Morgunblaðið - 24.01.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1940, Blaðsíða 6
Úr daglega lífinu MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. jan. 1940. Loðdýraræktin Svo sjaldan liefir það komið fyrir á rmdanfömuin árum, að auglýsingar Itafa sjest í blööum frá fólki, er óskar ar eftir kynningu til hjónabands, aS má teljast nýjung á sviSi auglýs- inga, þegar slíkar sjást í blöSum meS stuttu millibili. En eftir áramótin liafa þessháttar auglýsingar komiS svo ®ft hingaS til blaSsins og veriS birtar, saS útlit er fyrir, aS fólk sje nú aS leggja niSur alla fordóma í þessu efni. ÁSur hefir þaS veriS svo, aS mönnum liefir fundist vanvirSa aS því aS aug- lýsa í blöSum eftir konuefni. ★ Pyrir 30 áram, er jeg var nýkominn ikingaS til Reykjavíkur, man jeg eftir því, aS jeg gekk meS kunningja mínum á götu, „innfæddum“ Reykvíkingi. — Mættum viS hjónum, sem hann nafn- greindi viS mig og sagSi síSan: „Hann fjekk nú konuna meS því aS auglýsa í l>laSi“. I augum þessa manns var þaS Wettur á hjónabandinu, rjett eins og það gæti aldrei góðri lukku stýrt, aS efna til hjúskapar á þennan hátt. Jeg minnist þess, að mjer sýndist ánœgjan skína út úr andlitinu á hjón- «num báðum þama á götunni, og vissi ekki greinilega hvað kunningi minn átti *iS með athugasemd sinni. Og satt aS segja er sama sagan enn. Því hvers- vegna ætti hjónaband, sem þannig er til komiS, ekki aS geta orðið eins ham- ingjusamt eins og önnur. Því aS hvorki karl eða kona, sem fær kunningsskap- ar sambönd með blaðaauglýsingu þarf að ganga út í hjónaband að óathuguSu máli. ★ ESa hugsum okkur t. d. konur, sem komnar eru á giftingaraldur og vilja giftast, sem eðlilegt er, en ekkert verð- ar af því vegna þess að þær hitta aldrei þann rjetta í lífinu. Væri þaS ekki í hæsta máta hrapallegt, ef ein lítil auglýsing í blaSi hefSi getað af- stýrt þeirri lífsóhamingju, og óham- ingjan hefði „lengst í æfilangt eymdar- strik“, af því þessi litla auglýsing hefði aldrei veriS birt? Þessu er hjer skotið fram til at- bugunar. ★ I gær voru liðin 25 ár síðan fyrsta ■ikip Eimskipafje 1 agsins hljóp af stokk- nnum í Höfn — Suðurlandsskipið — sem kallað var, áSur en nafnið var ákveSiS, en sem hlaut nafnið Gull- foss. Var allnákvæm lýsing á því í Hafnarblöðunum í dag fyrir 25 árum, liveraig sú athöfn fór fram í „Flyde- dokken“. ÞaS var ungfrú Katrín Stefáns- íióttir kaupmanns Guðmundssonar, er skírði Gullfoss við þetta tækifæri. Hún var í hvítum skautbúningi. Hún gekk fram á brú framundan stefni skipsins og varpaði kampavínsflösku á stefnið wm leiS og hún mælti þessi orS: „Jeg skíri þig Gullfoss. Fylgi þjer lán og hamingja“. Hingað til hefir þessi ósk hennar orðiS aS áhrínsorðum, enda fólust bak viS hana óskir allrar þjóð- arinnar. ★ Það var Finnur Jónsson prófessor,! er flutti aðalræðuna við þetta tæki- fseri og fagnaSi því, að ný siglingaöld skyldi nú hafin meðal Islendinga. 25 ár er ekki langur tími. En þeir sem nú lifa og ekki voru þá komnir til vits og ára, geta naumast gert sjer grein fyrir því, hve viðburSur þessi var merkilegur, er fyrsta hafskipiS, far- þega- og flutningaskipið er var íslensk f-'gn, hljóp af stokkunum. ★ Þáð má segja, að hjer í Reykjavík sje ekki mikið um merka viðburði enn í dag, frekar en þá, fyrir 25 árum. En af dagblöðunum sem þá komu út virð- ist ReykjavíkurlífiS hafa veriS mun fá- breyttara þá en nú. Um þetta leyti fyrir 25 áram var eitt merkasta umræðuefni blaðanna „Steinkudys“. Hún var aust- an í SkóIavörSuholti og hafði veriS þar rúmlega