Morgunblaðið - 27.02.1940, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
RÆÐA OLAFS THORS
PRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
áfram saltfisframleiðslunni, að meira
eða minna leyti, og treysta svo a gnð
og gæfuna um söluna.
ísfiskurinn.
raman af árinu gekk ísfiskssalan
illa, að sölunum til Þýskalands í
ágústmánuði s.l. undanskildum. Eftir
að ófriðurinn hófst voru famar nokkr-
ar ferðir til Þýskalands og gáfu ágæta
raun, en um Englandssöluna er það að
segja, að enda þótt meðalsöluverð hafi
framundir það þrefaldast fram til ára-
móta, þá gerir það varla meira en að
svara kostnaði, en hinsvegar hefir af-
koman í janúar verið talsvert betri, en
alveg hörmuleg í þessum mánuði. Einn-
• ig í þessum efnum hafa fæst orð minsta
áhyrgð að því er framtíðina snertir.
Eins og hagskýrslumar bera með sjer
fer útflutningur fiskafurða vaxandi með
hverju ári, þ.e.a.s. nýtingin hefir orðið
meiri og betri á þessari framleiðslu.
Þannig var á síðasta ári flutt út lýsi
og fiskimjöl fyrir 7,2 miljónir króna,
og var verðlagið nokkm hærra en árinu
áður.
Næsti kafli ræðunnar var um síld-
veiðamar. Itakti ræðum. undirbúning
þeirra, og ráðstafanir til þess að auka
veiðina, veiðarnar, sem vom erfiðar og
aflinn rýr.
Yið veiðina vora að þessu sinni notuð
191 herpinót, en 157 árið áður, en meðal
afli á skip mun minni það ár, en 1938.
Hann komst svo að orði:
AHs var lagt inn til bræðslu á árinu
780 þúsund mál, móti rúmri miljón
1938 og 1450 þúsund málum 1937.
Til fróðleiks skal þess getið, að af-
kastageta síldarverksmiðjanna í landinu
er, eins og áður var getið um, 33 þús.
mál á sólarhring. Hefði verksmiðjunum
borist sfld til 50 daga vinslu, eins og
gera má ráð fyrir í meðal síldveiðiári,
myndu þær hafa unnið úr 1,650,000
málum, í stað um 780,000 málum. Sjest
það einna glegst af þessu hversu stór-
kostlegur aflabresturinn var í sumar.
Hagskýr3lumar sýna útflutnings-
magn og verð bræðsluafurðanna á ár-
inu, Til þess að nefna sem fæstar tölur,
skal þeim slept. Hinsvegar þykir rjett
að greina frá því, er fróðlegast er í
þessum efnum, og best sýnir verðhækk-
un bræðsluafurðanna. Mjölið og olían,
sem 1938 fekst úr rúmri miljón málum
sfldar, seldist fyrir um 9,2 miljónir kr.
En andvirði mjöls og olíu, er á síð-
asta ári fekst úr aðeins 780 þúsund
málum, mun reynast um 14,7 miljónir
króna, eða um 5% mil.jún meira. Nem-
ur hækkunin yfir 100% miðað við
magn. Er það aðallega olían, sem hefir
hækkað í verði, en af henni áttu Sfld-
arverksmiðjur ríkisins talsvert óselt og
tiðrar nokkuð, þegar verðhækkunin kom.
Gefur þetta góðar vonir um hátt bræðsln
síldai-verð í ár, ef verðlag helst óbreytt,
en um }>að veit að vísu enginn.
Sfldarsöltunin var miklu minni á síð-
asta ári en 1938, eða um 260 þúsund
tunnur, móti 350 þúsundum. Hinsvegar
fengu sjómenn og útvegsmenn talsvert
hærra verð, eða kr. 9,75 móti 7,25 fyrir
tunnuna til venjulegrar saltsíldarsölt-
unar. Stafar hækkunin á saltsfldarverð-
inu, eins og hækkun bræðslusíldarverðs-
ins, aðallega af gengisbreytingunni.
Um útgerðina sagði róðherrann að
lokum:
Síld og þorskur.
