Morgunblaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 6
6 MOEGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Skaíita- fjelagsins A ðalfundur Skautafjel. Reykja- víkur var haldiiui í Oddfell- owhúsinu í gærkvöldi. Öll stjórn fjelagsins var endurkosin, en hana skipa Kristján Einarsson fram- kvæmdastjóri formaður, frú Katrín Viðar varaformaður, Björn Þórð- arson ritari og ísabella Isebarn gjaldkeri. Auk þess var kosinn einn svell- vorður, svo að þeir eru nú tyeir: Eyþór Ólafsson (sími 5426) og Gúðmundur Guðmundsson (sími 2395). Er það ósk fjelagsstjórn- arinnar að til þessara manna verði leitað með öll málefni er varða skautasvellið. Auglýsing um styrk úr Sængurkonusjóði Þórunnar Á. Björnsdóttur, Ijósmóður. í lok desembermánaðar næstkomandi verður í fyrsta sinn úthlutað styrk úr Sængurkonusjóði Þórunnar Á. Björnsdóttur, ljósmóður. Tilgangur sjóðsins er að ljetta fátækum konum í Reykjavík sængurleguna á fæðinga- deild Landsspítalans. Giftar konur og ógiftar geta fengið styrkinn, en þó því aðeins, að þær standi ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk, er veittur hefir verið á síðustu þrem- ur árum, áður en leitað er styrks úr sjóðnum, og fylgi vottorð borgarstjóra í Reykjavík um það. Þær sængurkonur, er legið hafa á fæðingadeild Lands- spítalans á árinu 1939 og uppfylla framangreind skilyrði, sendi umsóknir sínar til skrifstofustjórans í dómsmála- ráðuneytinu fyrir 20. desember næstkomandi. SJ ÓÐST JÓRNIN. Vfelsljórar, sem lokið hafa hinu meira vjelstjóraprófi, og vilja gefa kost á sjer í utanlandssiglingar, tilkynni það á skrif- stofu Vjelstjórafjelagsins í Ingólfshvoli nú þegar. VJELSTJÓRAFJELAG ÍSLANDS. Herfang Breta Breska siglin<íaeftirlitið stöðv- aði eða lagði hald á 21.500 smálestir af vörum, sem áttu að fara til Þýskalands s.l. viku. Þar af voru 12.000 smálestir olíuvörur. Fyrstu 12 vikur styrjaldarinnar hafa Bretar stöðvað vörusending- ar til Þýskalands, sem voru að magni 463.000 smálestir, þar af yfir 100.000 smálestir olíuafurðr. (FÚ), Þrettán menn fórust er skipið Rubslow, 1000 smálestir, rakst á tundurdufl í fyrradag við suð- austurströnd Englands, og sökk á 2 mínútum. (FÚ.). Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Frá síra Þorst. B. Gíslasyni 10 kr. Gold Medal Hveiti í ÍO Ibs. sekbjum er fyrflrliggfandi. H. Benediktsson & Co. Sími 1228. 0000000000000000<C>0000000000000000000< Grámann er besta barnabókfln. Fæst hjá bóksölum. 0 0 0000000000000000000-0>000000000<C>000000< Vaxtaskatlur FRAMH. AF FIMTU SÍÐU brjefanna er dregið frá tekjum þeirra á næstu 5 árum eftir að salan hefir farið fram, en þetta er þó til tjóns og óþæginda fyrir skattborgarann, og ejns og ríkið gjörir kröfu til þess að fá skatt sinn greiddan, eins hlýtur það að vera krafa skattgreiðandans að ríkið gangi ekki á rjett hans. ★ Með því fyrirkomulagi seir np er á innheimtu skatts af. skuida- brjefum sem trygð eru með veði í fasteignum og gefin eru út af einstaklingum, má geta þess eins og í greinargerðinni stendur, að skattheimtan byggir þar á nokkuð öruggum grundvelli og stafar það af ódugnaði skattheimtunnay ef að þar koma ekki öll kurl til grafar. Þar sem greinargerðin telur að sá sem skiftir á ríkisverðbrjefum