Morgunblaðið - 25.11.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.11.1939, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. nóv. 1939. MORGUN BLAÐIÐ 3 Frá „Sherlock Holmes“ leiksýningu „Sherlock || Leikfjelags Reykjavlkur HoImes“ Bjarni Björnsson sem Sherlock Holmes. Valdimar Helgason, Edda Kvaran, Lárus Ingólfsson, Gunnar Stef- ánsson, GuSlaugur Guðmundsson. Þýskur kafbátur hæfir 10 þús. sraál. breskt beitiskip Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Breska flotamálaráðuneytið hefir nú staðfest þá fregn, að breska beitiskipið ,,Belfast“ hafi laskast s.l. þriðjudag i Forth-firðinum, nálægt May-eyjunni. í tilkynningu flotamálaráðuneytisins segir, að ekki sje kunnugt hvort skipið hafi rekist á tundurdufl, eða hvort kafbátur hafi skotið á það. En í fregn frá Þýskalandi segir, að yfirmaður þýsks kafbáts hafi tilkynt þýsku herstjóm- inni, að hann hafi hæft „Belfast“ með tundurskeyti. Fólk í landi hafði sjeð „BeLfast“ sigla niður Forth- fjörðinn með öðrum herskipum á þriðjudagsmorgun, en síðar um daginn sást það koma aftur, allmikið laskað. En það gat þó siglt upp fjörðinn hjálparlaust og lagst við akkeri. „Belfast“ er 10 þúsund smálestir, eitt af nýjustu beiti- skipum Breta, og var tekið í notkun fyrir tveim árum; hefir það meðal annars þrjár flugvjelar um borð. Að „Belfast“ meðtöldu eiga Bretar 60 beitiskip. 100 íslendingar í samsæti í New-York MINN 21.'ökt. s.l. var þeim Vilhjálmi Þór fram- kvæmdastjóra íslandssýningarinnar í New- York og frú hans haldið veglegt samsæti þar vestra, af íslendingum búsettum í New-York og nágrenni. Samsætið var haldið í samkvæmissal Sheltons-hótelsins í Nev- York. Var salurinn skreyttur blómum og fjölda íslenskra og ame- rískra fána. Um 100 manns tóku þátt í samsætinu og var þetta því bið fjölmennasta samsæti íslendinga, sem haldið hefir verið í hinn* Samvinnan viO Vestur- íslendinga Þjóðræknisfjelag stoínað hjer 1. des. Iútvarpserindi því er Thor Thors alþrc. flutti nýlega um dvöl sína meðal Vestur-íslendinga, benti hann á að nauðsynlegt yæri að hefjast handa um stofnun þjóð- ræknisf jelags hjer til samvinnu við Þjóðræknisfjelag Vestur-fslend- inga. Þessu hefir verið vel tekið yfir- leitt og hafa nú þrír alþingismenn, er allir liafa dvalið vestra, tekið að sjer að hafa forgöngu um stofn- un slíks fjelags. Það eru þeir As- geir Ásgeirsson, Jónas Jónsson og Thor Thors. Ákveðið liefir nú ver- ið að boða til fundar til slofnun- ar þessa fjelagsskapar á fullveld- isdaginn, hinn 1. des. næstkom- andi, og verður það nánar auglýst síðar. Það þarf ekki að efa að margir vilja taka þátt í þessum fjelags- skap. Öllum landsmönnum er heimil þátttaka og verður árstil- lag ákveðið mjög lágt. Tilgangur fjelagsins verður að viðhalda og efla sambandið milli Tslendinga austan hafs og vestan. Á síðari árum hefir mjög aukist skilningur íslendinga beggja megin hafsins á nauðsyn samstarfsins. Vestur-ís- lendingar hafa sýnt mikla og mjög mikilsverða viðleitni til að vernda þjóðerni sitt og tungu og má Ijóst vera, að mjög mikill vandi er þeim á herðum, í hinum mikla mann- fjölda hinnar stóru álfu. Þeir óska eindregið samvinnu við okkur hjer heima um þjóðræknismálin, en því verður ekki neitað að í þessum FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Bæjarhúsi brenna A Arílarstöðunr í . Iíelgafells- sveit brunnu á föstudags- morgun til kaldra kola gömul bæj- arhús, sem notuð voru sem útield- hús og til geymslu. Eldsins varð vart um kl. 7 árd. og komu þá menn af næstu bæj- um og síðar kom bíll með bruna- liðsmenn úr Stykkishólmi. Litlu tókst að bjarga úr bæjar- húsunum og brunnu þar inni 13 hænsni, allur eldiviður og matar- forði bóndans, Hauks Sigurðsson- ar. Álitið er, að kviknað hafi út frá eldstæði í útieldhúsinu, en þar voru sviðin svið kvöldið áður. Á Arnarstöðum er nýtt íbúðarhús úr steinsteypu og varð það ekki fyrir neinum skemdum. Bæjarhús- in voru vátrygð, en alt annað óvá- trygt. (FÚ)* 1 f! Sækið skömtunar- seðlana! OK/YíY skömtunarseðlum var úthlutað á skömtun- arskrifstofu bæjarins í gær. Fólk er ámint um, að draga það ekki fram á síðustu