi gagnvart Þýskalandi hefði átt sjer stað. Eins og honum væri mjög vel kunnugt, þá hefði undirstaðan undir öllum viðræðun- um milli Mr. Chamberlains og Hitlers í fyrra. verið á þá leið, að eftir að Súdetunum hefði verið leyft að hverfa aftiar til Þýska- lands, myndu Þjóðverjar láta Tjekka afskiftalausa og myndu ekkert aðhafast til að skerða sjálf- stæði þeirra. Herra Hitler hefði gefið ákveðna fullvissun í þessa átt í brjefi sínu til forsætisráð- herrans (Mr. Chamberlains) 27. september. Með því að hlíta ráðnm „villimanna“ sinna og hiklaust innlima Bæheim og Mæri, hefði Hitler ekki aðeins gengið á loforð sín við Mr. Chamberlain, heldur hefði hann skert alla kenninguna um sjálfsákvörðunarrjett, sem Munehen-sáttmálinn hefði livílt á. 4. Þegar hjer var komið tók marskálkurinn fram í fyrir mjer og kom með lýsingu á heimsókn Hachas forseta til Berlin. Jeg sagði við Göring marskálk, að ekki væri hægt að tala um frjálsan vilja, þareð, að því er mjer hafði skilist, hann hefði sjálfur hótað að láta flugvjelar sínar gera loftárás á Prag, ef Hacha forseti neitaði að skrifa undir. Marskálkurinn neit- aði því ekki, að þetta væri satt, en gaf skýringu á því, hvernig þetta atriði hefði borið á góma. Að því er liann sagði, hafði dr. Hacha frá því fyrsta verið fús til að undir- skrifa alt, en hefði sagt að sam- kvæmt stjórnarskránni hefði hann ekki umboð til að gera það, án þess að ráðgast fyrst við Prag. Eftir allmikla örðugleika, var hægt að fá símasamband við Prag og tjekkneska stjórnin hefði ver- ið samþykk, en bætti því við, að hún gæti ekki ábyrgst að ein lier- deild (battalion) að minsta kosti, myndi ekki skjóta á þýsku her- mennina. Það var, sagði hann, ekki fyr en hjer var komið að hann aðvaraði dr. Hacha um að hann myndi gera loftárás á Prag, ef no’-kur Þjóðverji týndi lífi. Mar- ! skálkurinn endurtók líka í svari við athugasemd einni, sem jeg gerði, söguna aun að hertaka 'VViko- witz, áður en sa.mningarnir voru undirskrifaðir, hefði farið fram aðeins til þess að verða á undan Pólverjum, sem, sagði hann, vitað var að ætliaðu að leggja undir sig þetta verðmæta svæði við fyrsta tækifæri. 5. Þegar lijer var komið minti jeg Göring marskálk á, að enda þótt jeg hefði ávalt skilið nauðsyn þess að Tjekkar yrðu, vegna land- fræðilegrar stöðu; sinnar, að lifa í góðri stjórnmálalegri og viðskifta- legri sambúð við Stór-Þýskaland, þá hefði hann sjálfur fullvissað mig um í október síðastliðnum, að það væri aðeins þetta sem stjórn hans vildi. Hinar snöggu aðfarir Þjóðverja 15. mars síðastliðinn, sem jeg endurtók að villimennirn- ir innan fiokksins hefðu átt sök á, liefði þar af leiðandi, burtsjeð frá öllu og öllum öðrum, haft djúp áhrif á mig persónulega, og hefðu eyðilagt alt það, sem jeg hefði reynt að fá afrekað þau tvö ár, sem jeg hefði verið í Berlin. Þar að auki, hversu lítilvægt sem það kynni að virðast í hans aug- um, þá gæti jeg ekki annað sjeð, en að tortíming sjálfstæðis Tjekka væru pólitísk misgrip, sem væru andstæð hagsmunum Þjóðverja sjálfra. 