Morgunblaðið - 31.10.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1939, Blaðsíða 2
2 MGRGrUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. okt. 1939. Ræða Molotoffs í æðsta ráði Sovjetríkjanna í dag Er friðnum á Balkanskaga hætta búin? Frá frjettaritara vorum. Khcifn í gær. IÞESSARI VIKU er búist við a, m. k. tveíns mikilvægum atburðum: 1) afnámi vopnaútflutn- ingsbannsins frá Bandaríkjunum, með endan- legri samþykt fulltrúaþingsins og 2) ákvörðunum æðsta ráðs Sovjet-ríkjanna, sem kemur saman í Moskva á morgun. Bretar álíta að fyrri atburðurinn, afnám vopnaut- flutningsbannsins, muni hafa þau áhrif, að Þjóðverjar hraði sókn sinni á vesturvígstöðvunum, sem búist hefir verið við um nokkurt skeið. NV friðarsOkn 1 sambandi við þing sovjet-ráðsins snýst aðalathyglin um það, 1) hvort það'muni ræða um málefni varðandi Balkanrík- in eða 2) hvort það muni reka érindi Hitlers og reyna að fá Vestur-ríkin til að semja frið. Strax í dag verÖur skorið úr síðara atriðinu er Molotoff utanríkismálaráðherra Sovjet-ríkjanna flytur raeðu sína sem fjalla mun aðallega um utanríkismál. í Englandi er talið, að hann muni í ræðu sinni lýsa yfir áframhald- andi hlutleysi Sovjetríkjanna. En í frönskum blöðum er gert ráð fyrir að hann muni hefja nýja friðarsókn fyrri hönd Hitlers. Eru blöðin á einu máli um það, að hin nýja friðarsókn sje fyrirfram dauðadæmd, eins og sú fyrri. „Le Temps“, franska síðdegisblaðið, segir í dag, að Hitler hafi beðið mikinn ósigur á stjórnmálasviðinu. Til þess að bjarga sjer sjái hann aðeins tvær leiðir, annaðhvort að hefja sókn á vesturvígstöðvunum, sem fyrirfram er vitað að verður árang- urslaus, eða að gera enn eina tilraun til að fá Vestumkin til að semja frið upp á hans skilmála. NÝJAR HÓTANIR Hann hafi því látið í ljós ósk um það við Stalin, að Rúss- ar tækju að sjer málamiðlun, sem hlutlaus þjóð. í Berlín og í Moskva er látið í veðri vaka, segir ,,Le Temps“, að ef Bretar og Frakkar vísi þessari málamiðlun Rússa á bug, þá sje óhjákvæmilegt að Rússar og Þjóðverjar ráði ráðum sínum að nýju um aukna hernaðarlega samvinnu. ,,Le Temps“ segir, að það út af fyrir sig að hverju friðarboði fylgi dulbúin hótun sje nægi- Jegt til þess að Bretar og Frakkar geti ekki tekið þau til greina. I Frakkl-andi og Englandi verður ekki síður fylgst með störfum æðsta ráðs Sovjetríkjanna vegna þess, ■ sem það kann að ákveða í sambandi við Balkanríkin. 1 breskum blöðum gætir nokkurs kvíða út af því, hvað gerast kunni á Balkanskaga. Er jafnvel talið, að atburðir, sem þar kunni að gerast geti haft á- hrif á afstöðu Itala til stríðsins. City of Flint á leið frá Murmansk til Þýskalands! Frá frjettaritara vorum. Kköfn í gær. AMERÍSKA skipið „Cíty of Fllnif** er nú á leiþ- inni frá Murmanask til Þýskalands. Sam- kvæmt fregn frá Tromsö í Norður-Noregi fór skipíð þaðan klukkan 4 síðdegis í dag. Um borð á skipinu er 18 manna áhöfn af þýska vasaorustu- skipinu „Ðeutschland“ og auk þess hin ameríska áhöfn skipsins. Áður en „City of Flint“ Ijét úr höfn í Murmansk skýrðu Þjoðverjar frá því, að kafbátar myrnfu fylgja því til Þyskalands. Ræðismaður Þjóðverja í Tromsö skýrði frjettaritara sænska blaðsins „Svenska Dagbladet.