Morgunblaðið - 31.10.1939, Blaðsíða 8
9
Þriðjudagur 31. okí. 1939L.
ORCZY BARONESSA:
LIXLI PÍSLARVOTTURINN
I.
1. kapítuli.
Í Þjóðleikhúsinu í París.
A ð kvöldi hins tuttugasta og
sjöunda Nivose, á öðru ári
lýðveldisins — eða, eins og við af
gömium vana jmyndum segja, 16.
januar 1794 — var margt glæsi-
legra gesta í Þjóðleikhúsinu í
París.
Yinsæl leikkona í fjörugu hlut-
verki hafði freistað hinna skemt-
anasjuku Parísarhúa, til þess að
sjá enn einu sinni „Mannhatar-
ann“ — „Le Misanthrope", eftir
Mol iére.
„Le Moniteur", sem segir óhlut-
drægt frá viðburðum þessara tíma,
getur þess í tölublaði sínu frá þess-
um degi, að einmitt þenna sama
dag hafi þjóðþingið samþykt ný
lög, er gáfu njósnurum þess ótak-
(harkað vald.
Og þegar þingið hafði samþykt
þessi lög, sem ofurseldu þúsundir
mannslífa fantaskap nokkurra
blóðhunda, var furidi slitið, og
fulltrúarnir fóru í leikliúsið.
Þar var þegar fullskipað, þegar
þessir forkólfar þjóðarinnar gengu
til sæta sinna, sem voru frátekin
fyrir þá. Hátíðleg þögn færðist
yfir fjöidann við komu þessara
mann.j. Það þurfti ekki nema
nefna riöfn þeirra, til þess að vekja
hrylling og skelfingu.
í einni hliðarstúkunni höfðu tveir
menu tekið sjer sæti, löngu
áður en 'hinn mikli hópur leik-
húsgesta fór að streyma inn í sal-
inn.
Sá yngri virtist ókunnugur í
París, því að hann sneri sjer hvað
eftir annað að sessunaut sínum,
er hiriir opinberu embættismenn og
þektu stjórnarmeðlimir fóru að
koma, og spurði um nöfn þeirra.
„Heyrið þjer, de Batz“, sagði
liann og vakti eftirtekt hins á
hópi manna, sem nú kom inn í
-salinn. „Hver er hann, þessi í
græna frakkanum, sem ber hend-
ina upp að andlitinu rjett í þessu?“
■rfHve rn meinið þjer?”
„Þenna þarna, sem lítur hingað
viipp núna, Hann er með fram-
standandi höku og hátt enni eins
og api í framan“.
Fylgist^með frá byrjun
„Ó“, svaraði de Batz, er hann
kom auga á manninn, sem vinur
hans átti við. „Þetta er Fouequier-
Tinville borgari“.
„Hinn opinberi ákærandi?“
„Já, og það er Heron, se.m situr
við hlið hans“.
„Heron?“
„Já, hann er hægri hönd vel-
ferðarnefndar ríkisins* ‘.
„Og hvað þýðir það?“, spurði
ungi maðurinn.
Þeir höfðu báðir lækkað róm-
inn, eftir að þeir nefndu hinn op-
inbera ákæranda, og nú drógu þeir
sig inn í skuggann í stúkunni.
„Það þýðir það, minn kæri St.
Just“, svaraði hinn, sem var eldri
— þrekinn maður vexti, hraust-
legur útlits, en bólugrafinn í and-
liti, með lítil og stingandi augu.
„Það þýðir það, að þessir tveir
menn eru bannsettir blóðhundar,
sem eíga til jafn mikla slægð og'
völd þeírra eru mikil“.
„Einmitt það“, svaraði St. Just
og gat ekki að því gert, að hrollur
fór um hann. „Jeg veit nokkur
deili á Foucquier-Tinville. Þekki
slægð hans og völd. En hinn —?“
„Hinn?“, svaraði de Batz og
vpti öxlum. „Jeg get sagt vður
]>að, að hinn opinberi ákærandi er
ekkert í samanburði við LIeron“.
„Nú skil jeg yður ekki“.
„Þjer megið prísa yður sælan,
að hafa verið svona lengi í Eng-
landi. Því að þó yður hafi borist
til eyrna aðalatriðið í okkar ljóta
sorgarleik, þekkið þjer ekki leik-
endurna, sem hafa með höndum
aðalhlutverkin, á sviðinu, þar sem
blóðið flýtur og hatrið svellur“.
„Þjer eigið við njósnarana“.
„Já, njósnarana“, svaraði hinn.