ýrir fáum ámm bygðist afkoma út-
vegsins að langsamlega mestu
leyti á aflabrögðunum á saltfisksver-
tíðinni og verðlagi saltfiskjarins. Sje
litið 10 ár aftur í tímann, sýna hag-
skýrslumar að árið 1929 var flutt út
um 70,000 tonn, miðað við fullverkaðan
fisk og selt á yfir 47 miljónir króna-
Sfld- og síldarafurðir, þ. e. a. s. sfldar-
olía og sfldarmjöl var þá flutt út fyrir
aðeins rúma 8V2 miljónir króna, eða
með öðmm orðum: 1929 nam andvirði
útflutts saltfiskjar milli 5 og 6 földuðu
andvirði sfldar og slídarafurða.
Síðastliðin ár er þessi mynd orðin
■slveg gerbreytt. Andvirði saltfisksfram-
leiðslunnar er þá komið niður fyrir 20
miljónir króna, en útflutningsandvirði
síldar og síldarafurða orðin yfir 25 milj.
Þessar tölur eru mjög athyglisverðar.
A bak við þær liggur óvenjulegur og
merkilegur þáttur úr atvinnusögu þjóð-
arinnar. A fáum ámm, einkum eftir
1935 smáþrengjast hinir erl. sölumark-
,aðir íslensks saltfiskjar. Islendingar
berjast að vísu til sigurs á nýjum salt-
fisksmörkuðum, en þó hvergi nærri til
jafnvajgis við það, sem mistist. Það er
unnið að því að bera sig eftir annari
björg. Einstaklingar og ríki hjálpast að.
Hver síldarverksmiðjan af annari er
reist og herjað á nýja markaði, bæði
fyrir síldarolíu og mjöl, sem og hinar
ýmsu tegundir saltsíldar. Og að þessu
er gengið með svo mikilli atorku, að á
þessum 10 árum, sem andvirði útflutts
saltfiskjar minkar um nær 30 miljónir
kr., vex andvirði síldar og síldarafurða
úr 8% miljón kr. yfir 25 miljón kr.,
eða um nær 17 miljónir króna.
Hjer hafa haldist í hendur lán og
atorka. Þegar Islendingar mistu aðal-
saltfisksmarkaðinn, óg sýnt var, að þess
var enginn kostur að selja neitt svipað
því sama aflamagn, nema þá fyrir gjaf-
verð, bar þeim að sjálfsögðu að færa
saman kvíamar um saltfisksframleiðslu.
Við reyndum þetta ekki. Að ekki hlut-
ust stórvandræði af, stafar af því, að
síðan hefir nær altaf verið óslitinn afla-
brestur.
Það hljómar undarlega, en samt er
það satt, að úr því markaðimir lok-
uðust, hefir aflabresturinn fremur verið
til góðs en ills. Hitt er svo aðalatriðið,
að þessi árin hefir síldveiðin oftast
verið góð eða sasmileg, og jafnframt
reynst hægt að selja síld og sfldarafurð-
ir.Hefði þorskafli eitthvert þessara ára
orðið mikill, en síld bmgðist, myndi hjer
hafa skapast meiri vandræð, en menn
hafa gert sjer grein fyrir.
Þá mintist ráðh. á afskifti hins opin-
bera af atvinnulífinu á aðdrætti til lands
ins, og fyrirgreiðsla stjómarinnar fyrir
ýmsum nauðsynlegum viðskiftum, um
vinnufriðinn í landinu, og fyrirhugaðar
framkvæmdir, er auka atvinnu. Hitaveit-
una, stækkun síldarverksmiðjanna o. fl.
Niðurlag Tæðu hans var svohljóð-
andi;
★
Manndómsskyldan.
rið 1939 var örðugt að því er
snertir atvinnu- og viðskifta-
líf þjóðarinnar. Að fjárhagsaf-
koma þjóðarinnar var ekki verri
en raun ber vitni um, stafar mjög
inikið af því, að þegar stríðið
skall á, lágu hjer talsverðar birgð-
ir af útflutningsvöru, sem fram-
leiddar voru með hlutfaltslega
litlum kostnaði, miðað við núver-
andi verðlág, en seldust fyrir hátt
verð, miðað við verðlag fyrir stríð.
