Morgunblaðið - 03.01.1940, Síða 7

Morgunblaðið - 03.01.1940, Síða 7
1 Miðvikudagur 3. janúar 1940 M 0 R G Ú N B L A ÐI Ð •7 Maður eða stúlka óskast nú þegar til að innheimta góSa réikninga og aðstoða á skrifstofu nokkra tíma á viku. Kaup er lágt, en vinna lítil. Um- RÓkn með upplýsingum um fyrri störf o. fl. (símanúmer ef til er) sendist afgr. Mbl. fyrir 5. þ. m., merkt „Innheimta“. Minningarorð m SÍQiíði Kiistjánsdatiu bih i j.ykTTi jv» .7 CTITffci l.’H Esja austur um í strandferð fimtudaginn 4. þ. m. kl. 9 s.d. Flutningi veitt móttaka í dag. S.s. Bergenhus öll farmskírteini yfir vör- ur, sem fara eiga með skip- inu, komi í dag (miðviku- dag). Farþegar sæki farseðla í dag. Skipaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. Spil. Npil. L’hombre Whist Orðsþil 15 spil Ludo Um ísland Miljóner Matador Golfspil Kastspil Rúlletta Kúluspil a frá á r a r a r a r a r a á r a r a r a 1.25 1.00 1.50 1.00 2.00 2.75 7.50 8.75 2.75 3.75 4.50 6.50 I. Einarsson k Björnsson Bankastræti 11. Verulega falleg g|«f er púðurdós eða dömu- rakvjel handa frúnni, og rakvjel í leðurtösku handa manninum. Laugaveg 19. F. 8. ág. 1915. D. 27. des. 1939. Sigga litla var fædd í Gunn- ólfsvík, dóttir hjónanna Kristj- áns Jónssonar, útgerðarmanns frá Seyðisfiréi og Gunnlaugar Helgadóttur frá Smyrlafelli í Skeggjastaðahreppi. Móður sína missti Sigga litla mjög ung og ólst eftir það að mestu upp í Þórshöfn hjá Kristínu Jósefs* dóttur. Föður sinn missti hún fyrir nál. 3 árum. Sumarið 1935 fór Sigga á Kristnesh. til hress- ingar. Var ekki gert ráð fyrir að hún þyrfti að vera þar nema skamman tíma, en þar f jekk hún fyrst kíghósta og hrakaði þá mjög heilsu hennar. Síðar fjekk hún einnig mislinga. Ekk.i er ó- sennilegt, að þessar farsóttir hafi veikt svo líkamlegt mót- stöðuafl hennar, að óvinurinn — öerklarnir — hafi við það magn- ast svo, að þeir hafa nú ráðið nið- urlögum hennar. Á Vífilsstöðum var hún í rúmlega iy2 ár. Inn- an skamms verður lík Siggu litlu flutt til átthaganna norður á Þórshöfn. Þetta var nú æfisaga Siggu litlu í stórum dráttum. En hvað er þá merkilegt við þessa stúlku, sem ekki hefir haft aðstöðu til þess að starfa neitt verulega í þágu þjóðfje- lagsins? Það má að vísu segja, að margir, sem hafa átt við lang varandi veikindi að stríða, hafi sýnt meiri andlegan þroska, en nokkurn hafði grunað, en jeg er viss um það, að Sigga var ein af þeim, sem hafa sýnt hann mestan. Mun mega segja um hana, að andlegt þrek hennar og vþroski hafi að sama skapi auk- ist, sem líkamlegt þrek hennar þvarr. Það, sem Sigga litla hugsaði mest um í seinni tíð var það, hvað gera mætti til þess að forða sem flestum frá því, að bíða sömu örlög og hún, og þá ekki síst, hvað hægt yrði að gera þeim til hjálpar, sem á læknishjálp þyrftu að halda. Hún sagði, að ef örlög sín gætu orðið til þess, að vekja fólk til umhugsunar um bætta meðferð og aukið heil- brigðiseftirlit á sjálfu sjer, þá hefði hún ekki til einskis lifað. Þeir, sem kynntust Siggu litlu munu sakna hennar. Hún var svo andlega þroskuð, skilnings- góð, glaðlýnd og hjálpfús. Sýn- um, hvers virði endurminningr- arnar um hana eru okkur, með því að stuðla að því, að aðalá- hugamál hennar — útrýming berklanna------megi hafa sem bestan framgang. H. El. Dúqdór □ Edda 5940167 — 1. Atkv. I. O. O. P. (Spilakvöld). Veðnrútlit í Reykjavík í dag: A- eða SA-kaldi. Dálítil snjókoma eða slydda. Næturlæknir er í nótt Gísli Pálsson, Laugaveg 15. Sími 2474. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Hjönaband. 