Morgunblaðið - 03.01.1940, Blaðsíða 5
't#- Om ~ t** **• t
Verklegt nám |
ungra kvenna |
_ _ 5
«■*-- -•** *• ^ x,y •*«
Bændaskólinn
/
á Hólum
JMlðvikudagur 3. janúar 1940
Útg’ef.: H.f. Árvaktiir, Reykjavlk.
Rltstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson <á,byr*t$arm.>.
Auglýsingar: Árnl óla.
Rltstjórn, auglýsingar og afgreibsla:
Austurstrœti 8. — Síroi 1600.
Áskriftargjald: kr. 8,00 & mánutJi.
í lausasölu: 15 aura eintakiTS,
25 aura meTJ Lesbók.
Rðksfudd
dagskrá
AÐ er oft talið karlmann-
legt að gefast ekki upp fyr
en í fulla hnefana. En oft get-
ur það orkað tvímælis hve
skynsamlegt það er, að verja
alveg vonlausan málstað. Þann
lcöst tók Alþýðuflokkurinn, eða
forystumenn hans í verkalýðs-
málunum. Öll alþýða manna er
fyrir löngu farin að sjá, að for-
rjettindi Alþýðusambandsins
eiga engan rjett á sjer. Að al-
mennur fjelagsskapur hinna
vinnandi stjetta verði að lúta
valdboði pólitískra samtaka. Að
enginn geti verið fulltrúi á þingi
verkalýðsfjelaga, nema hann sje
í Alþýðuflokknum; fjelag fjöl-
anent eða fáment, sem hefir eng-
um Alþýðuflokksmönnum á að
skipa, sem fulltrúa á Sambands-
þing, getur ekki tekið þátt í
fulltrúasamkomu fjelagsskapar-
ins. En menn, sem standa ger-
samlega utan við raðir verka-
manna, og hafa máske aldrei á
i sefi sinni unnið erfiðisvinnu, þeir
æru hafðir sem forystumenn í
fjelagsskap verkamannanna.
Þessar og fleiri augljósar mis-
fellur í skipulagi verkalýðsfje-
laganna hafa margoft verið
.gerðar hjer að umtalsefni. En
tillögur til hinna nauðsynleg-
ustu breytinga á fyrirkomulagi
þessa mikilsverða fjelagsskapar
eru settar fram í laga formi í
frumvarpi Bjarna Snæbjörns-
sonar.
Frumvarp þetta var til um-
ræðu í efri deild í gær. Þar bar
Hermann Jónasson forsætisráð-
herra fram tillögu til rökstuddr-
ar dagskrár, sem birtist á öðr->
um stað hjer í blaðinu.
I dagskrártillögu þessa eru
tekin upp öll atriðin í frumvarpi
Bjarna. En þáreð það er for-
sætisráðherrann, sem ber hana
fram, verða menn að líta svo á,
að samkomulag sje innan ríkis-
stjómarinnar um það, að þessi
sje hinn rjetti samningsgrund-
völlur málsins.
Munu allir rjettsýnir menn,
sem fylgt hafa þessu máli
með athygli, fagna því, hve mál
þetta er þá vel á veg komið
til rjettrar og sanngjarnrar
lausnar.
Flutningsmaður málsins á Al-
þingi, Bjarni Snæbjörnsson,
skýrði frá því, að hann væri
að svo komnu ánægður með
þessa afgreiðslu. En ef svo færi
að samningar hefðu ekki tekist
fyrir næsta þing, þá mundi hann
bera fram írumvarp sitt að
nýju.
Síðastliðinn vetur flutti frú Að-
albjörg Sigurðardóttir erindi
í útvarpinu um verklegt nám
ungra kvenna. Sýndi hún fram á,
hve verklegri kunnáttu er ábóta-
vant hjá fjölmörgum ungum stúlk-
um, og bar fram tillögur er gætu
orðið til umbóta á því sviði. -—
Hvað hefir svo gerst síðanf Hefir
u.okkuð verið liafist handa að
greiða fyrir tillögum frú Aðal-
bjargar? Eins og svo margt ann-
að, sem frú Aðalbjörg hefir vakið
máls, á, og .beitt. sjer fyrir, þá ér
þetta mál þess virði að því sje
sint. —
★
Þegar aðgætt er hvaða störf
það eru sem íslenskar húsmæður
hafa með höndum, hve vandasamt,
margbrotið og þýðingarmikið starf
þeirra er, sjest greinilega hversu
margháttuðum leiðbeiningum þar
er hægt að koma við, er hljóti að
verða einstaklingunum að gagni
og þá um leið þjóðarheildinni.