öld, rjett hjá Hafnarfjarðar- veginum. því vegurinn til Hafnarfjarð- ar var sem kunnugt er í beinu áfram- haldi af Skólavörðustígnum, þangað til grafvjelar Monbergs fóru að róta upp austanverðu holtinu og taka þar efni í höfnina. Dys Steinku var sem sje nálægt veg- inum, því sá var siðurinn, að hafa dysj- ar ekki lengra frá alfaravegi en svo, aS vegfarendur gætu af götu sinni varpað steini á dysina. Þetta var þjóSsiður. AS þeir sem eftir Iifðu, kynslóð eftir kyn- slóð sýndu minning þess sem dysjaður var fyrirlitning sína, með því að kasta steini að kumbli hans eSa hennar. ★ Steinkudys í Skólavörðuholti hafði aldrei fengiS mikiS grjótkast, þó vegurinn væri fjölfarinn. Yegfarendur ,þar hafa fæstir fengið sig til þess að varpa þangað grjóti eSa ekki hirt um þenna gamla siS. Minningin um lífláts- fangann Steinku, sem dó í fangelsinu meðan hún beið aftökunnar, hefir e. t. v. hrært viðkvæma strengi í hjörtum manna. En að mál hennar voru rædd í Reykjavíkurblöðunum fyrir 25 árum kom til af því, að Matthías Þórðarson þjóSminjavörSur var á gangi þar efra einn góðan veSurdag, og sá þá, að hafnargarSana, voru aS losa grjót í hafnargarðana voru komnir að dysinni. Og því var kominn tími til að taka jarðneskar leifar Steinku. Þama fekk hún ekki lengur jörð til að liggja í. ★ Kistan meS beinunum var svo flutt undir umsjón Matthíasar upp í ÞjóS- minjasafn. Þar voru beinin rannsökuð. Þar kom í ljós, að líkiS hafði veriS krufið, því nokkur orðrómur komst á kreik um það, að ekki hefði alt verið með feldu um andlát hennar. Og síðan voru beinin flutt suður í kirkjugarS og fengu leg í vígðum reit, en Ólafur Ól- afsson fríkirkjuprestur flutti líkræðu yfir þeim, suður í líkkapellu kirkju- garðsins. í sambandi við þenna atburð rifj- uðust Sjöundármálin upp og bæjar- búar skiftust að heita mátti í flokka með og móti óhamingjumanneskjunni Steinku. Þetta var umræðuefnið þá — fyrir utan heimsstyrjöldina, sem þá geysaSi engu síður en nú. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort segja megi um menn, sem snúa bökum saman, aS þeir samhryggist. ÁHLAUPUM RÚSSA HRUNDIÐ FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Áhlaupin voru sjerstaklega hörð um miðbik Mannerheimlínunnar, þar sem Rússar reyndu að brjót- ast í gegn með aðstoð skriðdreka og flugvjela. Bn í hernaðartilkynn- ingu Finna í kvöld segir, að á- hlaupunum hafi verið hrundið. Samtímis sókninni á Kirjálaeið- inu að sunnanverðu við Ladoga- vatnið, hófu Rússar mikla sókn að norðanverðu við vatnið. Hafa staðið það stórorustur frá því í gær, en í kvöld tilkynna Finnar, að áhlaupi Rússa hafi verið hrund- ið og að manntjpn þeirra hafi ver ið 1000. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Þar er um augljósar framfarir að ræða í loðdýraræktinni. Ár- ið 1938 var t. d. meðaltal yrð- iinga á tæfu 1,8, en s. 1. ár var meðaltalið 2,1 á silfurtæfu og 2,5 á bláa. Á s. 1. ári fóru fram merk- ingar refa, og sýningar um alt land íiema á Austfjörðum. Það hefir komið alveg greinilega í Ijós, að silfurrefarækt hjer á landi hefði verið alveg vonlaus ef ekki hefði tekist að ná í þau 100 úrvalsdýr, sem flutt voru inn frá Noregi 1937. Það hefir komið í ljós, að flest þeirra dýra, sem fengið hafa verðlaun og flest öll, sem fengu heiðurs-i verðlaun á sýnnigum, voru af þessum stofni. Eitt mesta vanda- mál á næstu árum, sagði Hólm- járn, verður að útrýma þeim stofni að langmestu leyti, sem hjer var fyrir árið 1937. FÓÐRUN OG HIRÐING Fyrst í stað voru fengnir hing að norskir refahirðar