Morgunblaðið - 19.03.1940, Side 8

Morgunblaðið - 19.03.1940, Side 8
8 Þriðjudagur 19. mars 1940. ÓFRIÐA STÚLKAN 13 Fylgist með frá byrjun Eftir ANNEMARIE SELINKO Mjer þykir gaman að þyí þegar nóg er að gera og þá er um að gera að hafa kugaijn við pening- ana og telja rjett. Þá hefi jeg engan tíma til að hugsa, og það er ekki nema gott. Alt er þetta enn- þá eins og draumur. Mjer finst stundum að jeg sje ekki lengur jeg sjálf. Það var alt önnur Anna- lísa, sem lýsti því yfir heima hjá sjer fyrir hálfum mánuði að hún ætlaði að vinna fyrir sjer sjálf og hefði fengið atvinnu sem afgreiðslu stúlka. Hún tók ekki í mál að fara á verslunarskóla. Hún ætl- aði að fá eitthvað út úr lífinu og það var ekki hægt nema að verða lagleg. Inga fussaði, mamma rak upp stór augu og pabbi var afar reiður. „Dætur mínar eru 'ekki neinar götustelpur; dætur mínar hafa ekkert með það að gera að vera laglegar ....“ sagði hann. Jeg skældi. „Jeg vil fá handstnyrtingu og fallega greitt hár“. Og um leið og jeg sagði þetta stappaði jeg í gólfið. Pahbi lyfti hendinni, hann var í þann veginn að reka mjer löðrung. Slá mig fullorðna stúlk- una. „Jeg læt ekki bjóða mjer að þú sláir mig“, grenjaði jeg. „Get- ur þú látið mig fá svo mikla vasa- pengina að jeg geti farið ’á fyrsta flokks hárgreiðslustofu? Láttu mig fá 100 krónur á mánuði; jeg vil ekki lengur ganga í gömlum föt- um af Ingu. Jeg vil fá miklu fal- legri föt en Inga; hún getur verið í hverju sem hún vill, því hún er falleg. Bn jeg vi lekki vera ófríð áfram, jeg vil ekki ....“ Svo lokaði jeg mig inni á her- bergi mínu og grjet. Jeg grjet sáran. Jeg hafði aldrei á ævi minni verið svona óhamingjusöm. Foreldrar mínir komu sjer sam- an um að best myndi vera að láta mig hlaupa af mjer hornin; það kæmi hvort sem væri ekki til mála að jeg fengi neina stöðu. Hvernig gæti það komið til mála að ung ófríð stúlka, sem ekki hafði fengið neina sjermentun, fengi stöðu nú á tímum? og átta eru fimtíu og tíu í viðbót sextíu. Frú. gjörið svo vel, hjer er böggullinn yðar“. Jeg fjekk stöðu. Claudio sótti um hana fyrir mig og Claudio hepnast alt. Ungi Plumberger á frænda og þessi frændi er meðeig- andi í stóru vefnaðarvöruverslun- arhúsi. Þetta verslunarhús hefir útbú í Kárntnerstrasse, þar sem eingöngu stúlkur af góðum ættum eru teknar til að afgreiða við- skiftavinina. Þegar frændinn frjetti um mig hjelt hann að jeg væri lagleg stúlka. Jeg átti að byrja að vinna um mánaðamót, sagði ungi Plumberger. Skömmu eftir að jeg byrjaði í búðinni heyrði jeg forstöðukonuna tala í síma við frændann, sem fyr er nefndur. „Halló — herra framkvæmda- stjóri; hún er hvorki lagleg eða vel klædd. Hún er reglulega klaufaleg — hvað segið þjer? Peningakassann ? Það má náttúr- lega reyna það. Þá getur Trude afgreitt“. Trude afgreiðir og jeg fjekk stöðu Trude bak við peningakass- ann. ,,.... og tvær eru fimm og fimm við eru tíu. Frúin á að fá fjörutíu krónur til baka. Andartak, frú, jeg verð að fá skift, jeg hefi ekki nóg af smápeningum. Þakka yður fyrir, frú“. Nú lifi jeg alveg nýju lífi. Þeg- ar jeg kom heim og sagði frá nýju stöðunni minni, sagði pabbi fyrst ekki eitt einasta orð. Mamma sagði að það kæmi ekki til mála. Frá klukkan 8 til 18 og bara mið- dagshlje — það er alt of erfitt, skrækti í Ingu. Hún sagðist ekki myndi lifa það af, ef ungi Plum- berger frjetti að systir hennar tæki á móti peningum í vefnaðar- vörubúð. Hann myndi aldrei bjóða henni út eftir það. ;,Attatíu krónur eru áttatíu krónur“, endurtók jeg. Pabbi horfði