Morgunblaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 5
Hmtudagur 30. nóv. 1039, JMorgttnMiifóft .: H.f. Árvakur, Reykjavlk. RltetjOrar: Jön Kjartanseon, Valtýr Stef&nsson (á.byrgBarm.). AugJýsingar: Árnt óla. Rltstjörn, auglýsingar og afgreiOsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á. mánuOl. í lausasölu: 16 aura eintakib, 26 aura meO Læsbök. Þinghaldið Pað er áreiðanlega rjett stefna, sem mörkuð er í frumvarpi Jóns Ivarssonar, að flytja samkomudag reglulegs Alþingis fram á haustið. Reynslan hefir sýnt og sann- .að, að samkomudagur sá, sem nú er ákveðinn, 15. febrúar, er •ekki heppilegur. Svo sem kunnugt er skulu fjárlög jafnan lögð fyrir hvert jreglulegt þing, en fjárhagstíma- •bil fjárlaganna er almanaksár- ið. Af þessu leiðir það, að þeg- -ar ríkisstjórnin er að undirbúa fjárlögin í hendur þingsins, er bún fult ár á updan þeim tíma, sem fjárlögin gilda fyrir. Allir hljóta að sjá, að það er •ekki hægt að semja fjárlög, svo vel sje, svona langt fram í tím- ann. Alt öðru máli gegnir þegar kemur fram á haustið. Þá ligg- ur það nokkurnveginn opið fyr- ir, hver afkoman verður hjá at- vinnuvegunum. Þá er einnig fengið nokkurnveginn ljóst yfir- Jit um afkomu ríkissjóðs á ár- ínu sem er að líða. En um þetta getur enginn sagt með neinni vissu, í byrjun ársins. Þá er rent blint í sjóinn um þetta, eins •og alt annað. Af því sem nú hefir sagt ver- ið, er það áreiðanlega alt af heppilegra að reglulegt Alþing komi saman að haustinu, en ekki í ársbyrjun. En auk þess -eru nú þeir umrótatímar, að ekkert vit er í að ætla sjer að af greiða fjárlög löngu áður en þau eiga að koma til fram- kvæmda. Jón Ivarsson leggur til, að samkomudagur þingsins verði 1. október. Með því myndi þing- inu vera markaður of þröngur bás, því að ætlast mun flutnings inaður til þess, a*ð þingið hafi lokið störfum hæfilegum tíma fyrir jól. Síðan 1930 hefir þinghaldið 'ver.ið sem hjer segir: 1930 93 dagar 1931 vetrg.rþ. 59 — 1931 sumarþ. 41 — 1932 113 —- 1933 aðalþ. 109 — 1933 aukaþ. 38 — 1934 83 — 1935 124 — 1936 85 — 1937 fyrra þingið 65 — 1937 síðará — 75 — Við sjáum af þessum tölum, að óvarlegt er að ætla þinginu skemri setu en 90 daga. Yrði Iþá þingið að koma saman ekki síðar en 20. september, til þess ^að ugglaust væri, að það hefði Jokið störfum það snemma í •desember, að þingmenn gætu komist heim fyrir jól. vaxtaskattur' Frumvarp þetta er til orð- ið vegna óska fyrver- andi fjármálaráðherra Ey- steins Jónssonar, og er ár- angur af starfi milliþinga- nefndar í tolla- og skatta- máium. Það hafa að vísu áður komið fram, á Alþingi frumvörp um svipað efni, en gera má' ráð fyrir, að frumvarpi þessu verði fylgt fastara eftir heldur en áður hefir verið gert, og þykir mjer því rjett að gera nokkrar athugasemdir við frumvai’pið, ef þær mættu verða til þess að skýra málið nánar og frá fleiri hliðum heldur en þeim, sem fram koma í greinargerðinni, sem fylgir frumvarpinu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að ríkið taki skatt, af öllum vaxtatekjum, af peningainnstæð- um og verðbrjefum landsmanna, sem nemi ^4 af vaxtatekjunum. Frumvarp þetta er óvinsælt meðal almennings, enda eru á því ýmsir ágallar og fólk lítur þannig á, að friðhelgi sparifjárins verði