Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 4
4 morgunblaðið • Þriðjudagur 6. febrúar 1940L I. ITímanum frá ,9. jan. er opíð brjef til Jóns Pálmasonar al- j)ingismanns frá einhverjum skuggabaldi, sem kallar sig Bænda flokksmann í Austur-Húnavatns- sýslu. Þar er varpað nokkrum hnútum til mín og :m. a. sagt ber- u,m orðum, að brjef, sem stjórn Sjálfstæðisfjelags Austur-Hxma- vatnssýslu gaf út í nóvember s.l,, hafi verið fram komið vegna þess, að jeg „sem læknir“ hafi vitað, að Jóni í Stóradal hafi ekki verið lífs auðið. Þetta verður naumast á annan veg skilið en þann, að gorhljóð hafi komið í nef mjer, er jeg sem iæknir sá feigðina í augum þessa foringja húnvetnskra bænda. Jeg hefi oft átt í ritdeil- am, en þetta er í fyrsta skifti, sem mjer er brigslað um, að jeg hrósi happi yfir því, að sjúklingum þeim, sem leita mín sein læknis í fullu , trausti, er ekki auðið lífs. I>essi illkvitnislega aðdróttun er því ómaklegri í minn garð, sem <lauði Jóns heitins í Stóradal, sem hvorki var frændi minn nje vinur, vakti alveg sjerstaka viðkvæmni í brjósti mínu, svo að jeg fann hvöt hjá mjer til að yrkja eftir hann ■erfíljóð, en það hefi jeg aðeins gert áður um tvo menn, þá föður minn og þann náfrænda minn, sem jeg átti það að þakka, að jeg var *ettur til itíenta, og sem að nokkru leyti gekk mjer í föður stað. ★ Þegar jeg fluttist hingað norð- ur í átthaga mína sem fulltíða, maður, var Bændaflokkurinn að hefja skeið sitt. Jeg hafði andúð á honum eins og öðrum stjettar- flokkum og þeirra matarpólitík. Jón heitinn í Stóradal skoðaði jeg sem þröngsýnan afturhaldsmann, eins og ýmsir aðrir hafa gert, Jeg átti tvö síðustu árin sæti með hon- nm í sýslunefnd og stjórn sögu- fjelagsins Hiínvetningur og fjekk þá ósjálfráða virðingu fyrir gáf- um hans, einbeitni og ást á öllu því, sem húnvetnskt er. Það er ef I til vill af því, að jeg hefi fengið | dálitla skáldgáfu í vöggugjöf, að jeg geri mjer far um að líta ekki eingöngu á líkamleg einkenni, heldur reyni einnig að skygnast inn í sálarlíf manna og hefi oft fengið tækifæri til þess í 20 ára læknisstarfi og þátttöku í ýmsum fjelagsmálum. Jeg sá því, að Jón 1 Stóradal var óvenjulega heil- steyptur maður og hugsjónamað- ur, sem fórnaði lífi sínu, starfs- kröftum og auði til að vernda ýms þau verðmæti, sem núlifandi .kynslóð metur ekki eins og skyldi. Hann barðist fyrir íslenskri bændamenningu, sem viðheldur því besta frá fortíðinni og lýsir sjer í sjálfstæði, bæði andlegu og efnalegu. Hann var bóndi í þess •orðs bestu merkingu, þótt hann væri ekki búmaður í sama skiln- ingi og ýmsir forfeður hans í Stóradalsætt. ★ Starf bóndans er framar flestum hðrum lífrænt. Hann er samverka maður lífsins og leggur að því læknishendur, bæði hinum vax- andi gróðri á jörðinni hans og í hjörðinni lians. Starf skrifstofu- mannsins, sem fæst við þurrar töl- ur og verkamannsins í stóriðju- verinu, sem gerir sama andlausa handtakið mínútu eftir mínútu og ár eftir ár, er aftur á móti vjél- í' BRJ£F KRAKI rænt. Starfið og umhverfið mótar mennina að meira eða minna leyti. Vjelamenningin og tæknin, se«í nær stöðugt meiri tökum, skapar vjelrænan hugsunarhátt, sern met- ur lítils hin eilífu lögmál lífsins. Sá hugsunarháttur er það sker, sem farsæld mannkynsins er nú að stranda á. Sósíalisminn er hin hreinræktaðasta vjelræna lífsskoð- un. Haun hugsað sjer fyrirmyndar þjóðfjelagið eins og vel skipulagð an kálgarð, þar sem kálplönturn- ar standa í kyrfilegum röðum, hver anuari líkar og sem allra jafnastar. Iíinn sanni sveitamaður dáist aftur á móti meira að fjalla- gróðrinum, þar sem ólíkar jurtir