Morgunblaðið - 03.01.1940, Side 2

Morgunblaðið - 03.01.1940, Side 2
v. 2 >0 M MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. janúar 1940 Frönsk blðð ræða um að Kyrstöðustyrjðldifl á vesturvígstöðvunum fái e. t. v. útrðs á Norðurlöndum eða i Suðaustur-Evrúpu Svíþjóð kann að verða ógn að með útþurkun rmd „Hvað boðar...?“ Nýársboðskapur þjóðhðfðingjanna iiiiiiniiiiiiiiiiiiinii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Finnlandshjálpin sameinar Rðssa og Þjóðverja: Hvað gara Bretar og Frakkat? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. KVÍÐI UM FRAMTlÐINA er það, sem einkenn- ir ársboðskap stjórnmálamanna á Norður- löndum um þessi áramót. Það er samhljóða álit, að Norðurlöndin eigi um þessi tímamót við meiri hættu að búa heldur en nokkru sinni í heimsstyrjöldinni 1914—1918, og gerir það aðallega tvent: 1) innrás Rússa í Finnland, og 2) óvissan um það, hvernig Þjóðverjar og Rússar bregðast við þeirri hjálp, Bem Norðurlöndin veita Fihnum. VIÐBÚNAÐUR SVÍA. Christian Gunther, hinn nýi utanríkismálaráðherra Svía, gaf glögga mynd af því, hve alvarlegum augum er litið á framtíðina, er hann í nýársboðskap sínum sagði, að sá möguleiki væri fyrir hendi, að Svíþjóð yrði ógnað með útþurkun á árinu. En Giinther bætti því við, að Svíar væru hughraustir og myndu gera sitt ítrasta til þess að verja land sitt. í dag voru samþykt í sænska þinginu lög um almenna vinnuþjónustu. Samkvæmt þessum lögum er heimilt að skylda hevrn mann sem er, til að vinna að hergagnaframleiðslu , ef heill þjóðarinnar krefst þess, eða matvælaframleiðslu, eða ann- ari framleiðslu, sem nauðsynleg kann að þykja. Sama kvíða og gætir á Norðurlöndum, verður líka vart í frönskum blöðum, sem láta í ljós þá skoðun í ára- mótahugleiðingum sínum, að svo kunni að fara að hin kyrstæða styrjöld á vesturvígstöðvunum fái útrás annað hvort á Norðurlöndum eða í suðaustur-Evrópu. RÚSSAR OG ÞJÖÐVERJAR. 1 skeyti, sem farið hefir um hendur ritskoðunarinnar í Moskva, til „The Times“ segir, að Finnlandshjálp Vestur-Evrópu þjóðanna muni að líkindum hafa í för með sjer aukna samvinnu milli Rússa og Þjóðverja. 1 skeytjnu er því haldið fram, að Sovjet-Rússar láti sjer meira ant um að nasistastjórnin haldi áfram að fara með völd í Þýskalandi, heldur en að þar komi önnur stjórn, sem ekki er nasistisk. Þeir muni því reyna að koma í veg fyrir, að Hitler- isminn verði fótum troðinn. STALIN BIÐUR UM HJÁLP. 1 annari fregn, frá Berlín, segir, að Stalin hafi farið þess á leit við Hitler, að hann sendi sjer tvö hundruð þúsund þýska sjerfræðinga, til þess að skipuleggja atvinnulífið í Rússlandi, að- allega flutninga- og samgöngukerfið. — Stríðið í Finnlandi hefir sýnt, að öllu skipulagi Rússa er ótrúlega ábótavant. Rússar geta ekki gert sjer vonir um að geta haldið stríðjnu í Finnlandi áfram, nema þeir fái erlenda skipulagshjálp. I Associated Press-fregn frá Berlín, er því haldið fram í þessu sambandi, að Þjóðverjar kunni að veita Rússum virka aðstoð í Finn landi, ef Bretar og Frakkar senda herlið til Finnlands. eða svo mikið af hergögn- j;,...,;,, um, að þeir geti haft úr- slita áhrif á stríðið., StjðttSlt, Bretlands og Frakk- lands hafa nú báðar svarað fyrirspurn aðalritara Þjóða- bandalgsins um það, hvaða ráð- stafanir þær muni gera til þess að verða við samþykt banda- lagsins um að veita Finnum alla þá mannúðarhjálp og efnislega hjájp sem unt er. 1 svarinu segir, að Bretar og Frakkar munj veita Finnum alla FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ. Látlaus áhlaup Rússa r Oguriegt mannfall Frá frjettaritara vorum. Khöfn i gær. EFTIR tveggja daga látlausa fallbyssuskothríð á finsku Mannerheim-línuna á Kyrjálanesi, gerði rússneska fótgönguliðið nýja atlögu í morgun. Áhlaupin eru gerð á suðvestanverðu eiðinu, þar sem er yfir Survantovatnið að sækja. En þrátt fyrir að Rússar láti sig engu skifta hve mörgum mannslífum þeir eyða og sendi stöðugt fram nýjar og óþreyttar hersveitir, þá kemur alt fyrir ekki. | valnum liggja þúsundir fallinna Rússa, aðallega úr á- hlaupasveitunum. Flestir eru þeir skildir eftir særðir og frjósa síðan í hel. 300 ÞÚS. MANNS. Síðdegis í dag hafa bardagar legið niðri á Kirjálaeiðinu, vegna stórhríðar, sem þar geisar. Það er álit mann, að Rússar hafi enn ekki teflt fram úrvalsliði sínu, sem undanfarið hefir verið dregið saman á vígstöðvarnar á Kjrjálaeiði. Talið er að Rússar muni nú bráðlega hafa þarna 300 þúsund manns undir vopnum. Finnar hafa komið sjer upp tveimur varnarlínum að baki Mannerheimlínunni og munu búast þar til vamar ef Rússum tekst að brjótast í gegnum fyrstu línuna. VARALIÐ KALLAÐ TIL VOPNA. 