Morgunblaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 25* oktl 1939. Orczij Þarómssa: EÍÐUJilTlTl I J£aup>s&apuc jsgcnniiiiuuiiiuininiiiiimmimmnmnnmininunifininiiiinniiiiitiiiiiiMiu FRAMHALDSSAOA 42 iiiiiiiiiiiiinniimimmiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiimiiimnimi Meðan þessu fór fram hafði hann leitt Deroulede og Juliette inn í lítið og dimt her- bergi í kránni og kallaði háum róihi á Brogard, veitingamanninn „Brogard!“ hrópaði hann. „Hvar er hann nú, bannsettur? Hvar felur þú eiginlega þína fögru ásjónu, maður?“ bætti hann við, cr Brogard borgari læddist inn, auðmjúkur og- hjólliðugur, með fulla vasa af ensku gulli. „Lánaðu mjer reipi fyrir þessa ágætu her- tnenn. Láttu þá koma inn og gefðu þeim síðan blönduna, sem jeg hefi fyrirmælt. Hábölvað! Jeg vildi óska, að jeg hefði ekki þurft að taka þá með rnjer. En bannsettur þrjóturinn hann Santerre hefði annars getað farið að gruna margt. Nú, jæja, þeir gera engum mein, greyin!‘ ‘ Þannig hjelt hann áfram að tala í belg og biðu, til þess að gefa Juliette og Deroulede tæki- færi til þess að jafna sig eftir hin snöggu umskifti milli djúprar ör- væntingar og bjartrar vonar. Yiðureignin hafði aðeins staðið skamma sturid. Fjelagar Rauðu akurliljunnar höfðu ráðist með slíkum óvæntum krafti á hermenn ina, að þeir gátu ekki einu sinni kallað á hjálp. Alt var kyrt í Rue des Artes. T hinni óhreinu veitingastofu í Xia Cruehe Cassée lágu tveir líf- varðarforingjar bundnir og kefl- aðir, en þrír aðrir ungir menn hlógu fjörlega og þurkuðu andlit sín og hendur. Mitt á meðal þeirra stóð hinn hái og þrekni. ofurhugi, sem hafði lagt á ráðin með þetta djarfa yerk. „Jæja, fjelagar“, sagði liann fjörlega. „Þá er þetta búið. En nú verðum við að hugsa um það, sem framundan er. Yið verðum að kom ast frá París í nótt, annars bíður fallöxin okkar allra á morgun“. Hann talaði glaðlega, með þess- um skemtilega, letilega hreim í röddinni, sem var vel kunnur með- al heldra fólks í London. En rödd hans var jafnframt alvöruþrung- in. Anthony Dewhurst lávarður, Sir Andrew Ffoulkes og Hastings lá- varður höfðu allir verið klæddir sem lífvarðarforingjar og leikið hlutverk sín með ágætum. Hast- ings hafði rjett Santerre fyrirskip- unina, og eftir gefnu merki frá foringjanum höfðu tískuherrarnir allir þrír ráðist á og afvopnað mennina tvo, sem borgarstjórinn hafði sett til þess að gæta fang- anna. Alt hafði gengið eins og í sögn til þessa. En hvernig áttu þau að komast út úr borginni ? Öll litu þau á Bauðu akurliljuna, viss um að hann myndi finna leið. Qir Percy sneri sjer að Juliette og hneygði sig djúpt fyrir henni. „Mademoiselle de Marny“. sagði hann. „Leyfið mjer að leiða yður inn í stofu, þar sem þjer getið hvíft yður fáeinar mínútur, meðan jeg gef Deroulede vini mínum nán- ari fyrirskipanir. Þar munuð þjer líka finna dulargerfi, sem jeg bið yður að klæða yður í. Jeg játa, að það eru viðbjóðslegir tötrar, en líf yðar — og okkar — liggur við, að þjer hjálpið okkur“. Hann hjelt hurðinni opinni fyrir hana meðan hún gekk inn í her- bergið og sneri sjer síðan að vin- um sínum. „Nú getum við ekki notað þessi einkennisföt lengur“, sagði hann stuttlega. „Hjer eru viðbjóðslegir garmar, Tony. Klæðið ykkur í þá og verið eins fljótir og þið getið. Yið verðum öll að vera eins og verstu ræflar, sem sjest hafa á götum Parísarborgar“. Nú talaði hann ekki í þessum letilega róm. Nú var hann hinn röski framkvæmdamaður, hinn djarfi ofurkapni, sem hafði líf vina sinna í hendi sjer. Anthony Dewhurst lávarður — eitt mesta glæsimenni Lundúna — dró fram úr rökum skáp fatabögg- ul með druslum, sem komu sjer mæta vel. Og allir hlýddu sem einn maður. Aður en tíu mínútur voru liðnar, stóðu