Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. febrúar 1940. MORGUN BLAÐIÐ Uthlutun Mentamála- ráðsins: breytingarnar Mentamálaráðið gerði all- miklar breytingar er það úthlutaði fjenu til skáida, rithöfunda, listamanna og fræð’manna í fyrsta sinni síð- astliðinn laugardag. Margir ný- ir menn fá styrk, aðrir eru ým- ist hækkaðir eða lækkaðir, og öðrum, sem áður höfðu notið styrks, er slept. Helstu breyHngarnar eru þessar. Nýir eru: Gunnar Gunnars- son (kr. 4000; hann fær lang- hæstan styrk), Jóhannés Kjar- val (kr. 3000), Skúli Þórðarson (kr. 1600), Finnur Jónsson (kr. 1200), Hallgrímur Helgason (kr. 1000), síra Björn Magnús- son (kr. 800), Guðm. Böðvars- son (kr. 800), Guðni Jónsson (kr. 800), Gunnar M. Magnús (kr. 500), Jóhann Kúid (kr. 500), Svafa Jónsdóttir (kr, 500) og Páll á HjálmsstÖðum (kr. 400). Hækkaðir eru: Guðm. Kaga- Jín (kr. 3000 úr kr. 2400) Guðm Friðjónsson (kr. 2400 úr 1800), Guðm. Kristjánsson myndskeri (kr. 500 úr kr. 300), Indriði Þorkelsson (kr. 800 úr kr. 500), Magnús Stefánsson (kr. 1800 úr kr. 1000), Tómas Guðmunds son (kr. 1500 úr kr. 1000) og dr. Þorkell Jóhannesson (kr. 1800 úr kr. 1500). Lækkaðir eru: Halldór Kiljan Laxness (kr. 1800 úr kr. 5000), Sigurður íónsson Arnarvatni (kr- 800 úr kr. 1000), Si.gurjóiu Friðjónsson (kr. J500 ,.úr kr 1000), Þórbergur Þórðarson (kr. 1800 úr kr. 2500) og dr. Guðbrandur Jónsson (kr. 1600 ,úr kr. 1800). Feldir hafa verið burtu: Þór- •arinn Jónsson, tónskáld (kr 1800),. Eggert Guðmundsson, málari (kr. 1200), Kristinn Pjetursson málari (kr. 1000), ! Eggert Stefánsson, söngvari (kr. 1200), Sig'. Skagfield söngv ari (kr. 1200), Einar Markan, söngvari (kr. 1000), Bjarni Guðjónsson myndskeri (kr 1000), Jóhann Hjaltasdh (kr. 400), isíra Jón Thorarensen (kr. 500). Tveir menn sóttu ekki um styrk, sem notið hafa hans áð ur, dr. Guðm. Finnbogason og Árni Pálsson. Þeir eru báðir í Mentamálaráði. Úthlutað var samtals 80 þús. krónum. Er það um 8 þús. króna lægri upphæð, en úthlut- að var í fyrra. Blaðamanna- fjelags Islands Yfir 40Ó manns sóttu Jcvöld- vöhu Blaðamannaf je- lagsins á laugardaginn. Miðarn- ir seldust allir upp á örstuttri stundu, og er óhætt að segja að mörg hundruð manns hafi orðið frá að hverfa án þess að fá miða. Kvöldvakan tókst í alla staði prýðilegá, enda var vel til allra skemtiatriða vandað. trni Jónsson alþm. frá Múla talaði um _daginn og veginn og ræddi aðallega um Ein. ar Benediktsson. Þegar rætt 'erður í framtíðinni sagði Árni, um einhverja menn, sem nú eru uppi, þá mun verða sagt um þá, að þeir hafi verið „samtíðar- menn Einars Bénediktssonar"; slík spor hefir Einar látið eftir sig. Árni mintist líka á legstað Einars á Þingvöllum og gat þess í því sambandi, að það hefði verið annar staður, sem sjerstaklega var hjartfólginn Einari Benediktssyni: Ásbyi^gi. Mæltist Árna prýðisvel. Dr. Viktor von Urbantsitsch ljek af mikilli snild nokl^ur lög á píanó úr óperettunni ,,Fledermaus“ eftir Strauss, og auk þess lög úr óperettunni Brosandi land, sem nú á að fara að sýna hjer. B. Frú Soffía Guðlaugsdóttir leikkona las upp kvæðin „Stúlk- an í kotinu“ og „Svein dúfu“ eftif Runeberg. Árni Björnsson píanóleikari ljek undir finsk þjóðlög. Var gerður hinn besti rómur að upplestrinum. Eins var Brynjólfi Jóhannes- syni leikara fagnað, þegar hann sagði söguna um Miklabæjar- Sólveigu og las upp kvæði Ein- ars Benediktssonar um hvarf síra Odds í Miklabæ. Auk þess söng Brynjólfur tvær nýjar gamanvísur, eftir Ragnar Jó- hannesson, við mikinn fögnuð. Ekki dró úr fögnuðinum þeg- ar