Iljer fyr rneir, þegar fáir eða eng-
ir skólar voru í landinu, hvíldi
það starf á heimilunum einum að
búa æskuna undir lífið. Átti hús-
freyjan þar oft drýgstan þáttinn.
Það var í hennar verkahring. Ilún
taídi það skyldu sína og lagði
kapp á að kenna börnum sínum
alt það gott er hún kunni. Litlu
stúlkunum var snemmá kent að
vinna öll venjuleg heimlisstörf, og
jafnframt var þeimi innrætt að
bera virðingu fyrir vinnunni.
Vinnan var blessun, því var nauð-
synlegt að kunna sem flest vinnu-
brögð og vanda þau eftir fremsta
megni.
★
Á þessu hefir orðið mikil breyt-
ing á síðari árum, eins og svo
morgu í íslensku þjóðlífi. Heimil-
in hafa lagt niður kenslustarfið
og skólarnir tekið við. En skólarn-
ir hafa ekki kent fólkinu a(5 vinna,
nema húsmæðraskólarnir, sem tek-
ið hafa t,il starfa á síðustu árum.
En þeir eru fáir og tiltölulega nýir
á nálinni, elstur þeirra mun vera
Blöndúósskólinn, var honum fyrst
breytt í húsmæðraskóla haustið
1923. — Áður var engin húsmæðra
fræðsla í landinu nema húsmæðra-
deildin við Kvennaskóla. Reykja-
víkur, og nokkur matreiðslunám-
skeið úti um land. Á öllu suður-
landsundirlendi er enginn hús-
mæðraskóli nema námskeið frk.
Árnýar Filipusdóttur. Hefir S. S.
K., með frú Herdísi Jakobsdóttur
í broddi fylkingar, barist fyrir
st.ofnun hiismæðraskóla þar syðra.
Hefir þeim orðið mikið ágengt síð-
ustu ár, svo vonandi sjá þær
draum sinn rætast áður langt líð-
ur. —
■ Það má geta nærri, hvort skól-
arnir geti veitt fullkomið verldegt
nám á einum einasta vetri. — En
jeg veit að til þeirra eru gerðar
miklar kröfur, og er ekki að lasta
það, samt verða þær kröfur að
vera bygðar á sanngirni Það er
máske afsakanlegt, þó sumir karl-
menn líti svo á, að ekki þurfi
nema einn vetur til að læra nauð-
synleg liúsmóðurstörf, en það er
ófyrirgefanlegt af konum að ætl-
ast til þess. Því, hvernig er undir-
búningurinn undir þessa skóla?
Þar eru engin inntökupróf, og
því ekki hægt að flokka nemend-
urna, eftir kunnáttu og leikni.
Vafalaust mun flestnm koma
sarnan um það, er við húsmæðra-
skólana hafa starfað, að undirbún-
ingur nemendanna sje ærið mis-
jafn. Margar stúlkur koma. vel
undirbúnar, en undirbúningi
margra er mjög ábótavant. Sem
dæmi má nefna það, að margar
þeirra hafa alclrei farið með sauma
vjel, samt koma þær með vandað
efni í kápur og silki í kjóla. Sjá
allir hvílík fjarstæða slíkt er.
Sumar hafa aldrei áður þvegið
þvott og aðrar aldrei fengist neitt
við matargerð. Þá hefir mörgum
láðst að vanda ræstingu húsa og
þjónustubrögð. Þannig mætti lengi
telja.
★
Það er fjarri mjer að kenna
stúlkunum einum um það, live
undirbúningur er oft af skornum
skamti, þar eiga heimilin oftast
aðalsökina.
Margar konur kappkosta að láta
dætur sínar læra alt annað en
dagleg heimilisstörf. — Það er lit-
ið niður á þau. — Er nokkuð und-
arlegt þó ungu stúlkurnar, sem
alast upp í slíku umhverfi, snúi
baki við þessum störfum og kjósi
aðrar leiðir, en leiðina milli búrs
og eldhúss, og láti sjer fátt um
finnast þau störf, sem þar eru
unnin.
