Morgunblaðið - 19.03.1940, Page 2

Morgunblaðið - 19.03.1940, Page 2
2 MORG UN BLAÐIÐ Þriðjudagur 19. mars 1940. Síðasta tilraunin til að koma á friði áður en vorsóknin hefst? Mussolini sagður biðja Hitler að slá af kröfunum Nær þriggja klukkustunda fundur einræðisherranna í Brennerskarði Sumner Welles ræðir við Ciano greifa eða Mussolini I dag Arásin á Scapa Flow „Engar frekari iandvinninga- kröfur Rússa í Norð-vestur Evrópu“ Frá frjettaritara vorum. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. 0LL HEIMSATHYGLIN snýst um fund ein- ræðisherranna Hitlers og Mussolinis í Brennerskarði, við hin sameiginlegu þýsk- ítölsku landamæri, í morgun. Einræðisherrarnir hittust kl. rúmlega tíu og skildu laust fyrir kl. 1 e. h. Fundur þeirra kom algerlega á óvart. En fullyrt er, samkvæmt fregn úr páfagarði í kvöld, að hann hafi verið haldinn að áeggjan Mussolinis, sem hefir tekið sjer fyrir hendur að reyna að fá Hitler til að slá af kröfum sínum, sem hann hefir sett fyrir málamiðlunarfriði. Ó AÐGEN GILEG AR . Hitler er sagður hafa skýrt Sumner Welles, erindreka Roose- velts frá þessum kröfum, þegar hann var í Berlín. Sjálfur er Sumner Welles sagður hafa litið svo á, að þær væru óaðgengi- legar. Þegar hann kom frá Berlín til Parísar og Lundúna og skýrði breskum og frönskum stjórnmálamönnum frá kröfunum, þá var hlegið að þeim. Sumner Welles er sagður hafa skýrt Mussolini frá þessum undirtektum og frá skoðun sjálfs síns þegar hann kom aftur tii Rómaborgar, og að afleiðingin hafi orðið að Mussolini hafi beðið Hitler að hitta sig í Brennerskarði. ÚR PÁFAGARÐI Fregnin um frumkvæði Mussólinis er ekki opinber- lega staðfest, en sögð vera höfð eftir áreiðanlegum heimildum í páfágarði. En Sumner Welles gekk á fund páfa í morgun, og ræddi við hann í tæpa klukkustund og átti síðan tal við aðal aðstoðarmann hans. Aðstoðarmaðurinn fór síðar í dag á fund Sumners Welles í bústað hins persónulega erindreka Roosevelts í páfagarði, Taylors. Það þykir staðfesta þann orðróm að samband sje á milli fundar einræðisherranna og dvalar Sumners Welles í Evrópu, að Sumner Welles ætlaði að leggja af stað vestur um haf með haf- skipinu Conte di Savoia í morgun, en brottför hans og skipsins hefir verið frestað þar til á miðvikudag. Cordell Hull utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna skýrði frá því í dag, að Sumner Welles myndi að líkindum ræða við Ciano greifa eða Mussolini á morgun 11 skilmálar Hitlers Skilmálar þeir, sem talið er að Hitler hafi sett fyrir mála- miðlunarfriði eru (samkvæmt fregninni úr páfagarði) í ellefu1 liðum, svohljóðandi: 1) Almenn afvopnun á sjó, á landi og í lofti. 2) Lítið pólskt ríki verður endurreist umhverfis Varsjá. íbú- ar í hinu nýja ríki verða um 10 miljónir. (íbúar í gamla pólska ríkinu voru 34 miljónir, þar af 19 miljón Pólverjar). Hið nýja pólska ríki fær hafnarborgina Gdynia, og aðgang að Eystrasalti um hana. Einnig fær það frjálsan aðgang að höfninni í Danzig. Atkvæðagreiðsla fer fram í hinum gömlu landamærahjeruðum um það, hvort íbúarnir vjlji vera undir Þjóðverjum eða Pólverj. um. Alþjóðanefnd verður látin hafa umsjón með atkvæðagreiðsl- unni. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. 1 /1 Þýskar flugvjelar gerðu loft * * árás á bresk herskip í Scapa Floíw á laugardagskvöldið. Flugvjelarnar hæfðu, satrkvæmt þýskum fregnum, 3—5 herskip, þar af 3 eða 4 orustuskip. Auk þess segja Þjóðverjar að þær hafi varpað sprengjum yfir tvo breska flugvelli. Vegna þess að dimt var orðið, var , erfitt að. sjá hyaða herskip. það voru, sem liæfð voru, segja Þjóðverjar. En þeir telja að um hafi verið að ræða orustuskipin Hood, Repulse, Revenge o. fl. f tilkyiiningu breska flotamála- ráðuneytisins segir, að 14 þýskar flugvjelar hafi varpað 100 sprengj um j-fir Scapa Flow ,eítt herskip