Morgunblaðið - 25.11.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 25. nóv. 1939. Svefnherbergissett notað til sölu með tækifæris- verði. — Til sýnis í ílúsgagnaversl. Kristjáns Siggeirssonar. AUGAÐ hvílist m«8 gleraugum frá THIELE i Grahd Hotel < 1 Kobenhavn | rjett hjá aðal járnbrautar- S. stöðinni gegnt Frelsis- j styttunni. j öll herbergi með síma og baði. Sanngjarnt verð. Margar íslenskar fjölskyldur dveljast þar. „Dettifoss11 fer í kvöld vestur og norður. Aukahafnir: Patreksfjörður í vesturleið og Sauðárkrók- ur í suðurleið. Hjálparbeiðni. Frú Jóhanna Sigurðsson, sem margir þekkja og eiga gott upp að inna fyrir starfsemi hennar, hefir lengi verið sjúk og liggur nú á sjúkrahúsi og verður ef til vill að vera þar lengi. Hún er íjelaus ■og á engan að, en líklegt að marg- ír sem þekkja hana og aðrir góð- bjartaðir menn, sem vilclu sinna þeim, sem erfitt og bágt eiga, vildu víkja henni dálitlum styrk, þótt tímar sjeu nú hjá mörgum erfið- ir. Eru þeir þá beðnir að afhenda skerf sinn til afgreiðslu Morgun- blaðsins, sem hefir góðfúslega lof- .að að veita því viðtöku. Nokkrir kunningjar. Yður grnnar ekki hvað það eru til margir menn hjer í bænum sem gæti átt viðskifti við yð- ur. Hjer eiga nú heima 37 þúsundir manna, — Með því að auglýsa í Starfskrá Morgunblaðs- ins komið þjer boðum til þeirra allra. Hafið þjer athugað hvað þjer getið grætt á því? IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH Brjef send Mbl. iimiiiiiiiiiiMiiiiiiii Smjörhækkunin Frá Bakarameistarafjelag- inu. Hr. ritstj. Igrein í Morgunblaðinu í gær eftir framkvæmdastjóra Mjólkursamsölunnar, hr. Hall- dór Eiríksson, sem hann nefnir „Kauphækkun til bænda“, ger- ir hann tilraun til að rjettlæta hækkun smjörverðsins með því að halda því fram, að bakarar hafi fengið hækkuð brauðin ,,m. a. af þeirri ástæðu eftir því, sem sagt var að kolaverðið hafi stórlega hækkað“. Til að fyrir- byggja allan misskilning út af þessum ummælum vil jeg taka það sjerstaklega fram að ein- mitt verðhækkun sú, er varð á kolum (33%) meðan unnið var að samkomulagi við Verðlags- nefnd. var ekki tekin með við útreikninginn og var það eftir sjerstöku samkomulagi. Það getur því hvergi hafa verið haldið fram, að minsta kosti ekki af rjettum aðilum, að verðhækkun sú, er varð á brauð- um þann 23. okt. s.l. hafi stafað m. a. af hækkuðu kolaverði. Jeg tel hinsvegar rjett að taka það fram, að þessi verð- hækkun stafaði öll af hækkuðu vöruverði og þá sjerstaklega á rúgmjöli, sem hækkaði úr kr. 18,00, í 36.00 pr. 100 kg., sem rúgbrauðsverð nú er miðað við, svo og mikilli hækkun á hveiti og sykri og þá ekki síst hinni gífurlegu verðhækkun alls feit- metis. Theódór Magnússon. Frá húsmóður. Herra ritstjóri! T grein, er hr. Halldór Eiríks- son ritar í Morgunblaðið í gær, þar sem hann afsakar smjörhækkunina og mælir henni bót, tekur hann máli sínu til sönnunar samanburð á brauð- hækkuninni, er hafi við líkt að styðjast. An þess þó, aö jeg vilji fegra þá gíf- urlegu verðhækkun, þá virðist greinar- höfundur steinglejrma því, að þar var lögð til grundvallar sjálf efnishækk- unin. Brauðgerðarmennirnir fengu þar enga uppbót, og Iíkt mó segja um sm j örl íkishækkunina. ÞaS hefir því engin einstök stjett fengið neina kauphækkun fyr en bænd- umir nú, og voru þeir þó búnir að fá fiamleiðsluhækkun á útflutningsafurð- um vegna geugislækkunarinnar. . Þeim var því skylt eins og öðrum að bera byrðarnar og sýna gengislögunum