Morgunblaðið - 27.02.1940, Side 7

Morgunblaðið - 27.02.1940, Side 7
Þriðjudagur 27. febrúar 1940 7 MORGUN BLAÐIÐ yiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiiiiiiMi | Ný bók | auiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiM Afmælisrit helgað Einari Arnórssyni Ný slúka §æb)örg nr. 255 í Ilöfnum Asunnndaginn var fóm fj.elag ar úr stúkunni Verðandi nr. 9 í tveimur bílum suður í Hafnir. alls rúmlega 30 inanns, til þess að stofna þar nýja stúku, eftir beiðni þeirra Hafnamanna. Auk þess var í förinni Guðgeir Jónsson Um- dæmis Templar, Kjartan Sigur- jónsson söngvari og Esra Pjeturs- son. Þegar suður í Hafnir kom var settux; útbreiðslufundur í St. Verð andi og töluðu þar Þorst. J. Sig- urðsson 1. æt., Karl Bjarnason 2. <æt., Guðgeir Jónsson u.t., Jónas Guðmundsson forstj. og Pjetur Zophóníasson söttfræðingur. Að þeim fundi loknum h’ófst stofnfundur nýju stúkunnar, sem hlaut nafnið „Sæbjörg nr. 255“. Pjetur Zophóníasson stjórnaði stofnuninni í umboði Stórtempl- ars. Stofnendur voru 22- Æðsti templar var kosinn Magnús Ketilsson, útvegsbóndi á Bakka, varatemplar Eva Ólafs- dóttir ungfrú, Óslandi, ritari frú Þorbjörg Gísladóttir og umboðs- maður Stórtemplars Magnús Jóns- son útvegsbóndi. Að stofnun lokinni var haldin skemtun, sem St. Verðandi stjórn ,aði. Fumfur utanrikis- málaráðherranna PRAMH. AP AHNARI SÍÐU. íullyrðingum um að þeir reki þessa hlutleysisstefnu með tilliti til þvingunarráðstafana úr einni eða annari átt og munu halda henni áfram hlutdrægnislaust og óháð til allra hliða. Utanríkismálaráðh. voru sam- mála um að halda fast v,ið þá kröfu, að yfirráðasvæði hluU lausra ríkja yrði virt af styrjald- araðilum í samræmi við reglur þjóðrjettarins. Þeir voru sam- mála um að mótmæla alvarlega og reyna að fá komið í veg fyrir ^jóhernaðaraðferð þá, sem stríð- ir á móti alþjóðalögum og veld- ur hlutlausum ríkjum miklu tjóni á mannslífum og viðskifta- legum verðmætum, er skip þeirra eru í hættu til þess að reka löglega og nauðsynlega .verslun þessara ríkja. Voru þeir sammála um, að stjómir þeirra ættu að styðja hver aðra í samn- ingum við styrjaldarríkin um þessi mál. Utanríkismálaráðh. hjeldu fundi sína í þeirri sannfæringu, að ef ekki yrði bundinn endi á styrjöldina, fyr en grimmir og langvarandi bardagar hefðu valdið ennþá meiri hörmungum en þegar er orðið, þá mundi hún skapa svo rótgróna óvild milli þjóðanna, að vegurinn til varan- legs skilnings og vináttu yrði gerðar ennþá torveldari en hann ei nú. Þessvegna munu þeir heilsa með gleði hverri viðleitni til samninga milli styrjaldarþjóð anna, sem leitt gæti til rjettláts og varanlegs friðar. Dagbólc 0 Helgafell 59402277—IV V,—2. I. O. 0. F. Rb.st, 1 Bþ. 8922781/2 III. Næturlæknir er í nótt Axei Blöndal, Eiríksgötu 31. Sími 3951. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Árshátíð blaðamanna 1940. At- hugið að panta borð hjá yfirþjón- inum á Hótel Borg, þar sem borð- haldið er ekki sameiginlegt. Gullbrúðkaup eiga í dag Ólaf- úr Jónsson og Evlalía Kristjáns- dóttir í Reykjarfirði við ísafjarð- ardjúp. Þessi merkishjón hafa set ið í Reykjarfirði í 50 ár. Er Ólaf- ur 92 ára, en kona lians 80 ára. Trúlofun. A laugardaginn opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Lára Guðbrandsdóttir, Garðastræti 11. og Jón Sigurðsson, Laugav. 