“ Srá þvi í kvöld, að hann hefði farið um borð í „City of Flint“ utan skerja kl. 1 í dag. Hann sagði, að skipið hefði viljað taSa höfn í Tromsö til þess að fá þár vatn. En þar sem skipið er nýfarið frá Murmsji.sk er litið svo á, ap hjer hafi verið um fyrirslátt að ræða. Norsk yfirvöld mæltu kvo fyrir, aS skipið mætti ekki hafa viðdvöl £ norskri höfn:. Hjelt skipið þá áfram ferð sinni.. Breskur sjóraáður sem sjálfur var um borð í „Deutschland“ hefir skýrt frá þvi, er „City of Flint“ vax tekið í Atlantshafi og farið méð það. til Murmansk. BÚLGARAR — Bretar óttast að tilraunimar til þess að stofna Balkanbandalag m.eð þátttöku Búlgara mishepnist. Það eru ítalir, sem aðallega beita sjer fyrir stofnun þessa bandalags, eem þeir vilja að Ungverjar, Búlg- arar, Júgóslafar, Rúmenar, Grikk- ir og jafnvel Tyrkir taki þátt í. Miðstöð bandalagsins á að vera í Rómaborg. Finnar hylla sendiherraU.S.A. og Norðurlanda Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Finska samninganefndin leggur af stað í þriðju heimsókn sína til Moskva annað kvöld. Hún hefir meðferðis nýjar tillögnr, en ekki er kunnugt hvemig þær eru að efni til. Hefir verið unnið að því að ganga frá þeim tvo undanfarna sólarhringa og voru formenn stjórnmálaflokkanna hafðir með í ráðum. Það er búist við að tillögurnar ' verði lagðar fyrir sovjetstjórnina á fimtudag. FRAMH. Á SJÖTTXJ SÍÐU Tveim breskum togurum sðkt Skipatjón Breta 09 Frakka írá þvi í stríðsbyrjun Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Fregnir hafa borist af f jór- um skipum, sem sökt hef- ir verið undanfarinn sólarhring, þar af tveimur togurum. Tog- aramir voru báðir breskir, ann- ar þeirra einn af nýjustu tog- urum Hull-útgerðarinnar. Þeim var báðum sökt í Norð- ursjónum. Áhafnimar björguð- ust um borð í bresk herskip. Annað hinna skipanna var breskt, 8 þús. smálestir. Var það skotið án viðvörunar. 70 manns af áhöfnjnni komust í bátana, en fimm fórust, komust ekki upp úr ketilrúminu. Hitt skipið var norskt, á 4. þús. smálestir. SKIPSTJÓNIÐ Bæði Bretar og Frakkar hafa birt skýrslu um skipstjón sitt síðan stríðið byrjaði. Bretar segjast hafa mist í októbermánuði skip, sem FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Sjómaður þessi kom til Eng- lands í dag ásamt öðrum af á- höfn breska skipsins „Stone- gate“ ,,Deutschland“ sökti þessu skipi í Atlantshafi og tók skips- höfnina um borð, þar sem svo var litið á, að of slæmt væri í sjóinn fyrir skipsbátana. Áhöfnin var í haldi um borð í ,,Deutschland“ í fimm daga. „Deutschland“ stöðvaði nokkru síðar „City of Flint“ og sendi varðmenn um borð. Var skipstjór- inn spurður hvort hann vildi held- ur að skipinu yrði sökt eða að farið yrði með það til Þýskalands. Kvaðst skipstjórinn heldur vilja að farið yrði með það til Þýska- landa. Skipshöfnin af „Stonegate“ var nú flutt um borð í „City of