og þóttu ekki aðrir færir til að gegna þeim störfum. Nú eru flestir þessara Norðmanna farnir heim til sín og íslenskir refahirðar hafa tekið við af þeim. Flestir íslenskir refahirðar hafa reynst ágætlega og er alveg óþarfi að fá erlenda menn til að sjá um refabú í framtíðinni. Að vísu eru til undantekningar frá þessu, en það kemur fljótlega í ljós, hvort menn eru starfi sínu vaxnir í þessu efni eða ekki. Það mun láta nærri, að til fóðrunar loðdýra hjer á landi hafi farið um 420 smálestir af kjöti s. 1. ár. Þetta kjöt var að langmestu leyti úrgangskjöt, sem kalla mætti, svo sem gam- alærkjöt, mæðiveikikjöt, gamal- kýrkjöt eða hrossakjöt. Má geta nærri, segir Hólmjárn, að þess- ar 420 smálestir af kjöti hefðu haft áhrif á kjötmarkaðinn og kjötverðið í landinu, ef það hefði átt að seljast til mann- eldis. Af öðrum fóðurefnum, sem ís lenskur landbúnaður framleiðir og sem virðist vera alt of þröng- ur markaður fyrir er skyr og undanrennu ostur. Verið er nú að gera tilraunir með þessar afurðir til að komast að raun um, hvort ekki sje hægt að nota þær til loðdýrafóðurs. Eru rann- sóknir þessar svo langt komnar, að telja má víst, að þetta sje mjög heppilegt fóður fyrir loð- dýr, að minsta kosti á vissum tímum árs. Gæti þetta haft mikla þýðingu fyrir smjörfram- leiðslu landsmanna, sem ekki er vanþörf á, þegar þess er gætt, að innflutt eru nú árl. 1300— 1400 smálestir af feitiefni til smjörlíkisframleiðslu. Væri það mikilsvirði, ef loðdýraeigendur gætu í framtíðinni keypt mörg hundruð smálestir af skyri og undanrennuosti. Mun verða unn ið af kappi að rannsaka fóður- gildi skyrs og osta. í þessu sam- bandi má geta þess, að reynslan hefir sýnt að hægt er að fóðra loðdýr alveg eins vel á kjöt- lausum mat eins og kjötfæðu, t. d. með því, að gefa gott fiski- mjöl, skyr, ost, og lítið eitt af nýmjólk á vissum tíma ársins. Erlendar og innlendar tilraun ir sýna ótvírætt, að loðdýra- ræktin J>arf ekki að neinu leyti að byggjast á kjötframleiðslu landsmanna. SKINNASALAN. Áður en ófriðurinn braust út var útlit fyrir að grávara myndi hækka mjög í verði og útlitið var mun betra en árið áður (1938). Uppboðsfjelögin í Lond on áttu miklu minni brigðir í júlímánuði s. 1. heldur en á sama tíma árið áður. Vegna sí- vaxandi notkunar loðskinna í heiminum, var því eðlilegt að menn byggjust við hærra verði og meiri eftirspurn en áður. Ófriðurinn hefir að miklu leyti breytt þessu viðhorfi. Þó má segja, að skinn, sem selst hafa í London og New York síð- an stríðið skall á, hafi farið fyrir sæmilegt verð og eft- irspurn virðist vera töluverð. Þannig fjekk sá, er þetta ritar, tækifæri til að sjá skeyti, sem Loðdýraræktarfjelaginu hefir nýlega borist frá London og þar sem sagt er frá því, að verð silf- urrefaskinna sje yfirleitt 10% hærra núna heldur en í desem- ber s. 1. Annars kvað Hólmjárn ekki auðvelt að spá neitt um fram- tíðina eins og sakir stæðu nú. Hann sagði, að loðdýraeigend-^ ur ættu nú að leggja aðalá- hersluna á að bæta loðdýra- stofninn þannig, að þeir eignuð- ust einungis 1 .flokks dýr. Hjer á landi væri loðdýrarækt auð- veldari en í flestum öðrum lönd- um. Fóður væri ódýrt, t. d. kjöt, fiskur, skyr og ostar. Lágengi ís- lensku krónunnar hjálpaði og mikið til t. d. í samkepninni við Norðmenn og Svía. Hvað minkaskinnasölu áhrær- ir, er útlitið þar talsvert betra en s. 1. ár, og var þó gott í fyrra. SKINNASALAN 5—6 FALDAST. Að lokum ræddi Hólmjárn nokkuð um útflutning loðskinna á þessu ári. Búast má við, að út verði flutt loðskinn fyrir