þegnskap, svo að þau mættu að haldi kcma. Einnig gleymir greinarhöfundur því, er í þessu sambandi skiftir þó miklu máli, að stórmiklar smjörbirgðir voru fyrir hendi, er hin utanaðkomandi hækkun skall á, og enginn hörgull er á smjöri ennþá. Jeg get verið sammála greinarhöf. um það, að bændur muni lítið njóta þessarar hækkunar, því bæði er nú það að almenningur hefir ekki nokkur tök á að kaupa smjörið með þessu verði. svo salan minkar stórkostlega, og eins e ’ kaupgjald hækkar að sama skapi, sem þarna er gefið fyrirdæmi. þá fellur sú hækkun um sjálfa sig. Þeir einu er geta því hrósað happi viðvíkjandi smjörhækkuninni eru smjörlíkisfram- lecðendur, er sóu fram á vaxandi smjör- neyslu með saina verðlagi á því, er var til niðurskurðar á smjörlíki fyrir þá. Hvað þýðjr þá öll sú predikun um hinn kostamikla og þróttmikla íslenska mat á þessum gjaldeyrisvandræða og irnilokunartímum, ef útiloka á svo f.iöldann frá þeim kaupum, vegna. þess að þolrifin voru reynt þar um of svo þau brusfcu? Það þýðir auðvitað að útlend meðöl, Ijcttmeti og viðhit eykst eftir sem áður og þrótturinn minkar með hinni ís- h nsku þjóð, er samlagar sig helst hinni innlendu fæðu. Bændurnir hagnast ekki við það öf- ugstreymi, enda þótt þeir hafi það umfram okkur að geta keypt afurðimar af sjálfiun sjer og þá náttúrlega fyrir langtum minna verð, því kaupgeta okkar og viðskiftavilji í þeirra garð, er aðalbjargróð fyrir þá að afla sjer tekna. Því verður ávalt þeirra hagur okkar, og okkar hagur þeirra, það er stað- reynd. Soffía M. Ólafsdóttir. **t**»********X****%“I‘*X,*X,*X**«*4X***,,*”«*,«”X**«**»**»***‘*!**WM**v,***«**!*,**4X*4»*4*M****,*«*,X*****X*****»*,W**t* Öllum mínum vinum og kunningjum þakka jeg fyrir heimsóknir og önnur vinahót mjer sýnd á sextugsafmæli mínu. Dagurinn verður mjer alveg ógleymanlegur. Kolbeinn Þorsteinsson. OOOO<OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO<OOOOOOOOOOO< Jón Trausfi: Rifsafn fæsf Iijíi bóksölum >000000000000000000000000000000000000 Jón Sveinsson fyrv. bæjarstjóri fimtugur í—J ann er Austfirðingur að ætt f * og' uppruna, fæddur á Árna stöðum í Loðmundarfirði 25. nóv. 1889. Voru foreldrar hans hjónin Sveijm Bjarnason og Sigríður Bjai'nadóttir, merkishjqn af góð- uin og nafnkunnúm ajtum komin. Þau bjuggu síðar í Borgarfirði eystra, lengst í Húsavík. Jón ólst upp með foreldrum sín- um til fermingaraldurs. Var hann bráðger og ötull þegar í æsku og sýslaði heima mest að fjárgeymslu. Snemma stundaði hann íþróttir, var skíðamaður góður og djarfur og ljettfær í fjallgöngum. Kleif oft brattar bergskorur, standberg og illar hamrasyllur. Kom honum það þrásinnis vel að hakli í fjár- leitum, því að fjárgeymsla er erfið í Húsavík, brattlendi, gil og gljúf- ur. Daginn eftir fermingu rjeðst hann að heiman og gerðist fjár- maður Einars prests Þórðarsonar á Desjarmýri tvö árin næstu. Fór honum sá starfi svo vel úr hendi, að hann hlaut verðlaun Búnaðar- fjelagsins fyrir fjármensku 16 ára gamall. Mun það fágætt. Jón hafði hug á að „ganga mentaveginn“ og rjeðst í það á éigin kostnað að mestu og vann fyrir sjer jafnframt. Hann lærði undir skóla hjá Birni presti Þor- lákssyni að Dvergasteini, lauk prófi í Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri vorið 1911, varð stúdent í Reykjavík 1914, tók lagapróf við Háskólann 1919. Á háskólaárunum stundaði Jón sjávarútveg á sumrum og kostaði með þeim hættí nám sitt að öllu leyti. Fór allmikið orð af