Morgunblaðið - 27.02.1940, Side 5

Morgunblaðið - 27.02.1940, Side 5
í*riðjudagur 27. febrúar 1940 Ötgeí.: H.f. Árv&kur, Reykjavlk. ; RSt»t jðrar: Jön K'jartanaaon, Valtýr Stefánnon < ábyrjBarm.). Anglýsíngar: Árnl ól&. Sltatjörn, auglýalnjfar ok *f«rr»10»l&: Austuratrntl 8. — fllml 1(00. Áakriftargjald: kr. 8,00 A mánutjl. 1 l&usasölu: 15 aur& elnt&klB, 25 aura os«0 l.oabök. Atvinnumálin Breylingar á §(jórn SIy§a- va rnafjelags p Islandi 'T ræðu þeirri er Ólafur Thors *■ atvinnumálaráðherra flutti í útvarpinu í gærkvöldi, fá menn mjög glögt yfirlit bæði yfir ýmsa þætti atvinnulífsins og íramþróun þeirra. En það, sem setur svip sinn á alt athafnalíf yort á þessum tímum, er hin mikla óvissa um alt, er snertir framtíðina. Það sýnir sig best í ísfiskssölunni, sem eina vikuna eða mánuðinn gefur nokkrar liagnaðarvonir til þess svo, að skömmum tíma liðnum að valda stórtjóni. En ræða atvinnumálaráðherr- ans gefur marini hvergi nærri- einhliða dapra mynd af atvinnu- vegum landsmanna og framtíð jþeirra, því samkvæmt yfirliti hans höfum við á undanförnum árum brotist gegnum erfiðleika sem að óreyndu hefðu öllum talist ófærir. Ef einhver hefði sagt það fyr- ir, árið 1934 eða 1935, að næstu árin mistum við 15 miljóna króna saltfisksmarkað á Spáni, þá myndi sá spádómur hafa ver- ið nefndur spá um algert efna- hagslegt hrun íslenskrar útgerð- ar. En þetta hefir ekki reynst svo. Að vísu hefir t. d. togaraútgerð- in verið þess vanmegnug að end- umýja flotann. Og fjárhagur flestra útgerðarfyrirtækja hefir verið mjög þröngur. En alt hef- ir þetta baslast áfram ótrúlega vel. Og kemur m. a. þá tvent til. Þó hlálegt megi virðast, þá hefir það í markaðsvandræðun- um orðið okkar lán í óláni, að afli hefir verið óvenjulega lítill síðustu árin, því af tvennu jllu var það skárra fyrir þjóðarbúið að afla ekki nema það, sem markaðir tóku, heldur en að kosta stórfje í fisk, sem reyndist óseljanlegur. Síldaræfintýrið kom í staðinn. Síldin er farin að gefa lands- mönnum meiri björg í bú, en jþorskurinn, þessi dutlungafulla sjávarskepna, sem fyrir eina tíð var fordæmd og alt sem henni við kom, vegna þess, hve stopul ^eiðin er og áhættusamt alt var sem snerti síldarverslun. Þegar Spánarmarkaðurinn og Selvogsbankaveiðin brugðust samtímis, varð síldin hjalpar-- hellan. Hvernig sá atvinnuvegur er, lýsir sjer m. a. vel í því, sem at- vjnnumálaráðherrann sagði í ræðu sinni, að ef síldarverk- •smiðjurnar hefðu í sumar haft síld til vinslu í 50 daga — fimm tíu daga — þá hefðu þær unnið úr 1.610,000 síldarmálum, en aflinn í ár sem fór í bræðslu var helmingi minni en þetta, 780,000 mál og gaf bræðslusíld- in þó í ár nærri 15 milj. króna. J\ aðalfundi Slysavarnafje- ** lags Islands í fyrradag var kjörinn nýr forseti, Guð- bjartur Ólafsson hafnsögu- maður. Er hann fjórði for- seti fjelagsins frá liví I>að var stofnað. Friðrik Ólafsson skipherra, sem verið hefir forseti fjelagsins undanfarin 2 ár baðst mjög ein- dregið undan endurkosningu. Tveir menn voru í forsetakjöri, Þorsteinn Þorsteinsson, annar forseti fjelagsins, sem verið hef- ir ötull starfsmaður þess frá upp hafi og Guðbjartur Ólafsson. Aðrar breytingar á stjórninni frá því, sem verið hefir, eru að Kristján Schram verður fjehirð- ir í stað Magnúsar Sigurðsson- ar bankastjóra. Hverfur Magn- ús úr stjórninni, eftir að hafa verið í henni frá því að fjelagið var stofnað. Ritari var kosinn Hafsteinn Bergþórsson og með- stjórnendur Friðrik Ólafsson og Sigurj. Á. Ólafsson. Meðstjórn- andi var áður Þorst. Þorsteins- son, en hann hverfur nú með ö.llu úr stjórn fjelagsins. ★ í skýrslu, sem fráfarandi for- seti gaf á fundonum, upplýsti hann, að í fjelaginu hefðu verið um s.l. áramót, rúmlega 11 þús. manns og deildir innan fjelags- ins samtals 100. Á árinu sem leið voru stofn- aðar 22 nýjar deildir og mun fjelagatala þeirra nema hátt á annað þús. manns. Frá því um áramót hafa 8 deildir verið stofnaðar. 