hátt á 400 þúsund krónur í ár, en það er 5—6 sinnum meira held- ur en var á s. 1. ári. Loðdýraræktarfjelag íslands annast sölu fyrir fjelaga sína á skinnum í umboðssölu, þannig að eigendur skinnanna fá verð þeirra að frádregnum kostnaði við söluna. En aðalerfiðleikar loðdýraeigenda og Loðdýra- ræktarfjelagsins eru að bank- arnir hafa hingað til verið ófá- anlegir til þess að lána Loðdýra- ræktarfjelaginu rekstrarfje, þannig að fjelagið geti borgað fjelögum sínum út einhvern hluta af virðingarverði skinn- anna um leið og þeir afhenda þau. Loðdýraeigendur þurfa á peningum að halda til þess að greiða lán o. fl. En vonandi stendur þessi neitun bankanna ekki lengi, segir Hólmjárn, því það hlýtur að koma að því, að þessum atvinnuvegi verði gert jafnhátt undir höfði og öðrum atvinnuvegunj. „Jeg kysti á hönd hennar" FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐUo Einn sinni komust liðsveitir Rússa óvenjulega langt áleiðis til finsku varnarvirkjanna. Alt í einu voru þær „lotturnar“ þrjár þar sem skothríð Rússa dundi þjettast. Þær forðuðu sjer niður í gróf eina og þar urðu þær að liggja hreyfingarlausar 3 klukkustundir, því ef þær hreyfðu sig, hefði það orðið þeim bráður bani. Það er hægt að hugsa sjer, hvernig þess- um þrem ungu stúlkum hefir ver- ið innanbrjósts, að geta búist viS> því á hverju augnabliki að heyra fótatak rússneska fótgönguliðsin* nálgast. En varnarsveit Finna fjekk liðs- styrk fyrir kvöldið. Áhlaupinu var hrundið, og stúlkurnar þrjár sluppu úr úlfakreppumii. Um kvöldið elduðu þær mat handa hermönnunum eins og þær voru vanar. Nú hafði þessi djarfhuga og fórnfúsa stúlka verið heima hjá sjer í nokkra daga, um jólin. Og nú átti hún að fara til annara her- stöðva. Bjóst hún við að hún myndi eiga að: fást við matreiðslu í járnbrautarlset, sem flytur liðs- afla til vígstöðvanna og sjúka og særða frá vígvöllunum. Jeg skammast mín ekkert fyrir að segja frá því, að jeg kvaddi hana í járnbrautarlestinni með> öðrum hætti en Norðmönnum er títt. Jeg kysti hönd hennar.. Menn kveðjast oft með öðrum* hætti þegar viðbúið er að það sje» í síðasta sinn. •4r Þessi stúlka var ein af þeim 100.000 „Löttum“, sem eignast heiðurskapítula í sögunni um- frelsisstríð Finna. Því þeir, sem fylgjast með hernaðinum í Finn- landi vita sem er, að fórnfýsi finsku kvenþjóðarinnar verður- ekki gleymt. Lotta Svárd, fordæmi hinnar- finsku kvenþjóðar, var ekkja eft- ir finskan hermann, er fjell í stríðinu gegn Rússum. Hún hjelt áfram að fylgja herdeild manns. síns. Hún eldaði fyrir hermenn- ina, tók þátt í erfiðleikum þeirra,. vosbúð og harðrjetti. En fyrir- verk Runebergs varð hún hin ó- dauðlega fyrirmynd finskra kvenna. Nútímakonur Finna hafa fetað í fótspor hennar, að því leyti, að þær annast matseld og hjúkrutr hermannanna. En þær hafa farið lengra. Þær veita aðstoð sína á öllum sviðum landvarna bak við> eldlínuna. Með erfiðri þjálfun á friðartím- um hafa þær undirbúið sig undir starf sitt. Og eitt er víst, að enginn getur- með sprengjuárásum flugvjela. eða öðrum hernaðaraðgerðum brotið hugrekki þeirra á bak aftur. Kon- urnar, ungar og gamlar, eru hin lífgefandi blóðkorn í þeim hnefa, er Finnar reisa dag eftir dag gegn árásum Rússa. „Jeg á tvo bræður á vígvöllun- um‘“ sagði stúlkán, sem jeg fylgdi á jáfnbráútarstöðina.- „En yngsti bróðir minn er að læra til þess að komast í flugherinn. Jeg get > ekki hugsað mjer að vera heima. Jeg verð að leggja fram þá krafta.. sem jeg á til!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.