Morgunblaðið - 08.03.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. mars 1940. iiiiiiiiiiiminiiiuiimiiiiiiiiiiiiniiiitiimiiiHiMiiiiiiiiiiiiiinr Finski Rússar setia Finnum flltgherinn| nýja úrslitakosti eflist •nniMiimiiiiiiiiiiii iiiiinmmmmmii Það er að mestu leyti þakkað finska flugflotan- um hve Finnum hefir tek- ist vel að hindra sókn Rússa yfir ísinn í Viborg- arfióa. Hefir finski flugherinn eflst mjög upp á síðkastið, því miklar flugvjelasend. ingar hafa borist erlend- is frá. Rússar komast ekki f land vest- an Viborgarflóe Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Ollum heimildum, nema rúss- neskum, ber saman um, að Rússar hafi hvergi náð fótfestu á ströndinni vestan Viborgarfló- ans ennþá. Hafa Finnar hvarvetna hrakið hinar rússnesku liSrsveitir, sem rey-na að sækja yfír á ís, til baka. ,Rússar nota Ijetta skriðdreka og brynvarða sleða í sókn sinni. Hefir tveimur eða þremur smá- sveitum tekist að komast upp á ströndina, en Finnar hafa jafn- óðum umkringt þær. Bru finskir hermenn á ströndinni á skíðum og hafa að voprti Ijettar vjel- byssur. Hættan. Því er ekki leynt, að Finnum stafar mikil hætta af sókn Rússa á þessum slóðum ef þeim tekst, að ná fótfestu á ströndinni, því I þá er. hægra fylkingararmi Mann- erheijnlínunnar mikill voði búinn. Rússar virðast leggja megin- áherslu á að brjótast þarna yfir flóann og takist þeim, að setja her á land, sem einhverju nemi, er talið að finski herinn neyðist til þess að yfirgefa stöðvar sínar á Kirjálaeiði. Sænska Fínníands- söfntmín 30 mílj. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. TT^ innlandssöfnunin sænska safnaði í dag alls rúm- lega 1 miljón krónum og er það með bestu dögum síðan söfnun hófst. í flugvjelasjóðinn finska safn- aðist í dag um 800 þús. krónur, og er sá sjóður nú kominn upp í 3,8 miljón krónur. AUs hafa því safnast í Sví- þjóð til Finnlands um 30 miljón krónur. Kröfur þeirra miklu víðtækari en í haust Allar friðartillögur úr sög- unni með nýju kröfunum? í , •• 1 Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. FINSKA STJÓRNIN tilkynti í kvöld, að stjórn Sovjet-Rússlands hefði gert nýjar kröfur á hendur Finnum. Eru þessar kröfur miklu meiri en fyrri kröfur Rússa. Talið er að þessar nýju kröfur sjeu einskonar svar Rússa við þeim friðarumleitunum, sem sagt er að fram hafi farið undanfarna daga fyrir milligöngu Svía. Hinar nýju kröfur Rússa eru þessar: Finnar láti af hendi við þá Kirjálaeiðið alt, ásamt • Vi- borg. Einnig láti þeir af hendi Norður-Finnland (Lapp- land) með hafnarborginni Petsamo. Þá krefjast Rússar að fá allmikið landflæmi norðaustur af Ladogavatni og loks allan Hangö-skaga. Þetta eru úrslitakostir Rússa á hendur Finnum og er frest- ur til að svara þeim útrunninn kl. 12 á miðnætti á föstudags- kvöld. Talið er full,víst,.að Finnar neiti með öllu þessum úrslita- kröfum. FRIÐARTILRAUNIR. Blöð um allan heim ræða mál ið um friðartilraunir, \em fram hafa átt að fára undanfarna^ daga í ófriðnum milli Rússa ogj Finna. Yfirleitt er sú skoðun efst á baugi, að Svíar hafi haft for- göngu um þessar friðartilraunir. Þannig telur t. d. stórblaðið ,,New York Times“, að Svíar hafi afhent rússnesku stjórn- inni friðarskilmála Finna. FINNAR HAFNA. Lundúnablaðið News Chron- icle skýrir frá því, að Finnar hafi hafnað öllum kröfum Rússa um það, að Finnar láti af hendi við þá borgirnar Viborg, Sortavala og Hangö. En þær ktöfur voru komnar fram á und an úrslitakostunum. ÞJÓÐVERJAR AÐ BAKI? i Þá hefir verið uppi sterkur j orðrómur um það, að sænski landkönnuðurinn frægi, Sven Hedin hafi reynt