Morgunblaðið - 24.01.1940, Page 8

Morgunblaðið - 24.01.1940, Page 8
8 JfofgttttMitftfo Miðvikudagur 24. jan. I94Ö5. niuuiiuuiiiiiiniiiiiiuunuiniiiin Siðasla Síöari hluti Litla píslarvottsins luiimutwmiminimniiiiiiimiiin airek rauðu akurlilfiiDnar „Vissulega ber jeg mikið traust til yðar“, sagði hún og horfði tne® tárvotum augum á hið bleika andlit, sem beygði sig niður að iienni. „Jeg hefi þráð einhvern, iem jeg gieti treyst. Jeg hefi verið svo einmana í seinni tíð, og Arm- <md----------“. Hún þerraði tárin, sem höfðu hrotist fram, með óstyrkum hönd- 'inum. „Hvað hefir Armand gert?“, spurði Marguerite og brosti hug- hreystandi. „Æ; ekkert, sem gæti hrygt mig“, svaraði unga stúlkan, „því hann er góður maður, heiðarleg- ur og riddaralegur. Jeg elska hann a£ öllu hjarta. Jeg hefi elskað liann frá því fyrsta, er jeg sá haan; svo kom hann og heimsótti mig — þjer vitið það máske? Og Itann talaði svo fallega um. Eng- land og með svo mikilli hrifningu um foringja sinn, Rauðu akur- liljuna — hafið þjer heyrt um hann?“ „Já“, sagði Marguerite hrosandi. „Jeg hefi heyrt talað um hann“. „Það var daginn, sem Heron borgari kom með hermenn sína. Ó, ó! Þjer þekkið ekki Heron horgara! Hann er mesti fantur- iun, sem til er í Frakklandi. I i*arís hata hann allir, og enginn er öruggur fyrir njósnurum hans. Hann kom til þess að fangelsa Armand, en mjer hepnaðist að gabba hann og frelsa Armand. Þess vegna“, bætti hún við, með órjúfandi tiltrú, „er jeg hafði bjargað lífi Armands, fanst, mjer hann heyra mjer til — og ást hans til mín rak mig til hans“. „Svo var mjer varpað í fang- elsi“, hjelt hún áfram, eftir stutta þögn, og hugsunin um þær þján- iagar, er húu varð að þola, gerði rödd hennar titrandi af hræðslu. „Þeir vörpuðu mjer í fangelsi, og í tvo daga var jeg lokuð inni í dimmum klefa, þar sem----------“. Hún grúfði andlitið í hendur sínar, meðan gráturinn hraust xit, Eítir Orczy svo að allur Iíkaminn titraði; svo varð hún rólegri og hjelt áfram: „Jeg hafði ekkert sjeð til Ar- mands. Jeg vissi ekkert, hvar hann var, en var þess fullviss, að hann myndi vera mjög hræddur um mig. Guð var þó með mjer, og jeg var strax flutt yfir í Temple. Þar var maður, mjer mjög vel- viljaður maður, sem 'vann ýmis- leg störf í fangelsinu -— liann vor- kendi mjer. Jeg veit ekki hvernig hann fór að, en einu sinni snemma dags færði hann mjer gamla, lura- lega leppa, sem hann bað mig að fara í hið skjótasta, og þegar jeg var komin í þá, sagði hann mjer að koma með sjer. Sjálfur var hann fátækur og tötralega ltlædd- ur, en hann hlýtur að hafa verið hjartagóður. Hann tók í hönd mína og Ijet mig bera kiístana og burstana. Enginn veitti okkur sjerstaka eftirtekt. Dagur var að renna á loft, en enn var dimt á göngunum og fáir á ferli. Aðeins einu sinni reyndu nokkrir her- menn að stríða honum með mjer, en þá sagði hann byrstur: „Þetta er dóttir mín, skiljið þið það!“ Þá átti jeg erfitt- með að stilla mig um að hlæja, en jeg var þó svo hyggin að halda alvörusvipn- um, því að jeg vissi, að frelsi mitt og ef til viil líf mitt valt á því, að jeg kæmi ekki upp um mig. Hinn óhreini og tötralegi leið- sögumaður minn leiddi mig gegn- um langa ganga í þessari liræði- legu byggingu, en jeg hað innilega til guðs, að hann verndaði okkur hæði. Við gengum niður tröppur hak- dyramegin, og þar komumst við út. Síðan leiddi hann mig eftir nokkrum mjóum götum, þar til við komum á götuhorn, þar sem yfirbygð kerra. stóð og beið okk- ar. Þessi