Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 3
- »'*r 0 I 1 • • 1 ' ' . Þriðjudagur 6. febrúar 1940. I U t\ v t (í Vi i : cí n M MORGUN BLA©I® Ny flugvjel í stað TF-0RN? Verið að alhuga inöguleikana MORGUNBLAÐIÐ frjetti í gær, að verið væri að athuga möguleikana á því, að kaupa nýja flugvjel af svipaðri tegund og TF- ÖRN, sem gereyðilagðist er henni hvolfdi á Skerjafirði á laugardaginn. Svo virðist, sem allir, sem um þessi mál fjalla, sjeu á eitt sáttir um nauðsyn þess, að ný flugvjel sje keypt, þótt jafnframt sje viðurkent, að við ýmsa örðugleika sje að etja. Flugvjelar hafa stigið mjög mikið í verði síðustu tvö árin, eða frá því að TF ÖRN var keypt. Hún fjekst fyrir tæpar 50 þús. krónur, en talið er að samskonar flugvjel muni nú kosta alt að 90 þús. krónum. Hjer kemur því ekki aðeins til greina aukið fjármagn, sem þarf til kaupa á flugvjel af sömu gerð, heldur hlýtur rekstur hennar að verða dýrari en gömlu vjelar- ínnar. Ennfremur koma hjer til greina gjaldeyrisvandræðin. VANTAR FLUGYÖLL! TF-ÖRN var keypt í Bandaríkjunum og mun að öllu leyti Vera heppilegast að -kaupa einnig hina nýju flugvjel ,vestan_ hafs. En hún verður þá að greiðast í dollurum og við móttöku. En þess er að vænta, að hægt verði að yfirstíga alla þessa örðug- jeika. Það verður áð vinda að því bráðan bug, að kaupa hina nýju flugvjel, ef hún á að vera komin hingað fyrir sumarið, svo að hægt verði að nota hana til síldarleitar. Ef endanleg ákvörðun dregst ekki, má gera ráð fyrir, að fiugvjelin geti verið komin hingað eftir tvo mánuði. TF-ÖRN er þriðja flugvjelin sem eyðilegst hjer á landi, á þenna sama hátt: með því að stingast á kaf í ölduróti. Þetta er ærið umhugsunarefni, og ætti að ýta undir það, að hjer í Reykja- yík verði komið upp hentugum flugvelli, sem hægt sje að nota fyrir landflugvjelar. TF-ÖRN var komið á rjettan kjöl á sunnudaginn og hún sxðan flutt í flugskýlið við Skerjafjörð. I dag fer fram mat á tjóninu. Flugvjelin er í raun og veru gereyðilögð, þótt flotholtin sjeu heil. Öll yfirbyggingin er sundurtætt og hreyfillinn ónýtur. Flugvjelin er vátrygð hjá Sjóvátryggingarfjelagi Islands, fyrir kr. 55 þús. Kr. 27.500 safnað íil „Sæbjargar“ Söfnunin heidur áfram 90? af fjárráðandi Íslendingum hafa gefið til Finnlands Það sem eftir er af'flUgvjelinni TF-ÖRN og geymt er í flugskýlinu í Skerjafirði, þar sem þessi mynd var tekin í gærdag. — Hægri væng- ir flugvjelarinnar, eru alveg farnir af og vinstri vængirnir mikið skemdir. Á hliðunum er allur biikur flugvjelarinnar rifinn og tættur, einnig stjelið. Búið er að taka vjelina burt. Það eina, sem virðist vera nokkurnveginn heilt, eru flotholtin. Á myndinni sjest rennibrautin, sem flugvjelinni er rent á úti á sjó. Flugvjelarflakið stendur á sleðan- um, sem rennur eftir brautinni/ Á konungsfund K ristján konungur tók í dag 1 ’|2 miljarði á móti söngkonunni Maríu /V/V UlSS0^n* lökynti í dag, ,, , „ i * v ■ að á næstu sjö árum Markan og songvaranum Stef- ... „ myndi verða vanð 114 miljarð anólslandixheimsókn.Þauvoru Hra tn ræktunar á hálfri bæði sæmd riddarakrossi Fálka- miljón hektara af óræktuðu orðunnar í jan. síðastl. landi í Italíu. Söfnun Slysavarnafjelags ís- lands til útgerðar björgunar- bátsins „Sæbjargar“ var í gær orðin kr. 19.550, sem borist höfðu í peningum. En auk þess höfðu borist loforð um peningagjafir að upphæð kr. 8000. Samtals nemur söfnuniii því kr. 27.500. Til útgerðar „Sæbjargar“ á þessari vertíð er talið að þurfi kr. 20.000. En tryggja þarf xitgerðina meii’a en til einnar vertíðar. Söfnunin heldur þessvegna áfram. Búist er.við að „Sæbjörg“ fari út á miðin í dag eða á morgun. Húsakaup Verslunar- mannafjelags Reykjavíkur Samþykt til annarar trmræðti að katipa huseígnína nr. 4 víð Vonarstrætí VERSLUNARMANNAFJELAG Reykjavíkur helt framhaldsfund um tillögu stjórnar húsnefnd- ar um kaup á húseign