Morgunblaðið - 19.03.1940, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.03.1940, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. mars 1940. Erfiðleikar Mjólkurfjelags Reykjavíkur Vegna framkvæmdar mjólkur- og gjaldeyrislaganna Fjelagið fækkar starfs- greinum sínum Samtal við Eyjólf Jóhannsson Asunnudaginn var birtust hjer í blaðinu auglýs- ingar frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur og Eyj- ólfi Jóhannssyni, um það, að fjelagið hafi selt Verslunina Liverpool og Verslunina Blóm & Ávextir. Þessar verslanir hafa í nokkur ár verið reknar sem deild- ir í fjelaginu. Blaðið hefir snúið sjer til Eyjólfs Jóhannssonar og- spurt hann um það hvaða orsakir liggi til þess, að Mjólkurfjelagið færir nú saman kvíarnar, og skýrði hann svo frá: — Það yrði of langt mál, fyrir eina blaðagrein, að skýra ítarlega frá öllum aðdraganda þessa, því ef ætti að segja þá sögu alla, þyrfti að rekja sögu fjelagsins alt frá árinu 1928. Átökin um Rúmeníu , Síðustu árin hefir Karol Rúmenakonungur (annar frá vinstri á myndinni) lagt mikla áherslu á að efla vígbúnað þjóðar sinnar. Hjer á myndinni sjest hann ásamt Teodorescu flota- málaráðherra sínum (lengst t. v,) er hann var á leiðinni til að vígja nýja flotahöfn í Con. stanza, við Svartahaf. Sú ástæðan, sem tvímælalaust hefir ráðið mestu um það, sem gerst hefir í þessum efnum, er framkvæmd mjólkurlaganna. Það hefir staðið hörð deila um fram- kvæmd þéssara laga. Því hefir verið haldið fram, að í fram- kvæmdinni væru mjólkurlögin lyrst og fremst meðal til stórkost- legs eignaflutnings frá bændum í Reykjavík og nágrenni (þ. e. frá bændum á fjelagssvæði Mjólkur- fjelags Reykjavíkur) til bænda í nærsveitum innan verðjöfnunar- svæðisins og þá sjerstaklega til bænda austan Hellisheiðar. Hvort þetta er rjett eða rangt, ætla jeg ekki að rœða hjer, þótt jeg hafi um það mína ákveðnu meiningu, en um eignarýrnun bænda á nefndu svæði síðan mjólkurlögin komu til framkvæmda verður ekki deilt. Síðari hluta ársins 1938 kom fram krafa eða ósk um það frá aðal-viðskiftabanka okkar, Útvegs- banka Íslands h.f., að við skiftum fjelaginu upp í nokkur minni fyi irtæki, helst hlutafjelög. Höfuð- orsökin fyrir þessari ósk var sú, að fjelagið sem samvinnufjelag bænda á þessu svæði gæti ekki notið fylsta stuðnings bankans, þar sem svo að segja aihr bændur á fjelagssvæði Mjólkurfjelags Reykjavíkur væru að verða f.jár- hagslega eyðilagðir fyrir tilverkn- að mjólkurlaganna. Af sömu or- sökum fjekk þetta mál byr hjá smuum fjelagsmönnum, þeim sem höfðu eitthvað annað en mjólkur- framleiðslu að styðjast við og því ennþá einhverju að tapa í gegn um samábyrgðina í fjelaginu, ef illa færi. Mjólkurfjelag Reykjavíkur hafði um mörg undanfarin ár stuðst að miklu leyti við erlent fjármagn, en gjaldeyrishömlur og gjaldeyr- isóreiða undanfarinna ára hafa smám saman dregið úr og að síð- ustu eyðilagt flest slík sambönd. 