Morgunblaðið - 08.03.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1940, Blaðsíða 3
3 Föstijd^gur 8. mars 1940, M 0 R G XJ.N.B L A Ð.Í Ð Verlsunarmálin ræÖÖá Alþingi ígær Frumvarp Sjálfstæðismanna komið i fjárhagsnefnd FRUMVARP Sjálfstæðisflokksins, um breyting á gjaldeyrislögunum, kom til fýrstu umræðu í efri deild í gær. Auk fyrsta flutningsmanns, Magnúsar Jónssonar, tóku tii máls tveir ráðherrar, þeir Eysteinn Jónsson viðskiftamálaráð- herra og Stefán Jóh. Stefánsson fjelagsmálaráðherra. Enda þótt fram hafi komið nokkur ágreiningur um einstök atriði frum- varpsins, er á þessu stigi ekki hægt að spá neinu um það, hvaða afgreiðslu málið kann að fá. Frumvarpið fór að lokinni umræðunni til fjárhagsnefndar, og verður þar að sjálfsögðu reynt að jafna ágreininginn og fá viðunandi lausn á þessu viðkvæma deilumáli. Hjer verður sagt nokkuð frá umræðunum í gær. Magnús Jónsson gat þess í upphafi máls síns, að þar sem ekki væri enn fengin lausn á verslunarmálunum, væri eðli- legt að tillögur kæmu fram á Alþingi um lausn þeirra. Væri frumvarpið flutt í þeim tilgangi, að reyna að greiða fyrir lausn þessara mála. Frumvarpið væri samkomu- lagsgrundvöllur. Af þeirri á- stæðu væri málið ekki flutt í því formi, sem Sjálfstæðisflokk- urinn, eða einstakir flutnings- menn, helst hefðu kosið. Hjer væri farin miðlunarleið, til þess að reyna að ná samkomulagi. Af þessum ástæðum væri með frumvarpinu gert ráð fyrir svipuðu fyrirkomulagi og verið hefir. Innflutnings- og gjaldeyr- ishömlur ættu að haldast. Að- eins væri lagt til, að önnur skipun yrði höfð á gjaldeyris- og innflutningsnefnd. 1 stað þess, að í nefndinni væru nú 5 stjórnskipaðir menn, væri í frumvarpinu gert ráð fyrir þriggja manna nefnd, þar sem Verslunarráð Islands tilnefndi einn, Samband ísl. samvinnufje- laga einn og hinn þriðji væri skipaður með samkomulagi milli ráðherranna. Auk þess sem hjer væri lagt til að fækka í nefndinni um tvo menn, væru málin lögð meira í hendur að- ilja sjálfra. En einmitt sú leið, að fela aðilum sjálfum fram- kvæmd þessara mála, væri lík- legast til samkomulags um deiluatriðin. Þriðji maðurinn — hinn stjórnskipaði — myndi miðla málum, ef þörf krefði. Sú málamiðlun myndi ekki verða erfið, því að aðilar myndu áreiðanlega koma sjer saman. Þeir væru sjer þess meðvitandi, að þjóðin krefðist þess af þeim, að þeir kæmu sjer saman. En auk þess, sem hinn stjórn- skipaði nefndarmaður ætti að vera einskonar oddamaður, væri hann einnig fulltrúi stærsta aðiljans — neytendanna. Ræðumaður kvaðst að vísu játa það, að málinu væri stefnt í nokkra hættu með því að á- skilið er að þriðji nefndarmað- urinn skuli skipaður með sam- komulagi ráðherranna. Með því væri hverjum einum ráðherr- anna fengið einskonar synjun- arvald og gæti hann þá komið því til leiðar, að lögin yrðu ó- framkvæmanleg. En þessi ótti væri ástæðulaus. Samstarf flokkanna í ríkis- stjórninni bygðist vitanlega á því, að stjórnin gæti komið sjer saman um lausn málanna. Og bað væri daglegur viðburður, að stjórnin yrði að leysa hin mikil- vægustu mál með samkomulagi. Enda væri samstarfið ómögu- legt, ef ekki mætti treýsta því, að stjórnin gæti komið sjer sam- an í þessu máli, sem öðrum. Að lokum sagði ræðumaður, að það yrði mönnum mikil von- brigði, ef þingið gerði ekkert í þessum málum. Samstarfi