stundu, að sækja seðlana fyrir desem- ber. Það verður að hafa með- ferðis stofna nóvemberseðlanna, áritaða nöfnum og heimilisfangi hvers einstaklings. Nafn húsráð- anda eins nægir ekki. Skömtunarskrifstofa bæjarins er í Tryggvagötu 28; opin kl. 10—6 (lokað milli kl. 12 og 1). Dragið ekki að sækja seðl- ana! K. F. U. M. Almenn samkoma annað kvöld kl. 8.30. Sr. Bjarni Jónsson talar. Allir velkomnir. miklu heimsborg. ALÞINGI. Verkstjórn í opinberri vinnu Kaldar móttökur Frumvarp iðnaðamefndar um verkstjóm í opinberri vinnu fekk fremur kaldar móttökur í neðri deild í gær. Emil Jónsson fylgdi frum- varpinu úr hlaði og mælti með framgangi þess. Pjetur Ottesen og forsætisráðherra höfðu hins vegar ýmislegt við frumvarpið að athuga. Einkum þó það, að ýms ákvæði þess væru óljós. P. O. taldi og að löggjafinn yrði að fara varlega í að skapa sam- tökum manna eða fjelögum for- rjettindi, því að það gæti orðið þröskuldur, á vegi eðlilegrar þróunar í landinu. Nefndi í því sambandi sem dæmi, að iðnlög- gjöfin væn búin að gera hring- inn svo þröngan, að til vand- ræða horfði. Ýmsir fleiri höfðu kvatt sjer hljóðs og sá forseti þann kost vænstan, að taka málið út af dagskrá. Eftirlitið með sveitarfjelög- um, frumvarp fjelagsmálaráð- herra, er Jónas Guðmundsson haíði, samið, var einnig til 1. umr. j, Nd. Ú gær. Ráðherrann flutti ítaral.ega ræðu um málið, en það fór svo til annarar umr. og nefndar. Fjögur mál önnur fengu af- greiðslu í deildinni. Frv. um hlutarútgerðarfjelög, afgr. til 3. umr., frv. um mótak, hafnar- gerð í Stykkishólmi og um raf- veitulánaSjóð, fóru öll til 2. um- ræðu og nefnda. í efri deild. I Ed. voru fjögur mál á dag- skrá og voru öll afgreidd á- fram. Stjórnarfrumvörpin, um sölu og útflutning á vörum, bann við að veita upplýsingar um ferðir skipa, breytingar á framfærslulögunum, fóru til 3. umr. Loks fór frv. um breyting á dragnótalögunum til 2. umr. og nefndar. 1 dag verða fundir í báðum deildum. Haraldur Sveinbjörnsson leik-j ■ fimiskennari stóð fyrir samsætimj og bauð gesti velkomna. Aðalræð- una fyrir minni heiðursgestanua flutti Agnar Kl. Jónsson fulltrúi í sendisveltarskrifstofunni í Was- hington. Þá talaði prófessor Halldór Her- mannsson. Hann gat þess m. a., að á sýningunni hefðu Isleudingaj’ lagt sjerstaka áherslu á fund Yím lands, með því að setja styttji Leifs Eiríkssonar við annau jnn- i ganginn og Þorfinns Karlsefnis yið hinn. —JÞað væri að visu ekki lofs vert að þykjast miklir af verkmn forfeðranna, ef við gætum ekki fet að í fótspór þeirra. Og sú var tíð- in, að íslendingar gátu ekki halcj- ið uppi siglingum, sagði prófe^so^ Halldór. En nú er öldin önnur. I gær (þ. e. 20. okt.) kom hinga^ til New-York íslenskt skip, seip væri vottur þess, að íslendingar væru engir ættlerar á þessu sviði. Við megum vera þakklátir Eim- skipafjelagi íslands fyrir það, sern fjelagið hefir gert til að efla sigl- ingar á úthöfum og kynningn lands og þjóðar. Að lokum kvaðs|t prófessor Halldór vilja óska þess, að Eimskipafjelagið mætti eflast og blómgast í framtíðinni og halda uppi heiðri íslands á sjóm um. Þá talaði dr. Vilhjálmijr Stef- ánsson prófessor, landkönnuðuíy inn heimsfrægi. Hann ljet vel.yfr ir sýningu okkar. Sagði, að íslendr ingar hefðu varið tiltölulega meira fje til sýningarinnar en aðrar þjóðir. Hann kvaðst- þeiri'ar skoð,- unar, að skynsamlegast væri fyrir íslendinga, að halda sýningunni á- fram næsta sumar. Með því »myndi nást fullur árangur af sýnirig^nni, en aukakostnaður tiltölulega lítill. Að loknum ræðnhöldunum söng Guðmundur Kristjánsson nokkur lög. Einnig ljek Tryggvi Björns- son nokkur lög á harmoníum. Samsætið fór hið besta fram. ★ í sýningarglugga Morgunblaðs- ins er ágæt mynd af samsæti þessu og má sjá þar rnörg þekt andlit. LÁÐIST AÐ GETA ÞESS. Dómsmál.aráðuneytið biður þess getið, að lagadeild HáSltóIans hefði einnig sent umsögn um frumvarp forsætisráðherra, um skifting lögreglustjóraembættisins, en láðst hefði að geta þess í grein- argerðinni. Umsögn lagadeildar hefir verið send allsherjarnefnd- um þingsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.