á mig í eina sek- úndu. Hann var alvarlegur á svip- inn. „Jeg get því miður ekki látið þig fá áttatíu krónur fyrir hár- greiðslu Og handsnyrtingu. Það er hart fyrir mig að dóttir mín skuli þurfa að fara í vinnu sem ekki er samboðin virðingu hennar“. Jeg hafði mitt fram og var byrj- uð í stöðu minni. Jeg borsti fram- an í bráðókunnugar konur, vegna þess að til mála gat komið að þær keyptu þá frekar eina af hin- um rándýru peysum í versluninni. Jeg varð að þola skammir af taugaveikluðum frúm, sem ekki gátu talið peninga sína rjett, og hjeldu því fram, að jeg ætti sök- ina. Taugar mínar voru spentar til hins ítrasta á meðan jeg sat við peningakassann. Jeg lagði sam- an ,taldi peninga og gaf til baka. Hinar afgreiðslustúlkurnar í búðinni voru ekki góðar við mig. Jeg gat ekki tekið þátt í viðræð- um þeirra um stefnumót og nýja hálsklúta. Jeg var enn ekki búin að fá kaupið mitt og gat þess vegna ekki keypt mjer nýjan háls- klút. Þær vildu líka ekki hafa neitt saman við mig að sælda vegna þess að mjer hafði verið bolað inn í stöðuna. Hamingjan góða, hvernig á maður að fá stöðu þegar maður er ófríður, nema að manni sje bolað einhvernstaðar inn? Bn það gátu þær vitanlega ekki skilið. Heima var ekki talað mikið við mig. Auk þess var jeg aldrei heima nema um kvöldmat. Há- degisverð borðaði jeg á sjálfsala- veitingastofu rjett hjá búðinni. Hádegisverðurinn var þrjár brauð- sneiðar með áleggi. Á eftir fór jeg inn í litlu vinnustofuna á Grand Hótel og drakk mokkakaffi með Claudio og Lilian. Mjer fanst þetta sjálfri all-skrítið. Fátæka afgreiðslustúlkan var daglegur gestur á þessu dýra veitingahúsi. En þjónninn umgekkst mig eins og fína dömu, og það veit ham- ingjan að gleðistraumar fóru þá um mig alla. <rmx5 Jeg var hræðilega einmana um þetta leyti. Þegar jeg hlustaði á samræður hinna afgreiðslukvenn- anna leiddist mjer vegna þess að jeg hafði aldrei, þau átján ár sem jeg var búin að lifa, verið kyst. Yegna þess að jeg þekti engan karlmann, sem fór með mig í kvik- myndahús, eða sendi mjer blóm og sótti mig í búðina klukkan 18. Það var bara Claudio. Jeg hitti hann á hverjum degi í hálftíma eða svo, en hann var samt svo fjarri mjer. Claudio spurði mig aldrei hvernig það gengi í búð- inni. Ei-nn daginn var jeg með hræðilegan höfuðverk og hen(j.ur mínar skulfu er jeg hjelt á kaffi- bollanum. Þetta stafaði af því að jeg þurfti að telja svo mikið af peningum og það var svo þreyt- andi að stimpla inn í kassann. „Þú venst þessu fljótlega“, sagði Claudio, þegar hann tók eft- ir þessu. Lilian, sem sat við hlið- ina á mjer, tók ekki eftir þessu og spurði bara hvort við hefðum fengið nýjar blússur. Framh. HREINGERNINGAR Önnumst allar hreingerningar Jón og Guðni. Sími 4967 kl. 12 —1 og 7—8 SAUMA ALLSKONAR kven- og barnafatnað. Sigur- björg Magnúsdóttir, Garða stræti 17. HREINGERNINGAR Eins og að undanförnu tek jeg að mjer hreingerningar. - Símá 5133. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Guðni og Þrá- inn. Sími 2131. Gömul Zigeunakona var ný- lega mætt fyrir rjettinum í Búdapest. Ilún hafði kært konu eina, frú Sibere, sem hún hafði spáð fyrir. Nánari atvik voru eft- irfarandi: Frú Sibere kom til spákonunn- ar til þess að fá upplýsingar um hvaða númer hún ætti að kaupa í ríkishappdrættinn, og hún lof- aði spákonunni 10% af vinningn- um. Zigeunakerlingin klóraði sjer í hausnum og horfði spekingslega í kaffibollann. Síðan nefndi hún númer sem frú Sibere keypti. Stuttu síðar vann frúin 40.000 pengö. — Spákonan heimtaði