1 stað þess, að hingað til. höfðu •erlend verslunar- og bankasam- bönd staðið opin hvenær sem Mjólkurfjelag Reykjavíkur þurfti á fje að halda, varð nú að greiða iiinar erlendu skuldir smátt og ^smátt, og jafnframt að staðgreiða allar aðkeyptar erl. vörur. Mjólkurfjelag Reykjavíkur vant aði því nokkuð aukið innlent reksturefje í stað þess, er það tap- | aði erlendis frá, og þar sem fje- (lagið vildi ekki samþykkja að tak- ^ marka eða leggja niður starfsemi ( sína, fór það þess á leit við Út- vegsbanka íslands, að bankinn veitti því rekstursfje í skarðið fyr , ir það, sem inn væri dregið af er- lendum lánpm. Á miðju síðastliðnu sumri fjekk fjelagið sterkan á- drátt um aukið rekstursfje hjá bankanum og aðstoð til framhald j andi reksturs, en stjórn bankans öll gerði það að ákveðnu skilyrði, að fyrst yrði að koma sú leið- rjetting á mjólkurmálunum, að fjárhagsafkoma bænda á fjelags- svæði M. R. yrði trygð. Það hefði mátt ætla, að augu landbúnaðarráðherra og annara, er þessum málum hafa ráðið, hefðu opnast fyrir því, að mjólkurmál- in væru ekki í eins góðu lagi og þeir vildu vera láta. Það leit líka út fyrir það um tíma, að landbún- aðarráðherra ætlaði að gera eitt- hvað til leiðrjettingar þessra mála, enda var málunum fylgt fast eftir af þingmanni Gull- bringu- og K.jósarsýslu, Ólafi Thors atvinnumálaráðherra, sem flutti málið við landbúnaðarráð- herra. Á máli þessu hefir þó verið furðanlegur hægagangur fram að þessu, og hver sem niðurstaðan verður, þá hefir biðin orðið nægj- anlega löng til þess, að væntan- legar leiðrjettingar, ef nokkrar verða, komi Mjólkurfjelagi Rvík- ur ekki að gagni. j Jeg hefi nefnt tvær höfuð- ' orsakir þess, að fjelagið varð að I taka þá ákvörðun að draga sam- I an starfsemi sína, sem ennþá er I óráððið hve víðtæk verður. En þó I má hjer bæta því við, að ekki ljetti það róðurinn fyrir Mjólkur- fjelagi Reykjavíkur í þessari bar- áttu, að á síðastliðnu ári kom gengisfall íslensku krónunnar, eins og menn muna. Gengistap Mjólk- urfjelags Reykjavíkur nam hátt í % miljón íslenskra króna. Þetta tap gat þó ekki haft neina úrslita þýðingu um> það, hvort fjelagið j skyldi stöðva rekstur sinn, eða j.halda áfram starfsemi sinni, ef það aðeins hefði fengið starfsfrið. Þeir erfiðleikar, sem fjelagið hefri haft við að stríða á undan- förnu ári, eru að vísu margþætt- ari, og væri t. d. hægt að segja nokkrar skrítnar sögur af fram- kvæmd gjaldeyrismálanna í því sambandi, en þetta læt jeg nægja í bili. M. R. hefir oftar komist í líka aðstöðu og nú, en þá var munurinn sá, að hinir erlendu bankar, sem voru óháðir mold- vörpustarfseminni hjer heima, leystu altaf vandann áður fyr, en nú voru þeir búnir að reka sig á framkvæmd íslensku gjaldeyris- laganna, sem hvergi á sinn líka í víðri veröld, samhliða því að stríðið var skollið á, og öll milli- ríkjalánáviðskifti takmörkuð eða upphafin. Mjólkurfejlag Rvíkur hafði nú þann eina kost að láta undan og þætta, eða takmarka starfsemi sína. Fjelagið hefir nú þegar selt húseign sína nr. 5 við Hafnar- stræti, Verslunina Liverpool og Versh Blóm & Ávextir og nokkrar fleiri eignir. Þær starfsgreinir, sem fjelagið rekur ennþá, eru heildsalan með korn, mjöl og ný- lenduvörur, fóðurvörur, girðing- arefni, byggingarvröur; ennfremi- ur