„Og hvílíkir njósnarar! Yoruð
þjer á fúndi nefndaririnar í dag?“
„Nei!“
„En það var jeg! Jeg heyrði
frumvarpið, sem þegar er orðið að
lögum. Kæri vinur! Grasið fær
ekki lengur að gróa undir fótum
okkar. Einn góðan veðurdag vakn-
ar Robespierre með einhverja hug-
mynd í kollinum. Og áður en kvöld
er komið er þessi hugmvnd orðin
/nL’Wa
Ung ensk hjón eignuðust ný-
lega fyrsta barn sitt. Gleði
foreldranna var vitanlega rnikil og
faðirinn braut heilann mikið um,
hvernig hann ætti að fara að því
að tilkvnna vinum sínum þessi
gleðitíðindi á frumlegan lrátt.
Loks datt honum, ráð í hug. Hann
Ijét prenta póstkort með mynd af
ritorki með barn á bakinu. Póst-
kortið sendi hann svo til kunn-
ingja sinna og þar á meðal til
vinafjölskyldu í Hollandi.
Nokkrum dögum seinna fjekk
hann póstkortið, sem átti að fara
til Hollands, endursent með
stimpli pósteftirlitsins. Pósteftir-
litið hafði skrifað eftirfarandi á
kortio:
„Teikningar með erlendu heim-
ilisfangi stöðvaðar af pósteftirlit-
inu, þar sem bannað er að gefa
upplýsingar um flug“.
★
Aðalsmaður einn í Englandi hef-
ir tekið að erfðum frá forfeðrum
sínum einkennilegt hlutverk. Hann
á samkvæmt aldagamalli venju í
ætt hans að' halda um höfuð
Bretakonungs, ef konungur verð-
ur sjóveikur á leiðinni yfir Erm-
arsund!
★
Frjett frá Chicago hermir að Mr.
Otis Chips hafi einu sinni verið
vakinn 12 sinnum sömu nóttina
með því að sírainn hringdi. I hvert
skifti átti eftirfarandi samtal sjer
stað í símanum:
— Halló, er það Mr. Chips?
— Já.
— Verið þjer sælir, Mr. Chips!
að lögum, samþykt af skríðandi
skepnum, sem þora ekki að setja
sig upp á móti vilja hans“.
„En Dariton?“
„Danton! Hann óskar þess víst
helst, að liann gæti stöðvað þann
straum, sem hann hefir af stað
komið með ofsa sínum. Danton hef-
ir völd í dag. En jeg segi yður
satt: Á morgun verður hann kærð-
ur fyrir miskunnsemi. Hamingjan
góða — Danton miskunnsamur!“
Hann þagnaði, þar sem hann
þorði ekki að hækka rödd-
ina, en hávaði frá áheyrendapöll-
unum yfirgnæfði hvísl hans.
Klukltan var nú næstum því 8%,
þó leikritið hefði átt að byrja kl.
8, og fólkið var orðið óþolinmótt.
„Ef Heron verður óþolinmóður“,
sagði Batz kæruleysislega er aft-
ur varð hljótt, „þá getur það
orðið óþægilegt fyrir leikhússtjór-
ann og leibendurna“.
„Þjer með Heron!“, sagði St.
Just fyrirlitlega.
„Já“, svaraði hinn ofur rólega.
„Jeg nefndi Heron. Hann hefir
meira að segja lengt líf sitt í dag“.
„Með nýju lögunum?“
„Já, einmitt! Hann er formaður
velferðarnefndarinnar, og meðlim-
ir hennar hafa nú óskorað vald
til ]>ess að gera húsrannsóbn þar
sem þeim sýnist. Þeir hafa umboð
til þess að taka fasta alla, sem
grunaðir eru um fjandskap við
fólkið. Og fyrir hvert höfuð, sem
fellur fyrir fallexinni fá þeir þrjá-
tíu og fimm gullpeninga. Ef Heron
og fylgismenn hans eru duglegir,
geta þeir grætt 4—5 þúsund gull-
peninga á viku, svo að þjer sjáið,
kæri vin, að okkur fer fram“.
Maðurinn virtist ekki vitund
hneykslaður. Þvert á móti
var rödd hans frekar sigri hrós-
andi, og nú hló hann góðlátlega.
„Við verðum að reyna að frelsa
þá, sem veigra sjer við að láta
berast með blóðugum flaumnum,
úr þessu helvíti á jörðu“, sagði
St. Just fjálglega.
Framh.
GENG í HÚS,
straua, þvæ, geri við föt, prjóna
og vef. Uppl. í síma 3218.
UNGUR OG REGLUSAMUR
maður óskar eftir atvinnu nú
þegar. Tilboð merkt 87, sendist
Morgunblaðinu fyrir fimtudag.
GENG í HÚS,
stoppa sokka og geri við nær-
föt og straua. Uppl. í síma 1832.
HREINGERNINGAR
leysum best af hendi. Guðni og
Þráinn, sími 2131.
VENUS SKÓGLJÁI
mýkir leðrið og gljáir skóna af-
burða vel.
VENUS-GÓLFGLJÁI
afburðagóður og fljótvirkur. —
Ávalt í næstu búð.
FRIGGBÓNIÐ FÍNA,
er bæjarins besta bón.
