Morgunblaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 8
 flmtttðagvr 29. febrúar 1S4CÞ Síðari hluti Litla píslarvottsins lllllllHlfflHllHtHUlllUIUIUUIUimi Síðasta afrek rauðu akurlilfuiinar Niðurl. „Neir það tókst þeim, ekki“, sagði hann. „Það var vinur minn Heron, sem þeip bundn og kefldu, og minn kæri vinur, herra Cham- bertin, mun finna hann í kapell- unni, er hann kemur að sækja mig. Jeg vildi gjarna vera kom- inn þangað, til þess aS hafa á- nægjuna af að heyra bölvið í Heron, þegar keflið verður tekið úr munni hans“. „En hvemig hefir þetta alt skeð, Percy f Og svo de Batz —“ „De Batz var einn þátturinn í fyrirætlun minni, sem var gerð með það fyrir augum að komast undan. En þá vissi jeg ekki að fantarnir ætluðu að taka ykkur sem tryggingu fyrir góðri hegð- nn minni. Yon mín þá var, að I skjóli árásar, á einn eða annan látt, gæti jeg sloppið. Þetta var möguleiki, og þú veist hvernig jeg trúi stundum blint á gæfuna. Jeg ætlaði að grípa hana. Ef illa tækist myndi jeg þá deyja úti á víðavangi, en ekki innilokaður sem aumingi í þessari hræðilegu holu. Jeg vissi að de Batz myndi bíta á agnið. Jeg sagði honum í brjefinu, að Dauphinen myndi verða í nótt í Cháteau d’Ourde, en að jeg óttaðist, að uppreisnar- stjórnin hefði haft pat af þessu og myndi þar af leiðandi senda hermenn til þess að taka barnið. Ffoulkes færði honum brjefið. Jeg vissi, að de Batz myndi leggja kapp á að ná Dauphinen og að til árása myndi koma. Það gat gefið mjer tækifæri. Jeg hag- ræddi því þannig, að við yrðum nndir nóttina komnir að Bou- logneskógi; nóttin er altaf góður liðsmaður. En svo, þegar við kom- um í varðstofuna í Rue St. Anne, komst jeg að raun um, að óþokk- amir höfðu búið mjer verri gildru en jeg hafði ráðgert“. Eftir Orczy baronessu Hann þagnaði um stund; og nú mátti sjá á svipnum, að gamlar endurminningar brutust fram í huga hans. Augun, með dökku baugana í kring, leiftruðu. „Þá var jeg mesti vesalingur“, hjelt hann áfram. „Jeg varð að gera mjer sjerstakt far um að safna ofurlitlum kröftum, þegar ÍeS — guð fyrirgefi mjer brot mitt — óundirbúið setti líf þitt, yndið mitt, í hættu til þess að bjarga mínu eigin. Það var annað en gaman í kermnni, með hinn andstyggilega óþokka við hlið mjer. Þó borðaði jeg og drakk, og svaf þrjá daga og tvær nætur, þar til augnablikið kom, að jeg rjeðist í myrkrinu á Heron, sló hann aftan frá og hálf kyrkti hann til að byrja með. Svo kefldi jeg hann, og að lokum fór jeg í skítugu úlpuna hans, batt bindinu um ennið, svo þokkalegt sem það var, og setti hattkúfinn þar yfir. JÖskrið, sem frá honum kom, er jeg rjeðist á hann, fældi hestana. — Þið munið það kannske. — En sá hávaði kom mjer að gagni, því að hann bar ofurliði lokaviður- eign okkar í kerrunni. Chauvelin var sá eini, sem gat hafa rent; grun um að ekki væri alt meðj feldu; en hann var þá farinn á: undan. Hamingjugyðjan hafði; komið við og jeg gat hand-. samað hana. Jeg gat auðveldlega leikið á þá, og myrkrið aðstoðaði mið dyggilega. Það var ljett verk að herma eftir Heron, enda hlýddu hermennirnir öllum fyrirskipunum í hlindni. Þeir virtust ekkert undrandi yfir þeirri snöggu breyG ingu, að nú skyldi Heron ásamt tveim hermönnum aka burtu með tvo fanga, en áður þurfti tuttugu við gæsluna. Og þó þeir hefðu undrast þetta, komi það þeim ekk- ert við. Þessir tveir hermenn munu nú eiga óþægilega nótt einhvers- staðar í Boulogneskógi, báðir reyrðir við trje með nokkurra mílna millibili. Og nú“, bætti hann i við glaðlega — „npp í kerruna,! yndið mitt, og þú, Armand. Það eru sjö mílur til Le