fjórir, óhreinir og hoknir náungar fyrir framan for- ingja sinn. „Þið eruð ágætir“, sagði Sir Percy glaðlega. „Nú vantar ekkert nema Mademoiselle de Marnv“. Varla hafði hann slept síðasta orðinu, er hurðin var opnuð og þeir sáu óskemtilega sjón: Kven- mann, sem var í tötralegu og ó- hreinu pilsi og blússu, útötuð í andliti, með fitugar hártætlurnar fram undan viðbjóðslegri húfu- kollu. Þeir heilsuðu þessari sýn með fagnaðarópi. Juliette hafði nú algerlega náð sjer, er hún sá, að hún hafði verk að vinna. Hún Ijet sjer ekki nægja að íklæðast görmunum, heldur tók hún einnig á sig persónuleika drós- arinnar og ljek hlutverk sitt eins vel og hún gat. Það þurfti ekki annað en líta á liana til þess að sannfærast um, að hún myndi gera orðalaust það sem foringinn bauð. Deroulede var líka góður í sínu gerfi: Óhreinn og berfættur í slitn- um brókum og tötralegri og loð- inni treyju. Nú biðu þau öll eftir skipun frá foringjanum. \Tið blöndum ökkur saman við Þ * fjöldann og gerum alt, sem hann gerir“, sagði Sir Percy. „Það er að segja, við verðum að sjá um, að hinn stjórnlausi skríll geri eins og við viljum. Mademoiselle de Marny lofið mjer að láta í ljós hrifningu mína á yður. Jeg bið yður að halda í hendina á Derou- lede og sleppa henni ekki hvað semi það kostar. Það er víst ekki erfitt að framfylgja þeirri skip- Blaðamaður einn í París, sem yissi -að Balzac, rithöfundurinn frægi, var mjög hjátrúarfullur, mætti skáldinu einu sinni á götu og horfði lengi á hann all undar- legu augnaráði. Balzae varð óró- legur og spurði blaðamanninn, hvað þetta ætti að þýða. — Jeg er ekki alveg viss um hvenær þjer deyið, svaraði blaða- maðurinn. En það verður þegar yður kemur það verst. ★ — Hvernig gengur það til með þig? sagði maður nokkur við vin sinn, sem hann hafði ekki sjeð lengi. — Jú, þakka þjer fyrir. Jeg er þúinn að gifta mig síðan við sá- «mst síðast. — Það var gaman að heyra. — Og það er nú lítið gaman við það. Konan reyndist vera mesta skass. — Það var slæmt. — Jæja, læt jeg það vera, ekki eins slæmt og þú heldur. Jeg fjekk Ineð henni 50 þúsund. — Það var þó bót í máli. — Læt jeg það vera. Við keypt- | um kindur fyrir peningana og þær ’ drápust allar. — Það var slæmt. — Ojá, en jeg fjekk meira fyr- ir gærurnar en fjeð kostaði í upp- hafi. —Nú, þá var enginn skaði skeð- ur. — Ójú. í eldsvoða misti jeg hús- ið okkar og alla innanstokksmuni. — Það var slæmt. — Ekki svo tilfinnanlega. Kerl- ingin brann inni. ★ — Jæja, hvernig gekk ferðalag- ið til Parísar? — Ágætlega. Mikið var t. d. há- tíðlegt að heyra spilaðan majon- esen. ★ — Það er sagt að þú ætlir í ferðalag til Ameríku. Hvað ætlar þú að gera þangað? — Spara saman peninga fyrir heimferðinni! ★ Einu sinni Ijek Wedekind fyrir örfáum hræðum á sumarkvöldi. Skapið var slæmt bæði hjá áhorf- endum og leikendum. Alt í einu heyrðist „uss“-hljóð í salnum, og skömmu síðar „svei“. Þá sagði Wedekind: — Gætið ykkar, góðir áheyrend- ur. Athugið, að við erum í meiri hluta hjer á leiksviðinu. ★ Gerardi leikari hafði orð á sjer íyrir óstundvísi. Þegar hann dag nokkurn kom eins og venjulega seint til æfingar, sagði leikhús- stjórinn: -— Nei, ert þú kominn. f þínum sporum hefði mjer ekki dottið í hug að koma. — Hvað er þetta, maður, hef- irðu enga sómatilfinningu ? svar- aði Gerardi. ★ í ráðhúsinu í Liineberg er gler- kista og í kistunni er saltað svíns- læri. Á svarta marmaratöflu, sem er á stalli þeim, er kistan stendur á, er letrað: „Gestur! Hjer sjáið þjer jarð- neskar leifar þess svíns, sem gat sjer ódauðlegrar frægðar með því að finna hinar auðugu saltnámur í okkar ágæta bæ Luneberg“. un“, bætti hann við og brosti sínu aðlaðandi brosi, „og yðar hlutverk, Deroulede, er jafn auðvelt: Jeg fel yður að gæta Mademoiselle Juli- ette og víkja ekki frá henni, fyr en við erum komin út úr París“. „Út úr París“, endurtók Derou- lede og andvarpaði áhyggjufullur. „Já!