nú 4000 pengö. Dómarinn hugsaði málið um hríð, en gaf svo þann úrskurð að frú Sibere skyldi sýknuð af kröf- unni með þeim rökum að það væri bannað að spá fyrir peninga í Ungverjalandi. — Og, sagði dómarinn spek- ingslega, við spákonuna; úr því þjer voruð svona vissar um að þetta númer myndi vinna, hvers vegna keyptuð þjer sjálfar þá ekki númerið? Tjl redriksen hjeraðslögreglu- þjónn í Hjallerup er m.jög vinsæll maður og það skapast alt- af sögur um vinsæla menn. Hjer er ein um Fredríksen lögreglu- þjón. — Fredriksen var á _leið til Sæby með fanga í gamla Ford- bílnum sínum. Á leiðinni kom hann við hjá bónda einum til að kaupa sjer hænsni í sunnudags- matinn. Bóndinn náði í hænsnin og slátraði þeim og bauð síðan Fredriksen upp á kaffi, en Fred- riksen vildi ekki þiggja kaffið, með þeim forsendum, að hann væri með fanga í vagninum. — Já, en það er hræðilegt, sagði húsfreyjan á bænum. Ef hann nú slyppi. — Það er engin hætta á því, svaraði Fredriksen. í fyrsta lagi er jeg búinn að bjóða honum upp á kaffi á Agerstadveitingahúsi. í öðru lagi hótaði jeg að slá hann ef hann reyndi að stinga af og í þriðja lagi skar jeg tölurnar af buxum hans, svo að hann getur ekki haldið þeim upp um sig! — En hvað þú ert í stuttum frakka. — Já, klæðskerinn vildi ekki gefa mjer lengri gjaldfrest. 1 OTTO B. ARNAR löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. S&Aymtingcw VIÐSKIFTAFÓLKI MÍNU tilkynnist, að jeg hefi opnað aftur Fiskbúðina Frakkastíg 13. Vinsamlegast. Guðvarður Vig- fússon. HJÁLPRÆÐISHERINN Almenn samkoma í kvöld kl 8l/2. Major Sannes talar. 1—2 HERBERGI og ELDHÚS í rólegu húsi, sem næst mið- bænum, óskast nú þegar eða 14. maí. Tvent fullorðið í heimili. Tilboð merkt ,,Rólegt“, sendist afgr. Morgunblaðsins. TIL LEIGU 3 stofur og eldhús, með öllum þægindum. — Upplýsingar í síma 4940. SÓLRÍK FORSTOFUSTOFA til leigu frá 14. maí. Matthild- ur Edwald, Lindargötu 1. I. O. G. T. ST VERÐANDI NR. 9. Fundur í kvöld kl. 8. 1. Inntaka nýrra fjelaga. 2. Skipulagsskrár málið. 3. Upplestur: B. B. 4. Er- indi: J. B. H. 5. Hljóðfæra- sláttur: Ó. G. JCcunnÁ&aftuc NÝKOMIÐ MIKIÐ ORVAL af fallegum vorhönskum. — Glófinn, Kirkjustræti 4. LÍTIÐ NOTAÐ eikarskrifborð til sölu með tæki- færisverði á Laugaveg 14, I. h. HÁLF HOSEIGN til sölu. Laus íbúð 14. maí, ef samið verður þessa viku. — Sími 4100. SKÍÐI MEÐ BINDINGUM og skóm nr. 42, til sölu gegn staðgreiðslu í Suðurgötu 13, uppi, kl. 6—7. Olsen. 4—5 MANNA fólksbifreiðar til sölu. Stefán Jóhannsson. Sími 2640. SEL MIKIÐ af kjólablómum fyrir hálfvirði. Sigurbjörg Magnúsdóttir, Garða stræti 17. Notaður RAFMAGNSBÖKUNAROFN óskast til kaups. Uppl. í síma 2761. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. KAUPUM KANÍNUSKINN hæsta verði. H.f. Magni, Þing- holtsstræti 23. Sími 2088. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrir.liggjandi. Guðm. Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Við sækjum. Hringið í síma 1616. Laugavegs Apótek. ÞORSKALÝSI frá Laugavegs Apóteki kostar aðeins kr. 1,35 heilflaskan. Við sendum. Sími 1616. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. 2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr„. kg. Sími 3448. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395.. Sækjum. Opið allan daginn. EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR og blúsur í úrvali. Saumastofan- Uppsölum, Aðalstræti 18. — Sími 2744. SPARTA-DRENGJAFÖT Laugavge 10 — við allra hæfi„

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.