Um horfur er mjög erfitt að
dæma. íslenskt atvinnulíf er svo
stopult, að það er í sjálfu sjer
altaf örðugt að segja fyrir um af-
komuna, en nú, eftir að Evrópa
logar í einu ófriðarbáli, eru í
rauninni allar spár út í hött, og
gefur reynsla fortíðarinnar tæp-
lega nokkra vitneskju um það sem
framundan er, og allra síst, ef
ófriðurinn verður langvarandi.
Þó að því sje treyst, að íslend-
ingar dragist ekki í eiginlegum
(skilningi inn í ófriðinn, þá verð-
ur aldrei hjá því komist, að við
verðum fyrir aföldunni, og það er
fullkoinlega óvíst hvernig okkar
litla þjóðarfleyi reiðir af í þeim
ólgusjó. Yið vitum ekkert um
livort takast muni að halda uppi
venjulegri framleiðslu eða flutn-
ingum til landsins og frá þyí, og
enn síður geturn við gert okkur
nokkra skynsamlega grein fyrir
hlutfallinu milli tilkostnaðar og
afraksturs framleiðslustarfseminn-
ar. Við vitum það, að eins og
verðlagið er nú á kolum, olíu, salti
og veiðarfærum annarsvegar, en
saltfiski hinsvegar, myndu engir
hefja saltfiskframleiðslu, sem ann-
ars ættu úrkostar. Yið vitum einn-
ig, að aðrir þættir atvinnulífsins
eru a. m. k. sæmilega arðberandi
miðað við líðandi stund. En við
vitum ekkert um það, hvernig
það verður t. d. að mánuði liðn-
um, og enn síður, ef horft er
lengra fram í tímann.
Vissir örðugleikar eru alveg fyr-
irsjáanlegír, jafnvel þótt rekstur
þjóðarbúsins sem heild gæti svar-
að arði. Það eru t. d. allar horf-
ur á því, að í höfuðstaðnum verði
talsvert atvinnuleysi, og ef svo
skyldi tiltakast, sem vonandi ekki
þarf að óttast, að ekki yrði hægt
að halda áfram óhindraðri vinnu
við hitaveituna, þá myndu þeir
örðugleikar blátt áfram verða
hræðilegir og lítt viðráðanlegir.
Það eru allar líkur til, að að
mjög verulegu leyti dragi úr hinni
miklu vinnu, er að undanförnu
hefir verið í höfuðstaðnum í sam-
bandi við saltfiskveiðar. Það er
fyrirsjáanlegt, að byggingavinna
mun stöðvast að langsamlega
mestu leyti, og þó ekki sje nefnt
annað en þetta, er það alveg ljóst,
að geti ekki hitaveitan tekið við
talsverðum hluta þessa fólks, er
þarna missir atvinnuna, eru hörm-
ungar fyrir dyrum. Ofan á þetta
bætist svo ört vaxandi dýrtíð í
landinu. Er alveg sýnt, að þó að
öllu öðru leyti takist sæmilega til,
verða stjórnarvöldin að taka
mynduglega á hinum óvenjulegu
og örðugu viðfangsefnum. Það
verður á meðal annars að stöðva
strauminn úr sveitunum og út-
vega almenningi þar ný viðfangs-
efni, og jafnframt er viðbúið, að
til framkvæmda komi ýmsar fyr-
irhugaðar ráðstafanir í sambandi
við fátækraframfærið, sem ef til
vill þykja harðar, sem þó eru við-
unandi, af því þær eru lífsnauð-
syn.
Þessir örðugleikar og ýmsir aðr-
ir virðast óumflýjanlegir, og er
rjett, að vera auk þess viðbúinn
mörgum þeim örðugleikum, sem
að vísu vel geta farið fram hjá
okkur, en alveg eins líka að hönd-
ura borið. Hvetur alt þetta til var-
færni og festu, en má hinsvegar
enganveginn verða til þess að
]aina þrekið eða draga úr atork-
unni. Að ýmsu leyti getur líka
þetur tekist til en á horfðist, og
hvað sem því líður, sæmir ekki
að svigna undan þunganum, enda
eiga aðrir við það að stríða, sem
verra er og voveiflegra.
