Morgunblaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 3
Fimímlagur 30. nóv. 1039. ' MO RQIJ NB LAÐIÐ 3 niiiiiiiuiifmiB Þegar Hjeðinn iiiHiiiiiiiiMiiy. LJ ft. — og kommúnistar licimfuðu vopnaða lögreglu og birgðir skotvopna IALÞÝÐUBLAÐINU í gær segir svo frá | einum þættinum á Dagsbrúnarfundinum j á þriðjudagskvöld: „Þegar rætt var um lögreglumálin, skýrði Þórður j| §j Gíslason frá því, að þegar kommúnistar voru á sínum = s tíma að leita hófanna um samninga við Alþýðuflokkinn, kom Hjeðinn Valdimarsson 1. desember 1937 á f'und með = 3 þingmönnum Alþýðuflokksins og nokkrum fulltrúum frá §j sambandsstjórn og Ias upp skrifað plagg frá forsprökk- j| 3 um kommúnista, sem í voru skilyrði, sem ekki áttu að =| = vera til birtingar, heldur leynileg. Stóð í þessu plaggi s 1 meðal annars, að til þess að afstýra uppreisnarhættu í 1 = landinu af hálfu íhaldsflokksins skyldi „auka lögregluna 3 = og vopna hana með skotvopnum, og jafnframt að sjá j| H um, að í landinu væru nægar birgðir skotvopna og snn- 3 s j ara hergagna, svo í skyndi væri hægt að vopna mikinn j| 3 hluta þjóðarinnar, ef uppreisn íhaldsins brytist út. En = = auk þess var svo lagt til, til þess að líf og „eignir“ borg- §jj s aranna yrði sem best tryggt, að hin ,,lýðræðissinnaða“ = 1 þjóðfylking kæmi á víðtækri njósnarstarfsemi um and- j| = stæðinga þjóðfylkingarinnar, og skyldi hlutverkið þar 3 3 aðallega vera það, að fylgjast sem best með og komast g 3 fyrir, ef unt væri, hvernig íhaldið hagaði vopnainnflutn- | 3 ingi sínum og hvað liði uppreisnaráformum þess“!! irmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiKiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiititHiiiiiiiiiiiiimiiiiuiitiiiiiHÍ Sogs-vegurinn kemur í góðar þarfir Undanfarna daga hefir ver- ið ófært á bíl yfir Hell- isheiði, vegna þess hve miklum snjó dyngdi niður á hana um helgina. En á Þingvallaveginum er eng inn snjór. Og fara nú samgöng- ur milli Reykjavíkur og Suður- landsundirlendis um hann og Sogsveginn nýa. Fór fyrsti bíll- inn eftir Sogsveginum í fyrra- dag, og í gær fóru mjólkurbíl- ar þésáa leið, enda þótt Sogs- vegurinn sje ekki fullgerður. Kemur það nú í ljós, sem spáð var, að þarna er miklu auðveld- ari samgönguleið um vetrartím- ann, heldur en yfir Hellisheiði. Bílarnir fara nú þessa leið daglega, meðan ekki þiðnar, en í hláku og bleytu er Sogsvegur- inn ekki fær enn, vegna þess að ofaníburð vantar á 3—4 km. kafla. ) dr. V, Hoffmann sæmdur fáikaorðunni Fullveldishátíð Heimdallar 1. desember T7 jelag ungra Sjálfstæðis- manna, Heimdallur, minn- ist fullveldisafmælisins eins og venja er til með dansleik í Odd- fellowhúsinu 1. desember. Full- veldisræðuna flytur Jóhann Hafstein cand. jur.. formaður Heimdallar. Fullveldishátíð Heimdallar er venjulega svo vel sótt, að hún verður að fara fram bæði uppi og niðri í Oddfellowhús- inu. Einnig verður að þessu sinni sjeð til þess að þeir, sem ! þess óska, geta fengið keyptan hátíðamat í Oddfellowhúsinu áður en dansskemtunin hefst. Fjelagið hefir eins og undan- farin ár fengið undanþágu til vínveitinga þetta kvöld. Að þessari skemtun er öllum Sjálfstæðismönum og konum heimil þátttaka á meðan rúm