Morgunblaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 4
dtt. MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. okt. 1939. CKJ MEIMILIN Val á andlMlti Gott andlitsduft er fíns í sjer — fínsigtað — og mjúkt, og á að hafa þann hæfileika, að tolla vel á húðinni. Gangið því úr skugga um, að 'dnf'tið hafi þessa kosti, áður en þjer festið kaup á því. Takið svolítið á milli fingra yð- ar. Finst yður það silkimjúkt og íirfínt? Loðir það við fingurna? iÞá er alt í lagi. En ef það hrekkur af fingrun- um, virðist eins og hált og fer í kekki, er eitthvað bogið við það, og þjer getið verið viss um, að það fýkur út í veður og vind af nef- broddi yðar, áður en þjer vitið af. Eitt enn getið#þjer gert, til þess að reyna andlitsduftið: Vegið dósina í hendi vðar. Ef hún virðist þung í hlutfalli við innihaldið, þá er ekki um gott andlitsduft að ræða. Hvað lit snertir, verður auðvit- að að vanda valið sjerstaklega vel. Og fyrir alla muni: Notið ekki of 3jóst andlitsduft. Fáið þjer ekki lit, sem yður líkar tilbúinn, fæst oft góður árangur með því að hlanda sjálfur saman fleiri litum. Munið - - -------að til þess, að vaxdúk- urivm renni ekki til á borðinu, er gott að setja ga-mlan vaxdúk undir þann nýja, þannig, að rangan á dúkunum snúi saman. Með þessu móti tollir dúkurinn vel á borðinu og endist vel. —• — —- að blómkálið verður fallega hvítt við suðu, ef svolitlu hveiti er stráð á vatnið, eða svo- lítið af mjöli er sett út í suðu- vatnið. — — — saltfisk er best að geyma á þurriím og svölum stað. Hann eyðilegst auðveldlega t. d. í rökum kjallara. -------að alabasturskálar má gera fallegar með bóni. -------—■ að hægt er að ná nýj- nm blekblettum úr með því að nudda þá með sundurskornum rabarbara. Nýar gúmmÍTÖrnr: Baðhettur, margar teg. Gúmmíbuxur, margar teg. Gúmmíhanskar, maxgar teg. Gúmmítúttur og Gúmmísnuð. AUGAÐ hvílist TU|C| C sneð gleraugum frá I lllLLL Hættur í heimahúsum Vetrartískan 1939 PAÐ þykir ef til vill undarlegt að tala um hætt- ur í heimahúsum, því að fyrir flestum er heimilið sá staður, sem síst af öllu er talinn hættulegur. Heimilið vekur fyrst og fremst tilfinningu öryggis og skjóls. Köflóttur ullarkjöll, með „kvenlegu“ sniði, eins og tískan býður. Pilsið er hringskorið, eins og flést pils nuna, og blússan sjerkennileg. í hálsinn er lítill kragi lagður á víxl og ermarnar enda í breið- um manchettum. Blússan er ennfremur aðskorin eins og vesti og brydduð' svörtu flaueli alt í kring og á vösum. Kavlðflur og rófur i brauði En þó er það svo, að í heima- húsum vilja oft til slys, sem stund- um geta stafað af vankunnáttu eða óvarfærni. ★ Margir hafa t. d. fótbrotnað eða hlotið önnur meiðsl af því að verða fótaskortur á liálu gólfi, bónuðu eða nýþvegnu úr sápuvatn. Farið því varlega á votu gólfi. Það getur verið hættu- legra en hálasti ís. it Ef þjer hafið gólfrenning í stig- anum, sjáið þá um, að hann sje vel festur, svo að enginn hrasi í honum. Handriðið við stigann verð ur líka að vera örugt, annars er það verra en ekkert. Og í kjallara- stiganum — þeim hættu stað — verður að vera Ijós. Ef það er ekki, málið þá neðsta þrepið hvítt, svo að hægt sje að greina það í myrkri. ★ Aldrei verður nógsamlega brýnt fyrir fólki að fara varlega með hita og eld á héimilunum. Gætið þess að barnið fari sjer ekki að voða. Golftreyjur í úrvali Náttpeysur Smábarnatreyjur Bangsabuxur Barna úti- og inni-föt ★ Hanskar fóðraðir og ófóðraðir Skinnhúfur ★ Rennilásar venjulegir og „bakelite“ Tölur Hnappar Spennur ★ Georgette- Vasaklútar og Slæður Kjólablóm Hárkambar o. fl. Vesta Laugaveg; 40. Skólavörðustíg 2. Látið skaftpotta, steikarpönnur og önnur ílát ekki standa þannig yfir eldi, að barnið geti náð í þau og velt yfir sig. Setjið ekki frá yður heita ösku, tuskur með olíu, eldspýtur