Morgunblaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 2
2 MORG UNBLAÐIÐ Föstudagur 12. apríl 1940. Fr anski herinn býst við sókn Norðmenn verj- ast hraustlega sókn Þjóðverja En Þjóðverjar segjast ekki eiga I styrjöld við Norðmenn! ÞJÓÐVERJAR virðast sækja fram í þrjár áttir frá Osló. Suður á bóginn sækja þeir fram í áttina til sænsku landamæranna. Fregnir frá landamærunum í gær- kvöldi hermdu að reyksúla sæist yfir Frederikstad. Er tal- ið að Þjóðverjar hafi varpað sprengjum yfir borgina. Þýskar flugvjelar sáust á lofti yfir Halden í gær. — En sænskar fregnir í gærkvöldi hermdu, að báðar þessar borgir væru enn í höndum Norðmanna. Eins virðast nokkur strand- virki beggja megin við Oslofjörðinn enn vera í höndum Norð- manna. Norður á bóginn frá Oslo sækja tvær herdeildir, önnur eftir járnbrautinni um Hamar, en hin meðfram sænsku landa- mærunum. Þjóðverjar skýrðu frá því í gær, að þeir hefðu tekið Elverum skamt fyrir norðan og austan Hamar. Norska stjórnin hafði flúið til Elverum frá Hamar, en hef- ir nú haldið lengra inn í landið. Var hún í gær sögð vera borg einni skamt frá sænsku landamærunum. % En Norðmenn mótmæla því að Þjóðverjar hafi tekið El- verum. Þeir segja, að þýskt her- lið hafi sótt til borgarinnar und- ir stjórn flugmálaerindreka Þjóð- verja við þýsku sendisveitina í Osló. Markmiðið hefði verið að taka Elverum með skyndiáhlaupi og ná þar norsku stjórninni og þingmönnum Stórþingsins, sem þar voru með henni. En norskt varnarlið, sem kvatt var saman í skyndi, og sem skip- að var mönnum, sem yfirleitt náð- ist til og byssur áttu, hratt á- hlaupinu. Fjellu margir af Þjóð- verjum, þ. á. m. foringi þeirra. Á meðan Þjóðverjar komast þannig ekki áfram, segjast Skagerak' fjarar út ' jóorustan við Kattegat virð- ' ist hafa fjarað út í gær. Sænskir fiskimenn skýra frá því, að lík svo hundruium skiftir geta skipulagt liðjgjeu á floti út af ströndinni hjá Daladier á ráðstefnu með herforingjum Frakka Norðmenn sitt. Á vesturströndiuni segja Norð- menn að barist sje á þrem stöðum,, hjá Bergen, Þrándheimi og hjá Narvik. Fregnir bárust til London í gær kvöldi um að norskt herlið hefði náð Bergen aftur á sitt vald, uema sjálfri höfninni í borginni. Hjá Þrándbeimi og Narvik hef- ir sókn Þjóðverja í áttina til sænsku landamæranna verið stöðv uð. Frjáls og fullvalda. Koht, utanríkismálaárðherra Norðmanna, talaði í útvarp í dag og sagði, að norska þjóðin vildi vera frjáls og fullvalda. Yið eigum, í styrjöld við Þjóð- verja og erum því bandamenn allra þjóða, sem í styrjöld eiga við þá eins og við. Hann sagði, að yfirforingja 3iorska hersins hefði verið falið FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. •Marstrand. En engar áreiðanleg- ar fregnir hefir verið hægt að fá um skipatjónið, sem þarna hefir orðið. •. , Fiskimennirnir sænsku segja, að þeir hafi sjéð þýsk flutninga- kip sigla fram hjá á leið norður á bóginn til Noregs í dag. 1 þýskum frjettum er því haldið fram að siglingaleiðín til Noregs sje opin og að liðsafli hafi verið settur á land, ekki að eins í Osló, heldur og í Stav-, anger og Bergen í gær. Mr. Churchill sagði ekkert í ræðu sinni í gær, um orustur í Kattegat eða Skagerak, annað en að mörgum flutningaskipum Þjóðverja hefði verið sökt þar. Bandamenn munu ekki leyfa, að Þjóðverjar dragi að sjer liðs- auka og hergögn þessa leið. Breskir kafbátar hafa fengið fyrirmæli um að skjóta á öl,l skip, sem fara um Kattegat eða Skagerak. Sjóorusta undan Þrándheimi Samkvæmt fregn frá Svíþjóð> stóð yfir orusta milli breskra og þýskra herskipa undan Þrándheimi í gærkvöldi. Þjóðverjar sögðu í gærkvöldi að þeir hefðu hrundið árás breskra herskipa hjá Þrándheimi. Sú fregn var röng, eins og við gátum skýrt frá í mestu af upplagi blaðsins í gær, að breskt herlið hefði verið sett á land í Þránd- heimi og Bergen. En það er skoðun manna, að markmið Bandamanna hafi frá upphafi verið að setja herlið á land í þessum höfnum. Má búast við sjó- hemaðaraðgerðum þar á- fram. ★ I dögun í gærmorgun flugu breskar hemaðar. flugvjelar vopnaðar tund- urskeytasprengjum (torpe- dobomben) yfir Þrándheim og ætluðu að varpa sprengjum yfir þýskt beiti- skip af Hippergerð, sem þeir höfðu frjett að verið hefði þar um nóttina. En þegar flugvjelamar komu þangað var beitiskipið á bak og burt, en í staðinn var þar tundurspillir, sem gerð var atlaga að. Þjóðverjar segja, að Bretar hafi gert loftárás á Þrándheim, en árásinni hafi verið hrundið. „Hollendingar og Belgir við ðllu búnir“ FRANSKA ÞJÓÐIN hefir verið aðvöruð um að vera við öllu búin. Það er búist við að hernað- araðgerðir fari að byrja á vesturvígstöðvun- um. Öll leyfi í franska hernum hafa verið afnumin um stundarsakir. Daladier, hermálaráðherra Frakka hjelt í dag ráð- stefnu í París með Gamelin yfirhershöfðingja, Weygand hershöfðingja (sem stjórnar hersveitum Bandamanna í Litlu Asíu), Vuillemin hershöfðingja, yfirmanni franska flugliðsins og nokkrum öðrum foringjum í her Frakka. Öll leyfi í breska hernum hafa einnig, eins og kunnugt er, verið afnumin. Mr. Churchill sagði í ræðu sinni í breska þinginu í dag, að sjer fyndist eins og hinn hirðuleysislegi áhættuleikur, sem nasist- ar ljeku með þýska flotann, er þeir hættu honum út á opið hafið, að hjer væri um fyrirboða aukinna aðgerða á landi að ræða“. En við erum við öllu búnir, bætti Churchill við. HOLLAND. í Hollandi er haldið áfram að gera varúðarráðstafanir. — Coljin, fyrverandi forsætisráðherra Hollendinga, ljet svo um mælt í dag, að hann fengi ekki sjeð, að nokkur þjóð hefði hag af því, að gera innrás í Holland. Innrásarþjóðin myndi komast að raun um, að það væri örðugt, að brjóta Holland á bak aftur. ,,Við munum verjast og ekki láta vaða yfir land okkar, eins og gert var í Danmörku", sagði Coljin, BELGÍA. Miklar stjórnmálaumræður hafa farið fram í Briissel (Bel- gíu) í dag. Leopold konungur átti síðdegis í dag tal við Spaak, utanríkismálaráðherra sinn og síðan gengu sendiherrar Banda- ríkjanna, Breta og Frakka á fund Spaaks. í kvöld fór Dillon yfirhershöfðingi Belga, á fund konungs. Dillon ljet svo um mælt við erlenda blaðamenn í Briissel í dag, að Belgir væru staðráðnir í að verja land sitt. Hann sagði, að alt landið væri eitt varnarbelti. Það væri ekki rjett, að belgi íski herinn myndi hörfa undan frá landamærunum, ef innrás væri gerð, og taka sjer stöðu í varnarlínu lengri inni í landi. Skipatjónlð Narvík svikin 1 í hendur Þjóðverjum i Himbro stórþingsforseti, sem nú er staddur í Stokkhólmi í umboði norsku stjórnarinnar, hefir skýrt frá því, að Narvik var svikin í hendur Þjóðverjum. Áfirforingi Norðmanna þar, sem er mikill vinur Quislings, „for- sætisráðherra" í Oslo, tók þeg- ar upp samninga við foringja þýska landgönguliðsins. Norska stjórnin hefir fyrir. skipað að handtaka skuli yfir- foringjann. I orustuniun síðan á þriðjudags- Þýsk flugvjel steypti sjer fimm morgun hefir herskipatjón Þjóðverja orðið (skv. breskum fregnum). Sökt hefir verið: 4 beitiskipum. (Bretar segja, að það sje helm- ingur þeirra beitisldpa, sem, Þjóð- verjar áttu í stríðsbyrjun, og meir en helmingur af því, sem þeir áttu þegar orustan hófst). 'á tundurspillnm. 12 herflutningaskipum. 1 kafbát (sem tundurspillirinn Zuiu sökti hjá Scapa Flow). Laskast hafa: Scharnhorst, orustuskipið. 4 tundurspillar. ★ Sitt tjón telja Bretar vera: Sökt hefir verið 4 tundurspillumi (þar af*tveir, „Glowworm“ og „Gurkha“ stórir, (nœstum 2000 smál.). Gurlcha var í fylgd með beitiskipinu „Aurora“. sinnum yfir „Aurora“ og varpaði niður sprengjum án þess að hæfa skipið. Eii' „Gurkha“ varð fyrir sprengjum og sökk á 4—5 klst. ÖUum nemg/ 14 manns var bjarg- að). Laskast hafa Itodney, orustuskipið, sem gat þó haldið áfram- ferð sinni. Skip- ið reyndist svo vel brynvarið, að sprengja, sem hæfði það, fór ekki í gegnum þiljurnar. „Renown“, orustubeitiskipið, sem laskaðist lítilsháttar ofan- þilja. Tvö beitiskip, sem sögð eru hafa laskast aðeins lítilshá’ttar. ★ Samkvæmt þýskum fregnum er tjón Breta margfalt meir en hjer er talið. Þjóðverjar segja að flug vjelar, sem gerðu árás á Scapa FRAMH. Á SJÖUNDU BÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.