í endist, en vissara er fyrir þá, sem ætla sjer að sækja hátíð- ina að tryggja sjer aðgöngu- miða í tíma. Aðgöngumiðar verða seldir á morgun 1. des. frá kl. 3 e. h. í Oddfellowhúsinu. Dr. Victor Hoffmann, augn- læknir í Berlín hefir ný- iega verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Dr. Hoffmann hefir undan- farin ár ásamt syni sínum, tekið kvikmyndir hjer á landi og far- ið víða um. Hafa kvikmyndirn- ar verið sýndar víðsvegar um Þýskaland og hefir dr. Hoff- mann flutt marga fyrirlestra um land vort og þjóð í því sambandi. KOMMÚNISTAR SAMIR VIÐ SIG að vekur gífurlega athygli á Norðurlöndum, að rússneska útvarpið hefir í dag, til rjettlæt- ingar áróðri sínum gegn Finnlandi vitnað í blað danska kommúnista- flokksins, Arbejderbladet, og brjef frá danska rithöfundinum Martin Andersen Nexö, þar sem hvassiega er ráðist á Finnland. (FÚ.). Þingsályktun vegna athugasemdanna við rikisrelkxiingiKiKi Tillaga minni hluta fjárhags- nefndar neðri deildar MINNI HLUTI fjárhagsnefndar neðri deíldar, þeir Sigurður Kristjánsson og Stefán Stef- ánsson, flytja tillögu til þingsályktunar „vegna athugasemda yfirskoðunarmanna ríkisreikning- anna 1937“. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnnia: 1. Að gæta fylstu sparsemi í eyðslu til ferðalaga starfsmanna ríkis og ríkisstofnana og að láta því aðéins greiða ferðakostn- aðarreikninga, að starfsmaður hafi ferðast að tilhlutun ríkis stjórnarinnar. 2. Að gæta fylstu varfærni í útlánum ríkisstofnana, og gæta þess alveg sjerstaklega, að áfengisverslun ríkisins veiti ekki öðr- um en útsölunum langa gjaldfresti. 3. Að gera ráðstafanir til þess; að ríkisbúin á Rleppi Ög; Vífilsstöðum verði rekin hallalaust. 4. Að haga svö samningu lagafrumvarpa og reglugerða,, sem ríkisstjórnin lætur semja, að fastir starfsmenn í stjórnar- ráðinu vinni þau verk að sem allra mestu leyti. Ijýsti Pýskaland I lýðveldi 1918 JVIaðurinn, sem lýsti yfir því í Berlín 9. nóvember 1918, að Þýskaland væri lýðveldi, sósí- aldemokrataforinginn Scheide- mann, ljest í útlegð í Kaup- mannahöfn í gær (skv. FÚ.) Skömtunin. Seinasti úthiutunar- dagur í dag Igær hafði skömtunarskrif- stofa bæjarins úthlutað rúm- lega 28 þúsund skömtunarseðl- um fyrir desembermánuð. Gera má ráð fyrir, að alls sjeu skömtunarseðlarnir í bæn- um um 37 þús., eða svo var það við síðustu úthlutun. Eftir er þá að úthluta 8—9 þús. seðlum. Þeir verða að sækjast í dag, því að þetta er síðasti úthlutun- ardagurinn. Reykvíkingar! Munið að sækja skömtunarseðla yðar í dag! Úthlutunarskrifstofa bæjar- ins er í Tryggvagötu 28; opin 10—6 (lokað milli 12 og 1). Styrktarsjóður sængurkvenna Itilefni af 50 ára starfsaf- mæli sínu þ. 12. des. 1932, stofnaði Þórunn Á. Björnsdótt- ir, ljósmóðir (með brjefi dags. 20. júlí 1934) gjafasjóð handa fátækum sængurkonum. Er tilgangur sjóðsins sá, að ljetta fátækum mæðrum, giftum og ógiftum, kostnað við fæðingu og sængurlegu á fæðingardeild Landsspítalans í Reykjavík. Þessi höfðinglega gjöf sýnir meðal annars, hver mannvinur Þórunn sál. ljósmóðir var, og hve hluttekning hennar með fá- tækum sængurkonum náði langt. Henni nægði ekki að FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Margdæmdir