o. s. frv. í anuað en blikkílát. Reynið ekki gasslönguna með logandi eldspýtu, og farið ekki með hert ljós þar sem lágt er undir loft í geymslur, bílaskúra o. s. frv. ★ Baðkerið getur verið hættulegur staður. Margir hafa runnið til í hálum botninum og hlotið meiðsl af. Fyrir ofan baðkerið ætti að vera lítið handrið, sem hægt er að grípa í, og sje sturta yfir baðker- inu, ætti, að hafa gúmmímottu í botninum, til þess að standa á. ★ Þegar seilast þarf upp í efstu hilluna í eldhúsinu eða festa upp gluggatjaldi, megið þjer ekki klifra upp á valtan stól, það getur haft í för með sjer heinbrot. Hafið lieldur eldhússtól, sem hægt er að búa til úr litla og stöðuga tröppu. ★ Þegar þjer eruð að þvo gólf,- megið þjer ekki koma við raf- magnsslökkvarann. Það megið þjer ekki heldur gera þegar þjer eruð í baði. Yfirleitt má ekki kveikja eða slökkva rafmagnsljós með vot- um höndum. Vatnið er góður raf- magnsleiðari og þjer getið þá fengið í yður straum. ★ Og loks mætti minna á að fara varlega með glös með eitri, sjer- staklega verður að gæta þess, að böm nái ekki í þau. Merkið þau greinilega með : Eitur! eða, bindið bjöllu um stútinn, sem segir til sín, ef snert er á glas- inu! Lanolin-púður á brúna og sólbrenda húð. Lanolin-skinfood. Dagkrem í eðlilegum hú^lít. Til þess að spara rúgmjöl og hveiti við bakstur má auð- veldlega nota kartöflur og rófur til drýginda. Enda er það líká til hollustu. RÓFUFLATBRAUÐ. 10 kökur: 700 gr. rúmmjöl (ca. tesk. rúmgjöl), 500 gr. soðnar, hakkaðar rófur. Rófurnar eru flysjaðar, soðnar í saltvatni, hakkaðar tvisvar í hakka vjel. Rúgmjölinu hnoðað upp í deigið, uns það er jafnt og sprungu laust. Skift í 10 bita. Ilver biti er hnoðaður með tólgarfeitum hönd- um í kúlur, sem gerðar eru flatar. Breitt út í 20 cm. stóra köku. Þær.eru pikkaðar og bakaðar við mikinn hita á rjafmagnsplötu, pönnu eða vjel. Reknar ofan í vatn og staflað í bunka. Þetta flatbrauð er ekki gott að geyma, nema þrjá til fjóra daga. Það er ágætt að bera þetta flat- brauð smurt ;með kaffi eða te og er sjerstaklega Ijúffengt að liafa mjólkurost eða mysuost ofan á. Rófuflatbráuð er mikið hollara en vatnsflatbrauð, því fyrir utan B- vitamin í rfigmjölinu er C-vitamin í rófunum. Rjettast mun að sjóða rófurnar í heilu lagi með flusinu. Þá er nær- ingargildi þeirra meira. KARTÖFLUTVÍBÖKUR. 100 gr. hveiti, 100 gr. kartöflur, 2 tesk. lyftiduft, 3/4 tesk. salt, 3/4 tesk. sykur, 20 gr. smjörlíki, 1/2 dl. mjólk. Öllu er blandað í hveitið. Sm jör- líki og soðnum, söxuðum kartöfl- um blandað saman við. Yætt í með mjólkinni. Hnoðað í lengjur, sem skift er í 12 bita. Hnoðað í hnött- óttar kúlur milli handanna. Látn- ar á smurða plötu. Pikkaðar. Bak- aðar móbrúnar. Skornar í sundur þegar þær eru kaldar og þurkaðar eins og tvíbökur. KARTÖFLUTERTA. 200 gr. soðnar og hakkaðar kart- öflur, 200 gr. hveiti, 200 gr. smjör- líki. Kartöflurnar eru soðnar með flusinu. Vatninu helt af þeim, pott- urinn hristur yfir eldi, svo að alt vatn gufi af kartöflunum. Flysj- aðar og saxaðar tvisvar sinnum og kældar. Smjörlíkið mulið saman við hveit ið. Þegar kartöflurnar eru kaldar, er hveitinu hnoðað upp í þær. Þegar deigið er vel jafnt, er það látið á bretti og látið bíða á köld- um; stað í 20 mínútur. Þá er því skift í þrjár jafnar kökur, sem breiddar eru út fremur þykkar. Teknar undan grunnum diski. Látnar á smurða plötu, bakað við meðal hita, þar til þær eru Ijós- brúnar. Þessar kökur eru lagðar saman með berjamauki. Tertan er borin fram í heilu lagi, og skorin í stykki jafnóðum og hún er borð- uð. Gott er að strá flórsykri á efstu kökuna. Það er og mjög gott a8 láta eggjakrem í annað lagið á kökunni og við hátíðleg tækifæri þeyttan rjóma ofan á kökuna. Helga Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.