6. Dálítið fát virtist koma á marskálkinn *dð þessa persónulegu árás á einlægni hans, og hann full- vissaði mig um, að hann hefði sjálfur ekkert vitað uin ákvörðun- ina, fyr en búið var að taka hana. Hann myndi ekki, sagði hann, hafa farið til San Remo, ef hann hefði um hana vitað; hann hefði heldur ekki haft jafn mikið gagn af dvöl sinni þar, eins og hann hefði vænst, vegna hins óvænta og mikla starfs sem á sig hefði hlaðist vegna þessa. Því næst hóf hann að að gefa mjer nokkuð ólíklega skýringu, þótt hún væri lík þeirri sem voa Weisz- nácker barón liafði gefið mjer í mars síðastliðnum, á tilraunum Þjóðverja til þess að komast að viðunandi samkomulagi við Tjekka og á því að þær mistókust, vegna þrákelkni Tjekka og endurlífgun- ar á því, sem hann kallaði Benes- hugsunarhátt og ætti rót sína að rekja til uppörfunar frá Ame- ríku. . , 7. Þar sem jeg var tímabundinn, sagði jeg Göring marskálki, að mjer væri vel kunnugt um rökin, sem stjórn lians færði fram til þess að rjettlæta aðfarir sínar, en jeg áliti það meira virði að hann fyrir sitt leyti skildi sjónarmið Breta, sem af þeim hefði skapast. Afleiðingin af Prag-„ráninu“ væri sú, að stjórn lians hátignar og breska þjóðin væri staðráðin í að veita. viðnám með valdi, hverri nýrri ágengni. Engir óskuðu vin- samlegs samkomulags milli Þjóð- verja og Pólverja um Danzig og pólsku göngin heitar en við. En ef Þjóðverjar leituðust við að| leysa þessi mál með einhliða að- gerðum, svo að Pólverjar neydd- ust til að grípa til vopna til þesa að varðveita sjálfstæði sitt, mynd- um við og Frakkar, og eins aðrar þjóðir, láta það til sín taka, með öllum: hinum ægilegu afleiðingum sem löng heimsstyrjöld myndi hafa í för með sjer, einkum fyrir Þjóð- verja o. s. frv. Göring marskálkur virtist ekki draga í efa að við værum reiðubúnir til-að berjast og fór ekki lengra í svari sínu en aS gera tilraun til að sanna, að að- stæðurnar væru breyttar 1939 frá því 1914, að ekkert ríki gæti yfir- bugað Þýskaland í Evrópu, að hafnbann myndi engu fá orkað að þessu sinni, að Frakkar gætu ekki þolað langa stj-rjöld, að Þjóðverjar gætu unnið Bretum meira tjón en Bretar Þjóðverjum, að í sögu Þjóð- verja væru uppgangstímabil og niðurlægingartímabil, og nú væru uppgangstímar, að Pólverjar hefðu enga liernaðarlega revnslu, og aS einu liðsforingjar- þeirra,, sem nokkuð væri í spuimið, væru þeir, sem þjálfaðir hefðu verið í þýska hernum, að þeir væru ekki og hefðu aldrei verið raunverulega sameinuð þjóð og þar sem Frakkar og við gætum ekki og Rússar af eigiuhagsmunahvötum vildu ekki veita þeim hernaðarlega hjálp,, sem noklrur veigur væri í, þá myndi þeir fá ógurlega ráðningu o. s. frv. Marskálkurinn dró í raun og veru fram allar röksemdir, sem búast mætti við í svari við um» mælum, sem, hnigu í þá átt, að Þjóðverjar hlytu að bíða ósig- ur. Enda þótt jeg væri órólegur út af ummælum hans um það að pólska þjóðin væri í raun og veru ekki sameinuð, þar sem þau líkt- ust rökum Þjóðverja síðastliðið ár um Tjekkóslóvakíu, þá fanst, mjer á því. að hann ýkti að nokkru leyti málstað sinn, að liann vera talsvert minna vongóður heldur en hann ljest vera. 8. I lok þessa reiðilesturs, spurði hann mig, livort það væri rjett að England „af öfund yfir öflugu Þýskalandi" sækist eftir stríði við Þjóðverja og, ef svo væri ekki, hvað hægt væri að gera til þess að fyrirbyggja það. Jeg sagði, að eng inn maður með fullu viti gæti hugsað um nýtísku styrjöld, nema með hryllingi, en að við myndum ekki kynoka okkur við því, ef Þjóðverjar tæki aftur til þess að beita ofbeldi. Ef, þess vegna, kom- ast ætti hjá styrjöld, þá væri þol- inmæði nauðsynleg og hafa. yrði hemil á villimönnunum í Þýska- landi. Það væri rjett, að Þýskaland FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.