Morgunblaðið - 23.02.1940, Síða 4

Morgunblaðið - 23.02.1940, Síða 4
4 MORGTJNBLAÐIÐ Föstudagur 23. febrúar 19401 Malldór Halldórsson frá Kothúsum F. 29. sept. 1872. D. 7. febr, 1939, Minningarljóð frá systrum hans. Endurminning ljófust lifir, Játins þegar minnumst þín, guð, sem ræður öllu yfir ' okkur býður heim til sín, —- þegar endar æfidagur, upplýkst heimur nýr og fagur. alt frá þínum æskudögum, uns að dauðinn breytti högum. Þú varst trúr í þinni stöðu, þektir aldrei svik nje tál, alt þú vanst með geði glöðu, geymdir fagra, hreina sál. Ávalt heill við öll þín störfin, aldrei brást, er mest var þörfin. Rússneskir fang'ar í finsku baði Eússnesku fangarnir, sem falla í hendur Finna, fá hað og hrein föt áður en þeir eru sendir í fangabúðimar. Efri myndin sýnir hóp rúss- neskra fanga í finsku1 baði og á neðri myndinni sjest er þeir koma út eftir baðið. Til hægri sjest hrúga af rússneskum einkennisbúningum. Sorg þó fylgi dánardögum, dyljast má ei gæska’ og náð, blessun fylgir breyttum högum, burt er alt, sem þjáði máð, þerrað tár af þi-útnum hvarmi, þreyttur studdur líknaramri. iEfin þín var enginn leikur, ■oft um grýttan farinn veg. I stormum lífsins keikur, störfin unnin margvísleg. KunststopninQ. Cíerum við slysagöt á allskonar fatnaði. SPARTA Laugaveg 10 K. F. V. M. & K. Æskulýðssamkoma í kvöld kl. 8V2. Jóhannes Sigurðsson talar. Efni: Verði þinn vilji. Söngur og hljóð- færasláttur. Allir velkomnir. Þú vildír öllum vel til gera, virtir helgust tengdabönd, lítilmagnans byrði’ að bera bauðst þú til, þín útrjett hönd veitti hjálp, það víst ei gleymist, velvild þín í hugum geymist. Trú þín einlæg táp þjer veitti til að sigra marga þraut, aldarfarið ei því breytti, — æfin þín var sigurbraut ■trúaðs manns, í hendi hans, sem hjet þeim dyggu sigurkrans. Meðbæn til guðs þínbraut vargengin, | bjart var oft í þínum rann, vissir þú að veitir enginn vegamóðum styrk, sem hann, og aldrei brást þín bæn til hans, ■sem býr í Ijósi kærleikans. Með þökk’vjer kveðjum kæran bróður kær þín minning hjá oss sje, af því þú varst öllum góður, eins mun látin þjer í tje, náðin guðs á ljóssins landi, — líknar njóti frjáls þinn andi. Þórður Einarsson, Ðak Herra ritstjóri. T 3. tbl. Tímans þ. á. birtist 6 dálka greinarþvæla, nefnd „opið brjef“ til Jóns alþm. Pálma sonar, en undirskrifuð „Bænda- flokksmaður í A.-IIúnavatns- sýslu‘ Hjer er ekki nieiningin að svara neinu vegna J. P., en hins- vegar verður ekki komist hjá, að skýra afstöðu Bændaflokksins hjer til þessarar ritsmíðar, því ella gætu ókunnugir álitið hana í sam- ræmi við álit flokksins. Það lítur út fyrir, að þrjef það, sem; oss Bændaflokksmönnum barst í vetur frá stjórn Sjálf- stæðisflokksins lijer í sýslunni, hafi haft allmikið óþægilegri á- hrif á þennan þrjefritara heldur en það hafði á okkar flokksmenu yfirleitt. Yjer töldum nú sem oft- ar varlegra að gera ráð fyrir þeim möguleika, að ef til vildi yrði innan skamms að ganga til Al- þingiskosninga, og ef vjer sjálfir hefðum hjer ekki mann í kjöri, gat ekki komið til mála að hafa kosningasamstarf við neinn ann- an flokk en Sjálfstæðisflokkinn. Þessir flokkar hafa nú sem áður líkast viðhorf í stjórnmálum. Má þar til færa, að fyrsti þingmaður