Portel, og við verðum að vera komin þangað áð- ur en hirtir“. „Það var ætlan Sir Andrew að fara fyrst til Calais, til þess að hafa samband við „Dagdraum“ og fara svo þaðan til Le Portel“, sagði Marguerite. „Svo ætlaði hann að fara til Cháteau d’Ourde til jþéss að leita að mjer“. „Þá munum við ná honum í Le Portel — jeg veit hvar hægt verð- ur að finna hann. En þið tvö verðið að fara samstundis um borð í „Dagdraum“ ; við Ffoulk- es getum áreiðanlega bjargað okk- ur“. — Það var einni stundu eftxr mið- nætti. Margueríte, Armand og Sir Percy voru að yfirgefa krána, hress eftir hvíldina og góða mál- tíð. Marguerite stóð í dyrunum, ferðbúin. Percy og Armand höfðu farið á undan, til þess að sækja kerruna. „Percy“, hvíslaði Armand, „veit Marguerite það ekki?“ „Axjðvitað veit hún það ekki, ungi kjáni“, svaraði Percy. „Ef þú færir að reyna að segja henni það, held jeg að jeg myndi mala á þjer höfuðið“. „En þú-------“, sagði ungi mað- urinn ákafur, „getur þú horft á mig, eftir það sem á undan er gengið ? Guð minn góður, þegar jeg hugsa-----------“ „Vertu bara ekki að hugsa, minn góði Armand — minsta kosti ekki um það. Hugsaðu aðeins um stúlk- una, sem var orsök þess að þú framdir glæpinn. Ef hún er góð og hreinlynd, þá skaltu biðja hennar. Þú getur það ekki í augnablikinu, því að það væri heimskulegt að snúa nú aftur til Parísar; en innan lítils tíma, þeg- ar hún kemur til Englands og allir þessir dagar eru gleymdir. Þú skalt elska hana, Armand. En reyndu að elska á annan, betri máta en jeg hefi gert. Gættu þess, að verða ekki þess valdandi, að eins mörg tár fljóti 1 augum Je- anne Lange og mín taumlausa æf- intýraþrá hefir orsakað I augum systur þinnar. Þú hafðir rjett fyr- ir þjer, Armand, þegar þú sagðir að.jeg kynni ekki að elska“. En um borð í „Dagdraumi“, þegar öll hætta var liðin hjá, fanst Marguerite að hann kynni samt sem áður —* að elska. ENDIR. GET TEKIÐ fjögur smábörn til kenslu tvo næstu mánuði. 'Les einnig með skólabörnum. Sími 5001. REIKNINGSNÁMSKEIÐ fyrir fullnaðarprófsbörn og unglinga hefst 1. mars. Þórð- ur Gestsson. Uppl. í síma 1579. I. O. G. T. ST. VERÐANDI NR. 9. Skiðaferð stúkunnar er á- kveðin að Kolviðarhóli sunnu- daginn 3. mars. Lagt á stað- kl. 9 f. hád. Þáttakendur gefi sig fram í síma 3607 fyrir- föstudagskvöld. 'mexT nmjaPyyjLn&xj^isrvLX, t > ¥slendingar erlendis hafa oft kom ist að raun um að það getur komið sjer illa að tala móðurmál sitt og skáka í því skjólinu að enginn skilji mann í ókunnu landi. En það eru fleiri en íslendingar sem hafa orðið þess varir, eins og eftirfarandi smásaga sýnir: Görnul sænsk kona, sem bjó í París, var í almenningsvagni. Hún var ákaflega ófríð. Beint á móti henni sátu karl og kona, sem töl- nðu saman á sænsku. Maðurinn sagði: — Mikið fádæma er hún ljót þessi kerlingarugla, sem situr hjerria á móti okkur. Jeg er viss um að hún gæti sýnt sig fyrir peninga, sem ljótasta kerling heimsins. Þá sagði gamla konan á móður- ímáli sínu um leið og hún stóð upp úr sæti sínu og gekk burt: Þjer getið hrósað happi yfir að hafa fengið að horfa á kerling- nna fyrir ekki neitt! ★ Tveir sölumenn gistu á sama gistihúsi í smábæ í Dan- mörku. Eftir kvöldverð barst tal- ið að hænsnarækt. | — Ur því við erum að tala um hænsni, sagði Andersen, dettur mjer í hug hæna ein, sem pahbi minn átti. Hún gat ungað út öllu mögulegu .... alt frá billiardkúl- i um upp í kaTtöflur. Já, og meira að segja lagðist hún 'einu sinni á ísmola og ungaði honum út! —- Hvað er það á móti bestu hænunni hennar mömmu, sagði Jespersen, og ljet sjer fátt um