Morgunblaðið - 04.01.1940, Síða 2

Morgunblaðið - 04.01.1940, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaguí 4. janúar 1940. liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiy I Bandarfkin | | geta ekki | ( komist hjá ( | afieiðingum I ( ófriðarins ( — segir Roosevelt.| Vaxandi hætta á að Norðurlönd dragist inn j Aukin framiög I til hers og flota lllllllllllllililliilllili: iiiiiiiiiiininiiiiiiiiii Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Roosevelt, Bandaríkjaforseti sagði í dag í ræðu, að það væri misskiíningur ef Banda- ríkjamenn hjeldu að þeir gætu látið sig engu skifta heimsstyrj- öld þá, sem nú geisaði. Afleið- ingar ófriðarins hlytu að bitna beinlínis og óbeinlínis á Banda- ríkjamönnum. Ræðirþessa flutti Roosevelt í dag, er þjóðþingið var sett. — Fyrir þinginu liggja nú ýms vandamál, og þar á meðal boð- aði Roosevelt að farið yrði fram á aukafjárveitingu til hers og flota til að styrkja landvarnir Bandaríkjanna. 272 MILJÓN DOLLARAR Kvað forseti að stjórnin myndi fara fram á 272 miljón dollara fjárveitingu í þessu skyni og boðaði aukna skatta vegna fjárveitingarjnnar. I setningarræðu sinni komst forsetinn að orði á þá leið, að hvort sem Bandaríkjamönnum líkaði miður eða vel, yrðu þeir að gera sjer grein fyrir hvað væri að gerast í heiminum.Hann sagði að enginn byggist við því að æska Bandaríkjanna yrði send út á vígvelli Evrópu, en að þessi sama æska yrði að gera sjer ljóst hvað hennar biði, ef ofbeldið sigraði og heiminum yrði stjórnað af örfáum einvalds herrum. STEFNA U.S.A. ' Hann kvað engan þurfa að vera í vafa um hver væri stefna Bandaríkjastjórnar, því tvent mætti vera öllum ljóst: 1) Að aldrei fyr hefði nein stjórn í Bandaríkjunum gert jafnmikið til þess að viðhalda friði og leysa öll vandamál á friðsamanlegan hátt og 2) að allar þjóðir vissu að Bandaríkin væru ávalt reiðubúin til þess að leggja fram sinn skerf til þess að lýðræðið væri í heiðri haft og vandamál þjóðanna yrðu leyst við samningaborðið, en ekki á vígvöllunum. FYRIRMYNDIN Aðrar þjóðir gætu tekið sjer til fyrirmyndar sambúð lýðveld- anna í Ameríku, sem nýlegu •FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU í styrjöldina Þjóðverjar munu ekki þola Finnlandshjálp * Breta og Frakka Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. AHYGGJUR stjórnmálamanna um öll Norður- lönd fara nú vaxandi með degi hverjum út af viðhorfi því, sem virðist ætla að skapast við þá ákvörðun Breta og Frakka, að veita Finnum alla þá að- stoð, sem þeir mega, nema að senda þeim hermenn. Frjettir frá Berlín staðfesta þann orðróm, sem geng- ið hefir undanfarna daga, að athyglin beinist nú æ meir og meir að Norðurlöndum í sambandi við stórpólitíska at- burði í álfunni. Þýskar frjettir herma, að ákvörðun Breta og Frakka um Finnlandshjálp muni geta haft í för með sjer ófyrirsjáanlegar afleiðihgar fyrir Norðurlöndin. Fregnir þessar vekja að vonum mikinn ugg alstaðar á Norð- urlöndum, því ekki er nokkur vafi á að Þjóðverjar hafa hugsað sjer einhverjar gagnráðstafanir. Þýskir áhrifamenn hafa látið svo um mælt, að þýska stjórnin muni ekki þola aS Frakkar og Bretar auki áhrif sín á NorSurlöndum meS Finnlandshjálp sinni. Þýskaland getur ekki, segja þessir sömu áhrifamenn, horft aðgerðalaust upp á það, að Vesturveldin noti Finnlandsaðstoð sína, sem skálkaskjól til þess að leggja undir sig og tryggja sjer hernaðarlega mikilvæga staði á Norðurlöndum, sem þeir síðar gætu notfært sjer til árása á Þýskaland. Það geti því svo farið, að aðstoð Breta og Frakka til handa Finnum leiði til þess, að Þjóðverjar geri gagnráðstafanir og tryggi sjer hlutleysi Norðurlandanna í ófriðnum. SVÍAR AÐVARAÐIR. Talið er að sænsku stjórninni hafi verið skýrt frá þessu og benda ummælti Giinthers, utanríkismálaráðh. Svía, sem hann j viðhafði í nýársboðskap sínum' einmitt í þá átt, en í nýársræðu j sinni sagði Gunther, að svo gæti farið, ,,að Svíþjóð yrði ógnað , með útþurkun“, eins og jeg gat um í skeyti mínu í gær. Ráðstafanir og ummæli stjórnmálamanna í Svíþjóð og Nor- egi benda einmitt í þá átt, að þeir vænti sjer einhverra tíðinda. Sænska þingið hefir verið kallað saman á aukafund næst- komandi þriðjudag. UMMÆLI ÓLAFS KRÓNPRINS. Ólafur, krónprins Norðmanna, hefir haldið ræðu, þar sem hann sagði að útlitið fyrir Noreg hefði aldrei verið eins slæmt og einmitt nú. En hann kvaðst vera þess full viss, að Norðmenn mundu sýna frelsishug sinn með því að verjast til hinstu stundar öllum árásum á sjálfstæði landsins og frelsi þjóðarinnar. 