27 B. Esja var væntanleg til Reykja- víkur kl. 6 í morgun. Happdrætti Flugmodelfjelagsins. Þegar sýning Flugmodelfjelagsins hófst var kastað happdrættismið- um úr svifflugu yfir bæinn. I gær var dregið í happdrættinu hjá lögmanni og kom upp nr. 1220. Vinningurinn er % klukkustund- ar flug með TF-Sux. Skíðaferðir um helgina. Fjöldi manns fór á skíði um helgina og voru allir skíðaskálar fullir að- faranótt sunnudags. A sunnudags- morgun fór skíðafólk í hundraða tali út úr bænum. Hátt á þriðja hundrað manns var við Kolviðar- hól og um 200 við Skíðaskálann í Hveradölum. Veður var ekki hag- stætt, allhvast. á norðaustan og skýjað. Fólkið virtist samt liið á- nægðasta. íþróttafjelag Templara'. Stofn- fundur þess var haldinn í G. T.- húsinu á sunnudaginn og var Ben. G. Waage, foi’seti I. S. í. fund- arstjóri. Stofnendur á þessum fundi voru 115, bæði konur og karlar og þykir það vel á stað farið. Bráðabirgðastjórn til fram- haldsstofnfundar var kosin: Ágúst Kristjánsson glímukappi formað- ur, og meðstjórnendur Kristín Einarsdóttir og Ragnar Gunnars- son, *I nefnd til að semja lög fyr- ir fjelagið voru kosnir: Garðar Gíslason íþróttakennari, Einar Björnsson skrifstofum. og Árni Óla blaðamaður. Leikfjelag Reykjavíkur biður blaðið að vekja athygli á því, að Fjalla-Eyvindur verður sýndur á morgun, miðvikudag, en ekki fimtudag eins og venjulega. Al- þingismönnum og bæjarstjórn er boðið á þessa sýningu. Skaftfellingamót verður haldið á Ilótel Borg 6. eða 7. mars n.k. Gengið í gær: Sterlingspund 25.76 100 DoIIarar 651.65 -— Ríkismörk 260.76 — Fr. frankar 14.78 — Belg. 110.18 — Sv. frankar 146.28 —- Finsk mörk 13.27 — Gyllini 347.22 Sænskar krónur 155.34 — Norskar krónur 148.29 —* Danskar krónur 125.78 Útvarpið í dag: 12-.O0 Hádegisútvarp. 13.05 Útvarp frá Alþingi: 1. umr. um fruniv. til fjárlaga fyrir ár- ið 1941. 20.20 Erindi: Um nokkur fágæt mannanöfn (Jóhannes Örn Jóns son bóndi. — dr. Símon Jóh. Ágústsson). 20.50 Útvarp frá Austfirðinga- móti að Hótel Borg: Ávörp og ræður. Söngur. — Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. 21,55 Frjettir. Afmælisrit, helgað Einari Arnórssyni hæstarjettar- dómara, dr. juris, sextug- um. — Reykjavík 1940. — ísafoldarprentsmiðjá h. f. rlendis hefir þeirri venju alllengi verið uppi haldið, að sýna kunnum vísinda- og fræðimönnum virðingu á stóraf- mælum þeirra, t. d. sextugs- bg sjötugsafmælum, með útgáfu af- mælisrita. I ritum þessum birt- ast venjulega fræðilegar og vís- indalegar ritgerðir í þeirri eða þeim fræðigreinum, sem þeir hafa lagt stund á, er ritin eru helguð. Ekki er mér kunnugt um, að rit af þessu tagi hafi komið út hér á landi fram að þessu. Það er því stórmerkur atburður í ís- lenskri bókagerð, að I gær birtist slíkt afmælisrit, helgað dr. Ein- ari Arnórssyni sextugum. Ritið er í stóru átta blaða broti, 192 bls. að lengd, og er hið glæsilegasta að efni og frá- gangi. — Framan við ritið sjálft er mynd af dr. Einari Arnórs- syni, og eftirfarandi tileinkun: Hinum ágæta lögfræðingi og lærdómsmanni í íslenskum fræð- um, hæstarjettardómara dr. jur- is, Einari Arnórssyni, er rit þetta helgað á sextugsafmæli hans í þakklætisskyni og virð- ingar. Þá er heillaóskaskrá /tabula gratulatoria), og eru á henni nöfn fjölmargra manna, bæði lög fræðinga og annara mentamanna, er að riti þessu standa. Þá hefst ritið sjálft, og eru í því 12 fræðilegar ritgerðir, lög fræðilegs, málfræðilegs og bók- mentalegs efnis. Ritgerðimar og höfundar þeirra eru sem hjer segir:: Alexander Jóhannesson, dr. phil.: Torskilin orð í íslenzku. Bjarni Benediktsson, prófess- or: Þingrof á Islandi. Björn Þórðarson, lögmaður, dr. jur.: Forseti hins konunglega ís- lenska landsyfirréttar. Einar Arnalds, iögreglufull- trúi: Alþjóðasamtök um sam- ræmingu siglingalöggjafar. ; Flr. le Sage de Fontenay, sendi- herra: Arabisk Indflydelse paa Europas Handels- og Retster- minologi. Gissur Bergsteinsson hæsta- réttardómari: Nokkrar hugleið- ingar um fébótaábyrgð