vaxa hlið við hlið í innbyrðis sam- kepni um gróðurmagn moldarinn- ar og sólai’ljósið. Þar heldur það velli, sem hæfast er. Hann gleðst yfir litskrúðinu og margbreytn- inni og drekkur með unun ilminn úr fjallahlíð og dalagrund, þann ilm, sem aldrei fæst úr kálgarð- inum. Sjálfur er jeg sveitabarn og hefi fundið enn betur en áður eftir nokkra dvöl í tveimur stærstu borgum heimsins, að „mín- ar duldu, djúpu rætur draga þrótt úr landsins mold“. Jeg fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum eingöngu fyrir það, að hann geng ur skemst í því að skipuleggja þjóðlífið eftir kálgarðshugsjón hinnar vjelrænu lífsskoðunar, enda veit jeg, að allskonar skemdar- maðkar og sníkjudýr þrífast bet- ur í kálgarðinum á flatneskjunni en í ihngróðrinum í faðmi fjall- anna. II. Oldur hinnar vjelrænu lífsskoð- unar hafa skollið á land vort og mótað hugsunarhátt allra stjetta að meira eða minna leyti. Menn hæla sjer af því, að vera róttæk- ir og slíta líka hispurslaust ýms- ar þær rætur, sem standa djúpt í þjóðlífi voru og sögu. Afleiðing- in er uppblástur á ýmsum svið- um og meuningarleysi. Þegar nýjar lífsskoðanir flæða yfir löndin og brjóta niður þær skorður, sem aldagömul framþró- un hefir sett þjóðfjelagið í, þá standa ávalt einstaka menn eins og klettar úr hafinu og veita við- nám. Það er eins og allur lífs- þróttur hins forna skipulags safn- ist saman hjá þeim og magni þá, um leið og viðnámsþrótturinn fjar- ar úr æðum þeirra, sem lítilsigld- ari eru. ★ Jón heitinn í Stóradal var glögt dæmi þessa nú á tímum. Slíkir menn eru vanalega dæmdir til að bíða ósigur og verða písl- arvottar. I sínum eigin styrkleika eru þeir blindir á ístöðuleysi þess liðs, sem þeir hafa á að skipa. Jón í Stóradal trúði á viðnámsþrótt hinnar íslensku bændastjettar gegn hinni vjelrænu lífsskoðun. Hann var einn af stofnendum Framsóknarflokksins og trúði um langt skeið á hlutverk hans sem varnarvirkis hinna lífrænu hug- sjóna gamallar bændamenningar. En eftir því sem forystan í þeim flokki dróst meir og meir úr hönd um bændanna sjálfra til Reykja- víkur og þegar sá flokkur smit- aðist æ meir af sósíalistunum og samstarfinu við þá, þá hlaut svo að fara, að alt eðli Jóns heitins gerði uppreisn gegn m'eirihlutan- um í flokknum og segði að lokum skilið við hann. Hann hafði þá trú, að hægt væri að sameina alla bændastjettina í einn öflugan flokk til varnar hagsmunum hennar og sjálfstæði. Hann gætti þess ekki, að ýmsar kjarnbestu bændaættirnar, sem áttu upprækt- aða forystuhæfileika og sjálfstæð- isþrá í eðli sínu, höfðu sópast burt úr sveitunum og leitað athafna- þrá sinni útrásar í hinum vax- andi kaupstöðum. Þar var ekki hægt að safna þessum mönnúm saman í bændaflokk, enda þótt margir þeirra beri í brjósti rækt- arsemi til bændastjettarinnar, sem þeir eru vaxnir úr, og það menn af öllum flokkum. Það skildi hann ekki, þessi afsprengur tveggja dug mestu bændaættanna, sem forystu hafa haft hjer í Húnaþingi á síð- ari öldum. Nafni hans og ná- frændi, Jón á Akri, var þar glögg- skygnari og sá, að sjerstakur bændaflokkur gat aðeins dreift þeim kröftum, sem stóðu gegn vaxandi áhrifum sósíalismans. Jón í Stóradal hlaut að bíða ósigur af því að hann hafði ekki fylgst með þeirri framþróun, sem orðin var. Það sá hann ekki fyr en um seinan. III. Sje það rjett, sem samherji Jóns heitins í Stóradal, Runólfur bóndi að Kornsá, sagði yfir moldum hans, að hann hefði lagt í sölurn- ar fyrir hugsjónir sínar fje sitt, krafta sína og jafnvel heilsuna, svo æfi hans hafi enst skemur en ella vegna ]ieirra ósigra, er hann beið, þá er það og víst, að sumir af hans