Morgunblaðið - 23.02.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1940, Blaðsíða 8
 Föstudagur 23. febrúar 19401 *; immnntflmHfflniHmimnimnH Síðasta Síöari hluti Litla píslarvottsin 3 nmiiuuuuiiuifflmiiuuiiuiiuiiio afrek rauðu akui íilfunnar Armand lagði hendlegginn um lierðar systur sinnar og dró hana luegt inn í kerruna. „Kæra systir“, mælti hann, „ef þú getur fundið einhver úrræði, svo að jeg geti leyst Iíf ykkar Percy, þá segðu mjer það strax“. En hún svaraði rólega og á- kveðið: „Það er ekkert úrræði, Armand. Ef það er, þá er það á guðs valdi“. X. kapítuli. Aðrir í hallargaxðinum. hauvelin og menn hans höfðu nú skilið við hitt föruneyt- ið. Brátt heyrðist hófadynur í fjarlægð, sem varð æ daufari, uns hann hvarf alveg. Þau Armand og Marguerite heyrðu nú Heron gefa þá fyrir- skipun, að hans kerra skyldi vera á undan. Þau sátu alveg kyr og biðu. Litlu síðar fór hin kerran hægt framhjá þeim á veginum. Heron stakk að vanda höfðinu út um gluggann. Yar hann ófrýnn ásýndar með skítuga bindið um ennið. Hann leit með hæðnisglotti á Marguerite, þegar hann sá hana við gluggann. „Biðjið allar þær bænir, sem þjer kunnið“, sagði hann og hló ruddalega, „að Chanvelin vinur minn finni Capet í höllinni, því að annars vitið þjer, hvað yðar bíður; þá munuð þjer ekki sjá jsólina koma upp í fyrramálið. Það er — annaðhvort eða — J>jer skiljið“. Hún forðaðist að líta á hann; því að það eitt, að sjá hann, vakti hjá henni hrylling — hið inagra andlit, alt bólugrafið, hinar þykku varir og skítuga bindið um enn- ið. — Alt vakti þetta viðbjóð. Ilann var nú auk þess sýnilega í æstu skapi. Það voru engin und- ur að maður eins og Heron væri órólegur, enda þótt samviskan vildi sofa, því að í eyrum hans endurhljómuðu neyðaróp hinna mörgu saklausu manna, sem hann hafði fórnað á altari metorða- girndar sinnar og hins taumlausa haturs. Eftir Orczy Hann gaf hermönnunum stutta fyrirskipun, að skipa sjer í rað- ir og hrópaði þvínæst: „Áfram!“ Marguerite var í miklum spenning. Hún heyrði traðk hestanna fast við kerruna. Nú var kerra Herons á undan. Hún heyrði skröltið í hjólunum og hróp öku- mannsins, þegar hann var að hotta á hestana. Kerran hristist ákaft. Margue- rite hafði svima; hún hallaði sjer aftur með lokuð augun og hjelt í hönd Armands. Tími, rúm eða fjarlægð var ekki lengur til. Að- eins danðinn, sem er hærra öllu, var eftir. Hann gekk á undan ineð sigð yfir öxlinni og vinkaði ánægjulega til hinna, sem á eftir komu. Enn varð stopp. Það marraði og brakaði í kerrunum. Sumir hestanna prjónuðu, er svo skyndi- lega var tekið í taumana. „Ilvað er nú að?“ heyrðist hás rödd Herons í myrkrinu. „Það er svartamyrkur, horgari“, var svarað af einhverjum á und- an. „Okumennirnir geta ekki sjeð fram: á makka hestanna. Þeir vilja fá að vita, hvort þeir megi ekki kveikja á luktunum og teyma hestana“. „Þeir mega teyma hestana“, svaraði Heron biturt, „en jeg vil engin ljós hafa. Við vitum ekki hvaða fábjánar kunna að leynast bak við trjen, í von um, að geta sent mjer kúlu í hausinn — eða yður, undirforingi — við förum ekki að kveikja Ijós, til þess að verða skotmark fyrir þá — finst yður? En látið ökumemiina teyma hestana; svo geta tveir ykkar, sem eruð í Ijósum fötum, farið af baki og gengið á undan“. Meðan verið var að framkvæma þessa fyrirskipan, lirópaði hann ennþá: baronessu • „Erum við langt frá bölvaðri kapellunni ?“ „Yið getum ekki verið langt frá henni, horgari. Allur skógurinn er ekki nema sex rnílur á hvern veg og við höfum þegar farið tvær mílur“. „Þögn!“ öskraði Heron. „Hvað var þetta? Þögn, segi jeg! Getið þið ekki heyrt, bölvaðir?