Morgunblaðið - 25.11.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.11.1939, Blaðsíða 5
Ijaugardagur 25. nóv. 1939. im fSJ Otgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuSi. 1 lausasölu: 15 aura eintakið, 25 aura metS Lesbók. Hvað er Rússland sterkt? Þegnskyldan MJÖG er ánægjulegt að sjá hvernig æskumenn landsins taka þeirri hugmynd, að koma á þegnskylduvinnu. Á aðalfundi Heimdallar, fje- ■lagi ungra Sjálfstæðismanna hj er í bænum, var málið rætt <og samþykt ályktun í málinu. 3*ar er komist þannig að orði: „Heimdallur, fjelag ungra ■'Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur húgmyndina um þegn- rskylduvinnu ungramannaheppi- legt spor til þess að ráða fram úr atvinnuleysi ungra manna, uppeldismálum og aðkallandi 'Verklegum framkvæmdum". Á fjölmennum fundi í Vöku, fjelagi lýðræðissinnaðra stúd- •enta, sem haldinn var 23. þ. m., "var m. a. komist þannig að orði '1 ályktun, sem fundurinn gerði: „Fundur í Vöku, fjelagi lýð- ræðissinnaðra stúdenta, telur að fþegnskyld.uvinna ungra manna geti haft mikla þýðingu sem ;þáttur í þegnlegu uppeldi æsk- unnar, og skapi jafnframt þjóð- íjelagi aukna möguleika til þess ;að fá ýms þjóðnytjastörf leyst af hendi". Tilefni þess, að þetta mál er tekið til meðferðar á fundum æskumanna, er frumvarp, sem ;nýlega er komið fram á Alþingi, 'um almenna vinnuskóla ríkis- ins. Frumvarp þetta er samið af Lúðvíg Guðmundssyni skóla- stjóra, en hann hefir, sem kunn- oigt er unnið mikið að þessum rmálum. Á báðum fyrgreindum fund- '.nm æskumanna, Heimdalli og Vöku, var mælt með frumv. L. 43., það talið stefna í rjetta átt, Með þessu frumvarpi L. G. er að vísu ekki komið á almennri ;þegnskylduvinnu, enda þarf það mál meiri undirbúning. En í greinargerð frumvarpsins segir, að ef árangurinn af starfrækslu vinnuskólans verður góður, sje gert ráð fyrir, að hann verði upphaf almennrar þegnskyldu- vinnu í landinu. Þessu spori ber vissulega að fagna og það af heilum hug. Sjerstaklega ber að fagna því, að æskan í landinu ætlar að taka þessu máli vel, en á henn- ar herðar verður þegnskyldan lögð. Það er ekki vafi á því, að okk- ur íslendinga vantar almennan þegnskylduskóla. Nú ríkir svo mikið los á öllu hjá okkur, ekki síst því, sem lýtur að uppeldi íæskulýðsins, að brýn nauðsyn ■er, að koma þar á meiri aga og festu. Sjerstaklega skortir mikið á, að sú æska, sem alin er upp í kaupstöðum landsins, hafi til að bera þá starfslöngun «g þá virðingu fyrir vinnunni, sem nauðsynleg er hverjum þegn þjóðfjelagsins. Ráðgátan sem stjórnmála- menn Evrópu, er þjóta frá einni höfuðborg til ann- arar, eru í mestum vandræð- um með að leysa, er hinn sanni hernaðarstyrkleikur Sovjet-Rússlands. Það er x í reikningsdæmi Evrópu. Ekki vantar samt tölurn- ar, en vandinn við að meta styrkleik þjóðar verður ekki nú á tímum leystur með töl- um einum. Það sem gerir það flókið er, að nauðsynlegt er að meta staðreynd- ir eins og orstuvilja þjóðarinnar, livað iðnaðurinn getur afkastað miklu, á hvaða stigi tæknin er, leynileg bjargráð og jafnvel þjóð- fjelagsstefna. Þó er nauðsynlegt að geta metið rjett. Þegar búið er að slá því föstu hver styrkleiki Þjóð- verja og Itala, og Englendinga og Frakka er, þá hefir hernaðarlegt mikilvægi Rússlands aukist stór- kostlega. Klukka Evrópu er hætt að ganga á elleftu stund meðan ailra augu stara í austur. Hvað er Rússland sterkt? Sumir hernaðarsjerfræðingar halda því fram, að ekki sje hægt að skoða rauða lierinn sem veru- lega sterkan í stórstríði. Þeir, sem halda hinu fram, og þar af eru þó nokkrir sjerfræðingar utan Rússlands, segja Sovjetherinn þann sterkasta í veröldinni. Þeir, sem halda fram fyrri skoðuninni, benda á Múnchenráðstefnuna, sem SÖnnun fyrir því að Rússar geti ekki verið mjög sterkir. „Af hverju“, spyrja þeir, „leyfði Rúss- land sjer að láta algerlega úti- lolta sig frá samningunum ? Yissu- lega er Tjekkóslóvakíu-Karpata- svæðið liið þýðingarmesta hernað- arlega sje fyrir Rússa, sem fyrsta varnarlína gegn Þjóðverjum“. Þeir sem hafa trú á Rússlandi, halda því fram að það hafi verið af stjórnmálalegum orsökum fremur en af ótta við hernaðarlegan ósig- Ur að Stalin hafði sig svo hægan á þessum hættulegu tímamótum. Höfundur þessarar greinar vil-1 reyna að kanna þessar mismunandi skoðanir í Ijósi þeirrar þekkingar er hann hefir á hernaðarstyrkleik Rússlands, sem hann hefir aflað' sjer í marga ára herþjónustu í Rauða hernum, og ekki síður hinn stjórnmálalega grundvöll á bak við sem svo þýðingarmikið er að þekkja til að skilja ástand Sovjet- hersins. Klementi Voroshilov marskálk- ur, yfirhershöfðingi Rauða hers- ins, sagði í ræðu sem liann hjelt í Moskva í marsmánuði, að styrk- leikur hersins á friðartímum hefði tvöfaldast síðan 1934. Á tíu ára tímabili, fá 1924 til 1934, var stærð Rauða hersins á friðartíma 562.000, svo að tvöfaldur hernað- arstykleiki eftir 1934 mundi þýða fastaher 1939 sem teldi 1.300.000 menn. Við þessa tölu er nauðsyn- legt að bæta um 200.000 landa- mæravörðum sem hafa fengið hern aðaræfingu og um það bil sömu tölu af „sjerstökum her“, er áður tilheyrði O.G.P.U. Það virðist ekki fjarri sanni, þegar ekki er ná- kvæmar að orði komist en „tvö- Hðfundur eftirfarandi grelnar, Ericii Waileiberg hefir m. a skrifað bðk sem mikið orð fer af og heitir „Rauði herinn" faldast“, að gera ráð fyrir að styrkur hersins sje 1.500.000. Iljer um bil þrír fjórðu hlutar liersins er í hinu Evrópiska Rússlandi, af- gangurinn, um 400.000 menn, eru hafðir í Asíu, aðallega lengst í austri. ★ Hvað viðvíkur varaliði, þá má segja að Rauði herinn hafi ó- þrjótandi mannafla. Það eru 3Q.- 000.000 inenn milli 19 og 40 ára 20.000.000 af þeim eru hæfir til herþjónustu og getur herinn grip- ið til þeirra eftir þörfum. Um 10.000.000 af þessum hóp, milli 21 og 34 ára gamalla, hafa fengið fullkomlega herrnaðarþjálfun og eru hið fyrsta varalið. Sovjet-Rúss land reiknar með að geta teflt- fram 8.000.000 hermanna í Evrópu og 4.000.000 í Asíu. En skipulagning, stjórn og uppi- hald svona stórra herja er alt ann- ar hlutur en aðeins að telja nefin. Ef það hefir verið sagt um heri fyr á tímum að þeir gengju á mögunum, þá má segja um nútíma her, að hann aki í stríðið á hjólum iðnaðarins. Síðasta áratug hefir vjelamenning rússneska hersins stóraukist. Árið 1930 var hver her- maður varinn 3.07 vjelahestöflum, 1933 komst þetta upp í 7.4 og nú er það milli 12 og 15 hestöfl á mann. Auðvitað á þetta aðeins við hinn fasta her, 1.500.000 menn, ekki við hinn mögulega styrkleika sex, átta, eða jafnvel 12.000.000 menn. Sovjet-hersveit (um 2700 menn) hefir nú 890 riffla, þar með talið 81 ljettar vjelbyssur, 27 sprengju- fallbyssur, 36 þungar vjelbyssur, fulla tölu af loftvarnabyssum, og 6 fallbyssur (76 mm.). Riddara- liðshersveit hefir 480 sverð, 40 ljettar vjelbyssur, 20 þungar vjel- byssur, 4 ljettar fallbyssur og 4 loftvarnabyssur. Sfyrkur stórskota liðsins er samsettur af eitthvað um 10.000 fallbyssum af öllum teg- undum, þar með talið 3000 þungar fallbyssur. Með þessu er ekki tal- ið fallbyssur af stæstu tegund, 10.- 000 ljettar bryndrekabyssur og bryndrekaárásafallbyssur og 3500 þungar sprengjufallbyssur. Her- inn, ef maður fer eftir þeim tölunl sem síðast hafa verið gefnar upp (sem fara fram úr flestum öðrum metum), hefir til umráða 10.000 bryndreka af öllum tggundum, 1000 brynvaðar bifreiðar, 100.000 herflutninvabifreiðar, og 150.000 traktora. Flugflotinn er áætlaður '9000 flugvjelar, 6300 af þeim eru taldar fyrst^ flokks flugvjelar. Margar flugvjelar „taldar svo“ eru það ekki að dómi útlendra sjerfræðinga. Um 3500 flugvjelar eru ætlaðar til að taka virkan þátt í flugliðinu og liafðar tilbún- ar í orustu, hinar eru ætlaðar til að fylla upp í skörðin. Ilvað mergðinni viðvíkur þá stendst rússneski herinn vel sam- anburðinn við önnur ríki í vjela- og mótormenningu. En myndin lít- Ur öðruvísi iit ef maður athugar Voroshiloff hermálaráðherra Rússa er fæádur árið 1881. Hann er sonur járnbrautar- verkamanns, vann í æsku sem vinnuiraður í sveit og sem iðn- aðarverkamaður; hann hefir oft setið í fangelsi. í borg- arastyrjöldinni tók hann upp herstjórn í Ukrainu. — Hann hefir verið hermálaráðherra síðan 1925. gæði útbúnaðarins ogv möguleika Sovjetiðnaðarins til a,ð fylla upp í skörðin af stríðsvjélum í ófriði. II. Sovjetiðnaðurinn hefir frá byrj- un verið miðaður við þarfir hers- ins. Þrátt fyrir það hefir honum ekki tekist að framleiða jafnvel á friðartímum það sem herinn þarfn ast. Rússneskar verksmiðjur liafa verið bygðar með það fyrir aug- um að undir eins og ófriður skell- ur á þá sje hægt að breyta þeim í vopnasmiðjur. En jafnvel nú tekst sumum verksmiðjum ekki að halda uppi vanalegri friðartíma framleiðslu; sumar standa ekki við framleiðsluáætlanir sínar og sum- ar hafa orðið að stöðva fram- leiðsluna alveg vegna þess að það hefir ekki tfkist, að koma til þeirra hráefnum og ófullgjörðum vörum. I stríði mundi ringulreiðin og hin- ar auknu þarfir óefað minka sam- göngumöguleikana. Gæði slíkra undirstöðuefna eins og stáls, aluminíum og gúmmís, eru ákaflega misjöfn. Það er ekk- ert óvanalegt að 40—60 prósent af framleiðslunni frá sumum verk- smiðjum,' sem framleiða handa hernum, sje hafnað, vegna þess að gæðin ná eigi lögákveðnu máli. Jafnvel í flugiðnaðinum, og þar hefir Kremlin lagt afarmikla á- herslu á gæðin, notað bæði verð- laun og ströngustu refsingar til að fá verkamennina til að vanda sig, þá gengur það enn misjafn- lega. Fyrir' nokkru síðan sendi Sovjetstjórnin tíu flugvjelar til ríkis utan Evrópu. Þessar flug- vjelar átti að sýna í samkepni við flugvjelar, er framleiddar voru í Vestur-Evrópu. Þrátt fyrir það að flugvjelar þessar voru dæmdar fyrsta flokks í Sovjetríkjunum, þá var átta þeirra hafnað af því ríki er keypti, af þeim ástæðum, að þær reyndust ekki nógu góðar. ★ Rússneski iðnaðurinn er heldur ekki svo úr garði gerður að hann geti framleitt það sem nauðsynlegt er í stað þess sem eyðilegst. Flng- vjelaiðnaðurinn í Rússlandi á stríðstímum þyrfti að framleiða að minsta kosti 3000 flugvjelar á mánuði til að viðhalda þeim flug- flota sem það nú hefir. í Eng- landi þarf á að giska 16.000 til 18.000 vinnustundir til að fram- leiða eina flugvjel; í Rússlanái þarf að minsta kosti 20.000 vinnn- stundir. Til að fullnægja þörfum hersins á vígvöllunum, með því aS framleiða 40.000 flugvjelar á ári, þá þarf Rússland meira en 200.000 æfða menn til að vinna í flug- vjelaverksmiðjum sínum. Þetta fer langt fram úr því sem það nú getur. Jafnvel nú verður það að fh’tja inn flugvjelamótora. Sama er að segja um bryndrcka fraraleiðsluna. Herráðið rússneska hefir ekki verið hrifið af gæðum bryndrekanna. Lengi hefir verið fæð á milli hersins og bryndreka- verksmiðjanna. Herinn sakar verk- smiðjurnar um að senda sjer lje- lega bryndreka og verksmiðjurnar svara með því að bera vjelamönn- unum í hernum á brýn að þeir sjeu svo illa að sjer að þeir eyði- leggi góðar vjelar. Hverju sem um er að kenna þá er það víst, aS bryndrekarnir bila eftir skamma notkun. Þar fyrir utan er stdr hluti af traktorum þjóðarinnar ekki í notkun vegna þess að það vantar í þá varahluti, líf vjelanna er stutt, og skemdir í iðnaðinum eru ákaflega miklar. Slíkar óvið- ráðanlegar truflanir er ekki hægt að kenna neinum sjerstökumi um. Þetta verður líka tilfinnanlegt fyr- ir herinn og mun reynast hættu- legt á stríðstímum. ★ Þar til fyrir skömmu síðan lögðu Rússar áherslu á strandvarnir og þeir keptust við að smíða kafbáta og flota af smáum hraðskreiðum varnarskipumj Þess vegna á Rúss- land nú 70 kafbáta af ýmsum tegundum í Eystrasalti, 50 smá- skip í Kyrrahafi og fáeinar tylftir í Svartahafinu. Þegar þeir voru teknir af lífi Tukhachevsky mar- skálkur og Orlov yfirmaður sjó- hersins þá var öllum áætlunurc viðvíkjandi sjóhernum snögglega breytt. Áætlun um byggingu stórra orustuskipa er nú á upp- siglingu. En skipasmíðastöðvar Sovjetsjóhersins rembast þar við það sem þær hafa ekki útbúnað til að geta svo að Rússland verð- ur jafnvel að skifta við hina fas- isisku Ítalíu til að ná í herskip. Rússneski úthafsflotinn er. ekki mjög mikil ógnun — eins og hon- um er þó ætlað að vera — sjó- leið Þjóðvei’ja til sænska járnsins, sem er svo áríðandi fyrir hernað- aráætlanir Þriðja ríkisins. Landherinn er enn sem fyr meg- invörn Rússa. Þess vegna er það að spurningin um herstjórnina er svo afar mikilvæg þegar meta á styrkleika þjóðarinnar. (Þýtt úr American Mercury, ágúst 1939).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.