1 skýrslu sinni komst forseti svo að orði ,,að þessi mikla aukn ing sje m. a. talandi vottur þess* að Slysavarnafjel. virðist eiga vísan stuðning almennings, ef vinsælir áhugamenn taka sjer fyrir hendur að tala máli þess“. Forseti gaf eins og venja er til skýrslu um slysfarir og bjarg- anir frá druknun hjer við land á s.l. ári. 25 menn druknuðu hjer við land árið 1939 í sjó, ám eða vötnum; af þeim voru 12 lögskráðir sjómenn. Síðan farið var að birta skýrslur um þessi efni, er þetta lang lægsta drukn- anatalan, sem vitað er um, á einu ári, hjá sjómannastjett okkar. Okkar fyrsti skipstapi á þessu ári er v.b. Kristján, með fimm manna áhöfn, sem nú er talinn af. Skipskaðar urðu nokkrir á árinu sem leið, þ.á.m. tveir all- miklir, hinn fyrri þegar Hannes ráðherra strandaði, og hinn síð- ari, er vb. Unnur frá Akureyri brann. Alls mistum við á árinu: 1 togara, 2 vjelskip, yfir 12 smá- lestir og 2 vjelbáta undir 12 smálestum. Af erlendum skipum fórust hjer við land, 1 enskur togari (Mohican) og 2 færeysk fiski- skip. Enginn erlendur maður fórst hjer við larid á árinu svo vitjað sje. Björgunarstöðvar á landinu eru nú 37 alls. Gjafir til fjelagsins voru svip- aðar og á undanförnum árum, og þó heldur meiri; þá hafa og tillög frá deildum farið hækk- andi með aukinni meðlimatölu. Að lokum skýrði forseti frá rekstri björgunarskipsins ,,Sæ- björg“ og gat þess m. a., að söfnunin, sem stofnað var til, til útgerðar „Sæbjargar“ væri nú komin upp í um 32 þús. krónur. ★ Eftir ,skýrslu forsetans gaf fulltrúi slysavarna á landi, Jón O. Jónsson, skýrslu um starf sitt fyrir fjelagið, en það starf hefir aukist að mun á árinu og nýtur jnikilla vinsælda. Síðan hófust umræður um tillögur til lagabreytingar, sem sjerstök nefnd hafði samið, og hafði Sigurjón Á. Ólafsson crð fyrir nefndinni. Skýrði hann í höfuðatriðum frá breytingum þeim, sem nefndin óskaði eftir að gerðar yrðu á lögum fjelags- ins, svo sem að aðalfundir fje- lagsins yrðu eftirleiðis fulltrúa-< þing, sem hinar ýmsu deildir f je- lagsins sendu fulltrúa til. Ýms fleiri nýmæli komu fram frá nefndinni, og voru fundarmenn þeim yfirleitt fylgjandi, en þar sem þetta eru mjög miklar breyt ingar á skipulagi fjelagsins, iþótti ekki rjett að samþykkja þær fyr en búið væri að gefa deildum úti é landi kost á að kynnast þessum breytingum nánar, og þess vegna tekinn frestur um afgreiðslu lagabreyt- inganna. Tvær ályktanir komu fram á fundinum. Önnur frá erindreka fjelagsins, Jóni Bergsveinssyni, um að skora á Alþingi að semja sjerstök lög um talstöðvar í skip ög báta. En hin frá Páli Þormar um að skora á gjaldeyris- og innflutningsnefnd og póst- og símamálastjóra um að hlutasttil um að ávalt verði fyrirliggjandi efni í talstöðvar, en á því hefir verið nokkur skortur undanfar- ið. Báðar ályktanirnar voru sam þyktar í einu hljóði. Loks kom fram tilllaga frá Friðrik Ólafssyni, Hafsteini Bergþórssyni og Sigurjóni Á. Ólafssyni um að fundurinn ljeti í ljós þakklæti til Þorsteins Þor- steinssonar og Magnúsar Sig-^ urðssonar fyrir mikið og óeig^ ingjarnt starf í þágu slysavarna- málanna hjer á landi. Tillagan var samþykt með lófaklappi. Fundurinn stóð í 8 klst., með matarhljei, frá kl. 4 e. h. til kl. 12 á miðnætti. Fundarstjóri var Ólafur B. Björnsson, Akranesi, : en fundarritarar Hafsteinn Berg þórsson og Arnór Guðmundsson. 