ríkisins. Guðrandur Jónsson, prófessor: Almenn kirkjubæn, martyrolog- íum og messudagakver á íslandi fyrir siðaskiptin. Guðni Jónsson mag. art.: Flóa mannasaga og Landnáma. Jón Jóhannesson cand. mag.: Björn at Haugi. Ólafur Lárusson prófessor: Þriggja hreppa þing. Pjetur Sigurðsson háskólarit- ari: Föðurætt Hauks lögmanns Erlendssonar. Þórður Eyjólfsson hæstarjett- ardómari: Refsirjettur Jónsbók- ar. Að lokum er skrá yfir rit dr. Einars Amórssonar eftir próf. Guðbrand Jónsson. Þarf ekki annað en líta á skrá þessa til þess að sannfærast um, hvílíkur afreksmaður dr. Einar Arnórs- son er um vísindastörf og fræði- mensku. Það orkar ekki tvímæl- is, að dr. Einar Arnórsson hefir unnið til þess sóma, sem honum hefir verið sýndur með hinu á- gæta og eigiulega riti. Að endingu skal þess getið, að ein 300 eintök voru prentuð af ritnu, verður það því fágætt og lítt fáanlegt, er stundir líða. Magnús Finnbogason. Málfundafjelagið „Þór“ í Hafn- arfirði hjelt afmælishátíð síðastl. laugardag. Yar hófið fjölsótt. Hermann Guðmundsson, formaður fjelagsins setti sámkomuna með ræðu, en auk hans tóku til máls Bjarni Snæbjörnsson alþm., Þor- leifur Jónsson bæjarfulltrúi, Arn- laugur Sigurjónsson og Sigur- björn Guðmundsson. Síra Garðar Þorsteinsson skemti með einsöng og Daníel Bergmann söng gam- anvísur. Friðarboðskapur? FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Mussolini boðskap frá Roosevelt. Grein, sem birtist í ,,Washing-‘ ton Post“, aðalmálgagni stjórn- arinnar í Washington, í dag, hefir í þessu sambandi vakið nokkra athygli. Er í greininni rætt um ræður Hitlers og Cham- berlains á laugardaginn og Sumner Wells bent á, að þessar ræður hljóti að hafa leitt hon- um fyrir sjónir, hvílíkum örð- ugleikum það sje bundið að koma á sættum í Evrópu. — En blaðið segir þó, (aþ þetta sje ekki vonlaust og vitnar í því sambandi í ummæli Hitlers um að það sje ekki markmið Þjóð- verja að eyðileggja Breta og ummæli Chamberlains um að Bretar myndu verða fúsir til sam komulagsumleitana, ef trygt væri, að staðið yrði við þær skuld bindingar, sem undir yrði geng- ist. Shell og skaðabæturnar. í frá- sögn af hæstarjettardómnum hjer í blaðinu s.l. laugardag, „Shell sýknað af skaðabótakröfu“, rask- aðist í frásögninni nöfn verjanda og sækjanda málsins. Sigurgeir Sigurjónsson flutti málið fyrir Shell, en Þórólfur Ólafsson fyrir Sturlu. Vinum okkar tilkynnist, að elskuleg dóttir okkar VIGDÍS andaðist 26. febr. að heimili okkar á AkranesL Hendrikka Ólafsdóttir. Jón Sigmundsson. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að faðir minn HJÖRTUR LÍNDAL, hreppstjóri á Efra Núpi, andaðist að heimili sínu 26. þ. mán. Fyrir hönd mína og annara yandamanna Benedikt Líndal. Það tilkynnist, að bróðir okkar, ÁSMUNDUR JÓHANNSSON vigtarmaður Klapparstíg 13, andaðist á Landakotsspítalanum þann 25. febr. Guðrún, Ingveldur og Kristín Jóhannsdætur. BJÖRN BJARNASON, Vesturgötu 36 A, sem andaðist í Elliheimilinu þann 20. þ. mán. verður jarðsunginn frá dómkirkjunni miðvikudaginn 28. febr. kl. iy2. Athöfnin hefst frá Elliheimilinu. Sigrún Sveinsdóttir. Kristján Guðm,undsson. Jarðarför konunnar minnar ÞORBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR fer fram fimtudaginn 29. þ. m. og hefst að heimili hinnar látnu, Stað, Selfossi, kl. 12.30. Athöfnin í Eyrarbakkakirkju hefst kl. 2 e. h. Ólafur Sigurðsson. Jarðarför föður míns ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR slátrara fer fram frá heimili hans, Laugaveg 38 B miðvikudaginn 28. febrúar kl. iy2 e. h. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda Vilhjálmur Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.