Morgunblaðið - 12.01.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. janúar 1940. I Rússar kalla aukið lið til vopna Norska blaðið „Aftenpost- en" skýrir frá því, að 105 háttsettir foringjar í rúss- neska hernum hafi verið kall- aðir heim frá Finnlandi, og dregnir fyrir sjerdómstól. Margir hafa verið skotnir. Herkostnaður Þjóðverja kr. 130000000000 Rólegasti dagurinn A ^ígsloðvunum í gær ¦ .• Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. IMOSKVA voru í dag birtar tilkynningar, þar sem árgöngunum 1922 og 1923 er boðið að láta skrá sig til herþjónustu. Það er þó ekki talið að þeir verði kvaddir til vopna strax, heldur verði þeir áðeins skrásettir og kallaðir í herþjónustu síðar á árinu. í skeyti frá Helsingfors í kvöld, segir að dagurinn í dag hafi verið hinn rólegasti á vígstöðvunum, síðan stríðið' hófst. Er talið að hinir miklu ósigrar undanfarið hafi dregið alt þor og kjark úr rússnesku hermönnunum. Rússar biðu tvo ósigra í gær, hjá Salla og á Petsamo- vígstöðvunum. Gerðu þeir áhlaup á báðum þessum stöðum, en urðu að láta undan síga. fyrir Finnum. UNDIRBÚNINGUR UNDIR NÝJA SÓKN Franskur frjettaritari, sem ferðast á vígstöðvunum í Finn- landi, segir í skeyti þaðan, að þó að allt sé rólegt á yfirborð- jnu, bæði á Mannerheimlínunni og á hinum löngu herlínum norðar í landinu, þá sje í rauninni mikið aðhafst á báða bóga og undirbúningur mjög mikill af hálfu Rússa. Hann lýsir aðstöðu Rússa á norðurvígstöðvunum svo, að aðflutningar til þeirra sjeu nú mjög af skornum skamti og geri þeir því út smáflokka, til þess að brjótast inn í landið til þess að stela matvælum og vopnum, og þó að ekki komi fregnir um stórorustur þar norð ur frá í hinum strjálbygðu hjer- uðum, þá eigi þó finski her-i flokkar stöðugt í bardógum við rússneska ránsflokka. 400 ÞÚS. MANNA HER Þessi tíðindamaður segir, að það sje áreiðanlegt, að Rússar hafi ekki látið af þeirri áætlun sinni að brjótast inn í Finn- land, ef ekki á Mannerheim- víglínunni, þá á miðvígstöðv- unum eða fyrir norðan Ladoga vatn. Segir hann, að Rússar dragi stöðugt að sjer her og er það staðfest af fregnum þeim, er finskum njósnurum hefir tekist að ná. Á Kyrjálanesi hafa Rússar nú 400 þúsund manns undir vopnum og 2000 fallbyssur þruma þar látlaust á víggirðing ar Finna. (FÚ.). 25 ára fangelsi - fyrirað hlusta á útvarp Frá frjettarítara vorum. Khöfn í gær. L/ rönsk f r jettastof a skýr- ¦*- ir frá því, samkvæmt árejðanlegum heimildum, að maður nokkur í Lenin- grad hafi verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hlusta á útsendingu finska útvarpsins á rússnesku. Itölsk ,Garíbalda' herdeild í Finnlandi JARÐSKJÁLFTATJÓNID I TYRKLANDI Opinberlega hefir verið til- kynt í Tyrklandi, að manntjónið af völdum jarð- skjálftanna hafi orðið 25 þús. og 80 þús. særðir. # Um 30 þús. hús hafá að meira eða minna leyti hrunið. Flugsamgöngur frá Ameríku til Norðurlanda Frá„ frjettaritara vorum. Khöfn í gæi. FLUGLEIÐIN milli Bandaríkja Ameríku er aft- ur á dagskrá. En óvíst er hvort heldur verð- ur flogið yfir Grænland og ísland, eða beint frá Nýfundnalandi til Noregs. Fulltrúar frá flugmálaf jelögum og póstmálastjórnum Norðurlandanna fjögra, Danmörku, Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands, lögðu í dag af stað til Bandaríkjanna til þess að taka upp samning við amerísk yfirvöld um flugsamgöngur yfir Atlants- haf frá Norður-Ameríku til Norðurlanda. Gert ér ráð fyrir, að samvinna verði höfð víð Pan American Airways. Áður en fulltrúarnir lögðu af Samkvæmt fregnum frá Hels- ingfors komu fyrstu ítölsku sjálfboðaliðarnir þangað í dag. Þeir verða í sjerstakri herdeild, sem látin verður ganga undir nafninu Garibalda-herdeildin. Garibaldi er, eins og kunnugt er, ítölsk frelsishetja, sem var uppi á öldinni sem leið. Utanríkismálaráðherra Finn- lands hvatti aðrar þjóðir til þess í dag, að fresta ekki að veita Finnum þá aðstoð, sem þær hefði lofað þeim, vegna sigra Finna að undanförnu. Þrátt fyrir þá, sagði hann, hefir Finnland brýna þörf fyrir alla þá aðstoð, sem hægt er að láta í tje. Hjálpin. Frá Washington berst fregn um það, að Hamilton Fish, leiðtogi republikana í fulltrúadeildinni, hafi borið fram þingsályktunartil- lögu, þess efnis, að heimila að leggja fram 20 niiljónir dollara til hjálpar Finnum, og er ætlast til, að fjenu sjé varið til kaupá og flutninga á matvælum og fatnaði, en ekki til hergagnakaupá. Sagt er að bresk hergögn sjeu um það bil að koma til Helsing- fors. (FÚ.). stað vestur um haf, hjeldu þeir sameiginlegan fund í Stokk- hólmi. ,,Politiken" gerir ráð fyrir, að flogið verði yfir Island, ef samningar takast. En „Berlingske Tidende" tel- ur líklegast að flogið verði beint frá Nýfundnalandi til Stav anger í Noregi. Forstjóri danska flugmálafjelagsins Ly- bye, sem er meðal fulltrúanna í Ameríkuförinni, hefir látið hafa eftir sjer; „Fyrirætlanirnar um flugleið yfir Grænland og íis- land eru úr sögunni". Ilvar er „Exeler?" 