Morgunblaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 30. nóv. 1939. Molotoff biður rússneska herinn og flotann að vera viðbúinn Rússar slíta stjórnmála- Þýsk flugvjel nauðlendir I Færeyjum -- eftir sjóorustu við Noregsstrendur? Frá frjettcuritara vorum. Khöfn í gær. f-1 ýsk ^hernaðarflugvjel nauð- lenti í Færeyjum í dag. Önnur þýsk sjóflugvjel nauð- lenti við Noreg, skamt fyrir sunn- an Haugasund í dag. Aður en flugvjelin lenti sást ýmsum mun- um kastað úr henni í sjóinn og er talið að það hafi verið skjöl flugmannanna o. fl. Flugmennirnir hafa verið kyr- settir. Talið er að flugvjelar þess- ar hafi e. t. v. verið að koma frá sjóorustu, sem sagt er að háð hafi verið undan Noregs- ströndum í morgun. Fregnir um þessa orustu hafa borist frá Osló og er talið að hún hafi verið háð milli allmargra her- skipa óg flugvjela. Norskir sjóliðsforingjar segja að leiftur frá skothríðinni hafi sjest greinilega (skv. FÚ.). Við austurströnd Englands sló í dag í bardaga milli þýskrar Heinckel-flugvjelar og breskrar flugvjelar, sem hóf sig á loft þeg- ar óvinaflugvjelarinnar varð vart. Tókst. breska flugmanninum að bera hærra hlut yfir hinum þýska andstæðing sínum. Frá því loftárásin var gerð á Firth of Forth 16. október síðast- liðinn, hafa breskir flugmenn skotið niður 23 þýskar flugvjelar, sem gert hafa tilraunir til loft- árása á Bretland (skv. Lundúna- fregn FÚ.). Göbbels aðmíráll sökkvir bresku beitiskipi - segja Bretar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Því er mótmælt í London í| dag, aÖ nokkru bresku | beitiskipi af hinni svonfendu Lundúnagerð hafi verið sökt. Þýska herstjórnin endurtekur þó í dag fregnina um þetta sem þýsku blöðin birtu í gær. „Daily Express“ birtir fregn- ina í dag og segir: Dr. Göbbels aðmíráll sökkvir bresku beitiskipi. Með tundurskeyti? Nei, fjarri því. Með öldum útvarpsins! Kort af Finnlandi. Kyrjálanes er á milli Ladogavatns og Finnlands- flóa, þar sem landamærin liggja, skamt norður af Leningrad. sambandi við Finna Tilkynt áður en Finnar gátu afhent svar sitt Bandaríkin býóðast til að • i. reyna að miðla málum KLUKKAN 20.30 í gærkvöldi (eftir Mið-Evróputíma) fór aðstoðarutan- ríkismálaráðherra Rússa, Potemkin, á fund finska sendiherrans í Moskva, Yrjö-Koskinens baróns, og tilkynti honum, í nafni rússnesku stjórnar- innar, að hún hefði ákveðið að slíta stjórnmálasambandinu við Rússland — þ. e. kalla sendiherra sinn í Helsingfors heim. • , Klukkutíma síðar flutti Molotoff, utanríkismálaráðherra Rússa, ávarp til rúss- nesku þjóðarinnar í útvarp og skýrði frá því að stjórnin hefði sjeð sig til neydda að stíga þetta spor, vegna ögrana Finna í garð Rússa. Hann sagði að rússneska hernum og rússneska flotanum hefði verið gefin fyrir- mæli um að vera viðbúnir að mæta öllu því ,sem að höndum kynni að bera. SÍÐASTA TILRAUNIN SEGJA ÞJÓÐVERJAR Fregnir frá Helsingfors í gærkvöldi herma, að þar hafi þessum atburðum verið tekið með dásamlegri ró. Meðal stórveldanna í Evrópu hefir hvergi verið látin í ljós nein skoðun um þetta síðasta skref Rússa — nema í Þýskalandi, Þar birtir hin opinbera þýska frjettastofa (D. N. B.) fregnina með þeim ummælum, að hjer sje um síðustu tilraunina að ræða til þess að leiða deilur Finna og Rússa friðsamlega til lykta. EKKI BEÐIÐ SVARS FINNA Tilkynning Rússa um að slíta stjórnmálasambandinu við Finnland var birt áður en Finnar gátu afhent svar sitt við orðsendingu Rússa 'frá því í gær um uppsögn þeirra á finsk-rúss- neska griðasáttmálanum. Finska stjórnin hafði þessa orðsendingu til yfirvegunar í gærkvöldi og aftur í dag og var svar stjórnarinnar símað til finska sendiherrans í Moskva í kvöld. Síð- degis í dag hafði sendiherrann tilkynt Molotoff í klukkustundar samtali, sem sagt var opinber- lega að hefði farið vinsamlega fram, að hann myndi afhenda svarið persónulega þegar í stað og hann hefði fengið það. En rás viðburðanna hefir nú gert þetta svar úrelt? 