Morgunblaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. apríl 1940. / 3 IÍORGUNBLAÐIÐ BRETAR TAKA FÆREYJAR Engtím Þjóðverfa íeyfíst fótfesta á Ísíandí --- segír Charchíll IRÆÐU CHURCHILLS ráðherra, sem getið er um á öðrum stað hjer í blaðinu, og hann hjelt í breska þinginu í gær, mintist hann með nokkr- um orðum á Færeyjar og Island. „Færeyjar eru nú á okkar valdi“, sagði hann. En nánari fregnir af atburðum í því sambandi, hafa ekki borist hingað. Einn frjettaþulur gat þess, að hinn breski ráðherra hafi skýrt frá því, að breskum hermönnum hafi verið vel tekið í eyjunum. Island og afstöðu Breta nefndi hann næst á eftir Fær- eyjum, og komst að orði á þessa leið: Afstaðan til íslands er erfiðari viðfangs, þarf frekari íhug- unar við. En það skal tekið fram, að Bretar leyfa það ekki, að neinn Þjóðverji nái þar fótfestu. í fregn seint í gærkvöldi, þar sem birtur var stuttur út- dráttur úr ræðunni, voru orð hans túlkuð þannig, að hann hefði talað um breska vernd íslands. Frændi Churchill (E'.i) handlek- Inn I Narvlk Giles Romilly. Breski blaðamaðurinn, Giles Romilly, frændi Churchills flotamálaráðherra var tekinn fastur í Narvik, er Þjóðverjar tóku borgina. Romilly var hjer í Reykjavík í nóvember og desember síðast- liðinn á vegum blaðsins „Daily Express og sendi þá einkum i rjettir um enska flugmanninn Barnes. Berlínar útvarpið skýrir frá handtöku Romillys og segir að hann hafi búið á gistihúsi í Nar-1 vik, er hann var tekinn fastur. „Þessi frændi Churchills fái nú gott næði og tækifæri“, segir útvarpið „til að hugsa um stríðs æsingamennina í London og París“. Þá gat þýska útvarpið þess að Romilly hefði áður verið í Svíþjóð og Finnlandi.. Þulurinn, sem sagði frá handtöku Giles Romillys, sagði „að Churchill hefði sent þenna frænda sinn víðsvegar um heim, þar sem hann væri að undirbúa hin glæpsamlegu á- form hans“. Þegar þýski herinn knm Samkvæmt þýskum fregnum var mikill fögnuður í Dan- mörku er þýski herinn gerði innrás í landið. Hafa þýskar útvarpsstöðvar fjölyrt um það, að hermönnun- um hafi verið tekið tveim hönd- um, fagnaðaróp mannfjölda hafi mætt þeim er þeir gengu um götur borganna, og sums staðar hafi verið stráð blómum á veg þeirra. Alúð og gestrisni almennings í Danmörhu í garð þeirra hafi m. a. lýst sjer í því, að víða hafi þeim verið boðið upp á kræsingar á heimilum manna. Sem dæxni upp á það, hve þar var veitt, var einu sinni sagt að þýskur hermaður hafi fengið 29 egg í einni máltíð. Taka Bornliolm Þjóðverjar hafa sett herlið á land á Bornholm. Bresk her- gagnaskip voru í Bergen jóðverjar halda því fram, að Bretar hafi sent fimm hergagnaflutningaskip til Berg- en, er þar voru í höfninni, er Þjóðverjar komu þangað, og sjeu þau talandi vottur um að Bretar hafi ætlað sjer að koma þar með her á land. Þjóðverjar segja Breta gefa þá skýringu á þessu máli, að þetta sjeu her- gögn, sem þeir hafi ætlað Finn- um, en þau hafi ekki, verið komin lengra, þegar styrjöldinni lauk þar. 400 ára minning Nýja Testamentisþýöingar Odds Gottskálkssonar Quðsþjónusta verður í Dóm- kirkjunni í kvöld kl. 9, til minningar um að 400 ár eru liðin frá því að Nýja Testamentisþýð- ing Odds Göttskálkssonar kom1 út. Síra Friðrik Hallgrímssön prje- dikar, en síra Garðar Svavarsson verður fyrir altari. Messu þessari verður útvarpað. Dr. Jón Helga- són flytur eri-ndi* um Odd Gott- skálksson og Nýja Testamentis- þýðingu lians. Erindi hans byrjar kl. 8.20 og verður iitvarpað. í gær sendi biskup út orðsend- ing