1 — spyrja Þjóðverjar. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. þýskum frjettum er skýrt frá því, að breska beiti- j Noregi eða í Svíþjóð Norðurlönd veröa aö segja sig úr hjóða- bandalaginu — segja Þjóðverjar. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Dýsk blöð halda áfram að hamra á því, að nauð- synlegt sje að Norðurlönd segi sig úr Þjóðabandalaginu vegna hlutleysis síns. Samt virðast Þjóðverjar hafa róast er blöðin á Norðurlönd- ,um lýstu yfir því, að ekki gæti komið til mála, að Vestur-Ev- rópuþjóðirnar fengju bækistöðv \ ar fyrir her eða flota hvorki í skipið „Exeter'^ siem barðist gegn „Graf von Spee" haf i sokk ið 80 sjómílur út af Argentínu. En tekið er sjerstaklega fram, að frjettin sje óstaðfest. I London er gerð sú athuga-- semd, við þessa fregn, að Þjóð verjar noti hjer sömu aðferð og þegar þeir sögðu, að ,,Ark Royal" hefði verið sökt. Mark- mið þeirra sje að fá Breta til þess að gefa upplýsingar um, hvar „Exeter" sje. En á sama hátt og Þjóðverj- ar urðu að ,,jeta ofan í sig" (eins og breska fregnin er orð- uð) fullyrðingarnar um að ,,Ark Royal" hefði verið sökkt, eins munu þeir á sínum tíma komast að raun um, hvar „Exeter" er. Aage Danaprins, sem er 53 ára að aldri, elsti sonur Valdimars prins, hefir boðist til þess að ger- ast sjálfboðaliði í her Finnlands. Prinsinn er vanur hermensku, því að hann var 10 ár í útlendinga- herdeildinni frakknesku. (FU.). En blöðin tóku það jafnframt skýrt fram, að engar ógnanir gætu stöðvað hergangaflutning- ana yfir Svíþjóð og Noreg til Finnlands. Gústaf Svíakonungur undir- strikaði þetta í hásætisræðu, er hann flutti, er sænska þingið kom saman til reglulegs þings í dag. Gustaf konungur sagði, að Svíþjóð myndi láta Finnum í tje alla þá aðstoð, sem unt væri. Svíar, sagði konungur, vita hverjar skyldur hvíla þeim á herðum. Þjóðin er hraust, kjark mikil, og einlægur vilji hennar til þess að hjálpa Finnum hefir komið í Ijós á margan hátt. öryggi lands og þjóðar er hú það, sem mestu varðar, og þjóðin hefir sýnt, að hún er fús til þess að leggja alt í sölurnar fyrir land sitt. - Göring á að útvega þær Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Samkvæmt fregn frá Berlín, er áætlað að stríðið kosti Þjóðverja árlega 50 miljarða ríkismörk (í tölustöfum: 50.- 000.000.000 ríkismörk). I íslenskum krónum gerir þetta með dagsgerigi kr. 130.- 000.000.000. Til þess að leysa þá gífur- legu þraut, að afla þessa fjár, til stríðsþarfa, var Göring mar- skálkur nýlega gerður einræðis- herra í f jármálum. Samkvæmt því sem þýska blaðið „Schwarze Korps" skýr- ir frá, mun það ætlun Görings að afla fjárins m. a. á þá leið, að fyrirskipa að laun skuli ekki greidd nema að nokkru leyti í peningum. Hinn hlutann tekur ríkið að láni. Fá launþegar sjerstaka. lán- seðla frá ríkinu í stað pening- anna. Markmiðið með þessu er tvenskonar: I fyrsta lagi mink^ ar kaupgetan og þar af leið- andi neysla einstaklinganna. Er þá hægt að einbeina kröftun- um meir að framleiðslu til hern- aðarþarfa. Og í öðru lagi auk- ast lánsmöguleikar ríkisins til þess, að standa straum af kostn- aðinum við hina auknu hernað- arframleiðslu. AÐFERÐ BRETA. I Englandi hefir hagfræðing- urinn Keynes lagt til, að unnið verði að sama marki, þ. e. að minka neyslu einstaklingsins, til þess að hægt sje að efla fram- leiðsluna til hernaðarþarfa, með því að f á menn til að spara ákveðinn hluta af launum sín- um. . , Til samanburðar við áætluð hernaðarútgjöld Þjóðverja má geta þess, að áætluð árleg hern aðarútgjöld Breta nema 2000 inilj. sterlingspundum eða reikn að í ísl. krónum 50 miljörðum. íb Gin- og klaufaveiki hefir færst mjög í aukana í Dan- mörku og koma að jafnaði fyrir 100 ný veikindatilfelli á viku róttamenn þjálfaðir til landvarna Iþróttasamböndin norsku hafa í dag birt ávarp þar sem skorað er á íþróttafjelögin að haga æfingum og stárfsemi þannig, að íþróttamenn verði sem best undir það búnir að leggja fram krafta sína í þágu vndvarnanna. (NRP—FB). n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.