1 ávarpi sínu í rússneska útvarpið í kvöld sagði Molotoff, að Rússum hefði ekki tekist að ná samkomulagi við finsku stjórnina, þrátt fyrir allar tilslakanir af þeirra (Rússa!) hálfu. En Molotoff ljet þess að vísu ekki getið, hverjar þessar tilslakanir væru. RÚSSAR HAFA ENGA LANDVINNINGA í HUGA Molotoff lýsti yfir því, að markmið Rússa væri aðeins að tryggja lífsnauðsynlega hags- muni sína, en að þeir hefðu enga landvinninga í huga og að þeir myndu að öllu leyti virða hagsmuni annara þjóða í Finnlandi. Finska stjómin hefði neitað að skilja þessa hagsmuni Rússa. Rússar neyddust því til þess að grípa til sinna eigin ráða til þess að sjá til þess að þeir yrðu virtir, en að því búnu kvaðst hann sannfærður um að gott samkomulag til frambúðar myndi takast milli finsku þjóðarinnar og Rússa. Hjer reyndi Molotoff, eins og rússnesku blöðin hafa raunar gert undanfarna daga, að láta líta svo út, sem ágreiningur sje á milli finsku stjórnarinnar og finsku þjóðarinnar, en þessu hefir hvað eftir annað verið rækilega mótmælt af mönnum af öllum flokkum og stjettum í Finnlandi. BANDARÍKIN BJÓÐAST TIL AÐ MIÐLA MÁLUM Nokkrum mínútum áður en kunnugt varð um ákvörðun Rússa um að slíta stjórn- málasambandi við Finna, bárust fregnjr frá Bandaríkjunum um að stjórnin í Was- hington hefði tjáð sig reiðubúna til að taka að sjer að reyna að miðla málum milli Finna og Rússa. Er þetta í annað sinn á nokkrum vikum, sem Bandaríkin sýna vinar- hug sinn í garð Finna. Cordell Hull, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, setti fram þessi boð, eftir að hafa ráðgast við Roosevelt og finska sendiherrann í Washington. Hann sagði að Bandaríkin myndu harma það mjög ef styrjöldin í Evrópu breiddist út. Ekki er búist við, að Roosevelt muni reyna aftur persónulega að skakka leikinn, eins og hann gerði fyrir nokkrum vikum. - Þegar fregnin um boð Bandaríkjastjórnar kom til London, gaf breska utanríkismálaráðu- neytið út tilkynningu, þar sem boðinu er fagnað, og lýst yfir því fyrir hönd bresku stjórnarinnar, að hún hafi ávalt litið svo á, að ekkert í sambúð Finna og Rússa rjettlætti það, að þessar þjóð- ir gripu til vopna hvor gegn anriari. Á samkomu í London, þar sem finski sendiherrann var staddur í dag meðal annara, var hann hyltur af þeim sem viðstaddir voru. Sir John Simon flutti ræðu á þessari samkomu og notaði tækifærið til þess að víkja viðurkenningarorðum að hinni hugdjörfu finsku þjóð. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. — í stuttu máli — Kaffl- og sykur- skOmtun hætt I Noregi? Kaffi og sykurbirgðir eru nú svo miklar fyrir hendi í Noregi, að kaupsýslumaður nokkur, er mest flytur inn af þessum vörutegundum hefir komist svo að orði, að þess megi vænta, að skömtun á þess- um vörutegundum verði afnum- in áður langt líður. NRP—FB. Fárviðri í Norðursjó t/S Ragni kom til Hauga- sunds í gær eftir að hafa lent í hinu mesta fárviðri á Norðursjó. Skipstjórinn segist aldrei hafa lent í öðrum eins sjógangi á siglingaleiðum á Norðursjó og hafi verið mikið rekald á sjón- um. Ekki hefir enn verið unt að rannsaka þetta til neinnar hlít- ar. NRP—FB. Ástralía sendir 20 þús. manns til Evrópu Astralía ætlar að senda eitt herfylki (20 þús. manns) til Evrópu og er það væntanlegt til Englands snemma á næsta ári. Verður það sennilega sent til Frakklands í apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.