Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 8
 Þriðjudagur 6. febrúar 1940-. i ... «■ Síða i híuti Litla píslarvottsino ■ ""W" Síðusua aliek rauðu akurlilfunnar „Bf til vill reynir hann það, en ekki er það sennilegt. En best er að vera við öllu búinn. Hafið með ofluga sveit, borgari, segjum tutt- ugu eða þrjátíu valda hermenn, vel vopnum búna, sem geta á hvaða augnabliki sem er ráðið niðuriögum óbreyttra manna, hversu veí vopnaðir sem þeir kunna að vera. Fjelagar Rauðu akurliljunnar eru tuttugu talsins, að foringjanum meðtöldum, og jeg get ekki sjeð, hvaða tök fanginn hefir á því hjer í klefanum, að brugga okkur vjelráð. En það er mál, sem þjer getið haft í hendi yðar. Jeg hefi enn eitt ráð að gefa yður, sem mun vernda okkur og menn okkar gegn öllum vjel- ráðum og brögðum af fangans hálfu, og jeg er þess fullviss, að þjer munið fallast á það“. „Látið mig heyra hvað það er“. „Yitanlega verður fanginn flutt- ur í kerru. Þjer getið, ef þjer viljið, ekið í kerrunni með honum og haft hann í hlekkjum og þar með útilokað alla möguleika til flótta hans, meðan á ferðinni atendur. En —“ og nú þagnaði Cbauvelin alllengi, sem jók mjög á forvitni fjelaga hans, „munið, að við verðum að hafa konu hans og einn af vinum hans með okkur. Áður en við förum úr París í fyrramálið, munum við gera fang- anum Ijóst, að við fyrstu tilraun sem hann kynni að gera til þess að flýja og ef við fáum minstu átyllu til að halda, að hann sje að gabba okkur, þá munuð þjer, Heron borgari, gefa fyrirskipun um, að fyrst verði vinur hans og síðan frú Marguerite Blakeney skotin niður fyrir hans augsýn“. Langt og veikt blístur heyrðist nú frá Heron. Hann gaut augunum yfir öxlina og leit til fangans, svo sneri hann sjer að fjelaga sínum aftur. I>að mátti lesa undrunina úr svip hans. Þorpari hafði þarna fundið mann ,sem var honum klók- ari og var hreikinn yfir, að við- urkenna hann sem sinn meistara. hini Orczy „í satans nafni, Chauvelin borg- ari“, sagði hann að lokum. „Mjer hefði aldrei getað dottið neitt svip- að í hug“. Chauvelin bandaði frá sjer með hendinni. „Jeg er viss um, að þessi ráð muni duga“, sagði hann vingjarn- lega, „eða máske viljið þjer held- ur fangelsa konuna og halda henni í gislingu“. „Nei, ekki að nefna“, sagði Her- on og hló kuldalega. „Sú lausn gefur mjer ekki sömu tækifæri sem hin. Jeg mundi ekki telja mig eins öruggan á leiðinni----Jeg hafði altaf haldið, að konuskratt- inn væri sloppin burtu-----Nei, nei! Jeg vil miklu heldur sjálfur hafa auga með henni, eins og þjer stunguð upp á, Chauvelin borg- ari — — og hafa hana nálægt fanganum“, bætti hann við ruddá- lega. „Því að ef hann sæi hana ekki, myndi hann máske fremur reyna að komast undan hennar vegna. En auðvitað lætur hann ekki skjóta hana fyrir augunum á sjer. Ráð yðar er afbragð, borg- ari, og þjer hafið heiður af því. Og ef Englendingurinn gabbar okkur“, bætti hann við ragnandi, „og við fyndum ekki Capet myndi jeg hafa ánægju af að stytta konu hans og vini aldur“. „Ánægja, sem jeg gæti vel unt yður, borgari“, sagði Chauvélin. „Þjer hafið sennilega rjett fyrir yður —- — það er áreiðanlega best, að þjer hafið sjálfur augu með konunni — — Fanginn mun ekki tefla-henni í hættu, það full- yrði jeg. Þegar hún mætir okkur og áður en lengra er farið, segjum við skýrt og ákveðið við hann: „Annað hvort eða“. Nú hafið þjer heyrt mín ráð, Heron borgari. Ætlið þjer að fylgja því?