Morgunblaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 3
JPimtudagur 29. februar 1940 MORGUNBLAÐIÐ 3 Flöskumjólk hækkar um 2 aura Ifterinn Afundi Mjólkurverðlagsnefnd- ar í gær var samþykt að hækka mjólkurverðið hjer í hæn- um um. 2 aura lítrann af mjólk í flöskum, en um einn eyri mjólk- urlítrann í „lausri vigt“. Er liter flöskumjólkur þá kom- inn í 48 aura. Ekki er talið, að því er heim- ildarmaður blaðsins skýrði frá, að verðhækkun þessi falli framleið- endum í skaut. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, Guðm. Eiríksson, greiddi ekki atkvæði um verð- hækkun. Talað var um í nefndinni, að eigi yrði breytt um. mjólkurverð næstu mánuði. r ¥m§ 'VT' okkur frumvörp hafa verið ' lögð fyrir Alþingi síðustu dagana og skaJ hjer getið þeirra helstu: Meðferð opinherra mála; flm. Bergur Jónsson. Þetta er sama frumvarpið sem allsherjarnefnd Ed. flutti á síðasta þingi eftir ibeiðni dómsmálaráðherra. Frum- varpið, sem er mikill bálkur, er samið af lögfræðinganefndinni, sem skipuð var seint á árinu 1934. Skógrækt; flm. Bjarni Ásgeirs- son. Frumvarp þetta er flutt að tilhlutun landbúnaðarráðherra, en samið af skógræktarstjóra. Er í frumyarpinu safnað í heild gild- andi ákvæðum um skógrækt og breytingar gerðar, þar sem nauð- syn hefir þótt. Frumvarpinu fylg- jr löng og merkileg greinargerð, þar sem rakin er í stut.tu máli saga skóganna hjer á landi, eyð- ing þeirra og viðleitni bestu manna í þá átt, að stöðva eyðing- una. Vörugjald fyrir Vestmannaeyj- ar; flm. Jóhann Jósefsson. Er hjer farið fram á að framlengja lög nr. 66, 1938 til ársloka 1942, en lög þessi fjalla um sjerstakt vörugjald fyrir Vestmannaeyja- kaupstað. Vátryggingarfjelög fyrir vjel- báta; flm. Sigurður Hlíðar. Vill flm. veita vátryggingarfjelögum þeim, er um ræðir í 1. 27, 1938 heimild til að taka til vátrygg- ingar skip alt að 250 lestir brúttó að stærð. Sækið skömtun- arseöla i dag Rúmlega 10 þúsund manns hjer í bænum eiga eftir að sækja skömtunarseðia -sína fyrir marsmánuð. En síðasti dagurinn er í dag til að sækja seðlana. f gær sóttu samt&ls 11.760 manns skömtunarseðla.- Hjer er mynd af lömunarveikum manni í stállunga. Andlit hans sjest í speglinum á stállunganu. Þessi maður, sem er í stállunganu, er sonur mlijónamærings í Ameríku. Sonurinn var staddur í Kína er hann fjekk lömunarveiki í öndunarfærin. Var hann fluttur í stállunganu yfir þvert Kyrra- haf heim til Ameríku. Hjúkrunarkonurnar á myndinni eru kínverskar. Gefið hiogað af Nuffield lávarði NUFFIELD LÁVARÐUR, hinn breski, sem frægastur er orðinn fyrir miljónagjafir sínar til góðgerða, vísinda og lista, hefir gefið hingað til lands „stállunga“ (,,ironlung“). En það er læknisfræðilegt áhald, sem notað er til hjálpar lömunarveikissjúklingum og hefir oft bjargað lífi þeirra. Stállungað er gefið hingað fyrir milligöngu dr. Macintosh, prófessors við Oxfordháskóla, en hann var bjer á ferð í sumar og kom á Landsspítalann. Dr. Macintosh er ráðunautur Nuffields lávarðar í heilbrigðis- málum og hefir annast um gjafir á þeim fjölda stállungum, sem Nuf- field lávarður hefir gefið víðsvegar um breska heimsveldið. Stállungað er nú komið hingað til lands og er í vörslum Ófeigs Ófeigssonar læknis, sem mun af- henda það Landsspítalanum, en þar verður þetta merkilega áhald geymt. Morgunblaðið hefir átt tal við dr. Gunnlaug Claessen um gjöf þessa. Taldi hann þetta mikils- verða gjöf. Er vjer spurðum. hann að því, hvort dæmi sje til þess hjer á landi, að þurft hefði að nota slíkt áhald sem þetta, sagði hann: — Já, það má segja, að slíkt hafi komið fyrir hjer á landi. Stállungu eru notuð fyrir sjúklinga, sem hafa fengið löm- unarveiki í öndunarfærin, en slík lömunartiifelli batna oft eftir nokk urn tíma, og þá er gott að geta hjálpað sjúklingnum yfir það erf- iðasta með þessu áhaldi. ★ Stállungu eru ákaflega dýr tæki, nemur verðmæti þeirra tug þús- undum króna. Má telja ,víst, að mörg ár hefðu liðið þar til ís- lenskt sjúkrahús hefði getað afl- að sjer slíks tækis. ★ Gefandinn, Nuffíeld lávarður er löngu kunnur alþjóð manna, því hvað eftir annað hafa borist frjett ir um miljónir, sem hann hefir" gefið vísindastofnunum, sjúkra- húsum o. s. frv. í heimalandi sínu. Nuffield lávarður var fátækur handverksmaður í æsku, en hann vann sig upp með dugnaði og þrautseigju. Verksmiðja hans framleiðir m. a. Morrisbifreiðar, sem þektar eru um allan heim. Dettifoss frá Ameríku Dettifoss kom í gær