Morgunblaðið - 28.11.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.11.1939, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. nóv. 1939 MORGUNBLAÐIÐ 7 Hellbrigðisnefndir og heilbngðissamþyktir Vilmundur Jónsson flytur frumvarp um heilbrigðis- nefndir og heilbrigðissamþyktir. Eru í frumvarpinu nákvæm og ítarleg fyrirmæli um, hvað skuli standa í heilbrigðissam- þyktum, en nú þykir vera hinn mesti glundroði á þessu. 1 kaupstöðum skal heilbrigð- isnefnd skipuð 3 eða 5 mönnum. Lögreglustjóri og hjeraðslæknir eru sjálfkjörnir. Ef heilbrigðis- nefnd er skipuð 5 mönnum, skal einn vera verkfræðingur í þjónustu kaupstaðarins, sjer- fróður um heilbrigðitækni, ef völ er á slíkum manni. Utan kaupstaða skal heil- brigðisnefnd skipuð 3 mönnum. Heilbrigðisfulltrúi skal veya 1 hverjum kaupstað, ráðinn af bæjarstjórn, eftir tillögum hjer- aðslæknis og lögreglustjóra. Eldur í hljóðfæra- verkstæði Um 3 leytið aðfaranótt sunnu- dags kom upp eldur í hljóð- færaverkstæði Pálmars ísólfssonar á Óðinsgötu 8. Eldurinn varð ekki mjög mikill, en miklar skemdir urðu á hljóðfærum, sem þarna voru geymd, efni og verkfærum. Eitt orgel hrann alveg og þrjú skemdust í herbergi þar sem eld- urinn kom upp. í öðru herbergi voru 20 orgel og píanó, sem einnig skemdust af reyk og vatni. . Efnið og hljóðfærin, sem þarna var, var vátrygt fyrir 30 þús. krónur, en verkfærin voru óvá- trygð. Talið er að eldurinn hafi komið upp frá reykháfi í verkstæðinu. Friðarfjelagið heldur fund í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 8.30. Sigurður Einarsson dósent flytur erindi um Finnlandsmálið. Frú Að- albjörg Sgurðardóttir talar. Hvað eigum við að gera í skammdeginu? Spila Matador! A U 0 A Ð hvilist TjJlCI t m«6 gleraugum frá I '' lL L * MUNIÐ: Altaf er það best KALDHREINSAÐA ÞORSKALÝSIÐ nr. 1 með A og D fjörefnum, hjá SIG. Þ. JÓNSSYNI Laugaveg 62. Simi 3868 Striðið og al- menningsálitið f Bandatfkjunum Pað er algengt í Bandaríkjun- um að leitað sje álits al- mennings á mikilvægum vanda- málum. Blaðið „Fortune“ lagði t. d. þessar spurningar fyrir menn: 1) Hvorir óskið þjer að sigri í því stríði, sem nú stendur yfir ? 2) Hvorir haldið þjer að vinni sigur, ef engar nýjar þjóðir bæt- ast í hópinn? Svörin við fyrri spurningunni voru á þá leið, að 83.1 af hundraði óskuðu sigurs Englendinga og Frakka. Einungis 1 af hundraði vildi að Þjóðverjar sigruðu. Við annari spnrningunni voru svörin þannig, að 64.8 af hundraði hjeldu að bandamenn gætu unnið sigur hjálparlaust. Þeir, sem hjeldu að Þýskaland gæti sigrað, voru einungis 8.3 af hundraði. Blaðið kom með 3. spurninguna: Hvað eiga Bandaríkin að gera? Þarna voru svörin mjög mismun- andi, en mjög margir svöruðu: „Standa með hvorugum, en selja hvorum sem er, samkvæmt regl- unni „cash and carry“ (þ. e. a. s. kaupendur greiði þegar í stað og annist sjálfir flutning vörunnar). Þeir, F'vn voru með því að hjálpa Þjóðverjum á einhvern hátt, voru einungis 1 af þúsundi. Ef maður nú athugar niðurstöð- urnar lijá „Institute of Public Opinion“ („Stofnun almenningsá- litsins" ), þá kemSt máður að því, að svörin við spurningunni: „Hvor ir haldið þjer að sigri?“, fjellu þannig: Bandamenn 82% Þjóðverjar 7% Óákveðið 11% Svo sem menn sjá, er þessi at- kvæðagreiðsla ennþá hagstæðari Englandi og Frakklandi en hin fyrri,. — 82% álitu að Þjóðverjar ættu sök á stríðinu. 