Morgunblaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 8
I 8 LITLI PISLARVOTTURINN höfðu verkað eins og köld vatns- gusa á Armand. Honum fanst hann vera afvopnaður. Mótstaða hans hvarf eins og dögg fyrir sólu og hann fann aðeins til skömmustu- tilfinningar og vanmáttarkendar. Ilann settist niður í stól, studdi olnbogunum á borðið og huldi and Jitið í höndum sjer. Blakeney gekk til hans og klappaði hojium vin- gjarnlega á öxlina. „Hið erfiða hlutverk, Armand“, sagði hann blíðlega. „Getur þú ekki leyst mig frá því, Percy? Hún bjargaði lífi mínu og jeg hefi enn ekki þakkað henni fyrir það“. „Þú munt síðar fá tíma til að þakka henni. En núna eru villi- dýrin að kvelja konungssoninn“. „Það mun ekkert skaða þig þó jeg verði eftir“. „Forsjónin veit, að þú hefir þeg ar skaðað okkur nægjanlega“. „Með hverju?“ „Þú segir, að hún hafi bjargað lífi þínu . . . Þú hefir þá verið í hættu staddur . . . Heron og njósn arar hans hafa verið á hælum þjer . . . Þín spor liggja til mín og jeg héfi svarið að frelsa litla kon- unginn úr höndum þessara ræn- ingja . • • Ástfanginn maður, Ar- mand, getur gert okkur mikið tjón. . . Þessvegna verður þú að fara frá París við sólarupprás í fylgd með Hastings og framkvæma hið erfiða og hættulega hlutverk þitt“. „Og ef jeg neita?“ spurði Ar- mand. \ „Kæri vinur“, sagði Blakeney alvarlega, „í hinni ágætu orðabók sem fjelagsskapur Rauðu akur- liljunnar hefir búið til, er ekki til sögnin að neita“. ' „En ef jeg skyldi 1 nú sa.ut neita?“ sagði Armand. ,.Þá hefðir þú ekki annað að bjóða þeirri konu, sem þú segist elska, en ærulaust mannorð þitt“. „Og þú heimtar af mjer hlýðni“. „.Jeg heimta, að þú standir við orð þín og eið“. „En það er illmannlegt — hrotta le gt“. „Heiðurinn, kæri Armand, er oft og tíðum hrottaJegur og sjald an góðlegur. Iíann er guðdómleg svipa, og við, sem viljum vera karlmenn. erum allir þrælar henn- ar“. „Hrotíaskapurinn er aðeins frá þjer. Þú gætir gefið mjer frí, ef þú vildir“. nHIHIIIUIIIIIIIUIUIIIIIHmmiiMtlMIMHIIHMlllHH****' Framhaldssagn 23 MlllllltllllllllllllllttllllllltllllllllllllllllllllllllllllllMR „Og til þess að uppfylla eigin- gjarna ósk, vilt þú að jeg stofni lífi þeirra manna, sem treysta imjer^ í hættu“. „Guð má vita, hvernig þú hefir unnið traust þeirra. Gagnvart mjer ertu harður og eigingjarn“. „Nú hefir þú fengið hið erfiða hlutverk, Armand, sem þú óskað- ir þjer“, var alt, sem Blakeney svaraði svívirðingunum, — „að fara eftir skipunum foringja, sem þú ekki treystir lengur“. En þetta var of mikið fyrir Ar- mand. Hann var reiður og sár, en í hjarta sínu var hann trúr þeim foringja, sem hann hafði virt og haft mætur á lengi. „Fyrirgefðu mjer, Percy“, sagði hann auðmjúklega. „Jeg er alveg frá mjer. Jeg held jeg hafi ekki vitað, hvað jeg var að segja. Yit- anlega treysti jeg þjer . . . full- komlega . . . og þú þarf ekki að vera hræddur um að jeg gangi á loforð mín, þó mjer finnist fyrir- skipanir þínar harðar og eigin- gjarnar . . . jeg skal hlýða . . . þú þarft ekkert að óttast“. „Jeg geri það heldur ekki, kæri vinur' ‘. „Þú skilur vitanlega ekki . . . þú getur ekki skilið ... Heiður þinn, það hlutverk, sem þú hefir tekið þjer fyrir hendur hefir ver- ið einasta ástríða þín . . . Ást í orðsins fylstu merkingu þekkir þú ekki . . . það sje jeg núna . . . Þú veist. ekki hvað það er að elska“. Blakeney svaraði ekki strax. Hann stóð grafkyr um stund og hugsaði eins og hann væri að hugsa um eitthvað, sem væri langt í burtu. Hann hugsaði heim til Englands \r\ ?p/nu Rúmenar gæta mjög vel hlut leysis síns og yfirvöldin hafa eftrlit með blöðunum, að þau birti ekbi neitt, sem vakið geti misskilning um, að verið sje að draga taum annars stríðsaðiljans á kostnað hins. Nýlega birtust í blaðinu „Sema- lul“ í Bukarest 2 myndir af bros