“ Það varð dauðaþögn. Oli eyru lögðu sig við að hlusta. Eu hest- arnir voru ekki rólegir. Þeir jöpl- uðu á beislismjelunum, frísuðu og lömdu niður fótunum, vildu sýni- lega halda áfram. Þegar hlje varð á þessu tiltæki hestanna og graf- arkyrð yfir öllu, virtist nákvæm- lega sama endurhljóma frá skóg- inum — japl á beislismjelum, frís og fótatramp hesta, líkast því sem einhverjir væru á ferð langt inni í skóginum. „Það er Chauvelin borgari og menn hans“, hvíslaði undirfor- inginn eftir stutta þögn. „Þögn — jeg vil hlusta“, kom stutt, en ákveðin fyrirskipun. Enn á ný hlustuðu allir. Menn- irnir þorðu varla að draga and- ann. Þeir tóku um beislin og reyndu að róa hestana. Og aftur heyrðist sama út í myrkrinu, sem virtist benda til þess, að menn og hestar værn í nánd. „Já, það hlýtur að vera Chauve- lin borgari“, sagði Heron að lok- lim; en auðheyrt var á röddinni, að hann var smeyknr og ekki sannfærður um, að það væri Chauvelin. »„.Jeg hjelt, að hann myndi vera kominn til hallarinn- ar“. „Hann hefir ef til vill orðið að fara fetið vegna myrknrsins, Heron borgari“, sagði undirfor- inginn. „Höldum þá áfram“, mælti Heron,^ „því fyr sem við náum honum, því betra“. Riddararnir, kerrurnar tvær,- ökumennirnir og mennirnir, 'TytexT jnú^u/t\hc^Á/rux Liðsforingi einn í enska hern- um, sem bar föðurlega umhyggju fyrir hermönnunum í sinni sveit, ljet dag nokkurn kalla á einn hermannanna fyrir sig, segir enskt blað. — Það eru erfiðir tímar heima fyrir, sagði liðsforinginn, og flest- ir okkar reyna að senda heim nokkra skildinga af launum okk- ar. En jeg hefi tekið eftir því, að þjer^sendið aldrei peninga heim. — Ef þjer haldið, að það hafi einhverja þýðingu, herra liðsfor- ingi, sagði hermaðurinn, megið þjer senda konunni minni nokkra skildinga af mínum launum. En hún hefir 70.000 krónúr á ári í rentufje. ★ Eftirfarandi á að hafa átt sjer stað á heimili einu í Kaupmanna- höfn: Húsfreyjan varð skyndilega lasin og háttaði ofan í rúm. Mað- ur hennar sendi eftir lækni. Eftir nokkrar mínútur kom læknirinn út úr svefnherherginu og sagði við manninn: — Jeg gæti best trúað, að það væri lítil Angina á ferðinni. — Hamingjan góða! sagði eig- inmaðurinn, og við sem eigum f jögur fyrir! ★ Það skeður margt í myrkrinu í borgum ófriðarþjóðanna, þar sem ekki má sjást glæta af ótta við loftárásir. Eftirfarandi saga er frá London. Tveir menn rákust á í myrkr- inu og annar sagði: — Þjer getið víst ekki sagt mjer, hvert jeg er að fara? — Jú, þjer eruð að ganga út í Serpentinvatnið í Hyde Park. Jeg Var að koma upp úr því! ★ I ítalska hjeraðinu Darano hjá Medine var framinn óvenjulegur þjófnaður á dögunum. Sami mað- ur heimsótti sjö kirkjur og stal kirkjuklukku í hverri kirkju. Þetta gerðist alt sömu nóttina. Álíka merkileg þykir sagan um ameríska liðþjálfann, sem nýlega var dæmdur í New York. Hann hafði selt gamlar fallbyssur frá hinu sögulega Jay-virki. Kaupand inn var — fornsali. ★ Sigga litla kemur hágrátandi heim úr skólanum og segir, að stór strákur hafi sparkað í hana. — Hvað er að heyra þetta, Sigga mín, sagði mamma hennar. Hefir þú grátið svona alla leið frá skólanum? — Nei, jeg hyrjaði hjerna við húshornið. ★ i — Tókstu eftir náunganum, sem við ókum á ? ’ — Já, en mjer leist statt að segja ekkert sjerlega vel á hann. sem gengu á undan og teymdu hestana, komust nú á hreyfingu aftur. Aftur hófst þetta tómlega og eymdarlega ferðalag í svörtu náttmyrkrinu. Armand og Marguerite sátu í kerrunni og hjeldust fast í hend- ur. „Það er de Batz og vinir lians“, hvíslaði hún mjög lágt. ,,De Batz?