Morgunblaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 6
6 * . „ MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 29. febrúar 1940 Minningarorð um Þorstein Þorsteinsson oooooooooooooooooo I ÚR DAGLEGA | | LlFINU | ooooo<x OOOOOCX Umkvörtun hefir blaðinu borist út af því, að í útvarpinu hafi fyrir nokkru yerið skýrt frá því, að hátshöfnin á vjelbátnum Kristjáni væri talin af, en þetta gert áður en tækifæri hafði verið tií ' áð tílkýnna sumum aðstandenum mannanna þá sorgarfregn. Umkvörtun þessi var ekki borin fram í ásökunartón, því hjer hefir verið um óviíjaverk að ræða, en til ábendingar fyrir eftirtímann. En hver maður skil- ur, kemur sjer illa, og getur í vissum tilfellum hlotist varanleg mein af, ef útvarp eða blöð hraða um of flutning slíkra fregna. ★ Norður á Akureyri vildi það slys til hjer á dögunum, að maður að nafni Þorvaldur Vestdal varð fyrir klaka- og enjóskriðu er fjell af húsþaki og meiddist svo alvarlega, að hann var meðyitundarlaus fluttur. á spítala og dó eftir nokkra daga. Svo hættulegt getur það verið, að lenda í slíkum snjóflóðum, og einkenni- kgt að það skuli ekki oftar koma fyr- ir að af því hljótist meiðsl á vegfar- endum. Slysið á Akureyri minnir menn á, að fjllilega sje ástæða til að fara varlega í þessum efnum og athuga, hvort útlit er fyrir að maður geti búist við slíkum ekriðum yfir sig á götunni. Þar sem hús eru há, er standa með- fram fjölfömum götum, er ástæða til •ð hafa eitthvert það viðnám á þakinu, er fyrirbyggi að öll klakahellan eða fcnnin geti runnið niður af þakinu í eínu. Er þetta ekki verkefni fyrir Slysa- vamafjelagið, þá deild, sem kennir hvernig forðast eigi slys á landi? ★ Nú hefir það frjest í gegnum út- varpið, frá póst- og símamálastjóra, að •llur póstur frá íslandi fari með skip- um, sem fara til Englands og að hann verði þar skoðaður. En hvemig víkur því þá við með póst til landsins? Með hvaða skipum kemur hann? Nú hafa liðið svo vikur að ekki hefir komið póstur frá út- löndum, þó fiskiskipin komi hingað dag lega að kalla frá Englandi. Má búast við breytingu á þessu? Það væri ekki úr vegi að almenningur fengi eitthvað um þetta að vita hjá póststjóminni. ★ Það er ekki laust við að ýmsum finnist framkoma póstmálastjóra vera dálítið miðaldaleg. Þaðan koma fyrir- skipanir og tilkynningar með næsta litlum fyrirvara. Eins og t. d. með breytinguna á klukkunni um síðustu helgi. Þetta er tilkynit almenningi svo að segja fyrirvaralaust, og hefði þó' verið útlátaiaust að segja frá þessari fj'rirætlun nokkram dögum áður en hreytingin var gerð. ★ Einn af lesendum blaðsins hefir bent 6, að eigi muni það hafa verið ais- kostar rjett, sem stóð í grein hjer í j blaðinu um daginn, að afmælisrit Ein- j arsars Amórssonar sje hið fyrsta slíkt rit hjer á landi. Þegar Guðmxmdur Magnússon próf. varð sextugur, gáfu iæknar út sjer- stakt blað af Líbknablaðinu, þar sem starfsbræður hans skrifuðu vísindaleg-! ay ritgerðir og var þetta gefið út í heiðursskyni við hinn sextuga lækni og vísindamann. ★ 'Kunningi minn einn var að velta því fjrir sjer hjer um daginn, hvo'rt fje sem nótað er