eigin flokksmönnum bera á- byrgð á einu stærsta áfallinu, sem hann hlaut. Framsóknarmenn greiddu honum að vísu mörg högg og stór, því þeir skildu ekki eða vildu ekki viðurkenna það, að bann hafði aðeins reynst sínu eig- in eðli trúr, er hann skildi við þá. Sumir þeirra hafa ef til vill verið með háværum hollustueiðum við flokksheildina að þagga niður þær raddir í sínu eigin brjósti, sem kölluðu þá þeim í þá átthaga, sem hann hafði aldrei yfirgefið. Það svíður ætíð í þau sár, sem menn hljóta af gömlum vinum og samherjum, en trúað gæti jeg því, að Jóni heitnum hafi sviðið það meira, að ýmsir þeirra Bænda- flokksmanna, er hann hafði treyst, yfirgáfu hann og gengu aftur í það lið, sem hann var kominn í fult berhögg við. Ef hann lýgur ekki á sig Bændaflokksnafnið, grímuklæddi greinarhöfundurinn, sem jeg er hjer að svara, þá er hann einn af þessum mönnum. ★ Tæpri viku eftir jarðarför for- ingja síns reynir hann að nota nafn hans og minningu til að fá aðra flokksmenn hans til að svíkja stefnu hans og notar jafnframt lát hans til þess að brígsla mjer, sem harma hann, að vísu ekki af vináttu, sem Jón heitinn vissi af reynslu, áð oft er endaslepp, held- ur af því að jeg virti hann sem einn hinn merkilegasta og trygg- asta son þessa hjeraðs, þar sem jeg á sjálfur mínar rætur. Jeg veit ekki hver hann er, þessi mað- ur, sem bregður mjer um, að jeg hafi hrósað happi yfir fráfalli hins ágæta hjeraðshöfðingja. Mjer er nóg að vita, að hann er smásál, sem einblínir á þau stygðaryrði, sem fóru milli Jóns heitins og frænda hans, Jóns Pálmasonar, fyrir mörgurn árum í kosninga- hita, en missir sjónar á þeim kjarna málsins, að þeir nafnarnir börðust hyor á sinn hátt að sama marki. Þessi maður, sem er svo ósvífinn, að hann eignar Jóni Pálmasyni brjef, sem undirskrifað er af öðrum, og honum var alls- endis ókunnugt um, er vís til þess að villa heimildir á sjálfum sjer og stela nafni annars flokks undir róg sinn. Jeg trúi því að vísu ekki nema um mjög fáa Fram- sóknarmenn í þessu hjeraði, því flestir forystumenn þeirra hjer eru persónulegir vinir minir og dreng- skaparmenn. Þeir vita það og, að Jón heitinn í Stóradal barðist gegn flokki þeirra til hinstu stund- ar, og almenn velsæmistilfinning hlyti að fyrirþjóða öllum nema óþökka, að nota nafn hans nýlát- ins til ómaklegra árása á frænda I ; hans á Akri ðg mig, sem hafði unnið með honum að sameiginleg- um áhugamálum í bróðerni. Éa sje svo, að hann sje í rann og veru Bændaflokksmaður, þá get jeg sagt honum það, að ástæðan til brjefs þess, er hann gerir að umtalsefni, var ekki feigð þess foringja, sem hann er að svíkja trúnað við, heldur hitt,. að Tíminn hafði í haust ymprað á því, a5 til samvinnusljta gæti koimið í þjóðstjórninni. Ilafi hann nokkurn tíma verið Bændaflskksmaður, sem jeg efast. um, þá er hann í ætt við þrælinn Kark, sem myrti for- ingja sinn, Hákon Hlaðajarl, er hann varð að fara huldu höfði fyrir andstæðingum sínum. Hann hugðist að vinna hylli þeirra, en hlaut fyrirlitningu þeirra og líf- lát. Karkur er altaf fyrirlitinn, bæði af þeirn, sem hann svíkur, og líka af hinum, sem hann vill þókn- ast imeð svikráðum sínum. Það er því best fyrir greinarhöfundinn a5 láta huliðshjálm ragmennskunnar frjálst fenginn eða stolinn, því fyr- irlitningu allra góðra Húnvetninga á hann vísa. P. V. G. Kolka. oooooooooooooooooo Heilhveiti nýkomið VI5111 Laugavegi 1. Útbú: Fjölnisveg 2. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ IIVER? Hið marg eftftrspurðta Peek’s Ceylon Tea er komftff. H. Benediktsson & Go. Sími 1228.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.