5 Fjelag íslenskra símamanna 25 ára í dag Vinnur sittveikán verkfalla FJELAG ÍSLENSKRA SÍMAMANNA á 25 ára afmæli í dag. Það mun vera elsta hagsmunafje- lag opinberra starfsmanna hjer á landi. Saga þess er að ýmsu leyti merklieg. Það fjekk einkennilega vöggugjöf eða tannfje væri kannske hægt að kalla það. Alþingi tók á móti þessu fjelagi með því að samþykkja lög um það, að opinber- um starfsmönnum sje bannað að gera verkfall. Nú hafði þetta fámenna og fá- tæka fjelag aldrei gert neitt verk- fall, þegar lög þessi voru samin. En vera má að það hafi eitthvað komið til orða. Það þykir máske sumum ein- kennilegt til frásagnar, sagði A^drjes Þormar formaður Síma- mannafjelagsins við mig í gær, að lögin um verkfallsbannið hafa orð- ■ið fjelaginu mikið happ. Vegna þess að aldrei hefir neitt verkfall komið til greina, höfum við unn- ið að hagsmunamálum okkar með lipurð, og fengið þeim framgengt með lipurð. Við höfum losnað við allar æsingar, er verkföllum fylgja. Og við höfum einmitt þess vegna getað útilokað alla pólitíska flokkadrætti úr fjelagi okkar. Það hefir haft mikla þýðingu fyrir fje- lagsskapinn, sagði Þormar og lagði á það áherslu. Hann veit hvað hann^ syngur. Hann hefir í mörg ár verið formaður fjelagsins, og unnið mikið fyrir þenna fjelags- skap símamanna. — Ilver var fyrsti formaður fjelagsins? spyr jeg Þormar. — Það var Ottó Arnar. Hann var frumkvöðull fjelagsskaparins. Hann var þá verkfræðingur við símann. En í fyrstu stjórninni voru þau með honum Kristjana Blöndahl og Adolf Guðmundsson loftskeytamaður. Fjelagið var fáment fyrstu ár- in — þetta 20—30 fjelagsmenn. En nú eru fjelagsmenn og lronur um 180. I fjelaginu eru allir starfsmenn símans, sem vinna við 1. flokks stöðvarnar, sem nú eru skipaðir og hafa laun sín öll frá símanum. 120 fjelagsmenn eru hjer í Rvík. Nú veitir fjelagið svo mikil hlunnindi, að allir starfsmenn sím ans sem hafa rjett til þess, ganga strax í fjelagið. — Og hver eru þau hlunnindi, sem fjelagið veitir meðlimum sín- um? — Við höfum komið okkur upp sjúkrastyrktarsjóði, sem veitir þeim er veikjast % laun í nokkra mánuði. Auk þess veitum við út- fararstyrk. Lánasjóð höfum við líka, sem hefir stutt ýmsa fjelags- menn til þess m. a. að byggja sjer hús. Mikið af starfsemi fjelagsins hefir á síðustu árum beinst að því að koma upp sumarbústöðum. Höfum við sumarbústaði fyrir símafólk í öllum landsfjórðung- um. Hús okkar uppi við Vatns- enda er nú nothæft bæði vetur og sumar og þar geta menn hvílt sig Andrjes G. Þormar. og dvalið í vetrarfríum eins og á sumrin. — Hve há fjelagsgjöld hafið þið ? — Hæsta fjelagsgjald er 20 kr. á ári. En fjelagsgjöldin eru snið- in eftir tekjum manna, miðað m. <a. við að menn borgi 50 aura af hverjum 100 krónum grunnlauna. En launakerfi símans er ákaflega flókið, þó maður hafi ekki nema 2000 kr. í grunnlaun, geta bæst við þau 5 eða 6 uppbætur. Það þarf mikið reikningshöfuð til þess að komast til botns í launamálum símamanna. — Ilverjir eru nú í stjórn með þjer? — Það eru þeir Magnús Magn- ússon verkfræðingur, Kristján Snorrason verkstjóri, Ágúst Sæmundsson verkstjóri og Theodór Lilliendahl símritari. — Hver eru verkefni fjelagsins í svipinn ? — Þau gætu verið mörg. En jeg tel, að fyrst og fremst sje það, hvernig við símamenn eigum að geta staðist hina sívaxandi dýr- tíð. tJr því jeg sem formaður Fjel. ísl. símamanna segi nokkuð um fjelagið, verð jeg, segir Andrjes Þormar, að taka það sjerstaklega fram, að alla tíð höfum við haft ágæta samvinnu við stjórnarvöld símans og eins hefir Alþingi altaf mætt málefnum okkar með velvild og skilningi. En þegar við minn- umst á samvinnu við aðra, megum við ekki gleyma verslunarstjett- jnni. Meðal hennar höfum við alt af átt ágæta vini og styrktar- menn. Má segja, að samstarf okk- ar símamanna við verslunarmenn hafi altaf verið hið ánægjuleg- asta, þessa mestu viðskiftamenn símans. Dagblöð bæjarins hafa FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.