Frú Aðalbjörg vill reyna að
bæta úr þessu. Hún vill hefja
vinnuna til vegs og virðingar og
finna ráð við því að bæta úr því
kunnáttuleysi, sem nú er meðal
ungra stúlkna á daglegum heimil-
isstörfum. Telur hún nauðsjmlegt
að verklega kenslan verðí aukin í
barnaskólunum, og reynt vérði að
haga henni þannig, að hiin v@rði
undirstaða undir framhaldsnám í
húsmæðraskólum landsins. Þá álít-
ur hún nauðsynlegt að verklega
kenslan í híismæðraskólunum verði
meira kerfisbundin.
Æskileg't væri að frú Aðalbjörg
fengi sem flesta í lið með sjer til
að hrinda þessu máli áleiðis. Ættu
konurnar að vera einhuga um, að
veita henni alt það lið er þær
mega H. Á. S.
Tryggingar
hækka
Danskir sjómenn liafa nokkr-
um sinnum að undanförnu
sett fram kröfur um auknar trj-gg-
ingar á ferðum um sjóhernaðar-
svæðin, einkum Norðursjó, þar
sem hættan á þessari siglingaleið
hefir stöðugt verið að aukast að
undanförnu.
Nú hefir komist á samkomulag
milli sjómanna og útgerðarmanna
um ]>að, að tryggingar þær, sem
áður höfðu verið ákveðnar, skuli
bækka úr 200% upp í 300% fyrir
yfirmenn skipanna, en úr 250%
upp í 300% fyrir háseta. Gildir
þetta einkum um, ferðir um Norð-
ursjó. (FÍI).
Kristján Karlsson skólastjóri
skrifar blaðinu:
Bændaskólann á Hólum komu
43 nemendur í haust. Skólinn
er fullskipaður. Flestir nemend-
anna eru sveitapiltar, bændasynir,
og ætla að gera landbúnaðinn að
lífsstarfi sínu.
Kenslufyrirkomulagi skólans
var breytt í fyrra, þannig, að
meginþorri skólapilta dvelur sum-
arið á milli námsvetraima á skóla-
búinu við verklegt nám, Síðari
námsveturinn taka piltar þátt í
hirðingu þeirra búf jártegunda,
sem eru á skólabúinu. Þétta fyrir-
komulag liefir fært búnaðarnámið
nær hinum raunverulega búnaði
en áður var.
Skólapiltar fara á hverju vori
í eina eða fleiri námsferðir undir
leiðsögn skólastjóra eða kennara.
Þessar námsferðir hafa verið
farnar nú um skeið á bifreiðum
og tekið 3 til 4 daga. Heimsóttir
liafa verið og skoðaðir ýmsir
merkisstaðir og fyrirmyndar heim-
ili á Norðurlandi og í Borgarfirði.
Hinn fræðilegi árangur þessara
ferðalag hefir því oft orðið mik-
ill, auk þeirrar gleði og skemtun-
ar, sem slík ferðalög ávalt veita.
Fjelagsskapur nemenda er mjög
góður. Þeir halda málfundi á
laugardögum og skemtanir á
sunnudagskvöldum. Knattspyrna
er mjög stunduð þegar veður
leyfir og nú í vetur hafa glímur
verið iðkaðar af kappi, Tvær
skemtanir eru haldnar á hverjum
vetri. Önnur 1. desember og að
sjálfsögðu helguð fullveldi þjóð-
arinnar; hin í þorralok og er að-
alskemtun skólaus og kölluð
Þorrablót; er þá margt gert sjer
til gamans.
Nemendur neyta hvorki áfengis
nje tóbaks. Áfengisnotkun hefir
lengi verið bönnuð, en notkun
tóbaks fyrst síðastliðið liaust.
Jeg held að allir skólar í land-
inu, æðri sem lægri, ættu að banna
nemendum sínum að neyta áfeng-
is og tóbaks. Það myndi verða
sterkur þáttur í útrýmingu þess-
ara nautna og óþarfa hjá þjóð-
inni.
Tíðarfarið í vetur liefir verið
einmunagott. Hjaltadalur er nú
10. des. snjólaus að kalla og hefir
verið það í vetur. Veðurfarið síð-
astliðið sumar og haust var líka
með afbrigðúm gott, Það má því
með sanni segja, að óvenjugott
árferði hafi verið hjer á landi á
þessu ári, sem nú er að enda.
