Morgunblaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Miðvikudagur 25. okt. 1939. Paasikivi og Tanner fara heim með nýjar kröfur Kjósa Rússar taugastríð fram yfir hernaðaraðgerðir? Sjötti fliaðurinn bætist i þjófa- Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. SAMNINGAMENN FINNA, þeir Paasikivi sendi- herra og Tanner fjármálaráðherra fóru frá Moskva í gær áleiðis til Helsingfors, og höfðu meðferðis nýjar kröfur frá Sovjet-stjófninni á hendur Finnum. Ekkerf liggur fyrir opinberlega um, hvað þess- ar nýju kröfur hafa að innihalda. Sa.nmingafundh’ stóðu til klukkan 3 í nótt í Kremt o'f. tóku ekki aðrir þátt í þeim en Paasikivi tíg Tanner af hátfu Pinna öfj' Stalin ok Molotoff af hendi Rússa. Tilkynt hefir verið, að sainninpaumleitununi muni haldíð áfram, en ekki er ákveðið, hvort. Paasikivi og Tanner 'fara aftur tií Moskva. Prjettaritári Berlingske Tidende í Helsingfors símar blaði sínu,. að menn hafi verið hjartsýhir í Héisin'gfors í gærkvöldi og áð Svo hefði litið út; seth Russar værii vingjarnlégM'í V'iðmóti en fýr. En hin óvænta heimför Paasiki- vis og Tanners er talin vera fyr- irboði jiess, að Rússair hafi bor- ið fram einhverjar þær kröfur, sem sjeu óaðgengilegar og ósam- rýananlegar hlutleysi Norðurlanda, ' Er óttast, að sjerStaklega verði erfitt að samrýma kröfiir RúSsa um ‘vináttiísamniilg við Finná Við sjálfstæði Finnlands. Ennfremur ér talið, að Rússar muni enn standa fast á þeim kröfum sínum, að Finnar láti landssvæði af hendi við þá. Rússneskt taugastríð. Sænska blaðið „Aftonbladet" segir, að alt útlit sje fyrir, að ▼andræðin xit af kröfum Rússa sjeu nú að ná hámarki sínu, þó enn sje samningaumleitunum hald ið áfram. Segir „Aftonhladet“, að líklegt sje að Rússar kjósi heldur ,að hafa þá aðferðina að heyja taugastríð við tiltölulega veikan andstæðing heldur en að nota hervald. Reuters-frjettastofan er bjartsýn og telur allar líkur benda til þess, að Finnar komist að hagkvæmum samningum við Rússa. Festa Finn- Iands og vinátta Norðurlanda og annara landa í gai’ð Finna muni hafa þan áhrif, að Rússar verði hógværari í kröfum sínum. Það er ekki búist við að þeir Paasikivi og Tanner komi til Hels- ingfors fyr en á fimtudagsmorgun. Aðrir samningamenn, sem með þeim voru, dvelja enn í Moskva og ef þeir Paasikivi og Tanner fara ekki aftur til Moskva, mun samningunum verða haldið áfram með milligöngu finska sendiherr- ans í Moskva. Finnar hervæðast af kappi. Engar opinherar tilkynningar hafa verið gefnar út um viðræð- ur Finna og Rússa í Moskva, og finska stjórnin lætur af kappi halda áfram að treysta hervarn- ir lamlsins. Tanner bjargaði lífi Stalins Váino Tanner. B1 ö ð i n í Helsingfors skýra frá því, að Váino Tanner f jármálaráðherra Finna, sem fór í fylgd með Paasikivi til Moskva hafi bjargaði lífi Stalins árið 1905. Það gerðist eftir hina mis- hepnuðu byltingartilraun í Rússlandi það sama ár. — Keisaralögreglan rússneska var á hælum Stalins, en hann komst undan fyrir til- stilli Tanners. Þá segja blöðin einnig frá því að Tanner hafi nú haft með sjer til Moskva skjöl frá 1917, þar sem Stalin styður sjálfstæðis- kröfur Finna. Getgátur voru uppi um það, þegar Tanner var vai- inn til fararinnar með