Morgunblaðið - 03.01.1940, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagúr 3. janúar 194®
| ilæflan á gasárás i Norrænar
1 'Helsingfors er hörgull á gasgrímum og er unnið dag og nótt
við að framleiða þær.
Viðurkciiningin
fi verklýðsmálanum
"iMUKmr
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
jeg hefi fylstu von um, að
salmkomulag náist. Af þeim á-
stieðum leyfi jeg mjer að bera
fráln svohljóðandi tillögu til
rökstuddrar dagskrár (sem birt
er hjer að framan.)
Það eru fjögur atriði, sem fel-
akt í dagskrártillögunni, þessi:
1) AS aðeins eitt fjelag sje á
hterju fjelagssvæði. Það verður
aídrei möguleiki til að koma
á ; sæmiíegum vinnufriði, nema
a.6 verklýðsstjettin standi sam-
aií sem ein heild. 2) Að engir
gétí gerst meðlimir stjétt-i
arfjelags, nema að þeir tilheyri
stjettinni, sern fjelagið er fyrir.
Hjer væri með vilja farinn sá
millivegur, að útiloka aðra frá
þVí, að ,,gjörast meðlimir", en
ekki ætlunin að banna þeim,
sem hefðu verið fullgildir með- j
lirnir, að starfa þar áfram. 3) |
Að gera Alþýðusamband íslands
óháð pólitískum flokkum.Marg-
ir; sem Alþýðuflokknum til-
héyra, teldu þetta eðlilega þró-
un málanna. 4) Að öllum með-
Jimum stjettarfjelags verði
trygt fullkomið jafnrjetti, án
tillits til flokksaðstöðu eða
stjórnmálaskoðana. Það væri
sama að segja^ um þetta og
þri’ðja atriðið, að ýmsir af ráða-
mönnum Alþýðuflokksins teldu
þétta eðlilega þróun og væru
þessu fylgjandi. í míríu kjör-
dæmi, sagði forsætísráðherrann,
er eitt verklýðsfjelag, sem tel-
ur 60—70 meðlimi, þar af eru
atfs ekki nepia 3 eða 4 tilheyr-
andi Alþýðuflokknum. — Samt
verður þetta fjelag að senda
Alþýðuflokksmenn á þing AI-
þiýðusambandsins. Þétta getur
ekki talist heilbrigt.
.Að lokum sagði forsætisráð-
herra: Ef deildin felst á þessa
dagskrártillögu mina, er það í
fullu trausti þess, að þau hin 4
atrriði, sem í henni felast, verði
teikin til greina, þegar samið
verður um þetta mál.
/Bjarni Snæbjörnsson, seni
flutti þetta mál inn í þingið
kyaðst hafa komist að raun um
að ekki væri unt að fá þá af-
greiðslu málsins nú, í þinginu,
sem hann teldi viðunandi og
væri hann þessvegna fylgjandi
dagskrártillögu forsætisráð-
herra. Með dagskránni væri
fengin viðurkenning á megin-
atriðum frumvarpsins.
Hinsvegar væri það ljóst, að
ef ekki væri komið fult sam-
komulag í málinu fyrir næsta
þing, myndi frumvarp þetta
koma fram aftur.
Umræðunni um málið var lok-
ið, en atkvæðagreiðslu frestað
þar til í dag.
Jarðarför Jóns
í Stóradal
Frá Blönduósi er blaðinu sím-
að:
Jón Jónsson fyrv. alþingismað-
ur í Btóradal var jarðsunginn á
föstudaginn var þ. 29. des, að
Svíríavatni.
Fjölmenni oiikið var þar sainan
komið þrátt fyrir ófærð og snjóa-
lög.
Björn prófastur Stefánsson að
Auðkúlu mintist í ræðu sinni Jóns
heitins sem jafnaldra, skólabróð-
ur, æskuvinar, og Klemens iGuð-
mundsson í Bólstaðahlíð talaði við
húskveðju um meðferð þá, er hinn
framliðui hafði sætt síðustu árin
fyrir það, að hann fylgdi fast
sannfæringu sinni.
Runólfnr Björnsson frá Kornsá
talaði við kirkjuna um hin marg-
þættu störf, er Jón heitínn hafði
int af herídi innan hjeraðs. Hann-
es Pálssón frá ITndirfelli flutti
kveðjuræðu um fornvin sinn og
frænda, en Páll Kolka læknir
flutti minningarljóð urn hinn látna
hjeraðshiifðingja. Karlakór Ból-
staðarhlíðarhrepps söng við útför-
ina.
i útvarpinu
Nú hækkar sól á lofti og dag-
inn lengir, Jeg ber nýárskveðju
öllum, sem mál mitt heyra, lönd-
um mínumi heima og erlendis, og
öllum norrænum mönnum.
★
Plin norrænu skáldin, er til máls
tóku við þetta tækifæri, voru Axel
Juel fyrir hönd Dana, Jarl Hemm-
fyrir Finna, Gunnar Reiss-
Andersen fyrir Norðmenn og fyrir
Svía Gunnar Mascott Silfver-
stolpe.
Námskeið Slysavarnafjelagsins í
slysavörnum og hjálp í viðlögum
fyrir vcrksmiðjufólk, hefst í kvöld
kl. 8 í kensluherberginu á efstu
hæð í Tryggvagötu 28. Þeir, sem
fengið hafa tílkynningu um nám-
skeiðið, eru beðnir að mæta á
nefndum tíma, en annað verk-
smiðjufólk, sem ætlar að vera með,
er beðið áð tilkynna þátttöku sína
í dag í síma 4897 eða 4042.
Kvennadeild Klysavarnafjelags
íslands. Fundi fjelagsins er frest-
að til 15. japúar.
Utvarpsstöðvar Norðurlanda fluttu á gamlárs-
kvöld kveðjur sína frá hverju landi, og voru
skáld til þess kvödd að flytja kveðjurnar.
Hjer var skáldakveðjum þessum endurvarpað frá Dan-
mörku.
Það var Davíð Stefánsson, er flutti liina íslensku kveðju. Ræð-
una hafði hann talað á plötu, og var húu send áleiðis til Hafnar. En
platan brotnaði í bresku póstskoðuninni, svo danska útvarpið fjekk
hana senda aftur loftleiðis gegnum talstöðina hjer og var hún sett á
plötu af stuttbylgjustöðinni.
Ræða Davíðs var svohljóðandi:
Island er ekki lengur einangrað.
Aður gat það dregist árlangt, að
landar okkar hefðu frjettir frá
útlöndum. Nú fregnum vjer at-
burðina samst.undis. Vjer höfum
að þessu leyti færst nær heimin-
um. Jafnvel fólkið, sem býr hjer
út við ströndina, hefir í vetur sjeð
eldblossa í hafi og heyrt skot-
drunur bryndrekanna, tákn þeirr- er
ar siðmenningar, sem nú drotnar
í stórveldum Evrópu. Engin er-
,lend frjett hefir á. síðari öldum
gagntekið hug vorn eins og vitn-
eskjan um hörmungar hinna
finsku bræðra vorra. Við höfum
fylst. hryllingi og andstygð gegn
því ofbeldi, sem þeir eru beittir,
en jafnframt dáum vjer hreyst.i
Finna, og ekkert skiljum vjer bet-
ur en eðli þeirra þjóða, sem elska
frelsi sitt og sjálfstæði jafnt lífi
sínu. Þótt íslendingar til forna
væru engir eftirbátar annara í
hernaði og víking, þá ber þó þjóð-
in gæfu til þess að varpa frá sjer
vopnum sínum. Að þessu leyti er
hún sjerstæð meðal allra þjóða
Evrópu. Og ennþá er það bjarg-
föst trú hennar, að enginn sje sá
níðingur fæddur eða óborinn, sem
vegur að vopnlausri þjóð. Og enga
nýársósk eigum vjer hjartfólgn-
ari í garð annara þjóða, en að
þeim mætti auðnast að fara að
dæmi voru og magnást þeirri frið-
arhugsjón, sem vjer eigum mesta
og fegursta. Því þrátt fyrir alt
svífur andi mannúðar og rjett-
lætis yfir blóðvöllum Evrópu.
Mannkynið þráir frið, hinn vopn-
lausa frið.
Islendingar hafa aldrei unnað
landi sínu heitara en í dag og í
vitund þeirra er gróandi og vöxt-
ur. Þó að ógnir stríðsins teygi
klær sínar upp undir landstein-
ana, þá má þó fullyrða, að í dag
er ísland friðsælasti bletturinn í
allri E vrópu. I svartasta vetrar-
skaœmdeginu hefir blessun frið-
arins yljað þjóðinni eins og sól-
geislar inst inn í hjartarætur. Af
heilum hug óskum vjer bræðra-
þjóðum vorum sama hlutskiftis.
Það er ekki aðeins hið norræna
ætterni, sem tengir hug vorn ó-
rjúfandi tengslum, ekki heldur
Iega landanna, heldur umfram alt
hugsjónir vorar, sameiginlegt mát,
vort á hinumi andlegu verðmæt-
um, sem gefa lífi voru kjarna og
festu. IlJutverk Noiðurlandabúa
er mikið og voldugt, eu vilji þeirra
einn og hinn sami til varnar og
frelsandi átaka. Þessvegna treyst-
um vjer giftu vorri og heilsum
komandi ári bjartsýnir og fagn-
andi.
Lido-sklnfood
með hormónum
í stórum, svörtum krukk
um, er verulega ííóð
gjöf handa konum. —
Kostar kr. 9.00.
AUSTUBSTRÆTI 5
&UGAÐ hvfliít
ai«6 fleraugnm frfc
THIELE
KOLASALAN S.f.
Ingólfihvoil, 2. h»8.
Simar 4614 og 1846.
TEIKNUM: Auglýsingar,
umbúðir, brjefhausa, bókakápur o. fi.
Fyrirligg jandi:
HVEITI 4 tegundir.
HRÍSGRJÓN 2 tegundir.
HAFRAMJÖL — FLÓRSYKUR
COCOSMJÖL — SUCCAT
UMBÚÐAPAPPÍR 90 cm. rúllur.
Eggert Kristjánsson & Co. li.f.
Afmælisrtl
fjelag§ins, í tilefni aí 25 ára
starfsemi þess, er til sölu
á skrifstofu vorri og koslar
fiimii krónur eintakið.
H.f. Eimskip»f)elag l$iand§.
MORGUNBLAÐIÐ MEÐ MORGUNKAFFINU.
íiiii ifliti ni
lílllllblliilUliHitUIIIHIIIIIUIIjlllli.
Timburverslun
P. W. Jacobsen & 5öd R.s.
Stofnuð 182 4.
Símnefni; Granfuru — 40 Uplandag’ade, Köbenhavn S.
Selur timbur í gtærri og tmærri gendingum frá Kaup-
mannahðfn. -- Eik til skipasmíða. - Einnig heila
«kipsfarma frá Sviþjóð og FinnlandL
Hefi verslað við Island í cirka 100 ár.