Morgunblaðið - 21.02.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.1940, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. febr. 1940i O^^^XXXXXXXXXXXXXXXÍ ÚR DAGLEGA LlFINU ooocxxx <xxxxxx Á fimtugsafmæli Þorsteins Seheving Thorsteinsson lyfsala, barst bonum inn- an um heillaskeyta fjöldann eitt skeyti er vakti sjerstaka eftirtekt, vísuerindi, frá Gúsaf A. Jónassyni skrifstofu- stjóra, en sendandi tók efni sitt að nokkru leyti úr grein um Þorstein, er birtist hjer í blaðinu þann dag. Skeytið er svohljóðandi: Mogginn birtir mæta fregn í dag á málum sjö verður þögn um sólarlag. Þú hefir fengið fimtíu potta kút, fullan af „aqua vitae“ og stungið út. En ef svo fer að annan slíkan kút eins og Mogginn spáir drekkirð’ út af bestu getu gera skal jeg mitt, að G. Þ. verði aöalsmerki þitt. Ýmsir lesendur blaðsins átta sig e. t. v. ekki á því hvað höf. á við, þar sem hann minnist á „aðalsmerkið“ G. Þ. En einhverjir hafa haft orð á því, að slíkir bynnu að verða .einkennisbókstafir manna í framtíðinni, sem fullvíst væri um að grafnir yrðu á Þingvöllum. ★ Frá Þorláki Ófeigssyni bygginga- meistara hefir blaðinu borist eftirfar- andi frásögn, þar sem hann rifjar upp hvemig hlýindin voru hjer veturinn 1928—’29. Hann segir svo: Veturinn 1928—’29 hefir að líkind- nm verið hlýasti vetur í tíð núlifandi manna og sennilega þó lengra væri rakið aftur í tímann. Hlýindin byrj- uðu um áramótin. Eftir það voru altaf þýðviðri til sumarmála. Hiti oftast 6—7 stig og stundum 11 stig úr því kom fram í febrúar. Öll trje hjer í görðum vora laufguð um miðjan mars- mánuð og jörð þá algræn. Einn kunn- ingi minn setti þá niður rófufræ og vora komnar upp plöntur um páska — í lok mars. — Þetta góðviðri hjelst til sumarmála, Þá voru komnir góðir kúa- hagar og fíflar voru útsprungnir hjer um allar jarðir. Fyrsti túnblettur í Reykjavík var slegínn á sumardaginn fyrsta. Túlipanar voru þá orðnir ca. 30 cm. háir. Um sumarmál gerði frost sem stóð nokkur dægur. Hnekti það nokk- uð gróðri, sjerstaklega blómum og trjá- laufi, en gras ljet lítt á sjá, enda stóð frostið ekki lengi. Undir vorið voru fjöU snjólaus að kalla enda hvarf öll rjúpa burt af landinu þann vetur. Um alt land var gæða tíð en ókunnugt er mjer hvar hlýjast muni hafa verið. ★ Reykvíkingur einn góðkunningi Morgunblaðsins var um tíma í sumar norður í Þingeyjarsýslu, ásamt konu sinni. Þeim hjónum líkaði mæta vel við húsráðendur og heimilisfólkið þar sem þau dvöldu sjer til skemtunar og hressingar. Til þess að sýna þessum vinum sínum vinarhug sinn, hafa þau svo m. a. sent Morgunblaðið þangað norður í vetur. Þakkirnar sem þau hafa fengið frá hinu þingeyska heimili eru svohljóð- andi í brjefi er þau fengu þaðan ný- lega: „Mikið er jeg þakklátur fyrir Morg- unblaðið. Nú hef jeg altaf nóg að lesa, og fæ allar nýjustu og merkustu fregnir j greinilega sagðar, og ýmsan annan fróð lek. Jeg hef ekki efni á að kaupa nema' eitt landsmálablað, en æskilegt er, fyr- j ir hvem þann, sem ekki er andleg flyðra, að kynna sjer málið frá fleiri hliðum“. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort Skeiðará, Tungufljót og aðrar jökulár sjeu ekki hlaupár. * í Danmörku var sumstaðar 27 gráður á C. í fyrrinótt. 1 Khöfn var í gærkveldi 10 stiga J frost. Minnismerki um Benedikt Blöndal á Hallormsstað NÚ er rjett ár liðið frá því að Benedikt Blöndal, kennari á Hallormsstað ,var til moldar borinn. Hið sviplega fráfall hans mun mörgum Austfirðingum og öðrum er þektu hann, enn í fersku minni. Er hann var dáinn, kom gleggst í Ijós, að horfinn var góður og mætur maður. Sú ríka samúð, er hann jafnan sýndi samferðamönnum sínum, var nú af þeim goldin minningu hans, í sömu mynt, er birtist á margvíslegan hátt, er öll varð ástvinum hans hin besta huggun og hjálp. Brátt komu í Ijós óskir manna og vilji til að geyma nafn þessa vinsæla manns í sögu Austur- lands, því þegar eftir útför hans gengust samstarfsmenn hans í búnaðarsambandi