Morgunblaðið - 27.02.1940, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 27. febrúar 1940
STÆRSTI ÓSIGUR FINNA
Rús§ar herða
séknina til
Viborgar: Nf
sókn í Norður-
Finnlandi
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
FINNAR biðu í dag sinni stærsta ósigur, síðan
stríðið í Finnlandi hófst. í tilkynningu finsku
herstjórnarinnar í dag segir, að Bjarkarey hafi
verið yfirgefin.
Bjarkarey var eitthvert öflugasta virki Finna í vest-
anverðri Mannerheimlínunni. Fallbyssurnar þar eru sagð-
ar hafa átt mestan þátt í því, að hrinda mörgum áhlaupum
Rússa á þessum hluta Kirjálavígstöðvanna.
Mikilvægar er þó, að virkin á Bjarkarey hafa getað hindrað
að rússnesk herskip kæmust nálægt ströndinni á Kirjálaeiði og
sett herlið þar á land. — Og í þriðja lagi hefir varnarliðið á
eynni hindrað að Rússar gætu sótt fram yfir ísinn á Kirjálabotni
og komið að Mannerheimvirkjunum aftanverðum. Hafa Rússar
reynt þetta hvað eftir annað, en afleiðingin hefir ekki orðið önnur
en gífurlegt mannfall í liði þeirra.
VIBORG NÆSTA MARKIÐ.
Það er ekki að fullu kunnugt um, hvað orðið hefir um varn-
arliðið í Bjarkarey. En talið er að því hafi tekist að komast und-
an yfir ísinn til meginlandsins.
Eftir fall Bjarkareyjar greiðist för Rússa til Viborg. En þeir
eru þó enn 9—10 km. frá borginni, þar sem þeir eru komnir næst
henni.
Per Albín Hansson ræðír tim
hættnna á því að Norðuríönd
dragíst ínn í stríð — og segír:
Áhættan er
augljós
' '-J - 1 «
Fnndur utanrlkis-
málaráðherranna
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
ÞAÐ er talið, að utanríkismálaráðherrarnír þrír,
Munch, Koht og Gunther, hafi.haft í hönduni
upplýsingar, sem ekki er heppilegt að birta
almenningi að svo stöddu, um hættuna sem Norðurlönd
eiga yfir höfði sjer um það að dragast inn í styrjöld, er
þeir komu saman í Khöfn um helgina. Það hefir orðið til
að staðfesta þenna orðróm, að Per Albin Hansson, forsæt-
isráðherra Svía sagði í ræðu, sem hann flutti í gær, „að
hættan á því að Norðurlönd dragist inn í stórveldastyrj-
öldina, sje alveg augljós“.
í frásögn sinni af fundi utanríkismálaráðherranna
segir danska blaðið Politiken í dag, að þessi hætta sje ekki
aðeins fræðilegur möguleiki. Blaðið segir, að alvöruorð
sænska forsætisráðherrans hafi leitt í ljós, hvað það væri,
sem lægi á bak við fund utanríkismálaráðherranna.
Fundinum var lokið í gærkvöldi, þrátt fyrir a8 Giinther ut-
anríkismálaráðherra Svía hafi ekki komið til Kaupmannahafnar
fyr en um miðjan dag í gær. í hinni opinberu tilkynningu, sem
birt var eftir fundinn, er m. a. lögð áhersla á nauðsyn þess að frið-
helgi hlutlausra svæða sje virt. Er enginn vafi á því, að þetta kom
fram vegna Altmark-atviksins.
SJÓHERNAÐURINN OG NORÐURLÖND.
Mótmæli ráðherranna gegn sjóhernaðinum, sem ekki fer að
alþjóðalögum, eru ákveðnari, en menn eiga að venjast frá Norð-
urlandaþjóðunum. ,,Politiken“ gerir ráð fyrir að Norðurlönd fari
þess á leit við Breta að ákvæðunum um viðkomu hlutlausra skipa
í eftirlitshöfnum, verði breytt. En pm leið er gert ráð fyrir að Þjóð-
verjum verði send orðsending þar sem enn er vitnað til alþjóðaw
laga.
Þjóðverjar hafa ráðlagt hlutlausum þjóðum að hætta sigl-
ingum á svæðinu, sem eru hættuleg umferðar vegna stríðsins. Ef
farið verður að þessu ráði, segir ,,Politiken“, stöðvast ekki aðeins
samgöngur Norðurlanda við Vestur-Evrópuþjóðirnar, heldur líka
við ýmsar hlutlausar þjóðir.
Það er augljóst, hve örlagaríkar afleiðingar það myndi hafa.
Á þessari leið eru öflug varn-
arvirki Finna, og er talið að
Rússar muni ekki geta tekið þau
nema með miklu mannfalli. —
Finnar eru auk þess sagðir hafa
dregið að sjer nokkurn liðsauka.
En fregnir frá Helsingfors í
kvöld herma að Rússar dragi
líka að sjer lið á vestanverðu
Kirjálaeiði og búi sig undir að
fylgja eftir Bjarkareyjarsigrin-
um. íSjálfir segjast Rússar hafa
tekið 38 varnarvirki Finna á
vestanverðu eiðinu í dga.
