Morgunblaðið - 03.03.1940, Síða 7

Morgunblaðið - 03.03.1940, Síða 7
Sunnudagur 3. marg 1940. MORGUNBLAÐI8 Þjóðræknisfjelag íslendinga heldur útbreiðslufund Eins og kunnugt or var Þjóð- ræknisf jelag íslendinga stofnað fijer 1. des. s.l. Tilgangur fjelagsins er, að efla og auka sam- vinnu milli íslendinga austan liafs og vestan. Fjelagið iiefir nú ákveðið að halda útbreiðslufund næstkomandi fimtudag að Hótel Borg. Skemtiatriðin verða: Jónas Jónsson setur samkom- una. Síðan flytur Jakob Kristins- son fræðslumálastjóri ræðu. Þá syngja þeir Jakob Hafstein og Ágúst Bjarnason. Síðan flytja stutt ávörp þeir: Ásgeir Ásgeirs- sOn alþm., dr. Ágúst H. Bjarnason prófessor Árni Pálsson, dr. G-uð- mundur Finnbogason, dr. Sigurð- ur Nordal og Thor Thors alþm. Að lokum verður dans stiginn til kl. 2. Menn geta gerst fjelagar með því að skrifa sig á lista, sem liggja frammi á Hótel Borg og í Bðkaverslun Sigf. Eymundssonar, frá næstkomandi þriðjudegi. 3. og’ síðasta kynnikvöld Guð- speKifjelagsins verður í kvöld kl. 9. Þrír ræðumenn tala. Hljómlist. óviðjafnanlega púður gefur húðinni rjetta útlitið og rjett- im lit á öllum árstíðum, þurk- ar ekki húðina og skaðar hana ekki. <><><><><><><><><><><><><><><><><>0 Sltrónur Vísm Laugavegi 1. Útbú: Fjölnisveg 2. Fimtugur: Pjetur Guðmundsson í Ófeigsfirði >00000000000000000 Svið með rófustöppu. Matstofan Aðalstræti 9. Sími 1708. ÖOOOOOOOOOOOOOOOOÖ Aðalfundur hins íslenska Garðyrkjufjelags verfSur haldinn í K. R. húsinu uppi laugardaginn 16. mars kl. 2 e. hád. STJÓRNIN. T dag er Pjetur Guðmundsson, T- óðalsbóndi og hreppsnefnd- aroddviti ‘í Ófeigsfirði á Strönd- um, fimtugur. Hann er sonur hins góðkunna hjeraðshöfðingja, Guð- mundar Pjeturssonar,í Ófeigsfirði, er um langt skeið gerði þann stað nafnkunnan að öllu góðu, og síðari konu hans, Sigrúnar Ásgeirsdótt- ur frá Heydalsá, mætrar og góðr- ar konu. Pjetur hefir alið allan sinri aldur í Ófeigsfirði, og nú milli 20 og 30 ár húið þar með snild og prýði ásamt sinni ágætu konu, frú Ingibjörgu Ketiisdóttur, Magnússoriar skósmíðameistara á Isafirði. Ilefir heimilislif þeirra hjóna verið með afbrigðum gott, og heimilið sannkallað fyrirmynd- arheimili að allri rausn og heimil- isprýði. Hafa þau hjón eignast 9 syni, og eru 7 þeirra á lífi, vel gefnir og hinir efnilegustu. Pjetur er óvenjulega. vel gefinn maður, en dulur og lætur ekki mikið yfir sjer, en hann er drjúgur' rnaður og farsæll til allra starfa; víðlesinn er hann í öllnm íslenskum fræð- um, auk þess sem jeg efast um að nokkur íslenskur bóndi sje eins víðlesinn í nýrri hókmentum Norð .urlanda, enda á hann óvenjumikið og gott bókasafn, og vill ekki láta sjást nema úrvals bækur í sínum bókaskáp. — Þó Pjetur sje dulur, og vilji ,að því er virðist, hafa sig lítt í frammi, er hann þó í eðli s‘ínu gleðskaparmaður, hann er óvenju vel sönggefinn maður, og leikur prýðilega á orgel, og í góðum vinahóp er hann hrókur alls fagnaðar. Sem eðlilegt er hafa sveitungar hans falið honum ýms trúnaðarstörf. Um mörg ár hefir hann verið hreppsnefndar- [ oddviti. og það hvgg jeg, að Pjet ur í Ofeigsfirði sje einstæður þ.eirri stöðu hvað vinsældir snert- ir. I sýslunefúd Strandasýslu hef- ir Pjetur setið um fjölda ára. T fasteignamatsnefnd Strandasýslu ^ i Hefir ha.nn! átt sæti um mörg ár, og umboðsmaður Brunabótafjelags fslands fyrir sinn lirepp hefir hann verið frá byrjun þeirrar | starfsemi. Öll sín störf hefir Pjet- ur leyst af hendi með þeirri alúð og kostgæfni að allir hafa verið ánægðir. Yið vinir Pjeturs, hinir f.jöl- mörgu, fjær og nær, þökkum hon- um á þessum tímamótum æfi hans, unnin störf, og óteljandi gleði- og ánægjustundir í samveru við hann. hæði á heimili hans og annars- staðar, og vottum honum allra heilla og blessunar á komandi ár- um, og að þau megi verða sem flest. Sveinn Guðmundsson. Dagbók □ Edda 5940357 — Fyrl. Veðurútlit í Reykjavík í dag: V eða NV-kaldi. Skúrir eða jel, en bjart á miUi. Næturlæknir er í nótt Gísli Pálsson, Laugaveg 15. Sími 2474. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Helgidagslæknir er í dag Þórar- inn Sveinsson, Ásvallagötu 5. Sími 2714. Hjónaband. Gefin voru saman í hjónaband í gær ungfrú Sigfríð- ur Georgsdóttir og Jón Pjetursson Einarsson sjómaður. Heimili þeirra er á Sogabletti 9. Síra Garðar Svavarsson gaf hrúðhjónin sam- an. Fasteignaeigendafjelag Reykja- víkur hefir opnað skrifstofu í Thorvaldsensstræti 6 hjer í bæ og verðnr skrifstofan fyrst um sinn opin daglega kl. 10—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Formaður fjelags- ins, Gnnnar Þorsteinsson hæsta- rjettarmálaflm. verður til viðtals á skrifstofunni bæði fyrir fjelags- menn og aðra fasteignaeigendur, er ganga vilja í fjelagið, daglega kl. 4—6 e. h. Mun starfsemi skrif- stofunnar fyrst um sinn aðallega beinast að útbreiðslu fjelagsins. Verður þar veitt móttöku árstil- lögum fjelagsmanna og nýir fje- lagsmenn geta þar og innritast í fjelagið, en fjelagsmaður getur sjerhyer eigandi og umráðamaður fasteignar í Reykjavík orðið. Þá mun skrifstofan leitast við að afla sjer áreiðanlegra upplýsinga um vanskilaleigjendur og þá leigjend- ur, sem fara sjerstaklega illa með leiguíhúðir sínar. Er ætlast til þess, að húseigendur gefi skrif- stofunni. upplýsingar nm slíka leigjendur til afnota fyrir þá fje- Jagsmenn, er leita kunna til skrif- st,ofunnar í þessu efni. Þá mun skrifstofan, eftir því sem við verð- ur komið og fært þykir, láta fje- lagsmönnum í tje upplýsingar og leiðbeiningar nm skifti leigutaka og leigusala og hagsmunamál fje- lagsmanna yfirleitt varðandi fast- eignir þeirra. Yms fleiri verkefni eru skrifstofunni fyrirhuguð í framtíðinni, þó að ekki verði að þeim vikið að svo stöddu. IJtvarpið í dag: 10.45 Morguntónleikar (plötur) : Sónata í B-dúr, Op. 106, eftir Beethoven. 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 18.30—16.30 Miðdegistónleikar: Ljett klassísk lög (plötur). 17.00 Messa í Dómkirkjunni (síra Friðrik Hallgrímsson). 18.30 Barnatími :(Systurnar Mjöll og Drífa). 19.15 Hljómplötnr: Lög eftir Pur- cell. 19.45 Frjettir. 20.2Á Érindi: Frá Verdun (Jón úr Yör). 20.40 Tónleikar Tónlistarskólans: (Dr. Edelstein): Sóló-svíta í d- moll, eftir Bách. 21.05 Upplestur: Ur norrænum bóköiehtum (Sigurður Einarsson dósent). 21.30 Kvæði kvöldsins. 21.50 Frjettir. TAPAST >0 hefir sfóc brúnn skíflalianski á leiðinni frá Rauðavatni til Reykjavíkur. Skilist gegn fundarlaunum. — A. v. á eiganda. FYRIRLIGGJANDI: Sitrónur í 150 og 300 stk. kössum. Eggeit Krisffánsson & Co. h.f. Kanpum tóma strigapoka. Mordalsishús Sími 3007. W&M ■m EKKSPIL! Með 7 hesta Glóðarhaus Mótor, ónotað til sölu með tækifærisverði. H.B ENEDIKTSSON i CO. Sími 1228 Sfnd 1380. LITLA BILSTÖÐIN ^”***1* TJPPHITAÐIR BtLAR. Jarðarför manusins mins og föður okkar JÓNS JÓNSSONAR bifreiðarstjóra, Smiðjustíg 9, fer fram n.k. mánudag 4. mars og hefst með hús- kveðju að heimili okkar kl. 1.30 e. hád. Jarðað verður frá Dómkdrkjunni. Sesselja Hansdóttir. Magnús Jónsson. Hans Jónsson. Jarðarför GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, sem andaðist 24. febrúar, fer fram á morgun, mánud. 4. mars kl. 1.30, frá Framnesveg 36. Aðstandendur. Kveðjuathöfn ÁSTRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Stóra Ási í Hálsasveit fer frami á morgun, 4. mars. kl. 4.15 e. hád. frá dómkirkjunni. Kveðjuathöfninni verður útvarpað. Aðstandendur. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns og föður okkar GUÐMUNDAR R. JÓELSSONAR verkstjóra. Sjerstaklega viljum við þakka Alliance h.f. og hr. fram- kvæmdastjóra Ólafi Jónssyni, fyrir þeirra miklu samúð. Ólöf Jóhannsdóttir og böm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.