finnast þessa undrahænu Ander sens. Einu sinni voru af vangá settir hefilspænir í hænsnamatinn. Jæja, hænan, sem jeg á við verpti tólf eggjum og ungaði þeim út — og veistu hvað kom úr eggjunum? J1 hænuungar með trjefætur og eitt boltaprik!! Andersen braut upp á öðru um- talsefni. ★ Stalin gerði 'mikla skyssu, er hann Ijet rauða herinn fara í stríð, sagði þýskur herforingi ný- lega. Á meðan rauði herinn átti I ekki í ófriði, gat hann haldið því! Jfram, að hann væri ósigrandi. j Enginn gat afsannað þá fullyrð- ingu. Her, sem gerir kröfu til að vera ósigrandi, ætti aðeins að sjást á hersýningum. i ★ Afgreiðslustúlkan: Þjer ættuð að kaupa þenna hatt, frú. Hann yngir yður um 20 ár. Frúin: Nei, þakka yður fyrir. Jeg er 29 ára og kæri mig ekki um að verða barn á ný. ★ SAUMA I HÚSUM Uppl. Bergþórugötu 23, 1 hæð. SNÍÐ og MÁTA Dömukápur, dragtir, dag- kjóla, samkvæmiskjóla og alls konar barnaföt. Saumastofan Laugaveg 12, uppi (.inng. frá Rfirgstaðastraeti). Símar 2264 og 5464. ífl£itynttiiujuv HJÁLPRÆÐISHERINN I kvöld kl. 81/2 Söng og hljóm leikasamkoma og sýning. Adj Kjæreng stj. Allir velkomnir! FILADELFÍA Hverfisgötu 44. Samkoma kvöld kl. 8i/2. Eric Ericsön og Jónas Jakobsson tala. Allir vel- komnir. MAÐUR I FASTRI ATVINNU óskar eftir 2—3 herbergjum með þægindum. Tilboð merkt „8“, leggist á afgreiðslu Mbl fyrir laugardagskvöld. — Segðu honum að það sje óhætt að hætta. Við höfum víst gert okkar ítrasta. UNG STÚLKÁ í góðri stöðu óskar eftir her- bergi með eldunarplássi eða 2 herbergjum sem næst miðbæn. um. Tilboð merkt „Ábyggileg“ sendist blaðinu. TIL LEIGU NÚ ÞEGAR góð kjallaraíbúð, 2 herbergi og eldhús. Upplýsingar í síma 3548 eftir k. 7 e. h. 2 HERBERGI og eldhús óskast 1. mars. — Upplýsingar í síma 4492. TIL LEIGU 14. maí á Laugaveg 64, þriggja herbergja íbúð ásamt eldhúsi og geymslu. Hentugt fyrir iðnað eða saumastofu. Einnig fæst á leigu búð og bílskúr fyrir 2 bíla. Uppl. á skrifstofu Laugavegs Apóteks. hænsafóður; blandað — Kurl. Mais — heill Mais — Maismjöl — hænsamjöl — Þorsteinsbúð, Grundaistíg 12. Sími 3247- Hringbraut 61, simi 2803. ÓDÝR HÆNSAMATUR Sími 1456. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR. keypt daglega. Við sækjum. Hringið í síma 1616. Laugavegs, Apótek. ÞORSKALÝSI frá Laugavegs Apóteki kostar aðeins kr. 1,36 heilflaskan. Við. sendum. Sími 1616. KALDHREINSAD þorskalýsi sent um allan bæ. — Rjöm Jónsson, Vesturgötu 28». Sími 3594. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðnu. Guðmundsson, klæðskeri.. — Kirkjuhvoli. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Versl. Alda^ sími 9189, Hafnarfirði. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfum pokum á kr. 6.50 og kr. 3,00j Sendum. Sími 1619. HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. 1*. 2 og 3. Verö frá 0,40 au. pr». kg. Sími 3448. KOPAR KEYPTUR í Landsmiðjunni. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðm,. Bergstaðastræti 10. Sími 5395. . Sækjum. Opið allan daginn. ST. DRÖFN NR. 55. Fundur í kvold kl. 8. Iim*- taka nýrra tfjelaga. Kosning fulítrúa ti Þingstúku. Að lokn- um fundi verður bö-glauppboð. Ungmeyjakvartett syngur meö guitar undirspili. Spilað á spil 0. fl. Systurnar annast fundinnt og stjóma honum. 1 KARTÖFLUR valdar og ágætar gulrófur í heil- úm pokum og smásölu. Þorstejna búð, Hringbraut 61, sími 2803*. Grundarstíg 12, sími 3247. ZOBEL-KANlNUSKINN biúnleit, nokkur stykki, heppi- leg í kápukraga, fást hjá KarlL í Arnarhváli. SPARTA- DRENGJAFÖT Laugaveg 10 — við allra hæfL. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.