Morgunblaðið - 21.02.1940, Page 4

Morgunblaðið - 21.02.1940, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. febr. 1940L Peysa, eða hvað? Prjón og ýms efni geta fariS vel saman, enda eru þannig samsettar flíkur nú mjög í tísku. Myndin sýnir treyju með vestislagi, sem er þannig gerð, að boðungamir eru úr grænu taui, en bak og ermar hvítt, prjónað mleð fljettu-prjóni. f hálsinn er lítill uppstandandi kragi, einnig prjónaður. Svört dragt skreytt með silfurrefaskinni. Aðskoma sniðið á þessum jakka, nýtur sín enn betur fyrir skinn- bryddinguna. — Takið eftir ,.hnakkaskýhmni“ undir litla hattinum, Óperusöngkonurnar „úr móð“. Kvikmyndafjelögin í Holly- wood hafa nú að mestu hætt að nota frægar óperusöng- konur við myndátökur. Þau hafa komist að raun um, að söngröddin ein nægir ekki; augað verður að hafa eitthvað líka. Revnslan hefir sýnt, að ungar og vel vaxnar stúlkur, sem hafa laglega söng- rödd, „gera meiri lukku“ á hvíta Ijereftinu, en hinar æfðu og reyndu söngkonur, ef að þær hafa ekki annað en söngröddina. Þess- vegna er það, að frk. Dubin er nú meira eftirsótt af kvikmynda- fjelögunum en frægar óperusöng- konur. Hún er ung og hefir rjett laglega rödd. Af eldri söngkonum er það Jeanette Mac Donald sú eina, sem enn er „í móð“ hjá kvikmyndahúsgestunum. Borðið næringarríkan mat T íg ætla hjer að gera samanbiirð á nokknun algengum rjettum, um innihald þeirra að hitaeining- nm og vitarrjnum, reiknað í al- þjóðaeiningum. Er útreikningnr- inn miðaður við það, sem einn ein- staklingur borðar í máltíð. 125 gr. steikt þorskahrogn innihalda 300 hitaeiningar, 250 A- vitamin, 500 B,-vitamin og 140 C- vitamin. Þar að auki er ofurlítið af B2 og D-vitaminum. Þar sem hrognin eru fáanleg nú, ættu hús- mæður að hafa þau sem oftast á borðumi. Þau eru sjerstaklega auðug af vitaminum. En þá verð- ur auðvitað að matbúa þau á sem fjölbreyttastan hátt, t. d. eru þau mjög ljúffeng hæði súrsuð og reykt. 3 meðaJ-pönnukökur með sykri innihalda 550 hitaein., en eru ná- lega alveg snauðar af vitaminum, sje ekki notuð mjólk og egg í þær. 100 gr. skamtur af áfabúðing inniheldur 200 hitaein., 200 A- vitamin, 20 Bj-vitamin, 10 C-vita- min og svolítið af B2 og D-vita- minum. 80 gr. reykt síld inniheldur 230 hitaein., 3Ó0 A-vitamin, 20 B,. og ofurlítið af B2 og D-vitaminum. . 2i/2 dl. afbrauðsúpu inniheldur 250 hitaein., 30 Bt-vitamin. Sje hafður þeyttur rjómi með súpunni er hún auðvitað næringarríkari og' liollari. Jeg mun öðru hvoru birta út- reikninga á rjettum og saman- burð á næringargildi þeirra. Mun- ið það, hollustunnar vegna, að nauðsynlegt er að borða mikið af nýsoðnum og rjett soðnurn. kart-- öflum, þæði með fiski og kjöti. Nokkrar uppskrittir Bakaðar bollur. 50 gr. hveiti. 50 gr. smjör- líki. 1% dl. vatn. 2 egg, salt. Sm jörið og hveitið bakað sam- ^ an með vatninu, sem er soðið áð- ur. Hrært þar til það er jafnt og það losnar við sleifina og pott- inn. Sett í skál og kælt; eggin eru hrærð í eitt og eitt, hrærist því næst í 20 mín. Deigið látið með teskeið í vatn með salti, sem hefir soðið, en má ekki sjóða þegar bollurnar eru látnar út í. Ekki má setja fleiri bollur í einu út í en geta flotið á yfirborðinu. Þegar sýður er potturinn tekinn af, lát- inn á eldinn aftur, og þaniiig er gert þrisvar sinnum; en í hvert skifti sem potturinn er tekinn af er látið ofurlítið kalt vatn út í. Teknar upp úr með gataspaða, dýft ofan í kalt vatn augnablik, látnar í skál, sem undirskál hefir verið hvolft í. Bollurnar eru síð- an látnar í súpuskálina og súp- unni helt á. Babarbarasúpan verð- ur að vera síuð og m jög þunn. Steikt þorskhrogn. % kg. hrogn, vatn og salt, eggjahvíta og hrauðmylsna, þarf ekki að vera dýr MIÐDEGISMATUR fýrir vikuna 21.