til hafnargerða eða íendingar- bóta sje yfirieitt ekki fleygt í sjóinn. Erindi Sigairðar Nordal, sem ■|jera átti í útvarpinu í kvöld, er nmstað til þriðjudags í næstu viku. T gær var til moldar borinn Þor- -*• steinn Þorsteinsson slátrari, Laugaveg 38 B í Reykjavík. Þor- steinn var fæddur á Yrjum á Landi 6. okt. 1851. Foreldrar kans voru þau ágætishjón Þorsteinn Þorsteinsson, ættaður frá Skarði í Austur-Hrepp, ög Guðrun Teits- dóttir, ættuð frá Snjallsteinsstöð- um á Landi. Þau hjónin fluttu að Skarði á Landi þegar Þorsteinn var á fyrsta ári og ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum til ferm- ingaraldurs. Eftir ferminguna varð Þorsteinn að fara úr föður- húsum og vinna fyrir sjer sjálfur, því þröngt var í búi heima, en börnin mörg. Fór Þorsteinn þá í vinnumensku að Hörgsholti í Hreppum og var þar í full 10 ár og íáðar að Bryðjholti í sömu sveit. Þar dvaldist hann þar til hann festi sjer eftirlifandi konu sína, Guðrúnu Vigfúsdóttur, sem ættuð er frá Eyrarbakka, Fluttust þau hjón til Reykjavíkur árið 1883 og hafa búið hjer síðan. Þorsteinn sál .var glæsimenni hið mesta, talinn fullra tveggja manna maki að burðum á sínum yngri árum, var hann því mjög eftirsóttur til allskonar verka, og kom það sjer vel fyrir hann, því oft var lítið um vinnu í höfuð- staðnum í þá dag, og átti hann því eins og fleiri verkamenn stund- umi erfitt uppdráttar. En það voru fleiri eiginleikar en líkamlegt afl, sem ljetti undir lífsbaráttu hans. Hann var maður svo orðvar og orðheldinn, að hver sem honum kyntist komst fljótt að raun um að þarna var drengur, sem fullkomlega mátti treysta í einu og öllu. Ljúfmenska hans og góðlyndi var frábært, hann mátti helst ekkert aumt sjá án þess að bæta ef kostur var á. Gestrisni hans var viðbrugðið, og var þó oft af litlu að taka, en tínt það semi til var. Þorsteinn hafði gott verksvit og var því iðulega trúað fyrir verk- stjórn og fórst honum það vel úr hendi, hvort sem í hlut áttu ein- staklingar eða bæjarfjelagið. Sam- viskusemi, nákvæmni og dugnaður einkendi vinnubröð Þorsteins. Yann hann hvað sem %rir kom bæði á sjó og landi, en vann þó lengst af sem slátrari, fyrst við sláturhús Siggeirs sál. Torfasonar allan þann tíma sem Siggeir sál. rak það sláturhús hjer í bæ, og síðan vann Þorsteinn hjá Slátur- fjelagi Suðurlands meðan sjón hans entist eða til ársins 1927. Samtímis þessari atvinnu sinni gegndi hann ýmsum öðrum störf- um. Hann hafði með höndum bæj- arvörslu Reykjavíkurbæjar í mörg ár, svo og hestagæslu í afgirtu beitilandi, sem bæjarmenn höfðu til beitar fyrir reiðhesta sína. Þeim starfa gegndi hann í mörg ár og var honum það kært verk, því hann var hestamaður ágætur. Hann hafði og afburða hæfileika til dýralækninga, og var hann oft sóttur til bjargar hinum mállausu vesalingum. Var hann mjög hepp- inn við þessar lækningar sítiar, jafnvel þar sem honum lærðari menn höfðu orðið frá að hverfa 'án þess að geta hjálpað. Þau Þorsteinn og Guðrún eign- uðust níu börn, 7 drengi og 2 stúlkur. Af þeim dóu tvö í bernsku, drengur og stúlka, hin börnin ólust upp hjá þeim hjón- um til fullorðins