góði vinur minn bað mig að stíga upp í kerruna og sagði baronessu ökumanninum að aka strax með mig í Rue St. Germain l’Auxerr- ois. Jeg var innilega þakklát þess- um óþekta vini, sem frelsaði mig út úr hinu hræðilega fangelsi. Jeg hefði gjarna viljað gefa honum peninga, því að jeg þóttist vita, að hann væri fátækur, en hafði enga, peninga á mjer. Hann sagði, að jeg væri full- komlega örugg í þessu húsi og bað mig að bíða þar nokkra daga, eða þar til jeg heyrði frá þeim, er ljetu sjer ant um mig, og hann myndi hjer eftir sjá um mig“. Marguerite hlustaði þögul á frásögn þessa barns, sem hafði augsýnilega ekki minstu hugmynd um, hverjum hún átti að þakka líf sitt og frelsi. Meðan unga stúlkan sagði frá, gat Marguerite í huganum fylgst með öllu, sem gerst hafði þessa morgunstund, þegar hinn lejmdardómsfulli, tötralegi maður hafði frelsað líf stúlkunnar, sem vinur hans og mágur elskaði, og hún var stolt yfir honum. „Sjáið þjer aldrei aftur þenna góða mann, sem þjer eigið lífið að launa ?“ spurði hún. „Nei“, svaraði Jeanne. „Jeg hefi ekki sjeð hann síðan. En þeg- ar jeg kom í húsið í Rue St. Ger- main l’Auxerois fjekk jeg að vita hjá því góða fólki, sem þar tók á móti mjer, að hinn tötralegi mað- ur hefði enginn annar verið en hinn leyndardómsfulli Englend- ingur, sem Armand tilbiður — maðurinn, sem nefndur er Rauða akurliljan". „En þjer dvölduð ekki lengi í Rue St. Germain l’Auxerrois?“ „Nei, aðeins þrjá daga. A þriðja degi fjekk jeg vegabrjef sent, en það þýddi, að jeg var frjáls allra minna ferða. Jeg gat varla trúað þessu. Jeg hló og onw5 ornj^nvuT^hc^ímAX Maðurinn, sem fyrstur fjekk hugmyudina að gera loft- árás á herbúðir óvinanna, var austurrískur uppfinningamaður, Ji’ranz Uchatius að nafni. Hann tók þátt í umsátrinni um Feneyjar 1849. Þegar umsátrin hafði stað- ið um híð, stakk UehatiUs upp á því, við herforingjaráðið, að bún- ir yrðu til smá loftbelgir, sem fyltir yrðu með heitu lofti. Yið hverii lofthelg yrði fest sprengja, sem festur væri við kveikjuþráð- ur. Herstjórninni leist vel á þessa hugmynd og Uchatius hóf þegar framleiðslu á loftbelgjunum. Loks var alt tilbúið, en þá var vindátt- in Feneyjarbúum hliðholl. I marg ar vikur stóð vindurinn stöðugt af borginni á austurríska herinn. Að lokum steig uppfinningamað- urinn um borð í herskipið „Vulk- an“ og komst þannig rjettu meg- in við borgina og gat sent vítis- vjelar sínar af stað. Tilraun þessi var gerð 25. júlí 1849. Flesta loft- helgina rak í öfuga átt og sprungu hingað o g þangað, en tvær sprengjur sprungu í bæjarhlutun- uin Lido og Giardino. Mikill há- 10 vaði, varð, en tjón sáralítið. Fleiri ' tilraunir voru ekki gerðar til loft- árása í þeim ófriði. — Hefir þú líka á tilfinning- unni daginn eftir, að þú hefir fengið þjer neðan í því, að þú sjert allur sundur marinn? — Nei, jeg er ókvæntur, eins og þú veist. ★ Reiknimeistari einn þykist hafa reiknað út, að gúmmíteygjuband farii með 90 metra hraða á sek- úndu eða 320 km. hraða á klst., þegar það skreppur saman eftir að húið er að teygja úr því til fulls og því er alt í einu slept! ★ Jón: Pahbi minn græðir pen- inga á skekkjum, sem fólk gerir. Siggi: Jæja, er hann lögfræð- ingur ? Jón: Nei, hann framleiðir strok- leður. — Það voru tvær kökur úti í búri áðan, en nú er hara ein eftir — hvernig getur staðið á því? — Það hlýtur að hafa verið svo dimt, að jeg sá ekki nema aðra. grjet til skiftis, svo að vinafólk mitt í húsinu hjelt, að jeg væri að missa vitið“. „Og eftir það sáuð þjer Armand aftur ?