fyrir fjelagið í gær- kvöldi. Fjelaginu hafði boðist tilboð í kaup á 2/3 húseignarinnar nr. 4 við Vonarstræti, og nokkur líkindi að alt húsið muni fáanlegt. Tillagan, er var samþykt, var syphljóðandk „Fundurinn samþykkir að fjelagið kaupi 2/3 hluta hixseignarinn- ar nr. 4 við Vonarstræti, samkvæmt framkomnnm sölutilboðum, eða alla eignina fyrir alt að kr. 148.000.00 og verji til þess fje hxxssjóðs. Felur fundurinn stjórn fjelagsins og hixsnefnd að ganga frá samn- ingum, enda nái sölutilboðin samþykki annars fjelagsfundar, svo stein skipixlagsskrá hixssjóðs ákveður. Stjórn og húsnefnd V. R.“. Önnur umræða fer fram um málið að hálfum ínánuði liðnum, og þarf hann að samþykkja kaupin svo að komi til framkvæmda. Flugsamgðngur um ísland? Hjllenska stjórnin hefir, á- samt flugvjelaverk- smiðjum Fokkers stofnað fjelag til þess að halda uppi flugferð. um um norðanvert Atlantshaf og er gengið út frá því sem vísu, að f jelagið ætli sjer að hafa við- komustað á Islandi. Hefir það þegar sótt um leyfi Bandaríkja- stjómar til þess að mega reka flugferðir þangað. Ákveðið er að reynsluflug hefjist í apríl-mánuði. (F.Ú.). Vörur Fixínlands- ' söfnunarinnar á hafnarbakkanum, þar sem Lyra lá. Mynina tók Vigfiís Sigurgeirsson skömmu áður en þeim var skipað um: borð í Lvru. B-'w EGAR Finnlandssöfnunin var hafin hjer á landi töldu bjartsýnustu menn, að íslendingar stæðu * sig vel, ef hægt væri að safna sem svaraði 250 þúsund finskum mörkum, eða 30 þúsund krónum. Einn af fyrstu gefendunum, sem lagði fram 1000 krónur, var þó svo bjartsýnn að segja að hægt yrði að safna 100.000 kr. Þannig fórust Gunnlaugi Einarssyni lækni, formanni B.auða Kross íslands, orð, er jeg átti tal við hann um Finnlandssöfnunina í gær. Það er nú kunnugt að safnast liafa riimlega 140 þxxsund krónur, og enn heldur söfnunin áfram. ______________________________ — Það hefir verið mjög ánægju- legt, segir Gunnlaugur, að finna alúðina í garð Finna bvaðanæfa að af landinu og taka daglega á móti þúsundum króna til hinnar nauðstöddxx bræðraþjóðar. Jeg^ hygg, að ekki sje langt frá því, að 90% af öllum íslendingum, sem eru fjárráða, hafi lagt eitthvað að mörkum til Finnlandssöfnunar- innar. — Og nú er stór vörusending nýfarin til Finnlands. Hvernig vörur voru það?, spyr jeg Gunn- laug Einarsson. — Já, með Lyru seinast fóru vönu' fyrir rúmlega 70 þúsund krónur, en áður hafði farið ein sending. Við voum svo heppin, segir G. E., að fá mann með sjer- þekkingu til að velja vörurnar og pakka þeim niður fyrir okkur. Þessi maður var Haraldur Árná- son kaupmaður. Er óþarfi að taka það fram, að hann hefir gengið með áhuga að þessu verki og leyst það svo af hendi að betúr var ekki ákosið. Það sem sent var. — Hvaða vörur voru aðallega sendar? — Mest var sent af karlmanna- peysum, karlmannasokkum, sbíða- hosum, einnig nokkuð af samskon- ar unglingafatnaði, ullarteppi frá Álafossi og Gefjun, sútuð sauð- skinn og þurkaðar gærxir. Vöi’ur þessar voru flestar pakkaðar inn í pappír og síðan í balla eða trje- kassa eins og tíðkast frá bestu verksmiðjum erlendið. — Og gæðin? — Um gæði varanna vil jeg, segir Gunnlaugur Einarsson, tíl- færa orðrjett ummæli Haralds Árnasonar, sem eins og jeg sagði áðan, sá um öll innkaup og skoð- aði það sem barst. Haraldur segir: „Það er óhætt að fullyrða, að þær vörur, sem senda voru, standa fyllilega jafnfætis samskonar vör- um hvaðan sem væri af Norður- löndxxm. Alt, sem heypt var, var Atvinnuleysis- skráningin Atvinnuleysisskráning fór fram fyrstu þrjá daga mánaðarins. Skráðir voru 553 atvinnuleysingjar, þar af 3 konur. Tala atvinnuleysingja hefir síðastliðin 5 ár verið: 1940 ... ... 553 1939 . .. ... 521 1938 . . . ... 769 1937 . . . ... 703 1936 . . . ... 554 Ríkisskip. Esja var væntanleg til Hornafjarðar í morguu. FRAMH. Á SJÖUNDU SÉÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.