Morgunblaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 2
MORG UNBLAÐIÐ Fimtudagur 29. febrúar 1940 Finnar halda Vihorg ennþá Frá frjettaritara vorum. , Khöfn í gær. Seint í kvöld sendi finska herstjórnin út tilkynningu te.ss efnis, að Rússum hefði ekk- ert orðið ágengt í frekari fram sókn á Kirjálavígstöðvunum. — Viborg er enn í höndum Finna. M Finskar heimildir telja, að Rússar hafi nú 200,000 hermönn nm á að skipa á Kirjálavíg'stöðv unum. Hafa Rússar orðið fyrir ógurlegu mannfalli og mist mik- ið af; hergögnum í hendur Finna. Sókn Rússa er látlaus og hatramleg og spara þeir ekki hiánhslífin frekar en fyr. Finnum hefir borist liðsauki á Kirjálavígstöðvarnar og Finn- hfr eru nú bjartsýnni í tilkynn- íhgum sínum, en þeir hafa ver- ið í tharga daga. Fluglið Finna liefir haft sig allmikið í frammi hndanfarna daga og gert loft- árásir á herbúðir Rússa, birgða- sthðvar og samgöngukerfi bak ýið víglínuna á Kirjálaeiði með góðum árangri. Rússar hafa aftur á móti gert loftárásir á finskar borgir, að- alléga Hangö. 'Norskur frjetta ritari teiur að tjón af völdum loftárása Rússa í Finnlandi iiemi frá stríðsbyrjun 2 miljörð hm finskra marka. KANADISKIR SJÁLFBOÐALIÐAR Það var tilkynt í Finnlandi í dag, að fyrstu sjálfboðaliðarn- ir frá Kanada væru komnir til Finnlands, en ekki er getið um hve margir þeir eru. Þá var og |yá því sagt, að sænskir sjálf- þoðaliðar væru nú komnir í fremstu víglínu. Hafa þeir leyst fipskar hersveitir af hólmi á porðurvígstöðvunum. VIBORG í RÚSTUM ' I norskri frjett (NRP-FB) iegir svo í gærkvöldi: Viborg, sem var næstfjöl- mennasta borg Finnlands fyrir átríðið, með 74,000 íbúa, liggur nú í rústum. Ibúarnir eru allir flúríir, og svo má heita, að borgin hafi verið jöfnuð við jo’rðu. Þjóðverjar saka Norðmenn um að lúta áhrifum Breta im Flakið af „Graf Spee“ selt Frá frjettaritaea vorum. Khöfn í gær. Þýska stjórnin hefir selt stál verksmiðjum í Argentínu flakið af „Graf Spee“, að því er segir í fregn frá Montevideo. ’■ Skipinu var, eins og kunnugt cc, gökt í siglingaleið inn til Mon- téjrídeo og hafði stjórnin í Uru- eaay krafist þess, að Þjóðverjar fSfttu flakið burtu þaðan. Svar Halfdan Kohts Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. SÍÐASTA ORÐSENDING Norðmanna til Breta út af Altmark-atvikinu hefir vakið óánægju í Þýskalandi. f Noregi kemur þetta á óvart, þar sem norska stjórn- in hefir ekki gert annað en að halda fram þjóðrjettarleg- um skoðunum sínum og stinga upp á því, að málið yrði, ef svo ber undir, lagt í gerðardóm: Þjóðverjar láta í ljós undrun yfir því, að Norðmenn skuli alt í einu farnir að skilja hvatir Breta, sem lágu til grundvallar gerðum þeirra, þ. e. að þeir hafi viljað leysa fangana úr haldi. „NORÐMENN BOGNUÐU“ Þýska blaðið „Angriff“ segir, að Norðmenn hafi bognað undir bresku áhrifavaldi. „Völkischer Beobakter" segir, að það sje furðulegt, að Norðmenn skuli vilja leggja jnálið í gerðardóm með því, að þar sje um afdráttarlaust rjettárbrot að ræða, hins sje aftur á móti að vænta af Englendingum, að þeir neiti að fall- ast á slíka lausn. Finnar tð r u Blaðið segir, að Altmark-at- vikið sýni það ljóslega að Norð- urlöndin sjeu of veik til þess að verjast rjettarbrotum og gefur í skyn, að ,ef Bretar haldi upp- teknum hætti um frekju sína og yfirgang, þá sje það óhjá- kvæmilegt að Norðurlöndin dragist inn í styrjöldina. —- 1 Kaupmannahöfn, Oslo og Stokk hólmi ætti mönnum að vera það oráið löngu Ijóst, að Bandamenn vilja láta styrjöldina ná til Norðurlandanna og gera sínar ráðstafanir samkvæmt því. ATHUGASEMD KOHTS í sambandi við þetta mál hef- ir Ilalvdan Koht utanríkismála- ráðherra Norðmanna birt opin- berlega eftirfarandi athuga- semdir: „Það hefir verið ráðist á oss fyrir að vjer höfum látið bug- ast fyrir erlendum ógnunum i sambandi við Altmark-málið, en þetta er fjarri öllum sanni. — Þýskaland deilir á oss fyrir það, að vjer höfum böðist til að leggja málið í gerðardóm en þar til er því að svara, að þetta er hin norska aðfefð að reyna að fá skorið úr hvérju ágreih- ingsmáli af óvilhöllum dóm- stóli“. Kvaðst hann að lokum vonast til þess, að Bretland f j.ellist á þessa lausn málsins og kröfur þær, er Norðmenn hafa gert í því. NORÐMENN HAFA EKKI GERT RANGT I samtali við norskt blað hef- ir Koht látið svo um mælt, að Noregur sæti ásökunum frá Bretlandi og Þýskalandi, og hvor þjóðin um sig reyni að beita áhrifum sínum gagnvart Norðmönnum, en þeir munu ekki hvika frá þeirri stefnu, sem þeir hafa tekið. Noregur hefir ,ekki gert neitt rangt, sagði hann að lokum. Engín fríð- arsókn — — segfa Þfóðverfa Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Pýsk biöð fara háðulegum orðum um þann orðróm, er gengur í Frakklandi, að Þjóð- verjar ætli að nota heimsókn Sumners Wells, til þess að hleypa af stokkunum nýrri friðarsókn. Blaðið „Essener- National-Zeitung“ (blað Gör- ings) segir, að friðartilboð Hitl- ers í haust hefði verið síðasta orð hans um það mál, og hjeð- an af myndu Þjóðverjar ekki hætta stríðinu, fyr en þeir hefðu gersigrað óvini sína. Þýsku blöðin ejcu mjög hárð- orð í garð Breta og er því hajdið fram (skv. Lundúna- fregn FÚ), að leggja verði Bretaveldi í rústir, því að ekki sje hægt að koma á friði, fyr en hin breska ógnarstefna sje úr sögpnni. Sumner Wells kom til Zúrich í Svis$ í dag. Fjoldi manns hafði safnast á brautarstoðina ti’ að fagna honum. Hann heldur áfram til Berlín, á fund Hitlers á morgun, og kemur þangað annað kvöld. Eiginhagsmunir í Noregi w, Við umræðurnar um landbúnað armálin í Stórþinginu í gær kom tíl harðra átaka mill forsæt- isráðherra og bændaflokksmanna. Forsætisráðherrann var harðorður mjög og sagði, að meðal allra stjetta sætu nú eiginhagsmnnirnir í fyrirrúmi. — NRP (FB) umláttum Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Ut öllum áttum hafa í dag - ‘ borist fregnir um hjálp til Finna. Frá Washington er símað, að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi í dag samþykt að. veita Finnum 125 miljóna króna lán. En fjárupphæð þessari má ekki verja til kaupa á hergögnum. Breytiþgartillaga sem kom fram um a?f leyfa Finnum að verja fj nu til hergagnakaupa var f.eld með yfirgnæfandi meiri- hluta. F#á París koma fregnir að Daladier ha.fi lýst yfir því í dag að'Bandamenn myndu halda á- fram að senda Finnum alla þá hjálp, sem þeir geta í tje látið. Eugen prins, bróðir Gustafs Svíakonungs, flutti ávarp í sænska útvarpið í dag, þar sem hann hvatti Svía til að veita Finnum alla þá sjálfboðahjálp sem þeir gætu í tje látið. Hann sagði, að það, sem Finna vant- aði mest, væru menn til að b.erjast á vígstöðvunum með þeim. Eugen prins sagði, að með því að berjast með Finnum væru sænskir sjálfboðaliðar e. t. v. að berjast fyrir Svíþjóð. Frá London koma fregnir um að fyrsta breska sjálfboðaliða- sveitin sje nú tilbúin og bíði að eins eftir að verða kölluð til Finnlands. Líkur eru til, að yfir- foringi bresku sjálfboðaliðanna verði Roosevelt nokkur, frændi Roosevelts Bandaríkjaforseta. Hann bauð sig fram til að berj- ast með Bretum í byrjun Ev- rópustyrjaldarinnar, en hefir nú sótt um leyfi til yfirherstjórnar Bandamanna um að fá að verða yfirmaður sjálfboðaliðasveit- anha, sem sendar verða frá Bretlandi til Finnlands. Finska sendiráðið í London, sem skýrði frá þessu í dag, bætti því við, að Roosevelt væri sá maður, er Finnar kysu helst til að takast þessa yfirstjórn á hendur. Sjálfboðaliðarnir í Bretlandi voru síðast þegar frjettist orðn- ír 3000, en gert er ráð fyrir að síðan hafí margir bæst við. Aðeins þeir, sem ekki eiga fyrir neinum að sjá, eru teknir í finska herinn. Finskar konur láta nú af hendi skartgripi sína til þess að afla fjár til styrjaldarþarfa. I stað trúlofunar- og giftingar- hringa eru látnir stálhringar.’ Farmskoðun Bieta: Aðvörun frá Þjóðverjum ; Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. K jóðverjar hafa varað Norð- ■*- menn við því að fallast á tilboð Breta um að láta breská ræðismenn skoða farminn í kaup- förum þeirra, áður en þau leggja úr höfn í Noregi. Með þessu móti myndu norsku skipin losna við hinar hættulegu siglingar til breskra eftirlitshafna. Þjóðverjar segja, að þetta svo- kallaða flotaeftirlitskerfi sje ó- samrýmanlegt bæði hlutleysi og fullveldi Norðmanna. Ef þýskir kafbátar finna bresk- ar yfirlýsingar í skipi, sem stöðv- að er, um að skipið geti farið frjálst ferða sinna, þá verður far- ið með það sem óvinaskip, segja Þjóðverjar. 7000 smál. dansks skips saknað r Danmörltu eru menn orðnir *■ bræddir um að Marylánd, eitt af eimskipum Sameinaða fjelags- ins, rúmar 7000 smálestir að stærð, hafi farist af styrjaldaror- sökum á leiðinni frá Suður-Ame- ríku til Danmerkur. Á skipinu voru 34 menn. Ekk- ert hefir frá skipinu heyrst síðán 10. febrúar. (FÚ) TilræðiöíMunGtien: Málið kemur fyrir dúmsfólana Berlínarfrjettaritari Amster- dams-blaðsins „Telegraaf" segir, að Bretarnir Stevans og Best, sem voru handteknir ná- lægt hollensku landamærunum, og í fyrstu taldir riðnir við ‘ (l sprenginguna, sem varð í bjór- stofunni í Múnchen, rnun bráð- lcga v.erða dæmdir í rjetti í Ber- lín. En sagt er, að ákæra um þátttöku í undirbúningi spreng- ingarinnar hafi verið látin nið- ur falla Georg Elsa, sem var handtek- inn fyrir þátttöku í að undir- búa sprenginguna, fær einnig sinn dóm bráðlega. Hans mál er tekið fyrir sjerstaklega. (FÚ) 56 ára er í dag Jón Þ. Laugaveg 34.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.