“ „Já, út í æsar“. Og með gagnkvæmu trausti þrýstu þeir saman höndum, sem þegar voru svo saurgaðar blóði saklausra, að aldrei myndi afmáð. baronessu IV. kapítuli. Uppg-jöf. vað skeði næsta hálftímann í klefanum í Conciergeriet- fangelsinu hinn nítjánda dag hreinsunarinnar á þessu öðru ári byltingarinnar, er svo þekt frá sögunni, að þess gerist ekki þörf að rifja upp. Sagnaritarar, sem hafa kynt sjer alt sem fram fór þessa hræðilegu nótt, hafa sagt okkur, að for- maður velferðarnefndarinnar gaf, einni stundu eftir miðnætti þá fyr- irskipan, að hjá fanganum yrði látin heit súpa, hveitibrauð og vín- glas, en síðasta hálfan mánuð hafði fanginn ekki fengið annað til að nærast á en lítið rúgbrauð og vatn. Undirforinginn, sem hafði þessa nótt vakt í næsta herbergi, fekk stranga fyrirskipun um, að fanginn yrði ekki fyrir minsta ó- næði þar til kl. 6 næsta morgun, en þá skyldi láta hann fá til morg- unverðar, hvað sem hann kysi. Þetta vitum við alt og eins hitt, að þegar Ileron borgari hafði gef- ið allar nauðsynlegar fyrirskipan- ir viðvíkjandi ferðinni næsta morgun, kom liann aftur til fang- elsisins, þar sém hann hitti Chauve lin fjelaga, sem beið eftir honum í vaktherberginu. „Jæja“, spurði hann óþolinmóð- ur, „hvernig líður fanganum?“ „Honum virðist líða betur og hann er hressari“, svaraði Chauve- lin. „Jeg vona, að honurn líði ekki of vel“. „Nei, honum virðist líða sæmi- lega“. „Hafið þjer sjeð hann — eftir að hann borðaði í nótt?“ — „Aðeins úr dyrunum. Hann hvorki borðaði nje drakk neitt að ráði, og undirforinginn átti erfitt með að halda honum vakandi, þar til þjer komuð“. „Jæja, þá er best að við byrjum á brjefinu“, sagði Heron og var sýnilegur órói yfir honum, sem engan veginn fór. vel þessum klunnalega manni. „Penna, blek og paþpír, undirforingí“, sagði hann í skipunarróm. „Það er á borðinu í klefa fang- ans, borgari“, sagði undirforing- inn. Hann gekk á undan fjelögunum tveim, gegn um vaktherbergið að dyrum fangaklefans, lyfti upp járnsfánni, meðan þeir fói*ú inn, en ljet hana því næst falla í sínar skorður aftur. Framh. I. O. G. T. ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur í kvöld kl. 8. Vígsla embættismanna. — Kosning kjörmanna. -— Systrasjóðs- kvöld. — Systurnar stjórna fundi. ■— Að fundi loknum verða boðnir upp öskupokar. Síðan hefst sameiginleg kaffi. drykkja. — Skemtiatriði: 1. Jónas Guðmundsson: Ræða 2. Tvísöngur: (Tvær ungar stúlk- ur syngja). 3. Bogi Benedikts- son: Upplestur. 4. Sjónleikur. Að kaffidrykkjunni lokinni verða frjálsar skemtanir. Syst- urnar eru beðnar að koma með öskupoka. Fjölmennið. Systrasjóðsnefndin. ST. SÓLEY. Fundur í kvöld kl. 8 í Bindind- ishöllinni við Fríkirkjuveg. Inn- taka og fleira. Æt. VÖN ÞVOTTAKONA tekur þvotta og strauingar hei Uppl. í síma 1600. ‘TTiuJ Lundúnablaðið „Evening Stand- ard“ segir frá eftirfarandi atviki: —- Aldraður, gráhærður maður hringdi dyrabjöllunni hjá finska sendiherrann í London og bað um að fá- að tala við sendiherrann. Þjónninn, sem kom til dyra, spurði manninn að nafni, en maðurinn sagði að það skifti engu máli. Þjónninn sagði að lítil von væri til þess að sendiherrann tæki á móti manni, sem ekki vildi segja til nafns síns. Gesturinn svaraði ])VÍ einu til, að hann væri í áríð- andi erindagjörðum. ' Þjónninn fór og fann sendiherr- ann og sagði honum upp söguna. Eendiherrann bað um að mannin- nln ýrði vísað inn í móttökuher- bergi. Þegar gamli maðurinn hitti sendiherrann tók hann fast í hönd hans og sagði: — Jeg veit ekki hvað breska stjórnin ætlar að gera til þess að hjálpa Finnum, en mig langar til að óska yður til hamingju með þá hreysti og þann dugnað, sem finska þjóðin hefir sýnt í barátt- unni við Rússa. Síðan rjetti maðurinn sendiherr- anum peningabunka, sem í voru 5000 sterlingspund (rúmlega 100 þúsund krónur). — Þetta er lítið framlag frá mjer, sagði hann. Nafn mitt skift- ir engu máli í því sambandi. ★ anskur bóndi hringdi til dýralæknis og bað hann að koma og skoða kú, sem væri fár- veik. Dýralæknirínn