—28. febrúar, Míðvikudagur: Kjötsúpa úr söltuðu eða nýju kjöti með kartöflum, rófum, gul- rótum og þurkuöu grænkáli. Fimtudagur: Þorskarúllur með hrærðum kart- öflum, skyr og mjólk. Föstudagur; Steikt hrogn með kartöflum og grænkálsjafningi. Rabarbarasúpa með bollum. Laugaxdagur: SöltuS síld með heitum kartöfl- um, sýrðum rauðrófum og hrærðu smjöri. BrauSsúpa með þeyttum rjóma. Sunnudagur: Ostabrauð. (Það er drýgra að hafa einhvem smárjett fyrst, því þá þarf minna af kjötinu). Rif- beinasteik með brúnuðum kartöfl- um og rauðrófum. Krembúðingur með niðursoðnum rabarbara eða bláberjum. Mánudagur: • Soðnir þorskhausar með lifur og brognum. Áfasúpa. Þriðjudagur: Síld steikt í brjefi með kartöflu- jafningi. Hrísgrjónagrautur rneð rabarbarasyltutaui og mjólk. (Eng- inn sykur). 50 gr. smjörlíki, salt og pipar, sítrónusneiðar. Hrognin þvegin, vafin í þunn stykki. Soðin í söltuðu vatni í 20 —30 mín.; tekin upp úr og höfð í klútnum þar til þau eru köld. Skorin í 1 cm. þykkar sneiðar, þeim snúið upp úr eggjahvítu og brauðmylsnu og steiktar móbrún- ar í smjörinu. Salti og pipar stráð á. Hrognunum raðað á fat, þar yfir sítrónusneiðum; soðnar kart- öflur og grænkálsjafningur sett sitt hvoru megin. Eggin eru aðskilin, rauðurnar hrærðar með sykrinum; þar í lát- inn sítrónusafi og rifið sítrónu- flus. Þegar áfirnar byrja a5 /þykna, er þeim hrært út í eggja- rauðurnar; þar í er þeytta rjóm- anum hrært og hinum stífþeyttu hvítumi. Aflangt kökumót er rent innan með köldu vatni og stráfr sykri, búðingurinn látinn þar í. Þegar hann er stífur, er honum hvolft á fat og borðaður með niðursoðnum rabarhara eða blá- berjum. Söltuð síld með rauðrófum. 3—4 síldar eru hreinsaðar og afvatnaðar. Gott að láta síldina liggja í mjólkurblöndu nóttina áð- ur. Síldin þerruð og flökunum raðað á fat; söxuðum rauðrófum stráð yfir; rauðrófur bornar með í skál. Ljúffengt er að borða bak- aðar, sjóðandi heitar kartöflur með þessum rjetti. Með síldinni er borið hrært smjör. Hrært smjör. 50 gr. smjör, 50 gr. smjör- líki % dl. vatn. Smjör og smjörlíki er hrært þar til það er hvítt; þá er það hrært með þeytara og þar í er hrært ylvolgu vatninu smátt og smátt; sje vatnið sett of ört í, ystir smjörið. Sett á glerdisk og borið ,inn með 2 teskeiðum. Ostabrauð. 5—6 hveitibrauðssneiðar, smjör, 30 gr. ostur, pap- rika, ef til er. Hveitibrauðið er skorið í sneið- ar, sem aftur er skift í tvent. Smurt með smjöri; þar á er lát- inn rifinn ostur og papriku stráð yfir. Bakað í heitum ofni þar til osturinn er runninn jafn saman. Þetta er borðað vel heitt, sem fyrsti rjettur á snnnudaginn. Krembúðingur. 3 dl. áfir, 2 egg, iy2 dl. rjómi, 1—2 msk. sykur, 7 bl. matarlím, y2 sítróna. Matarlímið er lagt í kalt vatn, tekið upp úr og brætt yfir gufu, þvínæst er því hrært í áfirnar. Hrísgrjónagrautur með rabarbarasyltutaui. I1/ 1. vatn, 150 gr. hrís- grjón, salt. Þegar vatnið sýður, eru hrís- grjónin sem eru þvegin, sett út í ásamt saltinu. Soðið í 5 mín. Pott- innm vafið innan í prentpappír í 1 y2—2 klst. og þá er grauturinn soðinn aftur í 5—10 mín. Látinn í skál, syltutaui dreift yfir. Borð- aður með mjólk. Þessi skamtur er ætlaður 5—6 manns. Helga Sigurðardóttir. ★ I uppskrift minni nm álfabúð- ing, í síðustu kvennasíðu, hafði misritast 1*4 1. áfir, í stað % líter. H. S. | Óvenju fjölbreytt úrval af allskonar | Stríðsverðhækkun ekki | komin til greina nema litlu leyti. I Vesta Laugaveg 40. Skólavörðustíg 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.