FORNSALAN, Hverfisgötu 49
selur húsgögn o. fl. með tæki-
færisverði. Kaupir lítið notaða
muni og fatnað. Sími 3309,.
UPPLÝSINGASKRIFSTOFA
* STÚDENTARÁÐSINS,
Garði, útvegar kennara í ýms-
um greinum. Opin: mánud.,
miðv.d., föstud. kl. 6—7 e. h.
SNÍÐ OG MÁTA
Dömukápur, dragtir, dag-
kjóla, samkvæmiskjóla og alls
konar barnaföt. Saumastofan
Laugaveg 12, uppi (inng. frá
Bergstaðastræti). Símar 2264
og 5464.
OTTO B. AkNAR,
löggíltur útvarpsyirki, Hafnar-
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
ing og viðgerðir á útvarpstækj-
um og loftnetum.
BRYNJÓLFUR ÞORLÁKSSON
gerir við og stillir píanó og
orgel. Sími 4633.
FJÖLRITUN. OG VJELRITUN
Fjölritunarstofa Friede Páls-
dóttur Briem, Tjarnargötu 24.
Sími 2250.
1.0. G. T.
ST. VERÐANDI NR. 9.
Fundur í kvöld kl. 8. Inntaka
nýrra fjelaga. Kosning em-
bættismanna.
5ariuð-furulið
HVÍTUR KETLINGUR
hefir tapast. Skilist í Sápnhúsið.
TAPAST HEFIR
regnhlíf. Finnandi vinsamlega
beðinn að gera aðvart í síma
5477.
ORGEL ÓSKAST
ti! leigu um óákveðinn tíma. —
Tilboð merkt 87, sendist Morg-
unblaðinu fyrir fimtudag.
KENNI ÓDÝRT:
íslensku, dönsku, ensku, þýsku,
stærðfræði. Les með skólafólki.
Viðtalstlmi kl. 8—10. Páll
Jónsson, Leifsgötu 23, II.
<hCtí&rLar&i*
IBÚÐ
á einum fegursta stað bæjarins,
rjett við miðbæinn, er til leigu
nú þegar. Tvær fámennar fjöl-
skyldur, er gætu haft sameigin-
legt eldhús, gætu komið til
greina. Upplýsingar í síma 3742
JCawjis&ajtuv
ÍSL. BÖGLASMJÖR,
Lúðuriklingur, Harðfiskur vel
barinn. Þorsteinsbúð, Grundar-
stíg 12, sími 3247. Hringbraut
61. Sími 2803.
SALTVÍKUR-RÓFUR
seldar í heildsölu og smásölu..
Sendar heim. Hringið í síma
1619.
2 GÓÐAR HAGLABYSSUR
til sölu strax. Uppl. hjá Tryggva
Pjeturssyni & Co. Sími 3137.
Blóm & Kransar li.ff.
Hverfisgötu 37. Sími 5284.-
Bæjíirins lægsta verð.
KVENVETRARKÁPUR
ódýrar og góðar í verslun Guð-
bjargar Bergþórsdóttur, Lauga-
veg 11.
KAUPUM DAGLEGA
hrein meðalaglös, smyrslkrukk—
ur (með loki), hálfflöskur ogT
heilflöskur. Reykjavíkur Apó- -
tek.
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi sent um allan bæ.-
Björn Jónsson, Vesturgötu 28. .
Shni 3694.
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðm. GuC- •
mundsson, klæðskeri, Kirkju--
hvoli.
ÞORSKALÝSI
Laugavegs Apóteks viðurkenday
meðalaJýsi fyrir börn og full-
orðna, kostar aðeins 90 aura^
hí'ilflaskan. Lýsið er svo gott,
að það innibeldur meira af A—
og D-f lörefnum en lyfjaskráinai
ákveður. Aðeins notaðar ster—
ilar (dauðhreinsaðar) flöskur.
Hringið í síma 1616. Við send—
um um allan bæinn.
MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR,
Fersólglös, Soyuglös og Tómat-
flöskur keypt daglega. SpariCi
milliliðina og komið beint tiÞ
okkar ef þið viljið fá hæstas.
verð fyrir glösin. Við sækjuntj,
heim. Hrlngið í síi'a 1616.-
Laugavegs Apótek.
SPARTA DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfi. .
HARÐFISKSALAN,
Þvergötu, selur saltfisk nr. lr„
2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr.
kg. Sími 3448.
KAUPUM FLÖSKÚR
stórar og smáar, whiskypela,
glös og bóndósir. Flöskubúðin,
Bergstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum. Opið allan daginn.
Kaupum allskonar
FLÖSKUR
hæsta verði. Sækjum að kostn--
aðarlausu. Flöskubúðin, Hafriar—
stræti 21, sími 5333.
EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR
og blúsur í úrvali. Sáuma«tofan>
Uppsölum, Aðalstræti 18. —-
Sími 2744.
FÆÐI
geta nokkrir menn og konur
enn fengið á Grundarstíg 11.-
Laila Jörgensen.