flokk- anna væiri og þá stefnt í hættu. Þegar verið var að koma sam- starfinu á, hefðu verslunarmál- n einmitt verið erfiðasti þrösk- uldurinn. Og það hefði munað minstu, að samstarfið strand- aði á þeim. Að þessu mætti mönnum vera það ljóst, að amvinnunni væri hætta búin, ef ekki tækist nú að leysa þessi viðkvæmu deilumál. Næst tók til máls Eysteinn Jónsson viðskiftamálaráðherra. Hann talaði fyrst alment um viðskiftahömlur, en ekki er á- stæða til að rekja það nánar, þar sem frumvarpið gerir ekki ráð fyrir afnámi haftanna. Því næst ræddi ráðherrann frumvarpið. Þar voru aðallega 3 atriði, sem máli skiftu. 1. Skipun Gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar, þar sem lagt væri til, að í stað stjórnskip- aðra manna kæmu fulltrúar Verslunarráðs og Sambandsins. Um þessa breytingu sagði ráðherrann, að verkefni nefnd- arinnar væri ekki aðeins að á- kveða hverjir flyttu inn, heldur og að ákveða hitt, hve miklar vörur skyldi flytja inn, hve mikið af hverri tegund og hvar FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐTJ „Brúarfoss" bjargar bát úr sjávaiháska Brúarfoss bjargaði vjelbátnum „Hirti Pjeturssyni*' frá Siglufirði úr bráðum sjávarháska við Reykjanes um hádegi í gær- dag. Er enginn vafi á, að bátinn hefði rekið upp í kletta á Reykja- nesi, ef Brúarfoss hefði ekki borið þama að. Sýndi skipstjórinn á Brúarfossi, Sigurður Gíslason, bæði snarræði og dirfsku við að bjarga bátnum. Sigurður skipstjóri segir svo frá um atburðinn: Um hádegisbilið í gærdag vor- um. við að koma fyrir Reykjanes og komum þá auga á bát undir seglum mjög nálægt landi hjá Kistunni, en það er sá staður, sem farið er með vistir í land handa vitaverðinum á Reykjanesi. Báturinn var með neyðarflagg uppi og sigldum. við að honum og höfðum tal af skipverjum. Báðu þeir um aðstoð vegna þess að vjelin hefði bilað í bátnum.. Báturinn mun hafa verið um 1500—-1800 metra frá landi. Tókst okkur að sigla upp að bátnum og koma til hans trossu. Höfðum við síðan samband við varðbátinn „Óð- inn“ og er við höfðum dregið vjelbátinn á móts við Sandgerði tók Óðinn við honum og dróg hann til lands. Veður var slæmt, 9—10 vindstig. Einn samvinnu- fjelagsbátanna ú isafirði strandar Vjelbáturinn ísbjörn frá ísafirði fórst í fyrrinótt á Skálavík, vestanvert við ísafjarðardjúp. — Mannbjörg varð, og líður Skip- verjum vel. Þeir eru veðurteptir í Skálavík vegna stórhríðar. Kom sendimað- urf frá skipstjóranum til Bolungar víkur með stutt skeyti, er hafði að geyma þær upplýsingar, er að ofan greinir, en nánari atvik eru ókunn, þar sem ekki er sími í Skálavík, og ekki verður komist á mifli vegna veðurs. ísbjörn var 43 smálestir að stærð, eign Samvinnufjelags ís- firðinga. Báturinn var bygður í Noregi 1928 og var með 90 ha. Elve-vjel. Skipstjóri hans var Jakob Gíslason. Síðustu fregnir herma að „Is- björn“ sje sokkinn og lítil líkindi sje til, að hœgt verði að ná honum. „GsjaM rann óvart úr Slippnum Litlar ske I I (lir urðu UM hádegisbilið í gær vildi það óhapp til, að strandferðaskipið „Esja“ rann út af drátt- arbraut í Slippnum og út á höfn, en síðan svifaði því austur að Ægisgar^ og rakst það þar á flutn- ingaskipið „Heklu“, er lá við Ægisgarð. En skemdir á skipunum báðum urðu hverfandi litlar. Atvik þetta bar þannig að: „Esja“ var dregin í Slippinn í fyrra- kvöld. Þar átti að mála á henni botninn og framkvæma á henni skoð- un. En þegar hún var dregin upp á brautina bilaði ein aðaldráttar- blokkin, svo hún varð ekki dregin að því sinni alla leið upp brauiina. 