Morgunblaðið - 23.02.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1940, Blaðsíða 3
Föstudagfú'r'%S. febrúar 1940. MORaUMBLAÐIÐ 3 rpmu var á Alþingi í gær Heildarágóði happdrættisins 930 þús. krðnur Verulegur niður- skurður á 16. grein Rithöfundarnir og listamennirnir Ungur Nnrðmað- ur veiður ðti f Biskupstungum kotnnir aftur inn í fjárlögin qi»T ~ Fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1941 var útbýtt Ar.já’ Alþingi í gær. Heildarútgjöldin á rekstrar- ' yfirlitinu eru áætluð 16.9 milj. króna og er það um einni miljón króna lægra en á f járlögum þessa árs. Rekstráíáfgangur er áætlaður 825 þús. kr. á rekstraryfir- litinu, en á sjóðsyfirlitinu er greiðsluhalli tæpar 170 þús. kr., þannig að þessa upphæð vantar til þess að rekstrartekjur árs- ins standi undir greiðslu afborgana fastra lána, sem eru á sjóðs- yfirlitinu. Á fjárlögum þessa árs er greiðsluhallinn áætlaður 572 þús. króná. BÍt <>---------------------------------- Allmiklar n þreytingar hafa verið gerðar á fjárlagafrum- varpinu frá fjárlögum þessa árs, sem Alþingi áámþykti rjett fyr- ir áramótin síðustu . Skattar og tollar eru áætlaðir 450 þús. kr. lægri, því að gert er xáð fyrir, að aukatekjur, vitagjald, bifreiðaskattur og vörumagnstóllur minki. Styðst sú áætlun við reynslu s. 1. árs. Tekjur af ríkisstofnunum eru og áætlaðar nokkru lægri og 'byggist það á sömu reynslu. HÆKKANIRÍ Ýms útg'jölfl hækka óumflýj- anlega, vegna vaxandi dýrtíðar. Þannig er í ifjárlagafrumvarp- inu nýr útgjaldaliður, 500 þús. kr., vegna dýctíðaruppbótar á Jaun starfsmanna ríkisins. Síð- asta Alþingi heimilaði ríkis- stjórninni að greiða opinberum starfsmönnum dýrtíð^ruppbót. Hefir stjórnin iháft það mál til undirbúnings, en framkvæmdir ekki orðið éníiþá. Sennilega fær Alþingi málið til meðferðar. Kostnaður við stjórnarráðið hækkar um 8400 kr.; er það aðallega aukinn kostnaður við endurskoðun, við framkvæmd hinna nýju tolllaga. Kostnaður við ríkisfjehiíslu og bókhald hækkar um 7000 kr.; þá hækk- ar kostnaður við útgáfu ríkis- reiknings og stjórnartíðinda um 8500 kr., vegna síhækkandi verðlags á pappír og prentun. Kostnaður við Hágstofuna hækk ar um 8000 kr., vegna aukinn- ra vinnu við skýrslur um mann- talið. Síðasta Alþirigi fjölgaði em-< bættum hjer í Reykjavík (saka- dómari) ; þetta hefir í för með sjer aukinn skrlfstofukostnað, sem áætlaður er rúmar 20 þús. kr. Ýmsir liðir aðrir hækka, svo sem; Bifreiðaefiirlitið 2000 kr., til fjelagsdóms 66Q0 kr., vegna launahækkunar áómenda ; sam- eiginlegur kostnaáur við em- FRAMH. A 8JÖTTU SÍÐU Samgöngur eru að kcmast i eðlilegt tiorf Unnið hefir verið aS snjó- mokstri á helstu þjóð- veginum út frá Reykjavík und- anfarna daga og eru nú sam- göngur að færast í eðlilegt horf aftur. Fært er nú orðið í Mosfells- sveit og á Kjalarnes. í gær var unnið við að moka snjó af veg- um milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur og Suðurlandsvegin-' um austur að Sandskeiði og í ölfusinu. Var búist við að bílar að austan kæmust á Kambabrún í gærkveldi. SNJÓKOMA A HELLISHEIÐI. Morgunblaðið átti tal við Kol- viðarhól í gærdag um 5 leytið. Þá var snjókoma þar og hiti við frostmark. Fyr um daginn hafði rignt, eða verið bleytu. slydda. 