minni eftir en áður, ef frumvarpið verð- ur samþykt. ★ I fyrsta lið greinargerðarinnar er getið um innstæður peninga í bönkum og öðrum svipuðum stofn unum, og síðar í greinargerðinni er á það minst, að miklurn hluta af fje þessu sje leynt við uppgjör til skatts. Er þá fyrst að taka til athugun- ar, hverjir eru helst eigendur sparifjárins. Ósennilegt er, að þeir einstaklingar, sem ráða yfir stærri fjárliæðum, sætti sig við það, að ■láta peningana liggja á vöxtum í peningastofnunum og fá aðeins 4 til 4.5% í vexti af þeim. Aftur á móti er það vitað, að sjóðir og allskonar stofnanir geyma mikið fje í bönkum og sparisjóðum, en slíkir sparifjáreigendur eru í flest um tilfellum skattfrjálsir samkv. eldri lögum, sem gert er ráð fyrir í frumvarpi þessu að haldist ó- breytt. * Mjög mikill hluti sparifjár þjóð arinnar er til orðinn á þann hátt, að framsýnir foreldrar spara sam an fje fyrir börn sín, sem síðar verður þeim styrkur til náms eða á annan hátt. Ennfremur er það algengt, að fólk, sem að alið var upp við sparsemi, leggi til hliðar af lágum tekjum nokkrar krónur á ári, sem síðar á að verða því sjúkra- eða ellitrygging og þann- ig að koma í veg fyrir, að viðkom- andi fari á vonarvöl. Þetta eru því persóntitryggingar einstakling anna, sem þeir sjálfir hafa stofn- sett og geta í mörgum tilfelluin sparað ríki og bæjarfjelögum út- gjöld við framfærslu viðkomandi fólks, en um leið og þessar mörgu smáu fjárhæðir koma saman í eitt verður það mikið fje, sem skapar mestan hlutann af rekstrarfje bankanna, sem svo í gegnum þá er veitt til atvinnulífs þjóðarinn- ar. Sparsemi þesgara gætnu borg- ara er því undirstaða athafnalífs landsmanna að mestu leyti. Þeim mun meira sem landsmenn spara á þennan hátt, þeim mun betri er fjárliagsafkoma fólksins og þeim mun meira eylcst veltufje þjóð- arinnar, sem er sama sem aukin frandeiðsla og aukin at.vinna. Athugasemdir Arons Guðmundssonar við frumvarp til laga um inniieimtu tekjuskatts og eignarskatts aí vaxtafje Það er ,því skylda hvers lög- gjafa, sem vill þjóðinn.i vel, að örfa þá viðleitni fólks, að fara. vel með fje sitt, en aukinn skattur á innistæður er aðeins spor í öfuga átt og óverðskulduð ofsókn á sparsemdarviðleitni þess fólks, sem þjóðfjelagsheildin stendur í þakklætisskuld við. Það hefir verið gefið í skyn, að mjög miklu af bankainnstæð- um landsmanna sje leynt við: upp- gjör til skat.ts, og einn af samn- ingsmönnum frumvarp þessa hef- ir haldið því frarn í samtali við mig, að sparifje þjóðarinnar hafi aukist á þeim, árum, sem atvinnu- vegirnir hafa tapað stórfje, og það sje óheilbrigt ástand, að ein- staklingurinn græði, þegar at- vinnufyrirtækin tapa. Yið þær athuganir, sem jeg hefi gert í sambandi við þet.ta, hefi jeg komist áð þeirri niðurstöðu, að sparifje þjóðarinnar hefir því mið- ur ekki ankist á undanförnum ár- um, heldur er það sennilegt, að um hið gagnstæða sje að ræða. Álitið um aukið sparifje, hlýtur að vera bygt á þeirn skýrslum, sem fyrir liggja um þetta efni, en jeg vil taka það frarn, að engar skýrslur eru til í landinu, sem gefa neitt á- byggilegt yfirlit um það, hvort hið raunverulega sparifje eykst, eins og jeg vil nú víkja að. Það er hægt að sjá það eftir skýrslum og reikningum