84 af hundr- aði voru á móti því að Bandarífiin tæki þátt í stríðinu. Loks má geta þess, að „Christian Seience Monitor“ komst að eftir- farandi viðvíkjandi blöðum í Bandaríkjunum: Af 120 blöðum voru 88 (með 11.514.000 kaupend- ur) með því, að vopnasölubanninu væri ljett af selt væri gegn stað- greiðslu, en það er vitanlega Eng- landi og Frakklandi í hag, þar sem þau eru alls ráðandi á At- lantshafi. Þessar atkvæðagreiðslur eru þannig allar bandamönnum í liag og koma heim við stefnu Roose- velts í utanríkismálum. Heimdallarfundur verður hald- inn í kvöld í Yarðarhúsinu og verður aðalmál fundarins Sjálf- stæðismálið. Ilinn nýkjörni for- maður fjelagsins, Jóhann Hafstein cand. jur., er frummælandi. Það má búast við góðri fundarsókn, því Sjálfstæðismálið er nú ofar- lega á baugi hjá öllum almenn- ingi og ekki síst ætti það mál að vekja umhugsun meðal æskulýðs- ins. Á fundinum verða einnig rædd fjelagsmál. Dagbók jx) HelgafeU 593911307—IV.—'V. Aðalf. I.O.O.F. Rb.st. 1, Bþ., 8811288V2. — T. E. I. Veðurútlit í Rvik í dag: SA- átt. Þyknar upp. Veðrið (mánudagskvöld kl. 5): Milli íslands og Noregs er stór lægð, en ný lægð við S-Grænland. N-átt um alt land með snjókomu á N- og A-landi. Frost 1—5 st. Næturlæknir er í nótt Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98. Sími 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Litla bílstöðin, sími 1380, ann- ast næsturakstur næstu nótt. Sextugur er í dag Konstantin Eiríksson pípulagningameistari, Laugaveg 27 A. Skíðafæri er nú orðið allgott víða hjer í nágrenni, þó snjórinn hafi nokkuð fokið í skafla í storm- inum og autt sje á milli. Skíðafje- lögin efndu ekki til skíðaferða um helgina, en fjöldi manns notaði hið ágæta veður á sunnudags- morgun til að fara á skíði. Var mikið af fólki í Ártúnsbrekkunni, Öskjuhlíðinni, Fossvogi og víðar. Skíðafæri er nú ágætt. Knattspymufjelagið Fram. Leik- fimi miðvikudaginn 29. þ. m. kl. 8 e. h. í íþróttaskóla Garðars, Laugaveg 1 C. „Knattspyrnumenning“. Erindi Gunnars M. Magnúss í Nýja Bíó s.l. sunnudag var ekki vel sótt. Fyrirlesarinn hafði lítið nýtt fram að færa, sem knattspyrnumenn ekki vissu áður. Tillögur hans um skipan knattspyrnumálanna í fram tíðinni voru óljósar, nema ein, sem gekk út á að setja knattspyrnuna sem námsgrein, eða leik í skólana. Er það ágæt hugmynd, þó ekki sje hún ný. Fyrirlesarinn Hafði auðsýnilega lagt mikið á sig til að safna þeim fróðleik, sem fram kom í fyrirlestrinum. T. d. hafði hann farið yfir blöðin, og eftir þeim rannsóknum hans sjest, að Morgunblaðið hafði skrifað 112 dálka um knattspyrnumál á með- an það blað sem næst komst hafði aðeins ritað 70 dálka um sama málefni. Bamakórinn Sólskinsdeildin, undir stjórn Guðjóns Baldvinsson- ar, söng í vikunni sem leið fyrir sjúklinga á Kópavogi, og M. A.