Bændaflokksins náði þó aðeins kosningu, að hann var studdur af Sjálfstæðisflokknum og síðan hefir viðhorf flokka þessara ekki breyst hvors til annars. f þessu falli voru því að flestra vorra áliti „orð í tíma töluð“, í nefndn brjefi frá stjórn Sjálfstæð isflokksins, og ekki ófyrirsynju þó þar væri líka minst á þá hug- sjón Bændaflokksins, að losa sem flesta bændur úr fjalaketti „sjer- hagsmunaklíka“ í Reykjavík. En gálauslegt er það af þessum brjef- ritara, sem Bændaflokksmanni, að fara að tala inn þetta atriði í op- inberri -blaðagrein, og illa viðeig- andi, að tala um „snöru í hengds manns húsi“. Til þess höfðum vjer Bændaflokksmenn of lengi þjónað skaðlegustu sjerhagsmuna- klíkunni, sem hjer er, á meðan vjer vorum í Framsóknarflokkn- iím. Fyrir þær sakir erum vjer brennimerktir sem meðsekir þeim flokki og Alþýðuflokknum í fjár- málalegum og stjórnarfarslegum stórsyndum: þeirra til margra ára, sem orsakað hafa þjóðinni stór- tjón. Móti þessn verður ekki mælt, og kunnum vjer Bændaflokks- menn þessum flokksbróður okkar enga þökk fyrir opinber skrif hans í þessa átt. Það eina, sem nu getur afplán- að undanfarna stjórnarfarslega ó- öld hjer, og ef til vill bjargað þjóðinni frá þeim afleiðingum, sem og utanaðkomandi hætta vegna ástandsins í heiminum nú, er það, að hægt sje að viðhalda því samstarfi flokkanna, sem nú er á stjórn landsins. Eins og Bændaflokkurinn hafði bent á, urðu deilur flokksmanna að lægja, svo þeirra á millum gæti myndast það samstarf, að hægt yrði að koma á þjóðstjórn. • BRJEF • við tjölðin Þetta hefir nú sem betur fer náð framgangi fyrir ötula fram- göngu góðra manna til langs tíma, bæði manna. úr Framsóknarflokkn um og Sjálfstæðisflokknum. Og þar sem alþm. A.-IIúnavatnssýslii J. P. var þar í fararbroddi frá upphafi, höfum vjer Bændaflokks- menn alveg sjerstaka ástæðu til þess að vera honum þakklátir fyrir framkomn hans og störf í þessa átt, og teljum sanngjarnt að það sje munað, er til næstu kosninga kemur hjer, hvenær sem það verður. Það er hinsvegar mjög leitt, hvað brjefritari Tímans hefir orð- ið „dauðhræddur“ að hans eigin sögn, um það, að alþm. J. P. væri eignað það, sem hann ekki ætti fullkomlega skilið, við nndirhnn- ing þess samstarfs flokkanna, sem nú er. En þetta hlýtur að vera fyrir ókunnugleika, þar sem hann telur nndirhúning samstárfs- ins fyrst hafa byrjað, þegar Framsóknarflokkurinn s.l. vetur opinþerlega hanð hinum flokkun- nm til samstjórnar. Þetta hefði enga þýðingu haft, ef ýmsir þing- menh hefðu ekki áður verið búnir að vinna lengi að samkomulagi. Annars verður að álíta, að þessi brjefritari þoli illa það sjálfstæði, sem hann hlaut við fráfall for- ingja okkar Bændaflokksmanna, ef hann strax er ko'minn á mála hjá Framsókn. En þar lítur helst út fyrir að „hundurinn sje graf- inn“ með þessn baktjaldabrjefi hans, þar sem hann gengur svo langt, að telja Hannes Pálsson ekki síður líklegt þingmannsefni, en Jón Pálmason, og orsökina tel- ur hann þá, að Hannes hafi fyrir mörgum árum á þingmálafundi talað eitthvað hlýlegar nm tilveru- rjett Bændaflokksins en Jón. Þetta eru nú í sjálfu sjer ekki mikið meiri meðmæli með Hann- esi, heldur en þó þessi Bænda- flokksmaður hefði sagt söguna, sem gekk fyrir mörgum árum lijer í hjeraðinu um ræðu, sem Hannes þá hjelt á kaupfjelags- fundi, er hann átti að hafa lagt til, að allir kaupmenn væru „skornir niður við trog“, til þess að greiða sem fljótast fyrir versl- nn samvinnufjelaganna. Nú eftir imörg ár getur enginn um það sagt, Iivað þessi maður hefir sagt eða ekki sagt nm eitt og annað. En það mundi margur ætla, sem þekkir fundahjal hans og pólitíska framkomti alla nú í seinni tíð, að hann ætti ekki er- indi inn á Alþingi, meðan sú sam- vinna á að haldast, sem: nú er um stjórn landsins. Það væri líka öll- um hest og ríkinn mikill sparnað- nr, að alveg yrði hætt við að prenta þingræður og halda þeim saman, áður en Hannes færi að „prenta þær uppá“. Því miður sýnir þetta umrædda haktjaldabrjef, að til eru menn, sem lítt hugsa um þjóðarheill, en meira um hitt, að viðhalda flokks- deilum og jafnvel skapa þær inn- an síns eigin flokks, líklega sjer til hagnaðar á einhvern hátt, eða. sem annara erindrekstrar. Annars væri óskandi, að þessi flokksbróðir kæmi aftur óskiftnr í hóp vorn Bændaflokksmanna, en hætti því baktjaldamakki viS Framsóknarmenn, sem hann nú virðist byrjaðtir á. Á öskudaginn 1940. Bændaflokksmaður í Austur-Húnavatnssýslu. Rökvísi „Tínians T eg skrifaði nýlega hjer í blaS ^ ið greinaflokk um „frant- leiðslu og launakjör“, áreitnis- laust með ölln og ekki frá f 1 okks- legu sjónarmiði. En jeg drap á nokkrar alkunnar, rótgrónar mei» semdir. ,,Tíminn“' liefir fnndiS sína lykt af þessu og fundist aS til sín væri talað. Þetta er ekki svo mjög óeðli- legt, af því að Framsóknarmenn hafa haft stjórn á fjármálum þjóS arinnar í samfelt 12 ár, þ. e. írá 1927—1939. Svarið er í Tínlaúum 17. þ. nu í 3 smágreinum. En þó þær sjexr smáar, þá er ótrúlega miklu í þær hlaðið af því sem mest einkemúr „Tímann“. Nokkur dæmi m» hefna: 1. Ekkert mark á að vera tak- andi á því sem jeg segi, af því sumir aðrir í Sjálfstæðisflokknum skrifi og hugsi öðruvísi . . 2. Mjer á ekki að vera nem alvara þegar jeg skrifa um lanna greiðslur af því jeg skrifi ekki sjerstaklega um þær í Fisksölu- samlaginu, Eimskipafjelaginu, hjá Reykjavíkurhæ og hönkunuín, 'rjett eins og þessar stofnanir ráði öllum launagreiðslum í landinu. ffeg dró nú ekkert undan, heldxnr rskrifaði yfirleitt um launagreiðsl- jur á sviði fjelagslífs og verslunar, alveg ósundurliðað. Það er nú samt dálítið undarlegt að Tíminn skuli óska eftir sjergrein um launin í bönkunnm, þar sem þeir hafa verið undir stjórn Framsóknar* ráðherra í 12 ár. Ef til vill kynm að mega bæta úr þessu nokkuð, síðar. 3. Þá lítur út fyrir, eftir 3. greininni, að nokkur orð í grein minni hafi orðið beinlínis gildra fyrir Tímann. f þeim boga hefir haipi fest löppina, svo óþyrmilega. Þetta er prentað upp með feitn letri og er rjett flutt. Það er svo: „Söluþvingun á innlendum neyslu vörum verður að hætta, og verðiS má ekki vera hærra en svo, a5 ekki sje freistandi fyrir neytend- ur að taka aðfluttar vörur með stríðsverði fram yfir“. „Tímanum“ þykir auðsýnilega voðalegt að bóndi skuli segja annað eins og þetta, en hver er ástæðan? Auðvitað sú, að það sje um að gera að hafa sem mesta FRAMH. Á SJÖTTU BÖHL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.