rekur fjelagið kornmyllu sína og fóðurblöndunarverksmiðju, þílaútgerð til vöru- og mjólkur- flutninga á nokkrum hluta fje- lagssvæðisins. Þá er og sparisjóð- ur fjelagsins rekinn eins og áður. Ennþá er ekki ráðið um fram- tíðarstarfsemi fjelagsins, en það 1 eitt má fullyrða, að flestir fjelags- j mennirnir munu vera á því máli, að það sje hart aðgöngu, ef utan- aðkomandi ðfl eiga að aftra bændum á þessu svæði frá að reka samvinnufjelag til innkaupa á nauðsynjum þeirra á þessari öld samvinnufjelagsskaparins. Það sýndist vera nægjanlegt að svifta þá umráðarjetti yfir framleiðslu- vörum sínum og taka af þeim með valdboði mjólkurstöð þeirra, en ef til vill hefir það verið á- fangi á leiðinni að settu marki. Hverjir hafa keypt húseign fje- lagsins og verslanirnar Liverpool og Blóm & Ávextir? Kaupendur Mjólkurf jelagshúss- ins eru flestir leigjendur hússins, og nokkrir aðrir, sem ætla síðar að fá leigt í hxjsinu, þegar bygð- ar verða ofan á það tvær hæðir. sem búið er að leyfa og vonandi getur orðið áður en langt líður. | Þessir aðilar hafa myndað hluta- jfjelag um húsið og gefið því nafn- ið Kaupvangur h.f. j En um verslanirnar Liverpool og Blóm & Ávextir er það að segja, að stofnuð hafa verið hlutafjelög er keypt hafa hvort sína verslun- ina. 'Fyrir eindregna ósk stjórnar Mjólkurfjelags Reykjavíkur gerð- ist jeg hluthafi í báðum þessum fjelögum, enda gerðu fjelagsmenn það að skilyrði fyrir þátttöku sinni, að jeg væri í fjelögunum og tæki að mjer framkvæmdastjórn. Jeg hafði gert mjer vonir um, að verslunar- og deildarstjórar j Verslunarinnar Liverpool mundu I verða með m jer um stofnun og rekstur þessa fyrirtækis, enda var j þeim fyrstum manna boðin þátt- j taka. En þeim mun hafa þótt fyr- i irtækin keypt of háu verði, og af- I þökkuðu því að verða meðeigend- I ur. Hafa því orðið nokkur manna- : skifti við verslanirnar. Auk þess að veita þessum fyrir- 1 tækjum forstöðu hefi jeg lofað að 1 veita einnig Mjólkurfjel. Reykja- ! víkur forstöðu fyrst um sinn. Jeg vona, að fjelagsmenn Mjólkurfje- I lags Reykjavíkur og aðrir við- skiftamenn þess láti fjelagið njóta viðskifta sinna. Innflutningur er að vísu takmarkaður vegna inn- flutnings- og gjaldeyrishamla, en einhverntíma ljettir höftunum, og | má vera, ef fjelagið fær að starfa áfram, að það eigi eftir að lifa nýtt blómatímabil í skjóli versl- unarfrelsis og jafnrjettis. KOf AS/llAN S.». Ingólfíhvoli, 2. hæO. 8ímar 4514 og 1845 TILKYNNUVG. Þar sem jeg frá 16. þ. m. hætti störfum sem forstjóri h.f. „Vegg- fóðrarinn", Kolasundi 1, þá tilkynnist hjer með að jeg tek að mjer alla vinnu viðvíkjandi veggfóðraraiðninni, ásamt teppalögnum, og hefi mjer til aðstoðar 2 fullkomna veggfóðrara. Öllum fyrirspurnum svarað í beimasíma mínum 3456. VIG’TOR KR. HELGASON v.eggfóðrarameistari Seljaveg 9. Samkvæmt ofanrituðu verður ósk um vinnu okkar svarað í síma Victors Kr. Helgasonar veggfóðrarameistara, 3456. VICTOR GUÐMUNDSSON veggfóðrari. GUNNAR JÓNATANSSON veggfóðrari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.