Islendingar verða að sjálfsögðu
að halda hiklaust uppi framleiðslu
starfsemi sinni og öllu sínu at-
vinnulífi, meðan þess er nokkur
kostur, og því fastar sem örðug-
leikarnir sækja á, því öflugar
verður að standa gegn þeim. Gangi
okkur vel, gildir um að vera hæfi-
lega varfærinn og freista þess að
safna í kornhlöður, til þess að
undirbyggja hið pólitíska sjálf?
stæði með fjárhagslegu sjálfstæði.
E11 þrengi að í bili, ríður á að
vera bjartsýnn og um leið fund-
vís á sjerhvern möguleika, sem
framundan leynist. Það gildir um
að búa sem mest að sínu, en halda
þó hverri fleytu á floti, meðan
hægt er, og láta hvergi neins ó-
freistað til aukningar þeirri fram-
leiðsluvöru, er við getum selt öðr-
um.
Á slíkunir tímum er Islendingum
holt að hugsa sjer ,,að manndóms-
skyldan þung á öllum er“.
Símamannafjelagið
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
líka altaf verið okkur mjög vin-
veitt.
★
Þetta sagði formaður Síma-
mannafjelagsins. Hann er ánægð-
ur yfir því viðmóti og velvilja,
sem símamenn hafa notið og njóta.
iEn við þau orð hans er því að
bæta, að starfsfólk símans nýtur
vinsælda, af því það á vinsældirn-
ar skilið.
I upphafi má vera að vinsældir
þess hafi að nokkru leyti átt rót
sína að rekja til þess, hve fegnir
allir voru símanum. Síminn var
svo mikið framfaraspor. Hann
breytti öllu lífi og viðskiftum á
Islandi. Hann skapaði tímamót.
Hann var nýi tíminn. Starfsfólk
hans var fulltrúar þessa nýja
tíma, tækninnar, hraðans, þægind
anna í daglegu lífi.
En það var lán símanum, og
starfrækslu hans, og það var lán
starfsfólksins, að þangað valdist
fólk, sem var vel starfi sínu vax-
ið, í því m. a. að umgangást við-
skiftamenn símans með lipurð og
skilningi.
Og þessvegna er það af ein-
lægni og hýljum hug, að viðskifta-
'menn símans óska starfsmönnun-
um til hamingju á 25 ára fjelags-
afmæli þeirra. V. St.
STRÍÐIÐ í FINNLANDI.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
ur, er næstum ómöguleg vegna
brota úr húsum, og á víð og
dreif liggja búsáhöld, sem íbú-
arnir gátu ekki tekið með sjer
er þeim var sagt að forða sjer
burtu. Einustu mannverurnar í
börginni eru nú hermenn.
Á austanverðum vígstöðvun-
um hjá Taipalavatni virðist á-<
hlaupum Rússa hafa verið hætt
í bili. í gær geisuðu þar stór-
orustur, en öllum áhlaupum
Rússa var hrundið og var mann-
fall í liði þeirra gífurlegt. I dag
hefir verið tiltölulega kyrt þar.
En fregnir frá Norður-Noregi
í kvöld herma að bardagar hafi
hafist þar aftur, eftir að hafa
legið niðri í margar vikur. —
Rússneskar flugvjelar hafa
stutt áhlaup fótgönguliðsins með
því að láta vjelbyssukúlnahríð
dynja á vígstöðvar Finna.
Stóð orusta þarna seint í kvöld
þegar síðast frjettist.
Þriðjudagur 27. febrúar 1940
4----------------------
Hæstarjettardómur
FRAMH. AF ÞRIÐJU Sfi)U.
verði, en að annars kostar sjen þaa.
íullgreidd.