30. f. m. voru gef- in saman í hjónaband ungfrú .Guð- rún Vilmundardqttir (landlækn- is) og Gylfi Þ. Gíslason hagfræð- ingur. Ileimíli þeirra er í Garða- stræti 13. Hjúskapur. Á gamlársdag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Rannveig Jónsdóttir frá Norð- firði og Jón Jóhannesson sjómað'- Ur í Keflavík. Heimili ungu hjón- anna er á Vesturgötu 9 í Kefla- vík. Hjónaefni. Á gamlárskvöld op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Helga Helgadóttir, Laugaveg 20 B og Sveinn Ingvarsson, Óðinsg. 4. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Guðrún Guðlaugsd. Hjarðarnesi, Kjalar- nesi og Ingimundur Bjarnarson, Dalsmynni, Kjalarnesi. Jólatrjesskemtun Starfsmanna fjelags Reykjavíkur verður hald- in á morgun að Hótel Borg. — Skemtunin hefst kl. 5Y2, en á eft- ir verður dansleikur fyrir full- orðna. Bjarni Björnsson og barna- söngflokkur Austurbæjarskólans skémta með jólasveinasöng og Bjarni með eftirhermum, en ung- frú Lydía Guðjónsdóttir syngur. Á jólatrjesskemtuninni fer fram happdrætti um tíu stórar konfekt-. öskjur. Frá Hafnarfirði verður gerður út á vertíðinni í vetur vjelbát- urinn „Sævar“, eign Ingvars Guð- jónssonar. 1 frásögn í síðasta blaði um útgerð í Hafnarfirði í vetur fjell úr nafn eins Hafnarfjarðar bátsins, Auðbjargar. Sundfólk K. R. í næsta mánuði ep ákveðið að hafa innanfjelags- sundmót í SundhöUinni. M. a. fer þá fram skraut-sundsýning fyrir konur. Þær K. R. stúlkur eða aðr ar, sem vildu taka þátt í skraut- sýningunni, snúi sjer hið fyrsta til sundkennara fjelagsins, sem gefur allar nánari upplýsingar Hann hefir síma 5158. Gengið í gær: Sterlingspund 25.76 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Fr. frankar 14.84 — Belg. 109.37 — Sv. frankar 146.47 — Finsk mörk 13.27 — Gyllini 347.53 — Sænskar kr. 155.34 — Norskar krónur 148.23 — Danskar krónur 125.78 Ctvarpið f dag: 12.00 Hádegisíitvarp. 19.20 Þingfrjettir. 19.50 Frjettir. 21.50 Frjettir. 20.30 Kvöldvaka: a) Barði Guðmundsson þjóð skjalavörður: Um Þorbjörn rindil. Erindi. b) 2Í.00 Upplestur úr kvæðum Sigurðar Sigurðssonar frá Arn arholti (Bjarni Ásgeirsson alþm. c) 21.15 Kvæðallög (Páll Stef- ánsson). d) 21.30 Blástakkatríóið leikur og syngur. . , , , > .4 -i—rt*- “T Húsmæður. Gleymið ekki því, sem mest á ríður, og það er ’aðs f fylgjast með því, hveríiig þarfir heimilisins skiftast niður á einstaka liði. Þetta getið þjer geirt fyi’ir.-v: hafnarlaust, með því að kaupa HEIMILISBÓKINA. Þar er dálkur fyrir hvern dag vikunnar, og mjög greinilega sundurliðaðar flestar þarfir heimilisins. Bókin fæst í öllum bókaverslunum. Bókaverslun ísafoldarprentsmið]u. Augiýsing um smásöluverð. Beyktóbak: Dills Best i V* lbs. blikkdósum Kr. do. i V* —' — — Model i 1 — — — do. i lVa oz. — — Prins Albert i Va lbs. — — do. i Vs — — — do, i Vi6 — ljereftspokum — 8.40 dósin 2.20 — 15.00 — 1.45 — 6.65 — 1.95 — 1.00 pok. Cigarettur: May Blosson 20 stk. pökkum Kr. 1.90 pakklnit Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja alt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölu- staðar. Tóbakseinkasala ríkisins. MORGUNBLAÐIÐ MEÐ MORGUNKAFFINU. PENINGAVESKI hefir tapast með 50 króna seðli. Skilist gegn fundarlaunum á af- greiðslu blaðsiíts. -T - : J Faðir og tengdafaðir okkar; GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON verður jarðsunginn frá dómkirkjuimi fimtudaginn 4. þ. m. Athöfnin hefst á heimili hans, Njálsgötu 74, kl. iy2 e. h. Anna Guðmundsdóttir. Árni Ólafsson. JÓNAS JÓNSSON, steinsmiður, Suðurgötu 31, Hafnarfirði, andaðist að heimili sínu á gamlárs- kvöld. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför GÍSLA EINARSSONAR. Vilborg Halldórsdóttir, börn og tengdabörn. Alúðar þakkir færum yið öllum, er sýnt hafa ókkur Sam- úð við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR ÞORVARÐARSONAR, Sandvík. Aðstandendur. m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.