Paasikivi, að það væri vegna þess, að hann væri verklýðsleiðtogi, en sam- kvæmt þessurn upplýsing- um hafa legið veigameiri ástæður til þess að hann var valinn. Rannsókninni að mestu lokið Sjötti maðurinn hefir nú bland ast inn í þjófamál það hið mikla, sem lögreglan hefir haft til rannsóknar undanfarinn máJiuð. Er það Þórður Erlendsson, af- greiðslumaður hjá Kol og Salt, sem játað hefir að hafa selt kol af birgðum fjelagsins fyrir 30—35 krónui- sipálestina c>g stungið and- virðinu í eigin vasa. Fyrir nokkrum dögum hjelt lög- reglan, að,( q11 kurl í ,þessu mikla þjófnaðarmáli væru komin til grafar vegna þess, að þeir fimm íúennj sem hándteknir voru, höfðu játað á sig svo að segja alla meiri hátfar 1 þjófnaði. : séiii. framdir höfðu verið síð'asfliðin tvo ár, og sem tilkyntir höfðu verið. Bíðu hinir fimm, þjófar dóms. En þann 17, þ. m. kom bóndi úr Kjósinni að máli við dögregl-1 una og skýrði frá því, að hann hefði keýpt tvær'smálestir af kol- nm af einum þjófanná, Jóhannesi Hannessyni. Aftur settir í varðhald. Brá nú Iögreglan við og setti fjóra af fimm þjófunum í gæslu- varðhald aftur. Voru það þeir Jó- hanues ffaunesson, Skarphjeðinn Jónsson, Sigurjón Sigurðsson og Sigmundur Eyvindsson. Guðmund- ur Einarsson var ekki talinn við- riðinn þenna kolaþjófnað, er nú var á döfinni. Hafa hinir fjórir ásamt Þórði setið í gæsluvarðhaldi síðan, en Þórði hefir þó verið slept fit. Við rannsókn kom í ljós, að þeir Jóhannes og Skarphjeðinn höfðu stolið 4 smálestnm af kolum úr kolabing Kolasölunnar s.f. og selt bóndanum í Kjósinni nokkuð af þeim og eitthvað austur fyrir fjall. Þá upplýstist og, að þeir fje- lagar höfðu stolið 23 tunnum af sementi úr stafla, er var í port- inu við austurgafl Hafnarhúss- ins. Nokkuð af sementinu hafði verið selt upp í Kjós, en eitthvað hafði Jóhannes notað í eigin þarf- ir. Góður„hagnaður4 af kolaverslun. Ennfremur játuðu þeir Skarp- hjeðinn og Jóhannes, að þeir hefðu keypt kol af Þórði Erlendssyni afgreiðslumanni hjá Kol og Salt, fyrir '30—35 krónur smálestina og FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Rlæðist í§len§kri till! Vpplýsingamiðsfðð fyrir þá er stunda tóskap opnuð i nœsta mánuði TVÆR áhugasamar reykvískar konur, frú Lauí- ey Yilhjálmsdóttir og frú Anna Ásmundsdótt- ir hafa tekið sjer það þjóðnytjamál fyrir hend- ur að vinna að endurbótum á íslenskri tóvinnu og fyrir- greiðslu á því, að, fatnaður unninn úr íslenskri ull kpmist á markað. I Þær byrjuðu á þessu starfi sínu í fyrra. Þær gengust fyrir prjónlessýningunni, er hjer var haldin í Markaðsskálanum og mikla athygli vakti. I sumar hafa þær fengið tækifæri til þess að ferðast nokkuð um landið til þess að kynna sjer tóvinpu, eins og hún er nú í sveitum og skilyrði hennar. rtrrrf- Þessari forgöngu þeirra var Vel tekið í fyrra. Þá birtust í blöðunum bendingar þeirra um það. hve mikið væri hjer van- gert, ullarfatnaðurinn, er fram- leiddur væri, væri ekki flokk- aður eftir ákveðnum gæðum og öll sala mjög á ringulreið, erfitt fyrir þá, sem vilja gera sjer tó- vínnú að átvinnu að koma þrjónávai’ningi á markað. Samt héfir vérið vaxandi áhugi á þess- um efnum undanfarin ár, enda hefir tóvinnan átt ýmsa góða formælendur, eins og til