“, svaraði Sir Percy djarf- lega. „Ut úr París með æpandi skríl á hælunum, svo yfirvöldin tvöfaldi liðstyrk sinn. Og munið það um fram alt, vinir, að þegar máfurinn skrækir þrisvar sinnum eigum við að safnast saman. Fylgið því merki ,uns þið eruð komin út fyrir borgarhlið Parísar. Og þegar þið eruð komin út fj*rir það skuluð þið enn taka eftir því. Það á að lokum að fvlgja yður til frjálsræð- is og frelsis, burtu frá Frakklandi með guðs hjálp“. Framh. SPARIÐ KOLIN Hreinsa miðstöðvarkatla og lagfæri. Munið að kolum er kynt til ónýtis ef katlarn.ir eru óhreinir. Geri einnig við önn- ur eldfæri, klósetskálar og kassa. Sími 3624. Sigurður Jó- hannesson, Hverfisgötu 76 B. SALTVÍKUR-RÓFUR seldar í heilum og hálfum pok- um. Góðar og óskemdar a£ flugu og maðki. Nú er rjetti tíminn að birgja sig upp, áður en verðið hækkar. Sendar heim. Sími> 1619. HÆNSAFÓÐUR blandað og varpmjöl. Heill Mais. Þorsteinsbúð, Grundar- stíg 12. Sími 3247. Hringhraut 61. Sími 2803. KARTÖFLUR og: gulrófur frá Hornafirði og Eyrarbakka, í heilum pokum og smásölu. Þorsteinsbúð, Grund- arstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61,v’SÍmi 2803. HREINGERNINGAR leysum best af hendi. Guðni og Þráinn, sími 2131. VEISLUR — SAMKVÆMI Tek að mjer að sjá um og mat- búa í veislur í privathúsum og öðrum samkvæmum. Viður- kend 1. fl. vinna. Ragnar Jóns- son. Sími 1254. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur kjöt, fisk og aðrar vörur til reykingar. Fyrsta flokks vinna. Sími 2978. &i£á*fnniru}€W VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skóna af- burða vel. SMURT BRAUÐ fyrir stærri og minni vexslur. Matstofan Brytinn, Hafnar- stræti 17. SALTFISKUR niður skorínn og í 50 kg. á 0.40 pr. kg., afgreitt á fiskvei'kun- arstöðinni Ánanaustum. Gerið góð kaup strax. KAUPUM DAGLEGA hrein meðalaglös, smyrslkrukk- ur (með loki), hálfflöskur og heilflöskur. Reykjavíkur Apó- tek. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Simi 3594. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð- mundsson, klæðskeri, Kirkju-- hvoli. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda > meðalalýsi fyrir börn og full- orðna, kostar aðeins 90 aura < heilflaskan. Lýsið er svo gott, að það ínniheldur meira af A- - og D-f,jörefnum en lyfjaskráin ákveður. Aðeins notaðar ster- ilar (dauðhreinsaðar) flöskur. Hringið í síma 1616. Við send- um um allan bæinn. -1 BLÓMLAUKAR og rabarbarhnausar. — Sehröder. Sími 4881. J ohr- VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. Ávalt í næstu búð. BÝ Á VITASTÍG 10, Ingibjörg Ingvars. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarins besta bón. SLYSAVARNAJELAGIÐ, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árs- tillögum o. fl. BESTI FISKSlMINN er 5 2 75. JCur&rusðl SÓLRlKT HERBERGI til leigu á Vífilsgötu 3. LÍTIL IBÚÐ óskast. Öll þægindi. Tilboð merkt „Ibúð“, sendist blaðinu. GLÖS UNDAN naglalakki kaupum við eins og" alt annað hæsta verði. Flösku-- verslunin Hafnarstræti 21.. - Sími 5333. Sækjum heim. KAUPUM FLÖSKÚR stórar og smáar, whiskypela,., glös og bóndósir. Flöskubúðin, . Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjúm. Opið allan dagimu MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR, Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. Sparið milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glösin. Við sækjuro,, heim. Hrlngið í sína 1616. — Laugavegs Apótek. 3ufia2-funclið KVENVESKI með peningum hefir tapast. —. Vinsamlegast skiljst til Morg- unblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.