aldurs. En sorg- in átti eftir að berja að dyrum enn á ný, því þau mistu þrjá upp- komna og mannvæhlega syni á besta aldursskeiði. Fyrstur dó Guðfinnur árið 1916, þá 25 ára að aldri. Fórst hann sviplega við vinnu sína. við hafnargerð Reykja- víkurbæjar. Guðfinnur var dugn- aðarmaður hinn mesti og drengur góður, var þetta því þungt áfall fyrir þau hjónin. Árið 1917 anistu þau annan son sinn, Óskar, 21 árs að aldri. Hann var rakari að iðn, mesti efnispiltur. Þriðji sonur þeirra, Sigurður, andaðist úr in- flúensu vestur í Ameríku árið 1918 og var 30 ára að aldri. Þessi þrjú ár voru stórtæk og miskunnar- laus við þau hjón, en ekki var æðrast þótt harmurinn væri sár, það hefði verið fjarri skaplyndi þeirra og festu. Börn þeirra Þorsteins, sem nú lifa föður sinn, eru: Grjeta, gift Steingrími Árnasyni síldarkaup- manni,- Vilhjálmur, 1. stýrimaður á Súðinni; Karl, bakarameistari í Reykjavík, og Ingvar, skipstjóri, búsettur í Kaupmannahöfn. Þau Þorsteinn og Guðrún bjuggu á Laugaveg 38 frá síð- ustu aldamótum og höfðu húsráð til ársins 1927 að Vilhjálmur son- ur þeirra tók við. Voru gömlu hjónin þar hjá honum síðan og putu umhyggju hans og tengda- dóttur sinnar, Ólafíu Gísladóttur. Eins og áður er getið misti Þor- steinn sjónina árið 1927, þá 75 ára að aldri, og lifði hann því í myrkri hin síðustu 13 ár æfi sinn- ar. En hann naut augna og um- hyggju sinnar ágætu konu og lífs- förunauts, Guðrúnar, sem með frá- bærri þolinmæði hjálpaði honum til að fylgjast með þjóðmálum okkar og öðrumi viðburðum. Enda hjelt hann fullum sálarkröftum til hins síðasta. Undanfarin sumur, þegar gott var veður og heiður himinn, mátti stundum sjá gamla manninn þreifa sig út úr húsi sínu og taka sjer stöðu undir suðurhlið þess. Þar stóð hann og horfði mót sólu, hvítur fyrir hærum og blindur. Jeg þóttist vita að hann væri þá oft að hugsa heim þangað sem altaf var sól og sumar, og sjónin aldrei þverr, þangað sem fimm börn hans voru. Nú kveðjum við þig, hjartkæri vinur, öll sem nutum þinnar ein- lægu vináttu og hjálpsemi. Við munum seint gleyma minningu um svo góðan dreng semi þú varst. Guð blessi þig um tíma og eilífð. Vinur. Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 4.—10. febrúar (í svignm tölur næstu viku á undan): Háls- ibólga 59 (61). Kvefsótt 160 (99). |Blóðsótt 53 -27). Gigtsótt 0 (1). Iðrakvef 18 (32). Kveflungna- lungnabólga 1 (0). Skarlatssótt 1 i (0). Hlaupabóla 0 (4). .Kossageit 0 (3). Munangur 0 (1). Ristill 0 (4). Þrimlajsótt 0 (1). - - Land- læknisskrifstofaii. (FB.). Fjnnlandssðfa- unin orðin 160 þús. krónur Ávarp frá Norræna fjel, 09 Rauða Krossi Daglega berast fregnir um þær hörmungar, sem finska þjóðin á nú við að búa vegna styrjaldarinnar. Enn þá verst hún ofureflinu af ein- dæma þreki og hreysti. Dag- lega berst Finnum hjálp hváð- anæfa að og eina vonin til þess, að þeir geti verndað frelsi sitt og land, er að þeim berist næg hjálp. Vjer fslendingar höfum sýnt í verki þá miklu samúð, sem vjer höfum með Finnum með meiri og almennari þátttöku í fjársöfnun til Rauða Kross Finnlands en dæmi eru til áð- ur um nokkra fjársöfnun hjer á