ungfrú Hallbjörg Bjarna- dóttir kom fram og söng nokk ur nýtísku lög. Hún hefir mjög sjerkennilega rödd, og hefir afl- að sjer vinsælda sem „variete söngkona í Khöfn. Eftir að dansinn hófst, sýndi frk. Elly Þorláksson listdans, ,,akrobatik“, stepdans o. fl., við prýðilegar undirtektir. Loks var dans stiginn til kl. 4. Bjarni Björnsson leikari stýrði kvöldvökunni, á gaman saman hátt. dæmdur Hæstirjettur staðfesti í gær dóm undirrjettar í mál- inu: Valdstjórnin gegn Ásgeir Ásmundssyni. Ásgeir var í undirrjetti dæmd ur í 3 mánaða fangelsi og 3000 kr. sekt fyrir ólöglega áfengis- sölu; var brot hans.ítrekað. Var sekt hans bygð á framburði vitna og því, að hann gat ekki gert nægilega grein fyrir, á hverju hann hefði haft lífsvið- urværi sitt á tímabili. Fortíð hans þótti og styðja það, að hann hefði um hönd áfengis- sölu. Sækjandi málsins var Svein- björn Jónsson hrm. og verjandi Pjetur Magnússon hrm. Gengið í gær: Sterlingspund 100 Dollarar — Ríkismörk — Fr. frankar — Belg. — Sv. frankar — Finsk mörk — Gyllini — Sænskar krónur — Norskar krónur — Danskar krónur 25.91 651.65 260.76 14.90 110.69 146.41 13.27 346.65 155.28 148.29 125.78 Finnlandssöfnunin ,,Freyr‘‘, mánaðarblað um land- bxxnað, er komið út. Ritstjórinn, Árni G. Eylands ritar eftirtaldar greinar í blaðið: „Tilbúinn áburð- ur, smjör og smjörlíki“, „Loðdýra- framleiðslan í Canada“, „Bækur, Verðlag — Garðshorn“. H. J. Hólmjárn ritar um loðdýrarækt- ina S. J. Líndal um þolprófun dráttarhesta. Ólafur Sigurðsson um túnbeitina og áburðarskort- inn og Magnús Friðriksson um fimtug búnaðarfjelög. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. keypt í samráði við Rauða Kross Finna, og aðeins þær vörur, sem Fiíina yantaði, og sem þeir óskuðu að fá frá okkur. Er víst,*að það sem sent var, kemur þeini betur en peningar“. Handunninn prjónafatnaður. — Var mikið gefið af vörum? — Já, allmikið barst af pokkum úr ýmsum hjeruðum, mest frá Reykjavík, Húnavatnssýslu, Skaga fjarðarsýslu og Eyjafjarðarsýslu. Aðallega var gefýð prjónles, hand- unnið úr íslenskri ull. Má segja, ða þessar prjónavörugjafir eru sjer- staklega skemtilegur þáttur í Fihnlandssöfnuninni. Einnig voru sendar skinnhúfur frá Leirhöfn, mjög vel gerðar. Prjónavörurnar voru allar góðar og sumar sjerlega vel unnar. Var mjög ánægjulegt að skoða þær og ganga frá þeim í 2 stóra kassa. Með mörgum pökk- um var spjald eða brjef með kveðju til Finna. Var það látið fylgja með. — Hver tekur svo við gjöfum í Finnlandi? — Vörurnar verða sendar beint til Vasa, þar sem Rauði Kross Finnlands hefir aðal-bækistöð sína nú. R. K. F. er viðtakandi og sjer um úthlutunina. Fyrri sendingin fór með Bergenhus og flutti Sam- einaða fjelagið vörurnar endur gjaldslaust. Má gera ráð fyrir að éinnig fáist góð kjör á seiuni og stærri sendingunni, sem fór með Lyru. Sjóvátryggingarfjelagið hef ir til þessa vátrygt vörurnar upp á eigin kostnað. Konsúll Finna í Bergen mun greiða fyrir því, að vörurna.r kom ist sem fyrst til Finnlands. Að lokum spyr jeg Gunnlau Einarsson hvort haldið verði; á fram að safna í Finnlandshjálpine — Já, enn eru að berast pen ingagjafir og vörur til skrifstofu Rauða Krossins og söfnunin held ur áfram, því enn hafa Finnar ekki sigrað Rússa. Rakarasveinafjelag Reykjavíkur helt aðalfund sinn í gærkvöldi. ‘stjórn voru kosnir; Skúli Eggerts son formaður, Þorsteinn Ilranndal ritari og Kristinn Sigurðsson gjaldkeri. Dagbók □ Edda 5940267 = 2 Veðurútlit í Rvík í dag: SA- kaldi. Dálítil rigning. Veðrið (máuudagskvöld kl. 5): Víðáttumikil lægð er