andi börnum. Undir annari stóð „Adolf Hitler“ og undir hinni „Marie Gustave Gamelin“. Blaðið hafði ætlað að birta mynd af Gamelin, hershöfðingja Frakka sem barni, en yfirvöldin tóku í taumana og sögðu, að ekki mætti birta myndina, nema birt yrði mynd af „frægum þýskum tnanni í sömu aðstöðu“. ★ —■- Þjer eruð ákærður fyrir að hafa slegið járnsmiðinn í höfuðið með stærstu sleggjunni, sem til er í smiðjunni, og þjer segið sjálfur, að hann hafi skipað yður að gera það. Þetta er mjög ótrúlegt. — Nei, herra dómari, hann sagði sjálfur: Sjáðu, nú tek jeg glóandi járn úr eldinum og þeg- ar jeg hneigi höfuðið, þá slærðu á það með stóru sleggjunni af öllu afli. ★ Ung frú kom á dögunum út úr fæðingardeild sjúkrahúss eins í Árósum. Hún bar tvíbura sína sitt á hvorum handlegg og um leið og hún steig upp í bíl, sem beið hennar, hjólaði sendisveinn framhjá og kallaði til hennar: — Iss, María, þú hefir hamstr- að! ★ Joe Galento, hnefaleikamaður- inn ameríski, sem kallaður he|ir verið „boxandi öltunnan“, sýndi á dögunum blaðamönnum, hve hann væri högghaíður. Hann sló sándpoka af króknum, sem pok- inn hjekk á og barði fjóra blaða- menn með einu höggi, svo þeir fjelluj í öngvit. -Ir Samkvæmt hagskýrslum New York borgar fæðist þar í borg- inm eitt barn á hverjum 5 mínút- um. 34 manns farast daglega í uim- ferðaslysum. og sá fyrir sjer lystigarð í Rich- mond, þar sem undurfögur kona sat og horfði fram fyrir sig stór- mm, sorgbitnum augum. Hann and- varpaði þunglega og sagði rólega: „Ef til vill er þetta rjett hjá þjer, Armand, jeg veit kanbske ekki hvað það er að elska“. Armand sneri sjer við og ætl- aði að fara. Hann þekti Percy það vel, að hann vissi, að hann hafði sagt sitt síðasta orð. Ilonum hafði aldrei dottið í hug að ganga á orð sín, en hann hafði ætlað að reyna að snúa Percy til að láta hann hafa annað hlutverk. Armand var sannfærð.ur um, að með því að fara frá París mundi hann missa Jeanne, en honum datt ekkiÁ hug þessvegna að segja upp hollustueiði við foringja sinn. Hann þorði ekki að brjóta upp á þessu máli á ný. „Jeg býst við að hitta hina niðri og tala við Hastings um, hvernig við eigum að haga okkur í fyrra- málið. Góða nótt, Percy“. „Góða nótt, kæri vinur. En það er alveg satt, þú hefir enn ekki sagt mjer hvað hún heitir“. „Hún heitir Jeanne Lange“, sagði Armand. Hann hafði ekki ætlað að segja alt leyndarmál sitt. „Unga leikkonan við Theatre Francais?" „Já. Þekkir þú hana?“ „Aðeins að nafni til“. „Hún er falleg, Percy, og hrein- asti engill . . . Hugsaðu um Mar- guerite systur mína, . . . Ilún var líka leikkona . . . Góða nótt, Percy“. „Góða nótt“. Þeir tókust fast í hendur. Ar- mand leit enn einu sinni bænar- augum á foringja sinn, en Blak- eney var jafn harður og ljet eng- an bilbug á sjer finna. Armand stundi þungan um leið og hann gekk út. Framh. I. O. G. T. ST. FRÓN NR. 227. Fundur í kvöld kl. 8. Dagskrá: 1. Upptaka nýrra fjelaga. 2. Ýms mál. — Að loknum fundi hefst kynningarkvöld, með skemtiatriðum, undir stjórn hagnefndar. Fjelagar eru beðn- ir að taka með sjer spil og tafl. Fjelagar, fjölmennið og mætið í kvöld kl. 8 stundvíslega. STÚKAN FREYJA NR. 218. heldur fund annað kvöld (föstu- dag 1. des.) kl. 8V2 e. hád. Venjuleg fundarstörf. Að fundi loknum verður skemtun fyrir stúkufjelaga og aðra Templara! Skemtiatriði: 1. Skemtunin sett, Árni Guðmundsson, 2. Erindi, 1. des. og sjálfstæðisbaráttan, Helgi Sæmundsson, 3. Upplest- ur, Guðjón Halldórsson, 4. Ein- söngur,EinarSturluson, 5. Dans: Fjelagar, fjölmennið og mætið stundvíslega. Æ.t. SajXClð-furulií SJÁLFBLEKUNGUR ,,Pelikan“, hulsturslaus, tapað- ist á miðvikudagsmorguninn 29. þ. m. á leiðinni frá Tjarnar- götu að Kennaraskóla. Skilist í Tjarnargötu 3, uppi. ÍUŒtfnninqav VENUS SKÓGl.JÁf mýkir leðrið og gljáir skóna aí burða vel. VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. — Ávalt í næstu búð. HJÁLPRÆÐISHERINN. í kvöld kl. 8V2 Hljómleika- samkoma. Föstud. 