“ „Já, hann hafði frjett, að jeg iVæri orðin frjáls og kom til mín. Hann kemur oft hingað. Ilann getur komið hingað núna á hverri stundu“. i „En eruð þjer ekki hræddar hans og yðar vegna? Hann er — .hlýtur að vera grunaður. Og þar sem allir vita, að hann er fjelagi Rauðu akurliljunnar, myndi vera hyggilegra, að hann væri ekki í ,París?“ „Nei, æ nei, Armand er ekki í neinni hættu. Hann hefir einnig vegahrjef, semi er engum skilyrð- um bundið“. „Hvað þýðir slíkt vegabrjef?“ spurði Marguerite undrandi. Framh. FORSTOFUHERBERGI til leigu, Suðurgötu 16. Sufiað-funcUð SKINNHANSKAR karlmanns, töpuðust á fundi í Gamla Bíó á sunnudaginn var. Skilist á afgreiðsluna. SMURT BRAUÐ fyrir stærri og minni veislur Matstofan Brytinn, Hafnar- stræti 17. FILADELFIA, Hverfisgötu 44 Vakningasamkomur miðviku- dag, föstudag kl. 8^ e. h. Ramsel.ius, Ásm. Eiríksson á- samt fleirum tala. Allir vel- komnir! NÝA FORNSALAN Kirkjustræti 4, kaupir og selur allskonar nötaða muni og fatn- að. UNGBARNAVERND LÍKNAR opin hvern föstudag kl. 3—4. Ráðleggingarstöð fyrir barns- hafandi konur, opin 1. miðviku- dag í hverjum mánuði kl. 3—4, Templarasundi 3. STÚLKA ÓSKAST, sem getur sjeð um lítið sveita- heimili á Austurlandi. Má hafa með sjer 1—2 börn eða ungling. Umsókn sendist blaðinu merkt: Ráðskona. ROTTUM, MÚSUM og alskonar skaðlegum skor- dýrum eytt úr húsum og skip- um. — Aðalsteinn Jóhannsson meindýraeyðir. Sími 5056, R^ík REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu tekur kjöt, fisk og aðrar vöruT til reykingar. Fyrsta flokk- vinna. Sími 2978. ^taupsáapuc HÆNSAFÓÐUR, blandað korn, kurlaður maís, . hejll maís. Hænsamjöl í heilum i pokum og smásölu. Þorsteins- búð, Hringbraut 61. Sími 2803. . Grundarstíg 12. Sími 3247. KARTÖFLUR valdar og gulrófur í heilumv pokum og smásölu. Þorsteina- búð, Hringbraut 61. Sími 2803. Grundarstíg 12. Sími 3247. SKAUTAR TIL SÖLU á Vatnsstíg 7. VEGGALMANÖK og mánaðardaga selur Slysa- varnafjelag íslands, Hafnarhús- inu. BARNAVAGN í góðu standi óskast til kaups. Uppl. í síma 5284. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin. Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. VEFNAÐARVARA með góðu verði. Úrval af silki- sokkum og snyrtivörum í versl- un Guðbjargar Bergþórsdóttur* Öldugötu 29. Sími 4199. VETRARKÁPUR með gjafverði. Kápuskinn, Luff— ur, Skinnhanskar, fóðraðir. Verslun Guðbjargar Bergþórs- dóttur, Öldugötu 29. Sími 4199.. KÁPU- OG KJÓLAHNAPPAR: í öllum regnbogans litum. Prjónagarn og allskonar smár- vara. Verslun Guðbjargar Berg- þórsdóttur, Öldugötu 29. Síml 4199. SNYRTIVÖRUR. Lido — Pirola og Amanti selur Verslun Guðbjargar Bergþórs- dóttur á Öldugötu 29. KÁPUBÚÐIN Laugaveg 35. Mikið úrval af' frökkum fyrirliggjandi. Töskur seldar með hálfvirði. Sigurður- Guðmundsson. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm; Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. Sparið miliiliðina, og komið beint til okkar, ef þið viljið fá hæst® verð fyrir glösin. Við sækjum. heim. Hringið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfum- pokum á kr. 5.50 og kr. 3,00. Sendum. Sími 1619. ÞORSKALÝSI Laugaveg Apoteks viðurkenda' meðalalalýsi fyrir börn og full- orðna, kostar aðeins kr. 1,35 heilflaskan. Selt í sterilum- (dauðhreinsuðum) flöskum. — Sími 1616. Við sendum um allan bæinn. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 2S... Sími 3594.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.