“ spnrði hann ótta- sleginn, því hann gat ekki sjeð framan í Marguerite í myrkrinu; og vegna þess, að hann gat ekki skilið, hversvegna hún fór alt í einu að tala um de Batz, hugsaði hann með ógn og skelfingu, að spá hennar væri að rætast, að húu — örmagna af þreytu og hræðslu — hefði skyndilega mist vitið. „Já, de Batz“, svaraði hún. „Perey sendi honum brjef, og bað hann að inæta sjer — hjer. Jeg er ekki brjáluð, Armand“, bætti hún við róleg. „Sir Andrew fór með hrjefið til de Batz daginn sem við fórum frá París“. „Guð minn góður“, stundi Ar- mand og tók utan um systur sína, eins og til þess að vernda hana. „Ef ráðist verður á Chauvelin og menn hans — ef------- „Já“, sagði hún með sömu ró, „ef de Batz ræðst á Chauvelin og kemst á undan honum til hallar- innar og verst þar, verðum við skotin, Armand — —• og Percy“. „En er Dauphinen í Cháteau d’Ourde?“ „Nei, ]>að held jeg ekki“. „Hversvegna hefir þá Perey kallað á de Batz til hjálpar? Nú þegar------t—“. „Jeg veit það ekki“, sagði hún og var vonleysishreimur í rödd- inni. „Þegar hann skrifaði brjef- ið, gat hann að sjálfsögðu ekki vitað, að þeir myndu taka oltkur með sem gisl. Hann hefir ef til vill hugsað, að hann gæti komist undan, ef gerð yrði óvænt árás að nóttu til — og hann væri einn. En nú, þegar þú og jeg erum með.-----—■ Æ, hve hræðilegt þetta er alt; jeg botna ekki neitt í neinu“. „Heyrðu!“ sagði Armand skyndi lega og greip fast um handlegg hennar. „Stopp!“ heyrðist rödd undir- foringjans í myrkrinu. I þetta skifti var ekki um að villast. Illjóðið heyrðist greini- lega. Það var ekki langt undan. Það var hljóð frá manni, sem kom hlaupandi og stynjandi. Hrópin heyrðust við og við milli hlaupanna. Framh. GUÐSPEKIF JELAGAR! Reykjavíkurstúkan í kvöld. BETANÍA. Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 8i/£. Ingvar Árnason talar. (Passíusálmar). HÚSMÆÐRADEILD KVENNASKÓLANS 3 stúlkur geta komist að nú þegar vegna forfalla þeirra, er ráðnar voru á námskeið það, er nú stendur yfir. Ingibjörg H. Bjarnason. • Jáutps&ajiuc % AFSKORIN BLÓM Kabtusbúðin, 0 Laugaveg 23. Sími 1295. TESLA-VJEL til sölu (fyrir lækna eða snyrti^ stofu). Stofa 3 Landakoti kL- 3—5. VEL SIGINN FISKUR í matinn í dag. Simar 1456,* 2098 og 5275. BILLIARDBORÐ 5x9 fet, eik, lítið notað tiT sölu. A. v. á. Vil kaupa NOTAÐA KOLAELDAVJEL. Uppl. í síma 2733. MEÐALAGLÓS og FLÓSKUR keypt daglega. Við sækjum. Hringið í síma 1616. Laugaveg® Apótek. ÞORSKALtSí frá Laugavegs Apóteki kostar aðeins kr. 1,35 heilflaskan. Vi® sendum. Sími 1616. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Bjöm Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. DÓMUFRAKKAR' ávalt fjrrirliggjandi. Guðm. Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela*. glös og bóndósir. Versl. Alda., sími 9189, Hafnarfirði. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfum pokum á kr. 5.50 og kr. 3,00- Sendum. Sími 1619. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypel% glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. FULLVISSIÐ YÐUR UM að það sje Freia-fískfars, sem þjer kaupið. EFTIRMIDDAGSKJÓLAR og blúsur í úrvali. Saumastofan Uppsölum, Aðalstræti 18. — Sími 2744. SAUMASTOFA. Sauma dömu- og barnafatnað^ Júlíana V. Mýrdal, Þórsgötu 8. REYKHÚS HarðfUksöIunnar við Þvergötu, tek.ur kjöt, fisk og aðrar vörui til reykingar. Fyrsta flokk; vinna. Sími 2978. OTTO B. ARNAR, löggíltur útvarpsvirki, Hafnar- . stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ^ ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. SKRIFSTOFA eitt gott herbergi, til leigu S Laugavegs Apóteki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.