500 króna gjöf til skógræktar í Mýrdal ASkaftfellingamóti, sem hald- ið var að Hótel Borg á miðvikudagskvöld, afhenti Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri Gísla Sveinssyni sýslumanni 500 kr. gjöf, er varið skyldi til skóg- græðslu og trjáræktar í Mýrdal. Sýslumaður þakkaði þessa rausn- arlegu gjöf. Þetta mót Skaftfellinga sátu á þriðja hundrað manns. Hófst með borðhaldi og skemtu menn sjer hið besta langt fram á nótt við ræðuhöld, söng og dans. Jóhannes G. Helgason setti samkomuna og stjórnaði henni. Aðalræðuna flutti Gísli Sveinsson alþm., fyrir minni Skaftafellssýslu og mætxa Skaft- fellinga. Aðrir ræðumenn voru: Jón Kjartansson ritstjóri (minni íslands), síra Sveinbjörn Högna- son, er talaði um átthagaútlagana, Guðbrandur Jónsson prófessor, er talaði um manninn og moldina; Frímann Helgason verslunarmað- ur talaði um stofnun Skaftfell- ingafjelags. Páll Þorgilsson bílstj. sagði gamanþætti. Magnús Jóns- son trjesmiður frá Vík og Stefán Runólfsson frá Hólmi lásu frum- ort kvæði, og var kvæði Magnús- ar sungið. Kjartan Sigurjónsson frá Vík söng nokkur lög, þar á meðal tvö lög eftir föður hans, Sigurjón kaupfjelagsstjóra í Vík. Kvartett söng einnig nokkur lög. Mótið fór prýðilega fram. Dr. Benes heiðraður Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. r. Benes, fyrv. forseti Tjekkó- slóvakíu, sem nú dvelur í Englandi, var heiðraður í dag. Var það Oxfordháskóli sem gerði Benes að heiðursdoktor við háskólann. Fór athöfnin fram með mikilli viðhðfn. Var síðan sett viðnám við skipið, svo það rynni ekki niður aftur, en ekki hægt að koma fyrir sams- konar útbiinaði til stöðvunar skip- inu eða til viðnámsins, sem venja er til, vegna þess hve Heðarlega það var á brautinni. Fyrir hádegi í gær var lítillega byrjað að vinna við skipið. En samtímis höfðu dráttarvírarnir verið losaðir af því, svo hægt væri að gera við dráttarblokkina, er bilaði kvöldið áður. Þetta hafði verið gert rjett fyrir hádegið. En rjett eftir að vinna hætti við skipið kom snarpur vindbylur af suðvestri og tók svo i skipið, að útbúnaðurinn bilaði, er einn hjelt því á brautinni, þegar vír- arnir höfðu verið losaðir, svo það ;seig aftur á bak niður eftir braut- inni og í sjó fram, sem fyrr ségir. „Esja“ verður sennilega tekin upp í Slippinn aftur næstu daga. Aðeins enskur póst- ur kom með Brúarfossi Pósturinn, sem kom í gœr frá útlöndum var aðeins rúmir 60 pokar, og einungis póstur frá Eng- landi og eitthvað lítilshátt- ar frá Kanada. Búist hafði verið við margfalt meiri pósti, ekki síst vegna þess, að komið er á annan mánuð, síðan póstur kom hingað síðast. Dæmi hafa þekst þess, hjer á pósthúsinu, að komið hafi mörg hundruð póstpokar í einu. Norðurlandapóstur kom enginn — og óvíst hvenær hann kemur. Borgfirðinga- og Mýramannamót hefst kl. 8 í kvöld að Hótel Borg. Auk þeirrar skemtiskrár, sem aug- lýst hefir verið, mun Bjarni Ás- geirsson flytja þingvísur. Aðgöngu miðar annað hvort að allri hátíð- inni eða eingöngu að dansinum verða seldir í Bókaverslun Sigf. Eymundssonar og skrifstofu Hótel Borg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.