var ekki sjer- lega áfjáður í að koma til bónd- ans., því langt var að fara. Hvort sem þjer drepið kúna eða læknið hana skal jeg borga yður 100 krónur, sagði bóndinn í sím- ann og þá loks Ijet dýralæknirinn tilleiðast að koma. En kýi-in var svo veik að hún drapst áður en dýralæknirinn kom. Þegar læknirinn lagði af stað heimleiðis bað hann bóndann að greiða sjer 100 krónurnar. — 100 krónur, sagði bóndinn undrandi. Hafið þjer kannske læknað kúna? — Nei, en. —■ Hafið þjer drepið hana? — Nei, eruð þjer vitlaus. — Jæja, þá skulda .jeg yður heldur engar 100 krónur! llr Danskt blað birtir eftirfarandi og er afar inóðgað, sem von er: „Bandaríkjamenn gera sjer ein- kennilegar hugmyndir um danska herinn. Ameríska tímaritið „Time“ birti nýlega grein um Danmörku. Þar er m. a- sagt að danski her- inn noti rófur í stað handsprengja í sparnaðarskyni“. ★ A flestum málum er orðið guð ritað með fjórum bókstöfum. Les- arinn getur nú spreytt sig á að finna út á hvaða málum,- Dien — Lord — Deus — Gott — Adet — Godt — Sorn — Alla — Deva — Dios — Teos — Zeus — Amon — Papa — Baal — Illu — Shin — Nebo — og Hakk. Síðasta orðið var hindúiska. HAFIÐ ÞIÐ LÚS eða aðra sjúkdóma á trjám yð- ar, þá látið mig annast það. — Knud Jörgensen, garðyrkju- maður. SNlÐ OG MÁTA ” Dömukápur, dragtir, dag- kjóla, samkvæmiskjóla og alls konar barnaföt. Saumastofan Laugaveg 12, uppi (inng. frá Bergstaðastræti). Símar 2264 og 5464. OTTO B. ARNAR, löggíltur útvarpsvirki, Hafnar stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj um og loftnetum. ^CAtftPttlrt^cw UNGBARNAVERND LÍKNAR í Templarasundi, opin alla þriðjudaga og föstudaga kl. 3—4. Ráðleggingar fyrir barns- hafandi konur 1. miðvikudag hvers mánaðar kl. 3—4. HJÁLPRÆÐISHERINN. I kvöld kl. 81/4. Vakningarsam-) koma. Major Sannes o. fl. Allir velkomnir! ^taups&apuc MATBAUNIR Grænar baunir í dósum og lausri vigt. — Gulrætur — Gul- rófur. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, — Sími 2803. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS’ öll frá 1927 til sölu. — A. v. á.. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela,. glös og bóndósir. Versl. Alda,. sími 9lá9, Hafnarfirði. NÝA FORNSALAN Kirkjustræti 4, kaupir allskonar notaða muni. Staðgreiðsla. Sækj— um heim. MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR Fersólgiös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. SpariS milliliðina, og komið beint tll okkar, ef þið viljið fá hæst*- verð fyrir glösin. Við sækjum heim. Hringið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Bjöm Jónsson, Vesturgötu 28» Sími 3594. ÞORSKALÝSI Laugaveg Apoteks viðurkend* meðalalalýsi fyrir börn og full- orðna, kostar aðeins kr. 1,35* heilflaskan. Selt í sterilum (dauðhreinsuðum) flöskum. — Sími 1616. Við sendum um allac bæinn. EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR ug blúsur í úrvali. SaumastofaB Uppsólum, Aðalstrspti 18. — 8ími 2744. SPARTA DRENGJAFÖl Laugaveg 10 — við allra hæí HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. <. 2 og 3. Verð frá 0,40 au. p* kg. Sími 3448. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm‘ Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfurr pokum á kr. 5.50 og kr. 3,00 Sendum. Sími 1619. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela. glös og bóndósir. Flöskubúðin Bergstaðastræti 10. Sími 5395 Sækjum. Opið allan daginn. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina seluT Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. FÆÐI er selt á Vatnsstíg 4. Stakar máltíðir líka. %K&n*s£ct' KENNI AÐ SNÍÐA Tek að sníða. Aðalheiður Þór- arinsdóttir, Miðstræti 8. — Sími 4409.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.