landi. Þegar hafa safnast kr. 160,000 og auk þess fatn- aður um 7 þúsund krónur að verðmæti. Vjer megum þó ekki láta staðar numið, því að enn er þörf á meiri hjálp. Æskilegt væri, að þeir, sem vilja og treysta sjer til vildu greiða vissa upphæðámán. eða atvinnu fyritæki t. d. eins dags arð og verður þeim veitt móttaka eins og öðrum gjöfum hjá Rauða Krossi íslands, Norræna fje- laginu, Bókavprslun Eymunds- son og ýmsum skrifstofum og opinberum stöðum. Stjórnir Norræna fjelagsins og Rauða Kross fslands. Til Jóhönnu Bjarna- dóttur á 88 ára af- mælisdegi hennar Jóhanna var á yngri árum ötul og vann með trú og dygS, hóf sig með tímans brött'u bárum. bar ekki á kvíða eða hrygð; framsækin, örugg, frjáls og djörf, færði þjóð sinni hagnýt störf. Farin er nú að fjöri og hreysti, fullkomna kýs að hafa ró. Algæsku Drottins altaf treysti þó erfiðan tróð um lífsins snjó. Hátt á níræðisaldri er, elli þunga með prýði ber. Bíður hún nú með bros á vörum blessaðri eftir lausnarstund, ánægð- er sínum yfir kjörum, öllum brátt lokið hjer á grund. Ósk hennar eina er og þrá, opnast Guðs dýrðar hlið að sjá. Jón J. Austmann. KOIASALAN &-f. ÍRöéifsbTali, 2. hæC mmm 4M4 184« Hvers vegna deyja - ? - FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. seint. Verið á varðbergi gagnvart öllum sárum í hörundinu, hnúta- æxlum og meltingartruflunum. Skurðaðgerð, röntgengeislar og radíum eru einu viðurkendu varn- irnar gegn krabbameini. Hlustið ekki á skottulækna, sem segja eitthvað annað. ★ Þetta voru algengustu dánar- orsakirnar. Meinið er ekki, að þess ar dánarorsakir skuli vera óhjá- kvæmilegar, heldur hitt, að við erum svo ljettúðug gagnvart þeiin. Oll viljum við hafa góða heilsu og lifa eðlilega æfilengd. En hvað gerumi við til þess, að svo megi verða ? Við eyðum 500 miljón dollurum á ári í „patentmedicin“, sem gera meiri skaða en gagn. Þetta er stærri upphæð en öllum læknis- þóknunum nemur til samans. Við tölum ekki við læknaUa nema þeg- ar við erum veik, og þá er það oft of seint. Við erum fórnardýr óeðlilegra lifnaðarhátta, sem koma í bága við grundvallarlög heil- brigðinnar. Við verðum að lifa samkvæmt tvennum meginstefnum til þess að lengja lífið og varðveita líf og heilsu. Hvað æskuna snertir, þá verðum við enn að bæta barna- uppeldið, en umbætur þær, sem orðnar eru á því, hafa lengt með- alæfina um tíu ár. Við verðum að mæla og vega krakkana mán- aðarlega, halda þeim við meðal- þjmgdina og finna orsakirnar, ef það tekst ekki. Og þeir fullorðnu verða að láta lækna rannsaka sig á hverju ári til þess að fyrirbyggja sjúkdóm- ana. Þeir verða að lifa hollustu- sömu lífi, sem tryggir heilbrigð- ina: gott loft, heilnæmur matur, sem nægi til þess að halda rjettri þyngd, mikla hreyfingu, en enga ofreynslu. Dauðinn er alstaðar í fyrirsát. Varnir okkar gegn honum eru of- ur einfaldar, en haldgóðar. Og sigurlaunin eru? Lífið sjálftí Sk. Sk. þýddi. l SÍI,UÍ' I | cg b'áreíaskinn, | X ódýr, til sölu og sýnis í X Y glugga hjá V X Gleraugnaverslun x X F. A. Thiele, X X Austurstræti 20. Y OOOOOOOOOOOOOOOOOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.