suðvestur af Islandi, en hæð yfir Norðurlönd- um. Vindur er SA hjer’, á landi með 2—8 st. hita. Norðanlands er bjartviðri, en annars víða nokkur rigning. Næturlæknir er í nótt Alfreð Gíslason', Brávallagötu 22. Sími 3894. Næturvorður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni íðunni. Næturakstur annast næstu nótt Bifröst, sími 1508. Fimtugur er í dag Eggert Bach- mann, Seljaveg 23. „Röntgen díagnostik' ‘, hið nýja vísindarit dr. Gunnlaugs Claessen, er komið í bókabúðir ytra. Bókin er samili fyrir lækna Og lækna- nema. Hún imnh væntanleg hingað með næstu skipum. íþróttakennarafjelagið heldur fund að Hótel Borg miðvikudag- inn 7. þ. m. kl. 1 e. h. Verkamannafjel. „Hlíf“ í Ilafn- arfirði lijelt s.I. sunnudag fram- haldsaðalfund sin.n Á fundinum voru ræddar og samþyktar ýms^af la|:abreytingyr qg voru þeirra imerkástár, tillaga úm trúnaðar- máriiiaráð, og tillaga frá sjálfstæð- isvéi’kaínönntnn ,‘er ' gerð var að lögrim, þess efnis, áð einungis skrili vera í fjelaginu verkamenn og dagláunamenn. Á Hlífarfundinum gerðist ennfremur þetta: Formað- ur fjelagsins, Hermann Guðmunds son, skipaði tvær nefndir: Fræðslu nefnd: Jón Einarsson form., Sig- urbjörn Guðimundsson og Sigurjón Arnlaugsson. Laganefnd: Sigurð T. Sigurðsson form., Gísla Sigur- greisson og Jón G. Vigfússon. 'Á furidinum kom það ljóslega fram, að fjelagsmenn beta óskift traust lagsins og styðja hana eindregrið í viðleitni hennar til að ráða ðt á atvinnuleysisVandræðunum í Hafn- arfirði. „Mjölnir“, fjelag sjálfstæðis- verkamanna á Þingeyri, sem stofn- að var í haust, tók þátt í stjóm- arkosningu í verkamannaafjelag- inu „Brynja“ á dögunum og komu Sjálfstæðismenn að einum manní í stjðrn, Oskari Jóhannssyni. Er þetta hinri glæslegasti árangur. Formaður'„Mjölnis“ er Leifur Jó- hannsson. Öskudagsfagnaður glíinuf jelags- ins Ármann verður í Iðnó á ösku- dagskvöldið. Hallbjörg Bjarnadóttir . heldur fyrs(u söngskemtun sína í Gamla Bíó í kvöld kl. 7y2. Carl Billieh og hljómsveit hans aðstoða. Hall- björg mun m, a. syngja hið vin- sæla lag: „Jeg har elsket dig saa længe jeg kan mindes“, lagið sem hún söng, er hún fvrst vakti at- hygli í Danmörku. Til Vetrarhjálparinnar, afhent Morgunblaðinu: E. G. 5 kr. „Kirkjuritið“, janúarheftiðs lr komið út. Á forsíðu er mynd áf dómkirkjunni; á Hólum. ;Ásmundur Guðmundsson prófessor ritar um nýja árið. Áuk þess er fjöldi greitiá um andleg mál. Útvarpið í dag: 12.00 Iládegisútvarp. ; 12.50 íslenskukensla, 3. fl. 'jr' )g 18.15 Dönskukensla, 2. fl. 18.45 Enskultensla, 1. fl. 19/20 Hljómplötui': Söngvar úr tónfilmum. 19.50 Frjettir. 20.15 Vegna stríðsins; Erindi. 20.30 Fræðsluflokkur: Hráefni *g heijjjsyfirráð, IX: Stórveldin og hráefnalindir þeirra '(GyJfi Þ. Gíslason hagfr.). 20.55 Hljómplötur: Symfónía í Es-dúr, eftir Bruckner. til hinnar nýkjörriu stjórnar fje-! 22.00 Frjettir. Kaffislellin fallegu marg eftirspurðu eru loks komin aftur. K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11. Maðurinn minn, STEINGRfMUR LÝÐSSON, andaðist 4. þ. mán. Lára Guðmundsdóttir. Jarðarför konunnar minnar, KRISTÍNAR HANSDÓTTUR SÆTRAN, fer fram fimtudaginn 8. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili mínu, Bergþórugötu 2, kl. 1 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Sivert Sætran. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar, HALLFRÍÐAR TÓMASDÓTTUR, Akranesi, og öllum hinum mörgu sem fyr og síðar sýndu henni vinsemd og kærleika, biðjum við guðsblessunar. s • Systkinin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.