frá Ame- ríku. Hafði skipið fengið góða ferð og verið 11 daga á leið- inni, þó farin væri hin svonefnda syðri leið, sem er heldur lengri. Með skipinu voru engir farþeg- ar, en það var með fullfermi af vörum. Var það aðallega stykkja- vara, matvara, járn o. fl., alls um 800. smálestir. Auk þess flutti Dettifoss nokkuð af kolum fyrir Eimskipafjelagið sjálft. Lðgreglan hand- samarskotmenn I Viðey TJl yjabændur hjer í nágrenni Reykjavíkur verða venjulega fyrir allmiklum búsifjum þegax fer að líða á vetur, af völdum manna, sem gera sjer það til skerr.tunar og dundurs að skjóta fngla upp í landsteinum við eyj- arnar. Eyðir þetta ekki aðeins fugli þeim, sem drepinn er, held- ur fælist fuglinn frá varplöndum. Ráðstafanir bænda, svo sem i auglýsingar um að bannað sje að J skjóta fugl í landi þeirra, hafa lít- inn árangur borið, og hafa þeir því tekið það ráð til að reyna að friða varplönd sín, að kæra um- sviftalaust alla veiðiþjófa og af- henda þá í hendur lögreglunni. í fyrri viku bar það við í Við- ey, að bóndinn þar heyrði skot- hvelli á sjó úti, rjett hjá eynni, og litlu síðar fóru veiðiþjófarnir upp á eyna. Bóndinn náði í hát þeirra og kallaði á lögregluna hjer í Reykjavík, sem kom að vörmu spori og fór með skotmennina til Reykjavíkur. Hafa þeir nú verið sektaðir fyrir tiltæ.kið. í gær varð aftur vart við veiði- þjófa hjá Viðey og var kallað á lögregluna. En að þessu sinni sluppu þrjótarnir úr höndum lög- reglunnar. Þyrftu bændur í eyj- unum hjer í kring að fá einn mann, sem hefir hát til umráða, loggiltan sem löggæslumann í þessum efnum. Ætti það að geta dregið úr eða fyrirbygt með öllu veiðiþjófnað og eyðiléggingu á varplöndum hjer nálægt hænum. Skipað í embætti. Jónataö Hall- varðsson sakadómari og Agnar K. Hansen lögreglustjóri hafa báðir verið skipaðir í embætti sín. Uppbót til 1 sjómanna ______ .4 Sigurður Kristjánsson flytuy svohljóðandi þingsályktun- artillögu í sameinuðu þingi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni; . 1. Að ákveða, að þeim skipverj- um á íslenskum skipum, er sigla milli Islands og annara landa, sje heimilt að flytja inn, án afskifta gjaldeyris- og innflutnnigsnefud- ar, varning til eigin heimilisþarfá fyrir alt að helmingi launa sinnai 2. Að gera ráðstafanir til þess, að tollskoðun varnings þessa og tollgreiðsla af honum fari fram I skipi því, er hann er fluttur með. í greinargerð segir; ii ' ! „Heimild þá, sem felst í þe?»- ari tillögu, má að sönnu telja sjer- rjettindi. Þó er hjer ekki farið fram á annað en það, sem vera ætti hverjum íslenskum borgaxa frjálst. En sú staðreynd, að versL un íslendinga er hnept í óeðlileg höft, veldur því, að gera verðnr jafnsjálfsagðan hlut og þennan að sjerrjettindum. Er þá á það að líta, hverju fórnað er af hálfu ríkisins, ef tillaga þessi verðun samþykt, og hvort. þeir, sem fríð- indanna verða aðnjótandi, eru þeirra verðir, , ,, , Um fyrra atriðið má fuilyrða,* að ríkið fórnar engu, þótt heim- ild þessi yrði veitt. Ætlast er til, að lögboðin gjöld verði greidd al því, sem þannig verður flutt inn, pvo ríkið missir þar einskis. Hinsvegar mundu sjófarendur, er til annara landa sigla, hafa af þessari heimild talsverð haga- muni. Mundu þeir geta á þenna hátt aflað sjer margra heimilis- nauðsynja með bærilegri kjörulh en ella. Enginn getur neitað því, að þeir, sem sigla til annara landá meðan styrjöldin varir, leggja sig og heimili sín í mikinn háská. Jafnvíst er hitt, að þeir firra þjóð ina alla þeim mikla háska, sein henni stafar af því, að siglingar stöðvist milli fslands og annara landa. Hin svo kölluðu hlutlaustt lönd eru ekki hlutlaus nema að nokkru leyti í styrjöldinni, sem geisar. Allir þeir skipverjar, sem sigla um ófriðarsvæðin, eru í raun og veru í ófriðnum, þótt þeir beri ekki vopn, sjeu frá hlutlausra landi og veiti því einu lið. Yfir höfði þeirra vofir hvert augnablik að Verða brytjaðir fyrir úlf og örn. íslensku skipverjarnir í milli landasiglingunum eru landvarnar-, ,lið fslands í styrjöldinni. Mun ís- enska þjóðin telja starf þessara manna þess vert, að þeim verði veitt þau fríðindi, er í tillögunui; segir, ekki síst vegna þess, að það er ríkinu meinfangalaust“. Skákeinvígið Ásmundur vann Onnur skákin í einvíginu Á»- mundur—Gilfer var tefld i gærkvöldi. ... Úrslit urðu þau, að Gilfer gaf eftir 37 leiki. Gilfer hafði hvítt. Næsta skák hefst á sunnudag- inn kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.