1 fregn frá Berlín segir, að aukið varalið hafi verið kallað til vopna í Rússlandi, með tilskipun sem gefin var út í Moskva í dag. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Von^óðir en við öllu búnir London, þriðjudag. rátt f jrrir að bresk blöð geri sjer alment vonir um sigur í stríðinu, vara þau við því, að gera lítið úr viðnáms- þrótti Þjóðverja. Þau skrifa á þá leið, að Bretar verði að vera undir það búnir að mæta miklu meiri örðugleikum en fyrstu f jóra mánuði styrjaldarinnar. Þannig segir „The Times“: „Feiknarleg verkefni fáum við jfyrst árið 1940“. Hríðarveður mikið gengur nú um allmikinn hluta Danmerk- ur. FtJ. * Finnlandssöfnunin í Danmörku nam í árslok 2 milj. krónnm; En þar við bætast allmiklar fata- og matvœlasftndingar. (Skv. sendi- herrafregn.) Nýir árgangar kallaðir til vopna I Englandi Samkvæmt konunglegri til- skipun Georgs VI. konungs og einkaráðs hans á nýársdag verða kvaddir til vopna í Bret- landi til viðbótar þeim, sem þegar hafa verið kvaddir í her- inn, 2 miljónir manna á yfir- standandi ári. Það eru menn á aldrinum 19 —27 ára, sem kvaddir eru í herinn og hafa þá verið kvaddir til heræfinga 2*4—2% miljón manna. VERSLUN ARS AMNIN G- AR DANA OG BRETA. Döns^u samningamennirnif, seín voru í Khöfn yfir jólin, eru farn- ir aftnr til London. T nýársboðskap Kallio Finn- * landsforseta er látið í ljós þakklæti til Bretlands og Frakk lands fyrir stuðning þeirra við Finna. Vjek hann m. a. því, a.ð sjálfboðaliðar hefði komið frá mörgum löndum. Kallio kvað fjandmennina á komandi dögum eiga í höggi við sveitir sjálfboðaliða, ,sem elskuðu frelsið eins heitt og Finnar sjálfir. Vígstöðvarnar eru sá staður, sagði Kallio, sem vjer erum mest hjálpar þurfi, því að þar aðeins getum vjer að fullu sigrað fjandmennina. Tanner, utanríkismálaráðh. Finnlands, sagði í sínum nýárs boðskap, að finska þjóðin ætti aðeins eina ósk, og það væri friður, og þrátt fyrir yfirstand- andi erfiðleika liti hún hugrökk til framtíðarinnar. NOREGUR I nýársávarpi sínu til norsku þjóðarinnar ræddi Nygaards- vold forsæt.isráðh. hina miklu erfiðleika, sem við er að stríða og hvatti þjóðina til samheldni og samvinnu. Hann ræddi hina gífurlegu útgjöld, sem því eru samfara að vernda hlutleysi þjóðarinnar, og útgjöldin vegna landvarnanna yfirleitt. Hann boðaði mikla skattaaukningu. Nygaardsvold Ijet f ljós þá von, að Noregi kynni að takast að varðveita hlutleysi sitt ef öll xþjóðin væri samhuga. Koht utanríkismálaráðherra talaði um erfiðleika í sambandi við utanríkisverslunina, sem m. a. stafa af því, að hver styrj- aldarþjóðin um sig krefst bestu kjara fyrir sig og sem verstra fyrir mótaðilann. NRP—FB. DANMÖRK Stauning, forsætisráðh. Dana hefir látið svo um mælt í ára- mótahugleiðingum: Jeg sje hvergi neitt það ljós sem menn geti safnast umhverf- is til þess að endurheimta fr,ið- •inn, og þó vona jeg og trúi á hið nýa ár. Vjer verðum að trúa því, að stórveldin muni endurskapa virðinguna fyrir rjetti gefinna loforða, því að án þess er lífið ekki þess vert, að því sje lifað. Hlutverk vort á komandi ári er þetta eina: Að varðveita frelsi og sjálfstæði Danmerkur. ÞJÓÐVERJAR 1 ávarpi, sem Hitler hefir sent hernum og nazistaflokkn- um, segir hann, að á komandi ári verði framtíð Þýskalands ákveðin. Guð hefir verndað Þýskaland árið 1939, sagði hann og lýsti yfir trú sinni á því, að Þjóðverjar myndi sigra í þéirri FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.