Morgunblaðið - 08.03.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. mars 1940. Samskot í vjelbát handa skipsmönnum á v.b. »Kristjáni« KVEÐIÐ hefir verið að hefja fjársöfnun í þeim g tilgangi að fá nýjan fiskibát handa hinum I hraustu og hugprúðu fiskimönnum af m.b. | Kristjáni, sem björguðust svo undursamlega, eftir 12 daga j hrakninga í hafi og eftir að örvænt þótti um heimkomu | þeirra. | Hugmyndin er að safna fje til kaupa eða smíða á ca. 20 tonna j| vjelbát — öðrum „Kristjáni“, — sem í viðurkenningarskyni verði 1 gefinn skipshöfninni af hinum strandaða Kristjáni, svo hún geti hald- ^ ið áfram framleiðsiustarfi sínu í þágu þjóðarinnar, en það er heit- j§ asta ósk þessara skipbrotsmanna og þeirra fyrsta hugsun eftir björg- 1 unina. Gert er ráð fyrir að báturinn kosti um kr. 35.000.00—40.000.00. M Er hjer með heitið á alla góða menn í landinu, sem sjá sjer það fært, ^ að taka þátt í þessari fjársöfnun og leggja sinn skerf til hennar, §j jafnt þótt lítill sje, því margt smátt. gerir eitt stórt. Eftirtöld blöð hafa lofað að taka á móti framlögum; = f Reykjavík: Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Tíminn, Vísir, Þjóð- § viljinn. = Á ísafirði: Skutull, Vesturland. Á Akureyri: Alþýðumaðurinn, Dagur, íslendingur, Verkamaður- §j tTtiiitimmiiiiiti!!mmit!iiimumi!mirnuitiimiiimiiitiiitiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiii!iiiiiiiiuii!iiiiiiiHiiiimii!iiiiimiiiiimii!iiiiiiiiiiii mn. Ennfremur veita framlögum mót.töku allir símstöðvastjprar og j§ póstafgreiðsiumenn út um land. M Reykjavík, 7. mars 1940. j| Sigurður E. Hlíðar Guðmundur Hlíðdal dýralæknir. Jónas Jónsson ulþingismaður. póst- og símamálastjóri. = Carl Olsen stórkaupmaður. Ólafur Thors atvinnumálaráðherra. Stefán Jóh. Stefánsson. fjelagsmálaráðherra. Ein höfuðvörn stórborganna gegn loftárásum eru belgir, eins og þeir sem hjer sjást á myndinni. Belgir þessir eru látnir svífa í loftinu yfir úthverfum Lundúnaborgar, og niður úr þeim hanga langir og þjettriðnir stálvírar. Fljúgi flugvjelar á þessa stálvíra, þá brotna þær og hrapa til jarðar. Heíjuverðlaun - fyrsta gjöfin 150 kr. licfir borist N ú á þessum skelfingartírn- um, þegar ekki er annað fyrirsjáanlegt, en að allur heimurinn muni þá og þegar loga í einu heiftarbáli, og þús- undir góðra manna láta lífið daglega fyrir allskonar vítis- vjelum, þá reikar hugur vor ósjálfrátt til okkar litla þjóð. fjelags, sem er laust við allar þessar ógnir ófriðarins. Aldrei höfum við skilið það eins vel og nú, hve við erum hamingjusöm, að þurfa ekki að horfa á eftir sonum vorum, vinum eða frænd- um út á vígvöllinn — út í dauð- ann, eða vera fjárhagslega kúg aðir vegna herskyldu eins og styrjaldarþjóðirnar nú eru. En þó við eigum ekki hermenn í (genjulegri merkingu eigum við AUQAÐ hviliit með gleraugum frá THIEIF KOLASALAN S.f Ingólfshvoli, 2. hæO. Sfmar 4514 og 1845. samt nokkurskonar hermenn, þar sem sjómannastjettin er. Sjómaðurinn heyir sitt stríð, við hið vilta haf, og er daglega í lífsháska. Sjómannastjettin hef- ir oft fært þjóðinni stórar fórn. ir. Mörgum mannslífum fórnar hún árlega til viðreisnar fjár- hagslegri afkomu þjóðar vorr- ra. íslensku þjóðinni ber því skylda til þess, að hlúa sem best að þessari stjett manna, og vera þess vel minnug, að ís- lensku sjómennirnir eru vorir einu hermenn. íslenska þjóðin var rækilega minnt á það um daginn, þegar m.b. Kristján tapaðist, hve líf sjómannsins leikur oft á veik- um þræði, og er fult af hættum. Engum datt í hug, að áhöfn báts þessa væri í tölu lifand.i manna, eftir árangurslausa leit fjölda skipa í marga dgaa. Sú karlmenska, hreysli og hug- piýði, sem þem f jelagar sýndu, mun lengi í minnum höfð hjá Saltkf öt Höfum fyrirliggjandi nokkrar tunnur af saltkjöti. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. þjóð vorri. Dagblöð bæjarins hafa svo vel lýst þessum svaðil. förum, að óþarft er að fjölyrða meira um það hjer. I sambandi við þennan atburð, hafa ýmsar spurningar hvarflað í hug margra, t. d.: Hvað tekur nú við fyrir þessum fátæku skip- órotsmönnum ? Byrja nú nýir hrakningar í landi, hrakningar við árangurslausa atvinnuleit? Þeir fjelagar kyntu bál nótt og dag á litlu fleytunni sinni, í von um að einhver kæmi auga á þá, og sæi að þeir væru hjálp- arþurfi. Og skipin voru stundum alt í kring. Enginn vafi er á því, að til þeirra sást. En í stað þess að hjálpa, slökti t. d. einn togarinn ljósin. Eðlilega þótti öllum þetta grimmar og ómann- úðlegar aðfarir. En góðir íslendingar, látum nú ekki það sama henda okkur sjálfa. Nú eru þessir sömu menn að hrekjast mitt á meðal vor, í atvinnuleit, hrakningarnir eru aðeins í annari mynd, en erfiðir samt, þó á landi sjeu. Látum nú sjá, að við tökum betur eft- ir hrakningum þeirra en togar- arnir, og slökkvum ekki ljósin, þ. e. a. s. vor mannúðar og kær. leiksljós. Tökum drengilega undir þær góðgjörnu uppástung ur frá þeim Sig. E. Hlíðar og K. O., um samskot til kaupa á nýju skipi handa hinum hraustu og huguðu skipbrotsmönnum. Kornið fyllir mælirinn. Það þarf ekki að vera stór upphæð !frá hverjum, ef margir leggja saman, sem jeg efast ekki um að almenningur geri, því al-/ mennur áhugi er fyrir þessum | framkvæmdum. Sá, sem þessar jlínur ritar veit að þessir menn, Isem hjer eiga hlut að máli, eru Ifátækir, sjerstaklega formaður bátsins, sem er fjölskyldumað- ur og hefir 3 börn á framfæri sínu, og hefir gengið atvinnu- laus í mest allan vetur Minnumst þess, að um leið og vjer leggjum eitthvað af mörkum, hver eftir sinni getu, — til þess að tryggja framtíð þcssara vösku drengja — þá tryggjum vjer um leið framt'ð þjóðfjelagsins í heild, og okkar sjr.lfra, því þannig er velferð og hagur allra landsnis barna saman tvinnaður. Morgunblaðið hefir góðfús- lega lofað að veita gjöfum mót- tóku, sem berast kunna í þessu skyni. Jafnframt bið jeg blaðið fyrir kr. 150,00 til vina minna, skipbrotsmannanna, sem vott þess að hugur fylgir máli. Reykjavík, 6. mars 1940. Hirm óþekti sjómaður. Ríkisskip. Súðin kom til Siglu- fjarðar kl. 6 síðdegis í gær. r Menta- raálaráðs ¥7» rá Guðmundi Friðjónssyni hefir blaðinu borist grein um úthlutun Mentamálaráðs til skálda og Ustamanna. Þar finnur hann aS því, að frk. Þórunn Magnúsdóttir nýtur ekki styrks frá Mentamálaráði, en getur þess. að ef til vill kunni hún að hafa látið umsókn undir höfuð leggj- ast. Hann segár ennfremur: Þórunn Magnúsdóttir er yngst skáldkvenna vorra, þeirra sem geta borið það nafn, heilsulítil og ein síns liðs. Jeg tel hana á skáld- sagnasviðinu jafoka Huldu og El- inborgar og er hver saga Þórunn- ar, sein birtist, annari betur samd- ar. Hún er jafnvíg á skopsagna- gerð sem alvöruefni; hefir í bók einni, Líf annara, tekið sjer fyr- ir yrkisefni afar vandasöm efni, sem em fólgin í þeirri vandasömu klípu, að ganga á glóðum mein- bugaásta og lifa þó á heiðvirðan hátt svo að sjálfsvirðingu sje borg ið. Frá þessum vandamálum hefir skáldkonan sloppið svo vel, að mjer dylst eigi, að hún á skilinn stuðning til þess að geta notið sín. Það er að vísu örðugt að sanna það, að maður eða kona sje skáld. Það er oft, álitamál. Minn mæli- kvarði er þessi: Þegar lestur kvæðis eða skáldsögu vekur mjer í brjósti þá ósk, að jeg vildi hafa gert kvæðið eða samið söguna, þá segi jeg að sá eða sú sje skáld. Og ef endurlestur skáldskapar veldur því, að mjer þykir hann þá þetri en fyrst í stað, met jeg höfundinn höfund. i Þessi próf hefir Þórunn Magn- úsdóttir staðist. Hún er „vaxandi drengur“ í sagnagerð sinni, hefir örugg tök á íslenskri tungu og er gædd karlmannsviti — ef svo mætti segja um konn — að þvr er íhygli snertir og skilning á sál- arlífi fólks. í þeirri andrá sem jeg rita þetta flytur Þórunn í útvarpinu geysi- haglega samið erindi um Reykja- víkurtúlkuna og er hún jafnvíg á erindagerð sem skáldsagnasnið. Jeg skil það og viðurkenní, að úthlutunarstarf mentamálanefndar á skiftivellinum er vandaverk og eigi unt að gera svo að öllum líki. Nefndin hefir þó gert sumt vel. En jeg hefði getað unt henni þess að gera betur. Jeg vænti þess að í næsta sinn Játi hún sjer til hugar koma þær misfellur sem nú hafa á orðið úr- skurðum hennar og að hún muni þá eftir Þórunni skáldkonu og skal jeg þá sækja fyrir hennar hönd — ef jeg held mjer heilum, og ef Þórunn skyldi verða á ein- hvern hátt vanbúin til sóknarinn- ar. Guðmundur Friðjónsson. Happdrættið. Nú eru aðeins eft- ir 2 söludagar fyrir 1. drátt. Til þess að gera mönnum auðveldara að ná í miða, verður opið bjá um- boðsmönnum í Reykjavík og Hafn- arfirði til kl. 10 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.