fyrir ofannefnd skuldahrjef að sjjettu telji sjaldan af sjálfsdáð- fram afföll af slíkum brjefum, þá her að vekja athygli á því, að í mjög mörgum tilfellum er ekki um nein afföll að ræða, þar sem sumar tegundir ríkisverðþrjefa hafa með sjerstökum lögum verið gerðar að 100% greiðslumiðli og hafa einstaklingar og stofnanir verið skyldaðar til þess að taka þessi verðbrjef með nafnverði þeirra. Þó að þessum verðbrjefum sje síðar breytt í önnur, þannig að til hagshóta sje fyrir báða að- ila, koma áfföll ekki til greina fyrir þann aðilann, sem skulda- brjefin kaupir. í Noregi hafa verið gjörð lög um vaxtaskatt, en gefist illa, þar sem þau hafa valdið fjárflótta úr peningastofnunum landsins og orðið ástæða fyrir aukinni seðla- útgáfu, þar sem' fólk hefir hall- ast að því ráði, að geyma fje sitt í heimahúsum og þannig gjört það óarðbært fyrir þjóðfjelagið. Virðist því ekki ástæða til þess að taka það upp í íslenska löggjöf, sem illa reynist hjá öðrum þjóð- um, enda munu forráðamenn ís- lenskra peningastofnana hafa kom- ið auga á fjárflóttahættuna og munu undantekningalítið vera mótfallnir þessu frumvarpi. Mjer þykir rjett að benda hjer á það tjón sem peningaeigendur í landinu hafa þegar orðið fyrir á þessu ári. Síðan í byrjun apríl- mánaðar hafa íslenskir peningar fallið í verði miðað við erlenda mynt, sem nemur yfir 30 aurum af hverri 'krónu, að vísu hefir þessa verðfalls ekki gætt eins mik- ið innanlands og búast hefði mátt við, en enginn vafi er á því að ef að st.yrjöldin heldur áfram inun kaupmáttur íslenskra peninga minka til muna og þýðir það að- eins aukið tjón fyrír þá sem pen- ingana eiga. Jeg vil að lokum taka það fram, að hættan, sem yfir vofir verði frumvarp þetta samþykt, er fólg- in í minkandi sparsemdarviðleitni almennings, fjárflótta úr hönkum 'Og sparisjóðum, en afleiðingin af því yrði aftur minkandi rekstrar- f.je til' framleiðslutækja þjóðarinn- ar, aukin seðlaútgáfa, sem verka jcyndi sem mínus og önnur ófyr- irsjáanleg óþægindi. Aron Guðbrandsson. Fimtudagur 30. nóv. 1939. Tveir möguleikar : Strlð - eða Cajander segir af sjer FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Snemma í gær höfðu fregn- ir borist frá Finnlandi á þá leið, að finska þjóðin biði með undra verðri ró næsta skrefsins sem j Rússar kynnu að stíga, vitandi það, að ekkert væri líklegra en að hið næsta skref yrði innrás Rauða hersins. Ymsir höfðu búist við að næsta skrefið myndi verða úr- slitakostir, þar sem settar væru fram allar kröfurnar, sem Rúss- ar hafa u,ndanfarið gert á hend- ur Finnum. Það var auðvitað gert ráð fyrir, að Finnar myndu vísa þess um úrslitakostum á bug. En eft- ir það gerðu menn ráð fyrir, að Rússar myndu herða til muna á kröfum sínum. ■I. RJETTUR HINS STERKA. Sænska blaðið „Stokkholms- tidningen", vekur athygli á því að Rússar sögðu upp griðasátt- málanum við Finna, einmitt þeg- ar hann átti í fyrsta skiftið að koma til framkvæmda. í sáttmálanum er svo ákveð- ið, að gerðardómur skuli skera úr, ef ágreiningur rís um framkvæmd hans. Blaðið undirstrikar að Rúss- ar haldi óhikað og grímulaust uppi rjetti hins sterkara gagn- vart þeim, sem minni máttar er. Á sama hátt vekja öll blöð á Norðurlöndum athygli á