hafi laskast og sjö sjóliðar beðið bana. En auk þess hafi sjö ó- breyttir borgarar beðið bana. Þessir sjö óbreyttu borgarar eru hinir fyrstu, sem beðið hafa bana í loftárásum á England frá því að stríðið hófst. f þýskum fregnum er látið í veðri vaka að árásin á Scapa Flow sje hið fyrsta raunverulega hervirki, sem þýskum flugmönn- um hefir verið falið að inna að hendi. Ekkert sýni betur hvers Bretar megi vænta, en það, hve vel þessi árás tókst. Árásin á Scapa Flow er álitin meðal stjórnmálamanna í hlutlaus-' um löndum vera bending um það, að stríðið í loftinu sje að hefjast. Ef ekki verður saminn friður mjög fljótlega, þá muni lofthern- aðurinn fljót.t komast í algleym- ing. Meira stríð! í breskum blöðum og frönsk- um kemur fram í dag, að menn eru fariiir að A'erða óánægðir yfir þeim hægagangi sem er á öllu á vígstöðvunum. Times er meðal þessara blaða og spyr hvort reynt sje að hæfa óvinina eins oft og hægt sje. Blöðin tala um, að almenningur vildi sannfærast um, að sjá Banda menn vinna að því, að þeir hafi betur í styrjöldinhi, af meiri krafti. F / Khöfn í gær. 'ULLTRÚI sænsku stjórnarinnar lýsti yfir því í dag, að Rússar hefðu nú engar landvinn- ingakröfur að gera framar í norð-vestur- hluta álfunnar. Hann sagði, að rússneska stjórnin hefði lýst yfir þessu við sænsku stjórnina og jafnframt látið í ljós ósk um að eðlileg vin- áttutengsl tækjust aftur milli Svía og Rússa. Stórhríð í Danmörku Frá frjeitaritara vorum. Khöfn í gær. Stórhríð geysaði um mestan hluta Danmerkur síðdeg- is í dag. Hafa samgöngur tepst á járnbrautarleiðum og yfir sundin. | I sundunum eru víða ísruðn- ingar miklir og hafa þeir skrúf-: að niður a. m. k. 3 fiskibáta. j Einn báturinn, frá Esbjerg, { skrúfaðist niður á örfáum mín- útum. Áhöfnin, 3 manns, bjarg- aðist á ísjaka. í Khöfn var 1 (4 stiga frost í dag. ítalskt kolaskip íerst Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. \ meðan Mussolini og Hitler sátu á viðræðufundi sínum í Brennerskarðinu í dag, rakst ít- alskt kolaskip, 5 þús. smálestir, á tundurdufl við suðaustur-strönd Englands og klofnaði í tvo hluta. Einn maður fórst, en sjö særðust. FRJETTIR Á FINSKU FRÁ ENGLANDI 14 reska útvarpið hóf í dag * ' útvarpssendingar á finsku. Forseti bresk-finska fjelags- ins í Englandi sagði í ræðu sem hann flutti við þetta tækifæri, að útvarp þetta væri vottur um hina miklu aðdáun, sem Bretar hefðu á hinni hreystilegu bar- áttu Finna gegn innrás Rússa. Hann upplýsti, að Rússar hefðu látið niður falla andstöðu sína gegn því að Álandseyjar yrðu víggirtar. Fulltrúinn skýrði frá því, að sænska stjórnin hefði haft fulla ástæðu til að ætla, að Þjóðverj- ar myndu hafa skorist í leikinn ef Svíar hefðu leyft herjum Bandamanna að fara yfir land þeirra til Finnlands. En aftur á móti hefðu Þjóðverjar ekki haft á móti því, að sjálfboða- liðar yrðu sendir til Finnlands, eða hergögn. En sænska stjórnin hefði spurst fyrir um það í Lond- on, áður en stríðið hófst, hvort Bretar myndu hjálpa Finnum um hergögn, og fengið blákalt nei. (Mr. Chamberlain mun skýra frá því í breska þinginu á morg- un, miðvikudag, hvaða hjálp Bretar hefðu heitið Finnum, og hvaða hjálp þeir hefðu þegar verið búnir að veita þeim, er stríðinu lauk. Hjálp Svía. Loks skýrði fulltrúinn frá þeirri hjálp, sem Svíar hefðu veitt Finnum. Hann helt því fram, að hjálp Svía hafi ráðið úrslitum um það, að Finnum tókst að stöðva sókn Rússa hjá Salla. Cajander, fyrverandi for- sætisráðherra Finna, hefir und- anfarið staðið í samningum við sænsku Finnlandshjálpina, og hefir það orðið að samkomulagi að Finnlandshjálpin haldi á_ fram að starfa af fullum krafti, til þess að aðstoða Finna við viðreisnarstarfið. Þjóðarsamskot in í Svíþjóð til handa Finnum nema nú 90' miljónum finskra marka. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.