60 SÆNSKIR LÆKNAR TIL FINNLANDS. Svíar halda áfram að senda Finnum alla þá hjálp, sem þeir geta. Sænskir sjálfboðaliðar streyma til Finnlands og 60 læknar hafa boðið sig fram til þjónustu í Finnlandi. Tuttugu læknar eru þegar lagðir af stað til Finnlands. í Svíþjóð hefir verið stofnaður fjelagsskapur, sem nefnist „Finnlandssjúkrahjálpin“t Er hlutverk þessa fjelagsskapar að ráða lækna og hjúkrunarfólk til Finnlands og gangast fyrir því, að hjúkrunargögn verði send til Finnlands. Gustav Svíakonungur og krónprinsinn hafa tilkynt, að fyrst um sinn verði hinar venjulegu móttökur í konungshöllinni á þriðjudögum lagðar niður. ALLUR ÁGÖÐI TIL FINNA. Atvinnurekendur í Svíþjóð hafa ákveðið að gefa allan ágóða fyrirtækja sinna, sem inn kemur næstkomandi laugardag (á þrettándanum) til hjálpar Finnum. NÝ „HVÍT BÓK" BRESKU STJÓRNARINNAR. Heimför breska sendiherrans í Moskva, Sir William Seeds, Finiiar velða herflutninga- iest Rússa Frá frjettaritara vorum,. Khöfn í gær. VEGNA ÓVEÐURS hafa bardagar ekki verið háðir af eins miklu kappi undanfarna tvo daga og áður. Rússar gerðu þó tvö áhlaup á Manner- heimlínuna í gær, en báðum áhlaupunum var hrundið. Rússar hafa dregið að sjer feikna lið á Kyrjálanesinu og hefir þeim verið skipað, að spara hvorki mannafla nje vopn til þess að brjótast í gegnum varnarlínur Finna. Finnum tókst í dag að velta stórri herflutningalest, sem var á leið frá Leningrad til Murmansk með herlið, vopn og vistir til rússneska hersins á norðurvígstöðyunum, Mikið manntjón varð. Þessi frjett hefir farið 1 gegnum skeytaeftirlitið í Leningrad, segja Firniar, og hendir frjettin til þess, að Finnar hafi hjer með náð takmarki sínu, að eyðileggja járnbrautarlínuna milli Lenin- grad og Murmansk. Talið er, að Rússar hafi nú 150 þús. manna aðalher á Kyrjála- vígstöðvunum og að hér þessi sje vel útbúinn að vopnum og herklæð- um. Einnig hafi þeir þarna 500 þúsund manna her til vara. TVÆR FLUGVJELAR SKOTNAR NIÐUR. Finska herstjórnin tilkynnir, að í gærkvöldi hafi slegið í mikla orustu fyrir norðaustan Ladogavatn og að mannfall Rússa hafi verið j)ar mikið. Finnar segja, að herfang þeirra í þessari orus'tu hafi verið '5 skriðdrekar og 2 brynvarðar bifreiðar. Tvær rúss^éskar flugvjelar voru skotnar niður í gær. Á norðurvígstöðvunum veitir Finnum enn hvarvetna betur. Þar eru enn frosthörkur og fannalög mikil. LOFTÁRÁSIR. I dag batnaði veður í Finnlandi og strax gerðu rússneskar flug- vjelar loftárás á Ábæ og fleiri borgir, en ekki er kunnugt um tjón af völdum loftárásanna. Finska frjettast.ofan tilkynnir í dag (skv. FU frjett), að í des- embermánuði hafi Rússar misfc 400 skriðdreka og 150 flugvjelar í bar- dögunum við Finna. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Skipalap Norðmanna Síðan ófriðurinn hófst, hafa Norðmenn mist 24 skip, sem annað hvort hefir verið sökt af kafbátum, eða þau hafa rekist á tundurlufl. 99 sjómenn hafa farist með skipum þessum. TAP SVÍA Sænska ríkisstjórnin tilkynti í gær, að Svíar hefðu mist 33 skip í desembermánuði, samtals 17,000 smálestir. Skömmu síðar barst fregn um að tvþ sænsk skip hefðu farist í gær. Annað, ,,Keruna“, í miðju Atlantshafi, en hitt við strendur Skotlands. Af skipinu, sem fórst við Skotland, björguðust ellefu menn, en 20 er saknað. (Segir í FÚ-fregn frá London). Útgerðarf jelagið sem á Ker- una, segir að ólíklegt sje, að skipið hafi verið skotið í kaf þ.ar sem það hafi ekki átt að vera statt á þessum slóðum, sem sagt er, að bað hefði farist. Stem, rússneski heiforinginn handtekinn Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. St e r n, yfirherforingi rúss- neska hersins á Leningrad- hernaðarsvæði, sem stjórnað hefir hernaðinum gegn Finnum í nokkra daga, hefir verið handtekinn af leynilögreglu rússneska kommúnistaflokksins. Er talið að hann muni verða kærður fyrir landráð og dug- leysi en kunnugt er, hvað sú ákæra hefir í för með sjer í ríki Stalins. Stern er einn af yngstu yfir- hershöfðingjum Rússa. Hann hefir áður stjórnað hersveitun- um í Mongólíu í bardögunum við Japani, og þar sem hann FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.