6 manns hafa verið veð- urteptir á Kolviðarhól síðan s. 1. mánudag. Mikill snjór er á Hellisheiði og hefir lítið tekið upp í þíð- viðrinu í fyrrinótt og gærmorg- un, en nokkuð hafði fokið í skafla. Um 70 manns vinna að snjó- mokstri á Suðurlandsveginum og er búist við að bílfært verði austur í Skíðaskála á laugar- dag, þar er nú alt á kafi í snjó. Framhaldsstofnfund hjelt báta- fjelagið „Björg“ s. 1. sunnudag. 13 nýir bátaeigendur gengu í fjelagið og eru þá alls 44 með- limir fjelagsins. Stjórn var kosin í fjelaginu og lög samþykt. Stjórn iná skipa: Henrik Ottóson, förm. Friðrik G. Jóhannsson, varaform. Ingólfur Lárusson, gjaldkeri. Sig- Valdi Sveinbjarnarson, fjármála- ritari, Ágúst Jóhannesson, ritari og meðstjórnendur Pjetur Hans- son og Einar Erlendsson. Ungur Norðmaður, Olav Sanden, sem stundað hefir garðyrkjustörf á Syðri- Reykjum í Biskupstungum, varð úti í ofveðrinu s. I. mánudag. Sanden fór s. 1. laugardag, áður en byrjaði að snjóa í skemtiferð að Efsta-Dal, en jþangað er um hálftíma gangur frá Syðri-Reykjum. Dvaldi hann • þar á sunnudag, en klukkan 8 á mánudagsmorgun lagði hann af stað og ætlaði að Syðri- Reykjum. Veður var þá slæmt, hríðarveður og færðin afleit. Hefir Sanden ekki komið fram síðan hann fór frá Efsta- Dal. Menn úr Biskupstungum leit- uðu allan mánudaginn og þriðju dag og miðvikudag, en í gær er blaðið átti tal austur, var Sand- en ófundinn og engin von talin að hann væri lifadi. Olav Sanden, sem er um tví- tugt, hefir dvalið á Syðri- Reykjum í hálft annað ájr. Hann var bróðir konu Stefáns Þor- steinssonar garðyrkjufræðings í Hveragerði. Fjármaður verður úti hjá Galtalæk að slys vildi til í óveðri því, er geysað hefir um Suður- land undanfama sólarhringa, að Stefán Jónsson, yinnumaður á Galtalæk varð úti, er hann var á leið til kinda í fjárhúsi, um hálfr- arklukkustundar gang frá bænum. Fannst lík hans í fyrradag í skafli. Stefán heitinn var um hálf sextugt og ókvæntur. Hann var gegn maður og vel látinn. Aftakaveður hefir verið á Landi — eins og annarsstaðar sunnan- lands — síðan um síðustu helgi, ofsarok á landnorðan, með fá- dærna snjókyngi og öskubyljum. Hafa menn suma daga ekki treyst sjer til fjárhúsa, og á einum bæ ljet ungur og fullhraustur maður fyrirberast í fjárhúsi skamt frá bænum í tvo sólarhringa. Reyndi hann að komast til bæj- ar, en varð að snúa aftur, þegar í stað. Talið er, að fjenað hafi fent frá sumum bæjum. ftalskur kafbátur kafaði í gær niður í 110 metra dýpi og ,er það meira en dæmi eru til að kafbátur hafi kafað áður. Kaf- bátur þessi var á æfingu í Genúaflóa. vjelbátar frá Sandgerði leituði að vjelbátnum „Kristjáni“ í gærdag, og aúk þess , voru með í leitixmi, varðskipið Ægir, Óðinn og Sæbjörg. Leitin bar engan árangur í gær. Það gerði léitina að „Kristjáni“ torveldari, að dimt var yfir og illt í sjó. Sandgerðisbátarnir hættu leitinni í gærkveldi, en Ægir, Óð- inn og Sæbjörg, halda áfram að leita. Nefndarkosninyar i bæjarstjúrn Abæjarstjórnarfundi í gær fór fram kosning í framfærslu- nefnd og heilbrigðisnefnd. Þrír listar komu fram við kosn- ingu í framfærslunefnd, sameigin- legur li§ti frá Sjálfstæðisflokkn- um og Framsókn, er fjekk 10 atkvæði, og kom 4 mönnum að, og listi frá Alþýðuflokknum, er kom einum í nefndina. Þessir voru kosnir: Sjálfstæðis- menn þrír, er þar voru áður, Guð- mundur Ásbjörnsson, Bjarni Bene- diktsson og Guðmunduj Eiríksson og 4 maður á þeim lista