- kvartettinn, með aðstoð Bjarna Þórðarsonar. Hafa sjúklingar beð- ið blaðið að færa þeim öllum bestu þakkir fyrir komuna og skemtun- ina. Carmina Canende (söngbók ís- lenskra stúdenta) er nú komin út í nýrri útgáfu, gefin út af ísa- foldarprentsmiðju, að tilhlutun Stúdentaráðs Háskólans. í bók- inni eru um 90 stúdentasöngvar og eru nótur með öllum söngvun- nm, svo að þeir sem ekki kunna lögin fyrir, geta stuðst við nót- urnar. Framan við bókina eru fán- ar allra Norðurlanda þjóðanna, ís- lendinga, Dana, Færeyinga, Norð- manna, Svía og Finna, prentaðir með litum, en sjálfri bókinni er skift í 6 kafla, eftir eðli söngv- anna, og eru myndir fyrir ofan hvern kafla í stíl við efni hans. Það ætti að vera metnaðarmál hvers stúdents að eiga bókina og kunna innihald hennar. Háskólafyrirlestrar á frönsku. Frakkneski ræðismaðurinn, herra H. Vaillery, flytur í kvöld kl. 8.05 annan háskólafyrirlestur sinn um Frakkland handan við höfin, og verður þessi fyrirlestur um Algier. Skuggamyndir verða sýndar, og er öllum heimill aðgangur. Vegna hinnar miklu aðsóknar að hófi stúdenta að Hótel Borg 1. des., verður aðeins hægt • að veita stúdentum og gestum þeirra að- gang. Happdrætti Styrktarsjóðs Verk- stjórafjelags Reykjavíkur. Dregið var hjá lögmanni í gær og komu upp þessi númer: 3019 eikarskrif- borð, 1259 legubekkur og teppi, 149 peningar 100 kr. og 1804 pen- ingar 50 kr. Bertha Fisser. Framhluti skips- ins er nú oltinn af skerinu, svo aðeins lítill hluti hans er upp úr sjó. Afturhlutinn hefir laskast mikið af sjóganginum, og er reyk- háfurinn horfinn meðal annars. Eru menn orðnir vonlitlir um, að hjeðan af takist að bjarga nokkru verulegu úr skipinu. Gengið í gær: Sterlingspund 25.58 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Fr. frankar 14.72 — Belg. 108.23 — Sv. frankar 146.53 — Finsk mörk 13.27 — Gyllini 346.65 — Sænskar krónur 155.40 — Norskar krónur 148.36 — Danskar krónur 125.78 Útvarpið í dag: 20.15 Erindi Búnaðarfjelagsins: Um sauðfjárbaðanir, II. (Hall- dór Pálsson ráðunautur). 20.30 Erindi: Meðal Vestur-íslend inga (Árni G. Eylands forstj.). 21.00 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó í c-moll, Op. 101, eftir Brahms. Enskir loftvarnabelgir valda slysum I Noregi Einn maður, Fredrik Vigeland, 56 ára, beið bana og margir særðust, er verið var að taka nið- ur enskan loftvarnabelg, sem rekið hafði fyrir vindi yfir Norðursjó til Suður Audnedals í Noregi. Ástæðan til slyssins var sú, að Vigeland kveikti í pípu sinni, en þá varð mikil sprenging, sem slys- inu olli. Á undanförnum stormviðrisdög- um hefir nokkra loftvarnabelgi rekið inn yfir Noreg, þannig alls 6 yfir Suður-Noreg. (NRP. FB.). ooooo<x>ooo<xk><x><x><x><x><x><><xxxx><><x><><x><x Grámann er besta barnabókin. Fæst lijá bóksölum. OOOOOOOOOOOOOOOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOÖOO< §krifstofur worar verða lokaðar frá kl. 12 til 16 i dag vegna jarðarfarar. H.f. Eimskipafjelag íslands. Dóttir okkar og systir, JÓHANNA SNÆBJÖRNSSON, frá Patreksfirði, andaðist í sjúkrahúsi á Akureyri aðfaranótt 26. þ. m. Sigríður, Jón Snæbjömsson og böm. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að okkar kæra móðir og tengdamóðir, YIGDÍS MAGNÚSDÓTTIR, andaðist aðfaranótt sunnudagsins 26. þ sián. Fyrir hönd aðstandenda. Lára og Kristján Schram. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, JÓNS ERLENDSSONAR, verkstjóra, fer fram f!rá Dómkirkjunni í Reykjavík n.k. mið- vikudag 29. þ. m. og hefst með bæn að heimili hans, Álfabrekku yið Suðurlandsbraut, kl. 1 e. h. Kirkjuathöfninni verður útvarpáð. Guðlaug Björnsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.