Á Hólum fjekst góður heyfeng-
ur í sumar, 2000 hestar af töðu,
og 600 hestar af útheyi. Uppskera
garðávaxta var með langbesta
móti; fengust um 100 tunnur af
kartöflum, 300 tn. af gulrófum,
auk mildls af káli og öðru græn-
meti.
Saúðfje staðarins hefir farið
fækkandi síðustu árin, sökum
liinnar illkynjuðu garnapestar,
sem hefir drepið það niður.
Á Þorranum í fyrra var sauð-
fjeð bólusett og þá slátrað 1/3
hluta af því. Þessi 1/3 hluti var
sýktur eftir rannsókninni að
dæma. Að lokinni þessari hreins-
un drápust nokkrar kindur úr
veikinni í fyrravetur, en fáar í
sumar. í haust var bólusetningm
endurtekin; reyndust þá um 5
kindur af hverjum 100 sýktar. Eí>
á þeim átta vikum, sem liðnar era
frá því rannsóknin var fram-
kvæmd í haust, höfum við orðið
að slátra vegna veikinnar 5 ám af
um 200, sem til eru. Á öðrum bæj-
um hjer í grend, þar sem veikin
fyrir alvöru var búin að festa
rætur, mun útkoman vera svipuð
og hjá okkur.
Þessi staðreynd, að margt af
fje skuli drepast úr veikinni, þeg-
ar búið er að grandskoða það, með
þeirri aðferð, sem best er talin við
slíkar rannsóknir, virðist benda
til að rannsóknin sje þýðingarlít-
il, í það minsta þar sem sýkingin
er orðin mikil.
Það virðist því vera ástæða t,il
að grípa til nýrra ráða til að
hamla upp á móti veikinni. Ef til
vill væri ráð að slátra öllu full-
orðnu fje næsta haust á þeim bæj-
um, sem mest liafa mist úr veik-
inni. En láta lömbin lifa og reyna
með þessu að verja þau gegn smit-
uninni.
Nautgripum og þó hrossum sjer-
staklega hefir fjölgað á Hólum
síðan sauðfjenu fækkaði. Nú eru
um hundrað stórgripir á staðnum.
• Áheitum á Ilóladómkirkju fer
fjölgandi. Ilefir þegar safnast vís-
ir að sjóð, á fáum árúm, því að
„stutt, er síðan farið var að lxeita á
kirkjuna. En hún þykir reynast
vel, þeim sem hennl treysta.
Á Hólum eru til gömul bæjar-
hús, vel stæðileg. Þeim á að lialda
við, og í þeim á að koma fyrir
litlu landbúnaðarsafni. Þar á að
hafa t.il sýnis þau áhöld og þá
muni, sem notaðír hafa verið við
búnað hjer á landi á liðnum öld-
um. Sumt af þessum, áhöldum og
munum eru til ennþá í sveitum.
Þeim þarf að safna og koma fyrir
í þessum gömlu bæjarhúsum. Yon-
andi verður hægt að hefja fram-
kvæmdir í þessu máli í náinni
framtíð.
TJndanfarin þrjú vor liefir ver-
ið plantað nokkur þúsund skóg-
viðarplöntum í gróðrarstöðina á
Hólum. PÍönturnar hafa verið af
4 tegundum, birki, greni, furu og
reynivið. Þær hafa þrifist vel.
Á Hólum var hafin skógrækt
fyrir tæþum 30 árum. Það var
Sigurður Sigurðsson fyrv. búnað-
armálastjóri, sem það gerði. Þær
plöntur, sem þá voru gróðursett-
ar, mynda nú tveggja til þriggja
mannhæða liáan skóg.
Fiskveiðar
Itala
Stjórn fiskveiðamála á Ítalín
hefir verið falin sjerstök-
um stjórnarfulltrúa, sem ber á-
byrgð gagnvart Mussolini sjálf-
um.
Er ætlað að koma slíku skipw
lagi á fiskveiðar landsins, a5
fiskmetisframleiðslan aukist
mjög, og að hægt verði þaraf
'leiðandi að minka mjög kjötinn-
flutning til landsins. FÚ