peninga- stofnananna, livað innistæðufjeð er mikið, en innistæðufje og spari- fje er ekki ávalt það sama. Það er vitað, að á. síðustu árum hafa verslunarfyrirtæki og ein- staklingar fengið mikið af vörum til landsins og selt þær, en sökum gjaldeyrisörðugleika ekki getað greitt vöruna á rjettum tíma, og þannig hefir safnast fyrir fje í peningastofnaúirnar, sem við fljót færnislega athugun virðist vera sparifje, en er aðeins afleiðing af óheilbrigðu gjaldeyrisástandi. Þess ar fjárhæðir skifta miljónum króna. Ennfremur ber að athuga það, að stórar fjárhæðir af iimistæðum í peningastofnunum eru tvítaldar eða meira í skýrslum og reikning- um þeirra. Þetta stafar af því, að allir sparisjóðir ogj aðrar peninga- stofnanir í landinu hafa mikið af handbæru fje, sem gripið er til við nauðsynleg tækifæri. Þessir peningar liggja venjulegast sem innstæðufje í sparisjóðsdeildum annara peningastofnana og koma einnig fram hjá þeim sem spari- fje og er því tvíreilmað sem inn- stæða. ir Menn sjá því af framanskráðu, að hið raunverulega sparifje þjóð- arinnar er því miður ekki eins i :ikið og virðist við fyrstu sýn, og fjárhæðir þær, sem faldar eru við skattuppgjör, því miklu minni heldur en áætlað hefir verið. Það mun alment vera þannig, að foreldrar gefa ekki upp þær krón- ur, sem börnum þeirra áskotnast á afmælisdögum og við önnur tæki færi, nema því aðeins, að um sje að ræða stórar fjárhæðir. í pen- ingastofnunutoi er því mjög mikið af fje á vöxtum, sem nemur kr. eitt þúsund og þar undir á bók eða skírteini. Vaxtaskattur af þess um innstæðum, sem í flestum til- fellum eru skattfrjálsar, mundi nema frá fáum aurum og upp í 10 krónur. Það er óhætt að ganga út frá því sem vísu, að mjög margir 1 af þessum innstæðueigendum mundu ekki standa í stímabraki við skattheimtumenn ríkisins, til þess að fá fje þetta endurgreitt, enda mundi það úti á landsbygð- inni kosta ferðalög, brjefaskriftir og aðra fyrirhöfn. Nú er sennilega ekki með frum- varpi þessu gert ráð fyrir því, að taka skatt af skattfrjálsri eign, eða draga óheiðarlega fje af skatt borgaranum í ríkiskassann, en til þess að koma í veg fyrir slíkt yrðu skattanefndir að hafa spjaldskrá yfir hvern einstakan sparifjár- eiganda, sem þannig er ástatt með, að ekki er sjálfstæður skattgreið- andi til ríkisins, til þess að geta endurgreitt honum það fje, sem hefir verið tekið af honum í skatt af skattfrjálsri eign, því í skatta- skýrslum myndi það hvergi koma fram. Það myndi því ekki vera fjarri sanni, að flestir landsmenn yrðu kröfuliafar á hendur ríkinu í gegnum þessi lög, ef þau yrðu samþykt. ★ Mjög athyglisverðar eru þær upplýsingar, sem gefnar eru í greinargerðinni um ástandið í skattamálum Reykjavíkur, og þyk ir mjer rjett að taka þær npp hjer. í greinargerðinni segir: „Til skýringar má nefna, að eftir nú- verandi tekju- og eignarskatts- ákvæðum og samkv. núgildandi útsvarsstiga fyrir Reykjavík verð ur maður, sem á engar skattskyld- ar tekjur, en á eign milli 5 og 10 þúsund krónur, að greiða í eign- arútsvar og eignarskatt, sem svar- ar 14 vaxtanna, sje um að ræða bankainnstæðu með 4% vöxtum. Það er af hverjum þúsund krón- um, sem bætt er við fimm þúsund króna eign upp að tíu þúsund krónum ber að greiða um tíu krón- ur í eignarútsvar og eignarskatt, en vextirnir af hverju búsundi hinsvegar fjörutíu krónur, ef inn- stæðueignin bætist ofan á 15 þús- und króna eign og vextirnir 4% bætast við 6 þúsund kr. skattskyld ar tekjur, nemur skatthækkun gjaldanda (það er í tekju- og eignarútsvari, tekju- og eignar- skatti) við það hjer um bil sem svarar vöxtunum, og meira á hærri eignum og tekjum, alt að tvöföldum vöxtum. Þetta er mið- að við Reykjavík, en iiti um land' eru útsvarsstigar víða hærri. Dæm ið er þó aðeins hálfreiknað að því leyti, að þetta fæst venjulega end- urgoldið að nokkrum hluta í skattafrádrætti gjaldanda frá tekj mn á næsta ári“. Það er vitanlegt að sá frádrátt- ur á tekjum frá ári til árs, sem um ræðir í greinargerðinni, nerrnir ekki nema aðeins litlum hluta af því fje, se;m; viðkomandi hefir greitt þegar til endurgreiðslunnar kemur. Samkvæmt ofanskráðu er það auðljóst mál, að það er beinu gróði fyrr þá, sem þessar upp- lýsingar ná til, að geyma fje sitt í skrffborðsskúffunni og gefa það ekki upp til skatts, til þess að það verði þeim ekki til fjárhags- legrar byrði. Hjer vofir því fjár- flóttinn yfir peningastofnunum, landsins. ★ Um annan og þriðja lið grein- arinnar má taka fram eftirfar- andi: Mjög mikill hluti opinberra verðbrjefa er í eigu stofnana, fje- laga og sjóða, sem samkv. eldri lögum eru skattfrjálsir, enda munu skatta- og tollheimtumenn vita uxn hvar allverulegur hluti þeirra er niðurkominn, og þannig mun ríkið fá mestan hluta sem því ber af skatti af þeim er reynsla mín er sú, að langmestur hlutinn af þess- um brjefum lendir hjá sjóðum og stofnunum og er miklu minna af þeim í höndum einstaklinga held- ur en ókunnugir álíta og jeg þekki engin dæmi þess að slík brjef sjeu keypt í því augnamiði að leyna peningum: við skattauppgjör. En í sambandi við þetta er vert að geta þess, að eins og nú er háttað skattheimtu af brjefum þessum gengur ríkið verulega á rjett skattborgaranna eins og nú mun sýnt verða. Veðdeildarbrjef Landsbankans og Kreppulánasjóðsbrjef, eru þau verðbrjef sem mest eru keypt og seld hjer á landi. Yerðbrjef þessi skulu innleyst á 40 árum frá því að lokið er útgáfu þeirra (hvers flokks). Er því að meðaltali inn- leyst sem svarar 2.5% af þeim á ári, en sá skattborgari sem gefur upp til tekna afföll af brjefum þessum fær þeim af skattheimtunni deilt niður á 5 ár, þannig að eftir 5 ár frá því að hann hefir keypt brjefin, liefir hann greitt tekju- skatt af afföllunum, og standa brjefin honum því í 100% eign eftir 5 ára tímabilið. Nú er það vitanlegt að eigendur þessaræ verðbrjefa eru háðir markaðsverði þeirra á Iiverjum tíma og ef þeir þurfa að selja þau aftur eftir að hafa átt þau í 5 ár getur vel svo farir að verð þeirra sje ekki hærra heldur en þegar þeir keyptu þau og hefir skatturinn þá krafið þá um tekjuskattsgreiðslur af fje sem þeir aldrei hafa eignast. Gróði þeirra er aðeins sá hluti affallanna, sem þeir fá greiddan meðan brjefin eru í eigu þeirra og sá hluti vaxta, sem þeir fá af af- föllunum og sú verðhækkun sem verða kann á verðmætunum á með- an þau eru í þeirra eign. Að vísu gerir skattheimtan nokkra sárabót í þessu efni, þar sem affallatjón seljenda verð- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.