Fram- sóknarmaðurinn Kristjón Kristjóns son, Alþýðuflokkurinn fjekk Arn- grím Kristjánsson kosinn, en kommúnistar komu engum að. Full trúi þeirra í nefndinni var áður Laufey Yaldimarsdóttir. Varamenn í framfærslunefnd voru þessir kosnir: Frú Guðrún Jónasson, Pjetur Halldórsson, Helgi H. Eiríksson frá Sjálfstæð- ismönnum, Framsóknarmaðurinn Tryggvi Guðmundsson bústjóri og Jón Brynjólfsson skrifstofustjóri frá Alþýðuflokknum. í heilbrigðisnefnd var og kosið. Lög mæla svo fyrir, að lögreglu- stjóri og hjeraðslæknir sjeu sjálf- kjörnir í nefndina. Ennfremur að kjósa skuli mann úr bæjarráði, og var Guðmundur Ásbjörnsson kosinn sem bæjarráðsmaður. Þá mæla lögin svo fyrir, að kjósa skuli verkfræðing í nefndina, sem sje í þjónustu bæjarins. Var Val- geir Björnsson kosinn, og 5. mað- ur í nefndina var kosin frú Guð- rún Jónasson. „Dýraverndarinn* ‘, febrúarhefti, er kominn út. í ritinu eru meðal annars greinar um Friðun Eld- eyjar, um „Jón Bjarnason og tóf- una“, „Þegar spori hvarf“, „Vits- munir og vanafesta“, o. fl. Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 8i/2 almenn samkoma. Ólafur ól- alsson, kristinboði, talar. Háskólínn þarf framlengíngtf eínkaleyfísíns ■— i ■ l? ram er komið stjómarfrum- varp um heimild tilv að framlengja um 3 ár (frá 1. jan. 1944) einkaleyfi Háskólans til þess að reka happdraetti. í greinargerð segir: Þegar lögin um happdrætti voru sett og einkaleyfistími há- skólans ákveðinn 10 ár, var vit- anlega rent alveg blint í sjóinn um það, hvort þessi einkaleyf- istími væri nægilegur til þess að ljúka við hús handa háskól- anum. Reynslan hefir nú sýní, að langt er frá því, að allir hlpt. ir happdrættisins hafi gengið út. Þeir eru 25000, eða reiknað í fjórðungum 100000, en salan hefir verið þau 6 ár, sem happ- drættið hefir starfað, eins og hjer greinir (miðað við 10. fl.) ; 1934' 45080 fjórðungsmiðar 1935 64968 — ; í 1936 67779! — 1937 67437 — 1938 76064 — 1939 77200 — Hefir happdrættið á þessum árum gefið af sjer alls 930000 krónur, þegar frá er dreginn á- góðahluti atvinnudeildar háskól ans (10%, ágóðinn 1939 er á- ætlaður). Má áætla, að það gefi á þeim 4 árum, sem eftir eru af einkaleyfistímanum, 650000 til 700000 krónur, og er þá ágóð- inn alls á einkaleyfistímanum um kr. 1580000 til 1630000 krónur. Þessi fjárhæð hefði að sjálf- sögðu nægt til verksins, ef ekk- ert hefði breytst frá því sem var, þegar lögin voru sett. En nú er þess að gæta, að fyrst voru lagðar 200000 kr. í þús fyrir rannsóknarstofnun háskól-J ans, og yvo hefir verðlag farið mjög mikið hækkandi. Eftir því sem næst verður komist mun kostnaðurinn við hús og lóð verða um 2 milj. kr. Hefir bygg- ingarnefnd háskólans þó kom- ist hjá stórkostlegri verðhækk- un með því að herða á verkinu langt umfram það, sem tekjur hafa fengist til. Er nú komið svo, að húsinu má ljúka á þess-i 'úm vetri og næsta sumri, ef nægilegt fje er hægt að fá. Er það fullkomin nauðsyn, því að vænta má geysilegrar hækkun- ar á öllum liðum. Háskólaráð býst við að geta aflað lánsfjár til þess að ljúka™ verkinu nú, ef full trygging er1 fyrir því, að tekjur happdrætt-* isins gangi til greiðslu lánanna, eða með Öðrum orðum, ef leyf- istíminn er svo langur, að víst megi telja, að hann nægi til þess að greiða allan kostnað af verkinu. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.