hirðu- leysi Rússa um að halda gerða samninga. Blöðin ljúka upp einum munni um það, ^ð hrósa. hinni virðulegu og festulegu framkomu Finna, sem geri ekki annað en að standa á augljós- um rjetti sínum. Blöðin í Ítalíu og Spáni votta Finnum mikla sam- úð. Þannig skrifar ítalska blaðið „Corriere Padano“ (sem sagt er vera málgagn Balbos) að ítalir dáist að hinni virðulegu framkomu Finna, er þeir bjóði byrg- inn „risanum með leirfæt- umar“. TVEIR MÖGULEIKAR. En frá Moskva voru allar fregnir í dag eins og undan- farna daga herskáar mjög. Meðal almennings í Rússlandi ríkir sú skoðun, að málinu verði til lykta leitt á einn eða annan hátt næstu daga, eða jafnvel næstu klukkustundir. í því sambandi hefir komið fram sú tilgáta, að Rússar þori ekki að bíða lengur fram á veturinn, því að höfnina í her- skipalagi þeirra í Kronstadt geti þá og þegar lagt. Yfirleitt telja Rússar að ekki sje nema um tvo möguleika að ræða: Annaðhvort að Finnar láti undan eða stríð. Engin friðsamleg lausn er hugsanleg — þannig tala menn í Moskva — nema að Cajander biðjist lausnar. „SIÐUÐ FRAMKOMA“. Blöðin í Rússlandi krefjast þess, að nú verði látið til skarar skríða og segja að þolinmæðin sje á þrotum. Og rússnesku h‘r mennirnir, sem streymdu til landamæranna í nótt hrópuðu: Malið stríðsæsingamennina. Moskva-útvarpið skýrir frá því, að hermennirnir á landa- mærunum hafi gert samþykt um að „þeir biðu aðeins eftir skipun til þess að troða finsku bandittana undir fótum“. „Hin bláu augu rauðu her- mannanna gneista af rjettlátrj reiði yfir ósvífni Finnlands (seg- ir Moskvaútvarpið skv. E.Ú.) og þeir kreppa stæltar hendur utan um byssuskeftin og krefjast þess að fá að verja land sitt og kenna Finnum siðaða framkomu í garð Sovjet-Rússlands“. Stalin § strlðjð^ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ranska Havas-frjettastofan birtir fregn um það, 'að Stalin hafi Iátið orð falla á fundi í miðstjórn kommúnista- flokksins á þá leið, að bann óskaði, að styrjöldin milli Þýska lands og Vestur-Evrópu-þjóð- anna stæði sem lengst, svo að báðir stríðsaðilarnir örmögnuð- ust í henni. Stalin hefir nú sjálfur svar- að þessari fregn í Pravda. Hann telur frjettina „helber- an uppspuna kaffihúsastjórn- málamanna Havas-frjettastof- unnar“. Til stuðnings máli sínu segir Stalin að það hafi ekki ve.ið Þjóðverjar, sem byrjuðu stríðið; heldur Bretar og Frakkar. Nokkru eftir að stríðið byrjaði hefðu Þjóðverjar komið fram með friðarboð, sem haft hefði fullan stuðning Sovjet-Rússa. En þessum tillögum hefðu VeM- ur-Evrópuþjóðirnar vísað á bug. Þjóðverjar og Rússar hefðu með endurteknum friðarboðum sínum sýnt vilja sinn til þess, að binda enda á stríðið hið fyrsta. ★ Aths. Já, Stalin hefir sannar- lega óbeit á styrjöldum — eða hvað segja Finnar? STYRKTARSJÓÐUR SÆNGURKVENNA FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. fórna öllu sínu mikla starfs- þreki yfir langa ævi, nótt með degi, til hjálpar og hjúkrunar; oft án þess að þiggja endur-> gjald, og margoft færandi gjaf- ir inn á fátæk heimili; heldui^ sparaði hún alt sem hún gat sjálfri sjer til handa og safnaði í sjóð til gjafa handa fátækum fæðandi konum, eftir sinn dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.