Flint“ ásamt 18 manna þýskri áhöfn, sem vopnuð var skammbyssum og hand sprengjum. Mennirnir af „Stonegate“ voru settir til þess að mála yfir nafn skipsins og setja í stað „City of Flint“ nafnið „Alf“. Skipið sigldi síðan undir dönsk- um fána til Tromsö. Skipinu var siglt, að því er hinn breski sjómaður telur, norður á milli íslands og Grænlands og síð- an austur til Tromsö. Þegar þangað kom hefðu norsk- ir sjóliðar komið um borð og af- vopnað Þjóðverjana. Þar var hin breska skipshöfn líka sett á land. Eins og menn muna, fór þýska skipshöfnin með „City of Flint“ frá Tromsö til Murmansk og var skipið þar í nokkra daga, eða þar til að rússneska stjórn- in skipaði því að sigla úr höfn, Fór skipið þaðan í gær. Hver sökti Atheniu? Skýrsla bresku stjórnarinnar Frá frjettarítara vorum. Khöfu í gær. Breska stjórnin hefir í dag sent stjóm Banctaxíkjauna nýjar upplýsingar varðandi skipið „At- hemn“, sem sökt var í byrjim stríðsins. Skýrsla bresku stjórnarinnar er í fimm liðum; 1) Skipið flutti ekk.i gull eða- 'verðmæt skjöl, vopn eða sbotfærL 2) Skipið rakst ekki á breskt tundurdufl, því' var ekki sökt af hreslnnn kafhát eða breskum tund- urspillum, og engin. sprenging varð- í skipinu sjálfu. S'kipinu var sökt af kafbát. 3) Skipið var ekfci vopnað og það hafði ékki yerið lagfært þann- igv að hægt væri að vopna það. 4) Það var ekki ætlunin að vopna skipið þegar það kæmi vest- ur um haf. 5) Skipstjórinn á „Atheníu“ hef- ir svarið þess eið fyrir rjetti að hann liafi aldrei rætt við Gustaf Andersson um að vopn eða skot- færi væri um borð í skipinu. (Gustaf Andersson, amerískur borgari, hafði borið það fyrir rjetti ' Bandaríkjunum, að skipstjórinn liefði tjáð sjer að skotfærahirgðir væru um borð í skipinu. Hann bar það einnig fyrir rjetti að eftir að sprengingin varð í „Atheníu“. liefði skipið verið á floti í 14 klst., en þá, hefðu þrír breskir tundur- spilíar skotið það í kaf. Var talið að það hefði verið skotið í kaf, af því að ógerlegt hefði verið að draga það til hafn- ar. En dr. Göbbels hefir haldið því fram að Mr. Churchill hefði látið skjóta það í kaf til að eyði- leggja allar sannanir gegn sjer, en að hann hafi borið ábyrgð á því að skipinu var sökt. En nú mótmælir breska stjómin. öllum vitnisburði Anderssons). Stúdénta- fundurinn Fnndur var haldinn í Stúdenta- fjelagi Reykjavíknr í gær- kvöldi Var hann fjölmennur. Frummælandi var Jónas Jónsson alþm.; flutti hann erindi, er hann nefndi „Sjálfstæðismálið og fán- inn“. Á eftir urðu umræður og tóku margir til máls. Meðal þeirra voru: Guðbrandur Jónsson, Jó- hann Hafstein, Sigurður Bjarna- son stud. jur., Matthías Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Axel Tulin- ius. Tillaga kom fram frá Guðbrandi Jónssyni í þá átt, að fresta að- gerðum í sjálfstæðismálinu. V .* hún feld með öllum atkv. gegn flutningsmanns. Á fundinum kom yfirleitt fram mjög eindregið sú skoðun, að standa beri fast að yfirlýsingnm þings og, stjórnar í sjálfstæðis- málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.