Austurlands og Kaupfjelagi Hjeraðsbúa fyr- ir því, að hafinn var undirbún- ingur að fjársöfnun á Austur- landi í því skyni. Vakti fyrir sumum að reist yrði minnis-i merki um hann, en minningar- sjóður fyrir öðrum. Árangur þessarar fjársöfnun- ar varð sá, að þessi fjelög hafa safnað og lagt fram nokkurt fje, er int er í ákveðna átt og verður stofnfje í minningarsjóð um Benedikt Blöndal. Almenn samskot hafa aftur á móti ekki verið hafin ennþá nema á litlu svæði. Nú hafa þó nokkrir vinir hins látna ekki viljað sleppa hug- myndinni um minnismerki um hann. Var því á síðastliðnu sumri stofnaður annar sjóður og sam- tímis ákveðið að verja skyldi fje því, er inn kæmi í þann sjóð, til byggingar kapellu við Hall- ormsstaðarskóla. Skyldi kapell- an vera minnismerkið. Nú er þessum sömu mönnum kunnugt, að nemendur Bene- dikts Blöndal og ýmsa aðra vini hans víðsvegar um landið, hefir langað til að gefa einhverja gjÖf til minningar um hann. Er þeim nú gefinn kostur á þessu með stofnun kapellusjóðsins, sem nú þegar er hálft fjórða þúsund krónur. Er hann ávaxt- aður í innlánsdeild Kaupfjelags Hjeraðsbúa á Reyðarfirði. Ef einhverjir fyndu hvöt hjá sjer til að ga,ngast fyrir samskotum í nágrenni sínu, mundi það heppilegt. Kaupfjelag Héraðs- búa veitir móttöku samskotum til kapellusjóðsins svo og undir- rituð. Einhver hinna mörgu, er rit- uðu eftirmæli um Benedikt Blöndal, komst svo að orði, að skólinn á Hallormsstað mundi hafa verið óskabarn hans. Þessa var rjett til getið. Fyr- ir enga stofnun, er hann vann við, hafði hann lagt jafnmikið í sölurnar. Um enga stofnun hafði hann dreymt fegurri drauma. Suma þessa drauma ■iá hann rætast. En aðra á minn- ingin um hann eftir að láta ræt- ast. Einn þessara drauma var um kapellu við skólann. Þeir, sem þektu hann best, munu vel skilja þann draum. Þeim mun öllum kunnugt, að um ekkert var hann eins sannfærður og siðferðilegan tilgang lífsins og óendanleik þess. Fyrir engu bar hann eins mikla lotningu og leyndardómi þess. Alt, sem hann átti best, samúð hans, góðvild og óeigingirni áttu rót í þessari sannfæringu. öll upp- eldisáhrif hans sem kennara beindust að því marki að glæða hjá nemendunum trú á lífið og höfund þess. Fyrir þá sök er ekkert minnismerki táknrænna fyrir lífsskoðun Benedikts Blön dals en kapella. Er henni þeg- ar ætlaður staður á hjalla í væntanlegum skrúðgarði skól- ans. Hallormsstað 21. jan. 1940. Sigrún P. Blöndal. Alþftngft FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU son (S.), Bernharð Stefánsson (F.), Erlendur Þorsteinsson (A.). Samgöngumálanefnd: Árni Jónsson (S.), Jónas Jónsson, Páll Zophóníasson (F.). Landbúnaðarnefnd: Þorsteinn Þorsteinsson (S.), Páll Zophó- níasson (F.), Erlendur Þor steinsson (A.). S jávarútvegsnefnd: Jóhann Jósefsson (S.), Ingvar Pálma- son (F.), Sigurjón Á. Ólafs- son (A.). Iðnaðamefnd: Bjarni Snæ- björnsson (S.), Jónas Jónsson (F.), Erlendur Þorsteinss. (A.). Mentíunálanefnd: Árni Jóns- son (S.), Jónas Jónsson (F.), Sigurjón Á. ólafsson (A.). Allsher jarnefnd: Magnús Gíslason (S.), Ingvar Pálmason (F.), Sigurjón Á. Ólafsson (A.). VANTAR VERKEFNI. Engir þingfundir verða í dag, þar _ eð ekkert mál er komið fram enn í þinginu. Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 14.—20. jan. (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 82 (61). Kvefsótt 118 (159). Blóðsótt 46 (66). Kveflungnabólga 1 (3). Taksótt 1 (1). Hlaupabóla 2 (5). Kossageit 0 (1). Munnang- ur 3 (1). Ristill 2 (0). — Land- læknisskrifstofan. (FB) Minningarorð Hjört Jóns§on H nn 10. þessa mánaðar and- aðist Hjörtur Jónsson að heimili sínu, Reynimel við Bræðra borgarstíg hjer í bæ. Hjörtur var fæddur 7. sept 1863, og voru foreldrar hans þau Jón Eyjólfsson og Sigríður Oddsdótt- ir, er bjuggu að Steinum í Reykja vík. Hjörtur var þannig Reykvík- ingur í húð og hár, fæddur hjer í bæ og átti hjer heimili allan sinn aldur. Hann stundaði sjó í h. u. h. 40 ár. Þegar á unglingsárum hóf hann sjósókn á róðrarbátum en var síð- ar á fiskiskipum, og hætti ekki sjómensku fyrr en skútuútgerðin lagðist niður. Hjörtur var mjög eftirsóttur háseti, en þótti sjálfur lítið gef- inn fyrir að skifta um skiprúm. Hann var aflasæll, og þegar fisk- aðist, var bann altaf Við færið, meðan legið var og látið reka, en tæki fisk undan og siglt væri aftur á mið, notaði hann þann tíma til að kinna hausa þá, Sem hann hafði fengið, og aflaði heimr ili sínu þannig soðningar. Hann gat á þenna hátt verið að störf- um vöku eftir vöku, enda var hann glaðlyndur áhugamaður, sem oft og einatt ljet sjer nægja þá hvíld, að fara undir þdjur og fá sjer rúgbrauðssneið og könnu af kaffi, og taka síðan ótrauður til starfa á ný. Er í þessum orðum orðum farið eftir lýsingu, er Jón bankastjóri Ólafsson, sem verið hafði á sjó með Hirti og þekti hann vel, gaf á honum og eru þau því með vissu sannmæli. Þegar Hjörtur var ekki á sjó, vann hann einkum að steinsmíði. Hann vann þannig að viðgerð dómkirkjunnar 1878—1879, og 1880—1881 vann hann að bygg- ingu Alþingishússins, undir stjóm Balds hins danska yfirsmiðs og nam af honum steinsmíði. En steinsmíðin kom honum að miklu haldi, því að hann stundaði hana einkum, þegar aðrir sjómenn voru vinnulausir í landi, og varð arð- urinn af þeirri vinnu honum- eðli- lega drjúg búbót. M. a. hjó hann sjálfur alt grjót í gamla bæinn á Reynimel og í undirstöðu timbur- húss þess, er hann síðar reisti þar. Eftir að Hjörtur hætti sjó- mensku, stundaði hann um hríð steinsmíði, en síðar pakkhússtörf hjá Jóni kaupmanni syni sínum. Þessi er þá starfssaga Hjartar, en saga hans er ekki hálfsögð með því. Því að verk sín vann hann ekki fyrst og fremst sjálfs sín vegna, heldur til að sjá sínu stóra heimili farborða. Hann kvæntist ungur, þ. e. 1885, fráhærri mann- dómskonu, Margrjeti Sveinsdótt- ur, sem ættuð er af Kjalarnesi, og á nú eftir að sjá sínum góða eiginmanni, að fullnaðri 55 ára ágætri sambúð. Þau áttu 11 börn og komust 9 þeirra til þroskaald- urs,- Sveinn bakarameistari, Jón kaupmaður, Ólafur verslunarmað- ur, Oddgeir verslunarmaður, Hjört ur kaupmaður, allir hjer í hæ, Jafet vjelstjóri á Bíldudai, frú Ingibjörg hjer í bæ, frú Sigiýður á Patreksfirði og frú Lilja,»{8ém ijest 1925. Öllum þessum hóp tókst þeim Hjörtur Jónsson. Hirti og Margjeti af eigin ram- leik að koma til manns og ryðja svo brautina, að börnin hafa átt við mun hetri lífskjör að húa en þau sjálf. Slíkt má vera þeirri kynslóð Reykvíkinga, sem nú lifir, vitni þess, að hún byggir á öruggum grunni, þar sem er líf og starf þeirra, sem nú eru að hníga að velli. En jafnframt áminning um, að enn verðum við að herða okkur í iðni og atorku, ef við viljum á sama hátt ryðja veginn fvrir þá, sem á eftir okkur koma, eins og þeir, sem á undan okknr voru. hafa fyrir okkur gert. Bj. Ben. Kjartan Eíríksson Fossí látínn Kjartan Eiríksson á Fossi á Síðu andaðist í gærmorguJi að Kirkjubæjarklaustri. Kjartan var ungur maður, að- eins 34 ára að aldri, sonur Eiríks. Steingrímssonar fyrv. pósts. Hann hafði verið við smíðar á Klaustri undanfarið og kendi sjer einskis meins, þar til skömmu áður en hann ljest, að hann fjekk hlóð- uppgang og kvalir innvortis og varð ekkert við ráðið. Kjartan sál. var mikill efnis- maður; ágætur smiður, hæði á trje og járn og afburða verkmað- ur, að hverju sem hann gekk. Er að honum mikil eftirsjá og mikill harmur kveðinn að hinuui aldraða föður, við hið skyndilega fráfall sonarins í hlóma lífsin*. Þakkir til sjómannanna ALandsfundi Sjálfstæðismanna á sunnudaginn var, mintist Sæmundur Jónsson frá Fossi á Síðu sjómannastjettarinnar og flutti svohljóðandi tillögu, sera samþykt var einróma: „Landsfundur Sjálfstæðisflokka ins vottar íslenskum sjómönnum virðingu og þakklæti fyrir vel unnin störf á hafinu í þágu al- þjóðar“. 80 ára er í dág, Ingunn Þor- steinsdóttir frá Gíslholti í Holt- um, nú til heimilis á Smiðjustíg 9,. Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.