dæmis frk., Halldóru Bjarnadóttur, Heímilisiðnaðarfjelagið o. fl. í'J En háfi verið ástæða í fyrra til þéss að hef jast handa, í þessu máli, þá eru margfaldar ástæður til þess nú, síðan styrjöldin braust út, allur erlendur fatn- aður stórlega hækkað í verði, en eldiviðarskortur gerir fólki það lífsnauðsynlegra en áður a|5 klæðast hlýjum fötum. Að tilhlutun Búnaðarfjelags fplands og ríkisstjórnarinnar hafa nú þessar tvær tóvinnu- konur, frú Anna og frú Laufey ákveðið að opna skrifstofu, eða leiðbeiningarstöð um íslenska ullarvinnu. Verður skrifstofa þeirra opnuð í næsta mánuði, í Suðurgötu 22, hjer í bænum. Skrifstofan á að heita „fslensk .ull“. í gær átti blaðið tal við frú Laufeyju Vilhjálmsdóttur um æssa fyrirhuguðu starfsemi þeirra. Hún skýrði svo frá: Fyrsti þátturinn í starfsemi okkar verður sá, að safna upp- lýsingum af öllu landinu um það, hvar eru spunavjelar, prjónavjelar og vefstólar. Höf- um við sett tilmæli um það í út- varpið að okkur verði sendar skýrslur um þetta. Ætlumst við til þess, að kvenfjelögin annist um þetta fyrir okkur, og sendi okkur yfirlit yfir þetta, hvert af sínu fjelagssvæði. En þar sem ekkert kvenfjelag er, þar sjái hreppsnefndin um þetta. Þegar við höfum fengið full- Fomið yfirlit yfir það, hvar tóvinnutækin eru, vefstólar og spunavjelar, þá getum v,ið haft dast samband við þá, sem þessi tæki nota. Við þurfum að vita hvað þeir framleiða, hvernig bandið er frá hverjuum einstökum t. d. og í hvaða prjórdes það héntár beát. : T- rt Nu or mikil éftirspurn eftir hvítu. fínu bandi úr vel hærðri ull, einbandi og tvíbandi í nær- föt, bandi í sokka í ýmsum lit- um, helst þrinnað, margþættu bandi úr hreinu togi í gólfdúka og hærubandi í skjólföt og dúka. Væri nauðsynlegt að fá sem fyrst sýnishorn af þessum bandtegundum, og sje ekki far- ið að vinna að þeim nú, þá senda af síðasta árs fram- leiðslu. Mun skrifstófan þá þanta fyrir kaupendur, sénda sýnishorn og gefa eftir mætti allar þær upplýsingar, sem ósk- að er eftir. Nú sem stendur eru ágæt skilyrði til að selja vand- aðar vörur úr íslenskri ull, svo sem sokka, vettlinga, nærföt og yfirleitt allskonar ullarvörur>, Á skrifstofunni ætlum við sVö að hafa sýnishorn af prjónlesij. sem útgengilegt er, láta þeim, ,sem selja vilja, þessi sýnishorn í tje og setja þá síðan í sam- band við verslanir, er vilja selja prjónlesið. Verslanirnar geta pantað prjónlesið hjá okk- ur, gert ákveðnar pantanir á þeim tegundum, sem við vitum að hægt er að framleiða, og* síðan söfnum við söluvarningnT um frá þeim, sem eru í sam- bandi við skrifstofu okkar. Á ferðalagi okkar í sumar urðum við þess varar,að það er hentugt samband milli framleiðenda og’ seljenda sem vantar. Og úr þvl ætlum við að bæta eftir föngum. En, sagði frúin að lokum, ,minnið fólkið á, að láta okkur í tje skriflegar skýrslur um það, hvar eru spunavjelar, prjónavjelar, vefstólar og hve langan tíma á árinu þess er að vænta, að þessi tæki sjeu notuð. Alhvít jörð við ísafjarðardjúp Talsvert' hefir fent við ísafjarð ardjúp undanfarna daga og er nú jörð orðin alhvít af snjó þar vestra. Áætlunarferðir bíla vestur yfir Breiðadalsheiði stöðvuðnst uih helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.