að hafa áhrif á Hitler til þess að Þjóðverjar gengjust fyrir friði milli Rússa og Finna. Hedin fór í heimsókn til Hitl- ers fyrir nokkrum dögum og var látið í veðri vaka, að hann hafi farið til að þakka fyrir að hann var sæmdur einu æðsta heiðursmerki Þýskalands. En margir telja, að hann hafi talið Hitler á að styðja friðar-1 tillögur Svía og hafi Hitler gengið inn á það. , Paasikivi og Svinhufvud eru j kqmnir til Stokkhólms og er tal- j ið að för þeirra þangað standi FRIÐARVIÐLEITNI ÚR SÖGUNNI? Með úrslitakostum Rússa er talið að minni líkur sjeu fyrir friði en áður, og að friðarvið- leitni Svía með stuðningi Þjóð- verja hafi raunverulega farið út um þúfur. Tilkynt hefir veriS í Helsing- fors, að Mannerheim hershöfðingi sje veikur um þessar mundir. í sambandi við friðarumleitanir. Ferð ,Queen Elisabeth* vakti íurðu i Ameríku Frá frjettaritara vorum.' Khöfn í gær. Hafskipið „Queen Elisabeth" liggur nú við hlið systur- skips síns „Queen Mary“ í höfn- inni í New York. Koma skipsins til New York vakti hina mestu fúrðu og þiis- undir New York-búa fóru á vett- vang í dag til að skoða skipið. Bresku blöðin eru full af frá- sögnum, um ferð skipsins vestur og telja þetta merkilegasta sjó- mannaafrek, sem unnið hefir verið. Skipið er talið stærsta og hrað- skreiðasta skip heimsins. Skipstjóri þess er sá sami sem áður var á „Queen Mary“ og „Mauretaníu". „Queen Blisabeth" er grámáluð. Kemst eitt ensku blaðanna svo að orði, „að skipið hafi verið eins og keisaradrotning, sero ferðast undir dulnefni". Bretar skoða ferð skipsins sem stærsta sigur, sem unninn hefir verið gegn kafbátum Þjóðverja. Breskir hermenn í vjelbyssnhreiðri á vesturvígstöðvunum. Mynd- in var tekin í vetúr er snjókoma var á vígstöðviumm. Flugfloti Breta heflr tvðfaldast ð 12 mánuðum Frá frjetiaritara voium. Khöfn í gær. i lugmálaráðherra Breta, Sir ( ^ Kingsley Wood gerði flugmál Breta að umtalsefni í ræðu, sem hann flutti í dag. Sir Kingsley sagði, að á 12 síðustu mánuðum hefðu Bretar tvöfaldað flugflota sinn og takmarkið væri að gera flug- flotann að sterkasta flugflota í heimi. Ráðherrann gat þess, að í fyrra hefðí hann nefnt, að í flugflota Breta væru 100 þúsund manns,. en nú væri hann miklu imeiri og árlega bættustj við frá flugskólum hersins 20 j þúsund flugmenn og 30 þúsund vjelamenn og skyttur. AFREK BRESKA FLUGFLOTANS. Sir Kingsley fór mörgum orðum um dugnað breskra flug- manna í núverandi styrjöld; sagði hann að flugvjelar Breta hefðu flogið meira en 1000 könnunarflug yfir Þýskaland, og 2000 sinnum hefðu breskar flugvjelar hafiðisig til flugs af flugvöllum í Frakklandi síðan ófriðurinn hófst. Þjóðverjar hyggja ekki á landvinninga á Balkan Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. E^regnir frá Belgrad herma, að von Ribbentrop; utanríkis- málaráðherra Þýskalands, hafi í samtali við utanríkismálaráðherra Júgóslafíu fullvissað ráðherrann um, að Þjóðverjar hefðu ekki í hyggju neina landvinhinga á Balk- anskaga. Landamæri Þýskalands gagn- vart Suðaustur-Evrópu hafa þeg- ar verið ákveðin um alla framtíð, sagði von Ribbentrop. Júgóslafía getur bagað utanrík- ismálastefnu sinni í sambandi við þetta. sagði von Ribbentrop enn- fremur. PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Wenner-Gren til Svíþjóðar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. O ænski auðmaðurinn og iðjú- ^ ' höldurinn frægi, Wenn- er-Gren, hefir tilkynt opinber- lega, að hann muni hverfa beim til Svíþjóðar. Er þessi yfirlýsing fram komin vegna þess að amerísk PRABffH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.