fram- kvæmd hans og var hann ráðinn bæjarstjóri á Ákureyri áður en hann hafði lokið prófi (1919). Var hann síðan fimm sinnum endurkos- inn og hafði því bæjarstjórastarfið með höndum til 1934. Bæjarstjórnin fórst honum giftu samlega. Jafnframt því starfi gegndi hann mörgum mikilvæg- um nefndastörfum fyrir hæinn og vinnur í sumum þeirra enn, því að hann var kosinn bæjarfulltrúi 1934. Meðan hann var bæjarstjóri voru útsvör ávalt hlutfallslega lang- lægst á Akureyri af öllum kaup- stöðum landsins. Þó margfaldað- ist skuldlaus eign bæjarins í hans stjórnartíð og voru margvíslegar umbætur gerðar, miklu meiri en áður títt. Rafmagnsveitan við Glerá var sett á fót 1921—22, hafði hún greitt andvirði sitt að fullu við árslok 1934; þó var ljósa rafmagn aldrei selt hærra en 50 aura kwst., holræsi lögð í allan bæinn, tekið að malbika götur og leggja gangstjettir, reistur glæsi- legasti barnaskóli landsins, ráðist í geysimikil hafnarmannvirki, og er hagur hafnarsjóðs í besta lagi, Oddeyri keypt tii handa bænum og margt af öðrum lendum og lóðum. Hann fekk því og fram- gengt 1920, að bærinn hætti lóða sölu, en leigði þær vægu verði og hefir þetta ráð haldið mjög niðri húsagerðarkostnaði á Akureyri. Það var því fullkomlega sann- mæli, sem Jón heitinn Þorláksson sagði eitt sinn við nafna sinn í veislu (1927), að hag Akureyrar Jón Sveinsson, væri best komið allra bæjarfje- laga laudsins. Veturinn 1924—25 dvaldist Jón á Korðurlöndum, einkum í Dan- mörku tii þess að kynna sjer skatta- og sveitarstjórnarlöggjöf. Fekk hann til þess styrk úr sátt- málasjóðum og frá ríkisstjóm vorri og flutti nokkur fræðsluer- indi um málið í Rvík, er heim kom. Starfaði hann að undirbúningi út- svarslöggjafarinnar 1925 fyrir rík- isstjórnina, en frv. hans var aðeins að sumu leyti lagt til grundvallar löggjöfinni. Jón hefir alt frá unga aldri haft mikinn hug á stjórmnálum og verið ótrauður í sjálfstæðis- baráttu Islendinga. Vann hann gegn „uppkastinu" 1908 og beitt- ist gegn sambandslögunum 1918 á. fjölmennum mannfundi eystra. Hann var og uijji skeið í stjóm sjálfstæðisflokksins á háskólaárum sínum. Síðan Jón ljet af bæjarstjóra- starfi hefir hann rekið málaflutn- ing á Akureyri og jafnframt stund að búskap. Hefir hann mesta yndi af fjenaðarhirðing, svo sem fram kom á æskuárum hans. Jón var fimleikamaður mikill á yngri árum, svo sem að var vikið. Hlaut hann þrisvar fyrstu glímn- verðlaun og tvisvar verðlaun fyr- ir fegurðarglhnu. Allfrægt var það, er hann stökk yfir Glerár- gljúfur vormorgun einn, neðaii- vert við vatnsstífluna, er hún var í smíðum. Voru þar tugir manna viðstaddir og undruðust þeir á- ræði hans og fimleik. Vildum vjer engan eggja að leika það eftir. Jón er enn á besta skeiði, þótt hann hafi nú „niður lagt at rjá“r eins og Grettir sagði á Hegraness- þingi. Hann er vasklegur í fram- göngu, gildur á velli, alúðlegur í viðmóti, tillögugóður og ráðholl- ur, æðrulaus og jafnhugaður, eins og Halldór Snorrason, lætur hlut sinn í engu, hagsýnn og giftudrjúgur, vinsæll af alþýðu manna. Haustið 1920, 25. nóv. gekk Jón að eiga Fanneyju Jóhannesdóttur verslunarmanns á ísafirði Guð- mundssonar, og konu hans Sig- ríðar Bjarnadóttur. Er heimili Jieirra við brugðið fyrir snyrti- mensku og höfðingskap. Dansleik heldur Glímufjelagið Ármann í Iðnó í kvöld kl. 10. — Hinar vinsælu hljómsveitir Weiss- happels og Hótel íslands spila undir dansinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.