VIBORG
Látlausri skothríð er haldið
uppi á Viborg úr langdrægum
fallbyssum Rússa. Frjettaritarar
sem voru á Spáni, þegar borg-
arastyrjöldin geisaði þar, segj-
ast aldrei hafa sjeð borg eins illa
ieikna og Viborg er nú. Öll um.
ferð-um hinar snævíþöktu göt-
FRAMH, Á SJÖTTU Sfi>U
Kirjálaeiðið. Kortið sýnir m. a.
Bjarkarey og Viborg.
FriOar-
boöskapur,
þrðtt fyrlr alt?
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
umner Wells, erindreki
Roosevelts, sem sendur var
til Evrópu til þess að kynna sjer
ástandið eins og það kemur
framandi gesti fyrir sjónir, hef-i
ir þegar átt klukkustundar tal
„vinsamlegt“ (eins og það er
oiðað í opinberri tilk.) viðtal
við Mussolini og fer annað kvöld
áleiðis til Berlín, til að ræða við
Hitler.
En áður en hann fer til Berlín,
'mun hann að líkindum ganga á
^fund páfa, á morgun.
Sumner Wells kom til Róm
1 um helgina. fí morgun átti hann
2 klst. samtal við Ciano greifa,
áður en hann gekk á fund Musso
linis. Ekkert hefir verið látið
uppi um það, hvað þeim fór á
milli.
En það er opinberlega stað-
fest að Sumner Wells hafi flutt
FRAMH. Á SJÖTTNDU Sfi«J
Ffnnar fúsir
að fallast ð
málamiðlun
En vilja heið-
arlegan ftið
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
regnir hafa enn komist á loft
um að verið sje að athuga
möguleikana um málamiðlun
milli Finna og Rússa. En engin
staðfesting hefir fengist á þessu.
Fulltrúi Finna í London ljet svo
jun mælt við breskan frjettarit-
ara, sem bar þenna orðróm undir
hann, að Finnar væru hvenær sem
er reiðubúnir til að fallast á mála-
miðlun í stríðinu milli þeirra og
Rússa, með því skilyrði, að frið-
urinn, sem saminn vrði, yrði heið-
arlegur friður.
Fulltrúinn viðurkendi, að það
væri alvarlegur ósigur, sem Finn-
ar hefðu beðið, er þeir mistu
Bjarkarey. Hann sagði, að það
,sem Finna vantaði, væru ekki
menn, heldur fallbyssur og
skotfæri. Þeir hefðu að vísu
fengið all-mikið af hergögnum,
en þeir hefðu ekki fengið nóg og
ekki eins mikið og þeir hefðu
beðið um.
Fulltrúinn viðurkendi, að horf-
urnar væri langt frá því bjartar
fyrir Finna.
Frá Washington hafa í dag bor
ist fregnir um, að Finnar hafi gert
geysistóra skotfærapöntun hjá
amerískum skotfæraverksmiðjum.
Til þessa hafa Finnar varið til
kaupa á hergögnum í Bandaríkj-
unum samtals 12y2 rniljón króna.
Mikið af hergögnum frá Banda
rkíjunum er á leiðinni til Finn-
Jands, eða rjett ókomið þangað.
Sjóomsta
í vænd-
um?
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær. ,
amhljóða fregnir Reuters-
frjettastofunnar og Ex-
change-frjettastofunnar herma
að þýsk herskip sjeu í höfn-
inni í Petsamo í Norður-Pinn-
landi, sem nú er í höndum
Rússa, og í Murmansk. Eru
skipin sögð eiga að hafa sam-
vinnu við rússnesk herskip. .
Þetta er orsökin til þess, 1
segja báðar frjettastofurnar, *
að bresk herskip eru nú skamt
undan Petsamo á milli þýsku
herskipanna og bækistöðva
þeirra heima í Þýskalandi.
Frá stríðsþjóðunum hafa
fyrstu dómarnir um hina
opinberu tilkynningu ráð-
herranna þegar borist. —
Þjóðverjar leggja áherslu á
að tilkynningín sýini, að
Norðurlöndin sjeu farin að
gera sjer grein fyr|r, að
markmið Breta með hjálp
sinni til Finna sje að skapa
nýjan vígvöll á Norðurlönd-
um.
Telja Þjóðverjar vel farið að
augu Norðurlanda sjeu farin að
opnast fyrir þessu.
I Frakklandi er bent á ósam-
ræmið í því að Norðurlandaráð-
Jherrarnir hafi í október 1939
lýst yfir að þeir stæðu sem §inn
,maður með Finnum, en nú lýsi
þeir því enn yfir, að þeir ætli aö
b-ita öllum kröftum til að varð-
veita sitt eigið hlutleysi.
HIN OPINBERA
TILKYNNING.
Tilkynningin sem birt var að
1 knum ráðherrafundinu er á
þessa leið (skv. frjett frá sendÞ
herra Dana) :
Á fundi þessum var rætt um
mál, sem standa í sambandi við
finsk-rússnesku styrjöldina. —
Utanríkismálaráðherrarnir
lfcggja áherslu á það, að öllum
Norðurlandaþjóðunum er það
hin hjartfólgnasta ósk og dýpsta
alvörumál, að styrjöld þessi fái
sem fyrsf sína friðsamlegu lausn,
er varðveiti óskert sjálfstæði
Finnlands. Utanríkismálaráð-
herrarnir staðfestu samning
allra ríkja þeirra um hlutleysis-
stefnuna. Þeir vísa á bug öllum
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.