Þann 21. ógúst 1936 sendi áfrýjandi
stefnda símskeyti, þar sem segir, að
„Rússarnir" bjóðist til, miðað við svar
innán 3 daga, að kaupa tiltekinn tunnu-
fjölda saltsíldar fyrir 20 kr. tunnu, og
að sölulaun vor (þ. e. áfrýjanda) sjeu
3%. Svo virðist sem stefndi hafi ekki
talið sjer fært þegar aS samþykkja til-
boð þetta, og að aðiljar liafi rætt mögu-
leika á því, að gera gagnboð, þvi að
24. s. m. símar áfrýjandi stefnda. aftur
óg segir, að nauðsynlegt sje, að stefndi
geri gagntilboð þann dag að kvöldi,
því annars sje hætta á því, að viðskift-
in tapist.
Næsta dag, þann 25. ágúst 1936, að
morgni, sendi svo áfrýjandi samkvcemt
beiðni Óskars Jónssonar, sem var einn
síldarútvegsnefndarmanna og virðist
þá hafa verið í fyrirsvari fyrir hana við
áfrýjanda, verslunarsendisveit Sovjet-
ríkjanna í Kaupmannahöfn símskeyti,.
sem kveður stefnda hafa umboð sfldar-
kaupmanna við Faxaflóa til að bjóða
sendisveitinni 20—30 þúsund tunnur salt
síldar á 22 krónur tunnuna, Daginn eft-
ir, þ. 26. ág. 1936, símar áfrýjandi því
næst til stefnda og kveðst hafa umboS
tjeðrar sendisveitar til þess að sam-
þykkja kaup á áðumefndri sfld sam-
kvæmt skeytinu frá deginum áður, þar
á meðal 22 krónu verðið fýrir tunnu,
og sjeu sölulaunin 3%.
Samdægurs fól stefndi ennfremur
Óskari með símskeytinu að samþykkja
„Rússatilboð“ og sölulaun til áfrýjanda
3%. Loks felur Óskar áfrýjanda með
brjefi, dags. s. d. að samþykkja sölu á
síldinni til verslunarsendisveitar Ráð-
stjómarríkjanna, enda segir í brjefinu,
að sfldarútvegsnefnd greiði áfrýjanda
3% af „fobsöluverði". Þetta verð var
þegar ákveðið 22 krónnr fyrir tunnu,
og verður að ætla, að aðiljar hafi miðað
sölulaun við það verð, og að Óskar
Jónsson hafi því ekki lofað áfrýjanda
að þessu leyti öðru.eða meira en umboð
hans náði til.
Því hefir verið haldið fram, að á-
frýjandi beri nokkra sök á því, að síldin
reyndist ekki að áliti kaupandans svo
góð vara sem samið var, er hún kom
til Rússlands. Afrýja.ndi var ekki riðinn
við samninga um afslátt á kaupverði
síldarinnar og hefir að engu leyti af-
salað sjer nokkram hluta sölulauna þess
vegna. Með því að stefndi hefir viður-
kent skyldu sína til greiðslu þeiixa sölu
launa allra, er áfrýjanda bera, og telja
verður stefnda eins og máli þessu er
farið, hafa haft heimild til þess að
takast slíka skyldu sjer á hendur, verður
að taka kröfu áfrýjanda um greiðslu
söluiaunanna með vöxtum til greina.
Er'frir þessum málalokum þykir rjet-t
að dæma stefnda til þess að greiða á-
frýjanda samtals 400 krónur i máls-
kostnað fyiir báðum dómum.
Jón Ásbjörnsson hrm. flutti
málið fyrir ísl-rússneskafjelag-
ið, en Guðm. I. Guðmundsson
fyrir Síldarútvegsnefnd.
Tímaritið „Ægir“, 1. tbl. 23. ár-
gangs, er komið út. I ritinu er
grein eftir Lúðvík Kristjánsson.
ritstjóra: Sjávarútvegurinn 1939.
Auk þess nokkrar smágreinar.
KOI ASAI.AN .4 I.
Ingólfshvoli. 2. hæö
8fmar 4514 oe 1846
A UG AÐ hvíliit
með (rlerangnm frá
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ
EKKI-----ÞÁ HYER7: