Morgunblaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 5
JFImtudagur 29. feteúar 1940 * I orgwnHaíiift Öt*ef.: H.f. Árraknr, Raykjavlk. Ritatjörar: Jðn Kjartanaaon, Valtýr Stefánaaon (4byr*0 Araglýslngar: Árnl Óla. JUtatjörn, au*lýaln*ar o* af*relðala: Auaturatraetl S. — Btaal 1(00. Áakrlftargjalff: kr. t,00 4 mknnOL 1 lausasölu: 15 aura elntakiB, 25 aura Leabðk. Hvers vegna að deyja ungur? Fáninn Einkennilegur misskilningur hefir komist á loft um það, að rauði krossinn í íslenska fán- anum hafi þar v,erið settur til þess á þann hátt að tákna sam- ,band íslands og Danmerkur. En þetta er alveg úr lausu lofti gripið. Horfið var frá bláhvíta fánan- sum, sem hjer var notaður í nokkur ár, af þeirri ástæðu, að hann í reyndinni þótti vera of Ukur sænska fánanum. Einkum norðanlands á sumrin, þar sem mikið var um sænsk skip, höfðu menn þetta að kalla daglega fyrir augum. Undir eins og blá- hvítu fánarnir fóru að velkjast, þá var úr fjarlægð ekki hægt að greina það 'í sundur, hvort um íslenskan eða sænskan fána var að ræða. Það þótti líka ókostur hve gríski landfáninn var líkur hinum bláhvíta, sem hjer var mikið notaður um skeið. Sá er mismunurin'n, að á gríska fánanum er lóðrjetta hvítarönd- in í miðjum fánanum, og allir fjórir bláu reitirnir jafnstórir. En um þetta var minna skeytt í þá daga, því þá áttu íslendingar engin millilandaskip, og þá var vart við því búið, að grísk og íslensk skip yrðu á sömu slóð- um. En nú er þetta öðru vísi. Nú sigla íslensk skip jafnvel til Grikklands og grísk skip koma hingað, eins og til dæmis í haust, er menn sáu bláhvíta íánann málaðan á síður á grísku skipi, er hjer var. ★ Nefnd sú, er hafði fánamálið til rannsóknar árið 1914, samdi mjög ítarlegt álit, sem kunnugt er. Þar er gerð grein fyrir rann- sóknum hennar. Nefndarmenn voru yfirleitt hlyntir bláhvíta- fánanum. En við athugun máls- ins komust þeir að þeirri niður- stöðu, að sú fánagerð dugði ekki af praktískum ástæðum. Sem ný siglingaþjóð og lítt kunn smá- þjóð þurftum við sjerkennileg- an fána, sem aldrei yrði brengl- að saman við aðra þjóðfána. Af þeim ástæðum var sprottin nið- urstaða nefndarinnar, er Al- þingi síðan fjelst á. Það er engin ástæða til að blanda fánagerðinni saman við sambandsmálið. Þar er um tvö • óskyld mál að ræða. Menn geta kítt um gerð íslenska fánans í það óendanlega, og óskað þess, að hann væri af alt annari gerð * en hann er. En að hugsa sjer að rjúka til og breyta gerð fánans * eftir 25 ár, og finna upp ýmis I Tkonar tylliastæður til þess, er bamaleg nýungagirni, sem yrði ' vansæmd að. Eftirfarandi grein er mið- uð við ameríska reynslu, en þó má margt af henni læra hjer á landi. Hún birtist í sumar í heilsu- fræðitímaritinu „Hygeia“ í Chicago. Pað er staðreynd, að meðal- æfin hefir yfirleitt lengst nálægt 20 ár á síðustu öld, en þetta er nær eingöngu að þakka minkandi ungbarnadauða. Eft- ir 35 ára aldur hefir meðalæfin ekki lengst eitt einasta ár síð- ustu tvo mannsaldrana. Á aldr- inum 50—70 ára eru dauðsföll- in fleiri en þau voru fyrir 100 árum, þrátt fyrir hinar miklu framfarir læknisfræðinnar. — Hvaða skuggavöld eru það þá, sem sitja um líf okkar? Eða öllu fremur: Hvað getum við gert til þess að verjast þeim? Níu helstu dánarorsakirnar í Bandaríkjunum eru: Hjarta- sjúkdómar, krabbamein, heila- jblóðfall, lungnabólga, slysfarir, hýrnasjúkdómar, berklaveiki, sykursýki og botnlangabólga. Það einkennilega er, að gagn- vart þessurn sjúkdómum er oft hægt að verjast dauðanum í 5 —20 ár og stundum er hægt að lækna þá að fullu. Fyrsta jákvæða ráðið til þess að verjast banvænum sjúkdómi er fullnægjandi rannsókn. — Margir sjúkdómar, svo sem syk- ursýki og nýrnaveiki, geta búið í manninum árum saman án þess að gera vart við sig. Jafn vel hjartveiki getur búið í mann inum alla æfi, án þess að sjúk- lingurinn viti af henni — þang- að til úrslitaáfallið kemur. Allir vita, að besta trygg- ingin gegn sjúkdómum er sú, að láta læknirinn skoða sig og rannsaka ítarlega einu sinni á ári, en fáir breyta eftir þeirri vitneskju! Jeg komst að því ný- lega, við athugun á 1 fjölda manna í góðum efnum, að 20% af þeim höfðu aldrei látið full- komna læknisrannsókn fara fram á sjer, og 42% höfðu ekki látið lækni skoða sig í fimm ár. En það er ábyrgðarlaust kæru- leysi, að láta ekki lækni skoða sig reglulega á hverju ári strax frá barnæsku. Læknisrannsóknin getur og afstýrt bráðum dauða, með því að við hana uppgötvast trufl fleiri af hjartasjúkdómum en nokkrum öðrum sjúkdómi. — Hjartasjúkdómar og heilablóð- föll taka jafnmörg mannslíf og allir aðrir sjúkdómar til sam- ans. Þetta mannfall er hægt að stöðva, ef hægt er að nema á burt tvær af meinfylgjum hú- tímalífsins: ofreynslu og ofát. Ef við aukum bæði hraðann iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiuut Eltir°Villiam!R. F. Emerson mm ■ uiiuiiiuiunuuuniuiuuunuumuuiuiuinuiiuuiiuituiuimminiiiiiiiiiiniiiniiniiiimuniiiiiinnini animar á líffærum mannsins' þegar í byrjun. Ef t. d. þvag- irannsókn sýnir af mikinn sykur, fær læknirinn vísbendingu um að þarna sje ef til vill sykur- sýki á byrjunarstigi.Og þá getur rjett mataræði haldið sjúkdóm- inum í skefjum, Ef tilfellið er alvarlegra, getur sjúklingurinn samt lifað eðlilega æfi sína í fullu fjöri, með því að nota in- súlin. Ef þvagið sýnir of mikið af albúmini og rauðum blóð- kornum, starfa nýrun ekki ei'ns og þau eiga að gera. Eitt til- tfelli af slíku — Brights-sýkin svonefnda — veldur að jafnaði of miklum blóðþrýstingi, og hann er altaf hættumerki, svo að læknirinn tekur til sinna ráða þegar blóðþrýstingurinn er of hár. ★ Læknirinn finnur ef til vill líka staðbundna smitun í háskirtlunum eða blóðeitrunar- sýkla í. tönnunum, stundum líka hjartabilanir eða gigtarvott. — Frumleg einkenni berklaveiki og krabbameins er hægt að finna með röntgengeislum, svo að hægt sje að taka ráð við þessum sjúkdómum í tíma og verjast dauða fyrir aldur fram. Hraði nútíma lífsins leggur byrðar á hjartað og blóðrásina. I Bandaríkjunum deyja þrefalt og þyngd hlassins á ökuferð lífs- ins, þá myndast eiturefni í lík- anum. Og til þess að eyða þessu eitri verður hjartað og æðarnar að dæla meiri blóði um líkam- ann en ella þyrfti. Blóðþrýst- ingurinn hækkar við þetta og mannvjelin stynur undir of- hleðslu þangað til hún loksins bilar. Það heitir hjartaslag eða heiíablóðfalT, sem er dánaror- sök í slíkum tilfellum. Ofreynslu og þann aukna blóðþrýsting, sem af henni leið- ir, er hægt að lækna með því, að sjúklingurinn fái reglu- bundna hvíld. Þó ekki sje nema það, að sjúklingurinn hvíli sig, andlega og líkamlega, stutta stund á undan hverri máltíð, þá er það til mikilla bóta. Meðal starfsfólksins hjá Aetna Life Insurance Company yoru 78 manns, sem lækkuðu blóðþrýst- ing sinn um 10% með þessu eina húsráði. Þeir sem jeta of mikið, rýra ekki aðeins starfsþrek sitt, held- ur myndast einnig eitur í lík- amanum við það, að fæðan melt- ist ekki að fullu. Við söfnun fitu í stóra gúla yfir mjöðmun- um og framan á magálinn. Og því feitari, sem við verðum því þyngri byrðar leggjum við á hjartað, æðarnar og nýrun. — Dauðinn færist skrefi nær. — Óvenfuleg sfónl^MM Via Appia, elsti og frægasti vegur Forn-Rómverja snævi þakinn, eftir hríðarveður, sem geysaði í Rómaborg í kuldunum í vetur. Eftir 35 ára aldur vex dánar- talan um 1 % fyrir hvert pund, sem maðurinn vegur fram yfir eigindarþyngd sína. Ef þjer eruð of feitur, þá eigið þjer að biðja læknirinn að fyrirskipa yður mataræði, þann- ig, að þjer ljettist um pund á viku, þangað til þjer hafið ljest ofan í eigindarþyngd yðar. Sú ráðstöfun er besta líftrygging. Lungnabólga byrjar að jafnaði með hrolli og hraðvaxandi sótt- hita, jafnframt hósta og blóði í hrákanum. Fyrrum var lungna- bólgan hörð barátta með „krisis“, og læknirinn stóð vopnlaus uppi og reyndi aðeins að hjálpa hjart- anu, svo að það stæðist aflrann- ina. En á síðustu árum hefir fund- ist blóðvatn, sem dugir svo vel gegn sumum tegundum lungna- bólgu, að dauðsföllin eru miklu. færri en áður. Það er því mikils umi vert, að tekinn sje hráki frá fyrstu veik- indadögunum og hann sendur á rannsóknastofuna. Þar er bægt að ákveða á stuttri stund, hvaða teg- und lungnabólgu um er að ræða, og fá blóðvatn, sem við á. Þegar um er að ræða tegundirnar I og II er hægt að bjarga helmingi þeirra mannslifa, sem annars mundu fara forgörðum, ef blóð- vatn fæst í tæka tíð. ★ If yrir 30 árum var berklaveik- ■*" in — hvíti dauðinn svo- nefndi — skæðasta banameinið í ýBandaríkjunum. Nú ep hún sjö- unda í röðinni og virðist munu komast enn lægra. Besta ráðið er, samkvæmt umsögn dr. Edward Livingtrudeau, höfundi nýtísku meðferðar berklaveiki, „að opna gluggana, fara í bólið og vera í góðu skapi“. Þó að baráttan við hvíta dauð- ann hafi fært læknavísindunum ýmsa mestu sigra vorra tíma, þá er berklaveikin ennþá skæður morðingi og vegur sjerstaklega að æskunni. Það þarf að temja liverju barni að elska útivist í góðu lofti og verjast ofreynslu í leik eða starfi. Ef unglingur er ljettari en hann á að vera, þá er ástæðan að jafnaði alvarlegs eðl- is. Með tuberkulin-rannsókn, rönt- gen-Ijósmyndum og hrákarann- sókn geta læknarnir þegar á frumstiginn sjeð, hvort nm berkla er að ræða, og fyrirskipað varn- arráðstafanir. Botnlangabólgan byrjar að jafu aði með slæmri meltingn og verkj um í maganum. Þegar slíkra ein- kenna verður vart, skyldi hver manneskja leita læknis þegar í stað. Uppskurður, sem allra fyrst, er eina örugga ráðið við þessum sjúkdómi. Það er ekki til neitt örugt með- al gegn krabbameini, sem orðiS Or rótgróið. Vörnin er í því fólgin, að meinið uppgötvist á byrjun- arstigi og að læknarnir geti tekið til óspiltra málanna þá. Þess- vegna skyldu allir fara til læknis er þeir þjást af vaxandi blóðleysi eða fá æxli eða hnúta. Frestið því ekki þangað tii það er orðið ef FRAMH. A 8JÖTTU SteU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.