1. des. kl. 8V2 Opinber hátíð. (Heimila- samb. sjer um undirb.). Adj. S. Gísladóttir stj. Veitingar. Lúðra- flokkur og strengjasveit 0. fl Aðg. 50 aur. Velkomin! ZION, Bergstaðastr. 12 B. Munið vakningasamkomurnar. 1 kvöld talar Jóhannes Sigurðs- son. Allir velkomnir. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarins besta bón. HJÁLPIÐ BLINDUM Kaupið minningarkort Bóka- sjóðs blindra, fást hjá frú Mar- en Pjetursdóttur, Laugaveg 66, Körfugerðinni og Blindraskól- anum. VANUR MIÐSTÖÐVAR- KYNDARI óskast til að taka að sjer kynd ingu á miðstöð. Upplýsingar á Hringbraut 67. TEK AÐ MJER ALLSKONAR VJELPRJÓN. Jónína Halldórsdóttir, Oðins götu 32 B. SNlÐ OG MÁTA Dömukápur, dragtir, dag- kjóla, samkvæmiskjóla og alls konar barnaföt. Saumastofan Laugaveg 12, uppi (inng. frá Bergstaðastræti). Símar 2264 og 5464. ÓSKA EFTIR litlu verslunarplássi við eða í miðbænum. Tilboð sendist af- greiðsul blaðsins fyrir laugar- dagskvöld, merkt 1940. JCaujis&apuc KARTÖFLUR OG GULRÓFUR í pokum og lausri vigt. Góðar 0g ódýrar. Þorsteinsbúð, Grund arstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. ISLENSKT BÖGLASMJÖR Hnoðaður mör. Harðfiskur. vel barinn. Þorsteinsbúð, Hring- braut 61, sími 2803, Grundar- stíg 12, sími 3247. MÚSIKHEFTI í ódýru og fjölbreyttu úrvali. Bókabúð Vesturbæjar, Vestur- götu 21. • BLÓM mikið úrval. Kaktusbúðin, B Laugaveg 23. Sími 1295. SPARTA- DRENGJAFÖT Laugaveg 10 — við allra hæfi. Fimtudagur 30. nóv. 1939. JÓLAGJÖF Lítið persneskt gólfteppi til sölu. Ásvallagötu 17 I. DÖMUKÁPUR og vetrarfrakkar kvenna. Fall- - egt úrval. Ágætt snið. VersL. Kristínar Sigurðardóttur. SILKIUNDIRFATNAÐUR kvenna. Fallegt úrval. Verð frá. 9,85 settið. Versl. Kristínár Sig- urðardóttur, Laugaveg 20 A. TELPU- og DENGJASOKKAR Vandaðir ullarsokkar fyrir telp- ur og drengi. Margar stærðir. Versl. Kristínar Sigurðardóttur. KVENTREYJUR margar tegundir, vönduð vinna. Versl. Kristínar Sigurðardóttur. REYKJAVlKUR APÓTEK kaupir daglega meðalaglös, smyrslkrukkur (með loki), hálf flöskur og heilflöskur. Blóm & Kransar h.f. Hverfisgötu 37. Sími 5284. — Bæjarins lægsta verð. KÁPUR OG FRAKKAR fyrirliggjandi. Einnig saumað með stuttum fyrirvara. Gott snið! Kápubúðin, Laugaveg 35. MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. Spariíf milliliðina og komið beint tilí okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glösin. Við sækjúm i heim. Hringið í síma 1616.- Laugavegs Apótek. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda . meðalalýsi, fyrir börn og full- orðna, kostar að eins 90 aura heilflaskan. Lýsið er svo gott, að það inniheldur meira af A- og D-fjörefnum en lyfjaskráin: ákveður. Aðeis notaðar ster+ ilar (dauðhreinsaðar) flöskur. Hringið í síma 1616. Við send> um um allan bæinn. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guðmundsson, klæðskeri. --- Kirkjuhvoli. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Simi 3594. Kaupum allskonar FLÖSKUR hæsta verði. Sækjum að kostn- aðarlausu. Flöskubúðin, Hafnar- stræti 21, sími 5333. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela^ glös og bóndósir. Flöskubúðin,. Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. KOPAR KEYPTUR í Landsmiðjunni. FORNSALAN, Hverfisgötu 49 sélur húsgögn o. fl. með tæki- færisverði. Kaupir lítið notaða- muni 0g fatnað. Sími 3309: HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. 1, 2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr.. kg. Sími 3448. SALTVlKUR GULRÓFUR góðar og óskemdar af flugu oar maðki. Seldar í 1/1 og V2 pok- tira. Séndar heim. Hringið f síma 1619.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.