inn- brotsþjófar játa á sig 4 innbrot Lögreglan hefir haft hendur í hári tveggja innbrotsþjófa, sem oft hafa verið dæmdir áður fyrir samskonar verknaði. Eru það þeir Friðmar Sædal Markússon og Egill Þorkelsson. Hafa þeir játað á sig 4 innbrot núna urri helgina, þar af hafa þeir stolið á sama staðnum fjórum sinn- um á þremur dögum.. Egill var dæmdur s.l. laugar- dag í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Fjekk hann tveggja daga frest áður en hann yrSi sendur í fangahús. Hann notaði tímann til að stela, því aðeins nokkrumi klukkustundum eftir að dómurinn hafði verið lesinn upp yfir hon- um fór hann inn í geymslu á Bergstaðastræti 2 og stal þar kjöti. Þetta var á laugardag. Aðfaranótt sunnudags fóru þeir Egjll og Friðimar inn í geymslu Verslunar Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50, og stálu þar kjöti. Næstu nótt fóru þeir inn í sömu .geymslu til að stela. I þriðja sinni fóru þeir í geymsluna kl. 4—5 ;? mánudag og loks í fjórða sinn að- faranótt þriðjudags. Þá var lög-- reglan búin að setja vörð við geymsluna og stóð lögregluvörð- urinn þá fjelaga að verki. I fyrrinótt var brotist inn í mjólkurbúð í Miðstræti'12. Var farið inn með þeim hætti að rúða var hrotin í hurð og seilst í smekk- lás. Þarna var stolið skiftimynt, 10 —12 krónnm og sælgæti. Þessi þjófnaður er óupplýstur. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir leynilögréglusjónleíkinn Shei’lock Holmes í kvöld. íi greinargerð segir m. a.: Minni hluti fjárhagsnefndar lítur svo á, að athugasemdir yf irskoðunarmanna sjeu yfirleitt á í’ökum bygðar. Nokkrar af að- finslunum eiga einungis við reikningsárið. Geta aðgerðir AI- þingis þá ekki komið þar að liði. Ráðstafanir hafa og verið gérð- ar til umbóta á nokkrum þeim atriðum, sem að er fundið. Loks má gera ráð fyrir, að ým.islegt leiðrjettist af sjálfu sjer vegha breytinga þeirra, sem orðið hafa á ríkisstjórninni. Svo er háttað um kostnað við rekstur ríkisútvarpsins, að ríkis 1 stjórnin hefir gert ráðstafanir til verulegrar lækkunar á rekstr arkostnað.inum. Sama má segja um fangahælið á Litla-Hrauni. En flm. þessarar tillögu vilja þó benda á það, að hælið mun ekki vel í sveit sett, og væri ástæða til að rannsaka, hvort það ætti ekki að setjast niður á öðrum stað. Athugasemd yfirskoðunar- manna við auglýsingakostnað ríkisstofnana er fyllilega rjett mæt, miðað við árið 1937. En það mál mun hafa breytst til umbóta. Á síðustu árum hefir fjölgað mjög ört þeim stofnunum, sem reknar eru á kostnað og ábyrgð ríkisins. Utanferðir forráða- manna þessara stofnana eru mjög tíðar. Líklegt er, að sami maður gæti oft rekið erindi fleiri en einnar stofnunar, og þykir ástæða til að skora á rík- isstjórnina að sjá um, að þessar kostnaðarsömu ferðir séu ekki gerðai', nema brýn nauðsyn krefji. 1 því felst þó eigi sú skoðun, að utanferðir í þágu ríkisstofnana geti fallið niður með öllu. Ferðalög innanlands í þágu ríkísstofnana hljóta að sjálfsögðu að verða mikil, sjer- stakleg vegna vegagerðar og símamála. En hafa ber þó glögg ar gætur á því, að ekki eigi sjer FRAMH. Á SJÖUNDU Sfi)U.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.