til allra presta á landinu, að í sambandi við guðsþjónustu þessa færi fram fyrirbænir fyrir þjóð vorri og frændþjóðunum, sem mi eru í svo mikílli hættu staddar. Alþingi ingfundir hófust aftur í gær í báðum1 deildum Alþingis. Voru 12 mál á dagskrá í hvorri deild. í efri deild voru afgreidd þrenn lög. Lög um verðlag, löggilding , verslunarstaðar í Auðkúlubót x Arnarfirði og lög um breyting á lífeyrissjóði ljósmæðra. Sú breyting var gerð á frv. um breyting á alþýðutryggingarlög- gjöfinni, að starfsmenn Lands- bankans og Útvegsbankans, sem greiða iðgjöld í eftirlaunasjóði þessara stofnana, eru undanþegn- ir ákvæðum laga um alþýðu- tryggingar að því er snertir greiðslur til lífeyrissjóðs. Miklar umræður urðu um frv. um skatt og xitsvarsgreiðslu af ' stríðsþóknun sjómanna og var um- Íræðunni ekki lokið þegar fundi var, slitið. í neðri deild voru afgreidd lög um friðun arnar og vals. Frv. um eftirlit með sveitarfjelögum var enn breytt, og fer frv. til Ed. aftur. Allsherjarnefnd hafði borið fram breytingartill. við frv. um húsaleigu, t. d. um það, að ein- stök lierbergi, sem, leigð eru út frá íbúð manna, sjeu undanþegin ákvæðum laganna. Voru breyting- ar þessar samþyktar. Þá voru samþyktar breytingar á tollskránni. Umræður urðu allmiklar um þingsályktunartillögu um saltfisk- veiðar á togurum. Kom fram tillaga um að vísa málinu til stjórnarinnar. Ummræðunum var lokið, en at- kvæðagreiðslu frestað. Nokkur mál voru tekin út af dagskrá. Aðalfundur h.f. Hallveigarstað- ir er í dag kl. 4 í Oddfellowbús- inu. Tvö skip, sem áttust við hjá Nöregi Enska orustuskipið „Renown", sem Churchill flotamálaráðh. sagði að barits hefði s.l. þriðjudag við þýska orustuskipið „Scharnhorst' „Renown“ er 32.000 smálestir, en „Scharnhorst“ 26.000 smálestir að stærð. Neðri myndin er af „Scharahorst“. Herskipaflotar Breta, ^Frakka, Norðmanna afe og Þjóðverja Aöyggilegasta skýrslan um herskipastyrk ófrið- arþjóðanna er skýrsla, sem gefin var út fyrir árið 1939. Frá því ófriðurinn hófst hafa vitan- lega orðið nokkrar breytingar, því bæði hefir fjölda skipa verið sökt og einnig má gera ráð fyrir, að flýtt hafi verið smíði þeirra herskipa, sem 1 smíðum voru. Hjer á eftir fer listi yfir herskipastyrk Breta, Frakka, Norð- mauna og Þjóðverja samkvæmt fyrnefndri skýrslu. Getið er um þau skip, sem fullar heimildir eru fyrir að sökt hefir verið. Löndin eru talin hjer í stafrófsröð: Bretland. OrustuskLp eiga Bretar 15, sam- tals 473.700 smálestir, og 7 í smíð- um eða fyrirhuguð. Stærsta or- ustuskip þeirra, stærsta herskip í heimi, er Hood, 46.200 smálestir. Flugvjelaonóðurskip: 7, samtals 137.950 smál., og 5 í smíðum. Eitt þessara skipa, „Courageous“, sem talið er með í skýrslunni, hefir verið sökt. 2 flugvjelamóðurskip fyrir sjóflugvjelar, samtals 11.700 smál., og eitt í smíðum. , Stór beitiskip: 15 samtals, 145.520 smálestir. í þessum flokki eru m. a. „Exeter“, sem barðist við „Graf von Spee“. Minni beitiskip: 46, samtals 284.965 smál. 22 í smíðum eða fyrirhuguð. Tundurduflabeitiskip: 1, sam- tals 6740 smál. Stórir tundurspillar; 16, sam- tals 29.920 smálestir. Tundurspillar: 159, samtals 199.894 smál., og 24 í smíðum. Stórir kafbátar: 27, samtals 37.194 smál., 12 í smíðum eða fyr irhugaðir. Minni kafbátar: 24, samtals 13.230 smál. Kafbátar til að leggja tundur- duflum: 5, samtals 7580 smál. 1 í smíðum. Skip til að leggja tundnrdufl- um: 6, og 3 fyrirhuguð. Skip til að slæða tundurdufl: 39, samtals 29.620 smál. 7 í smíð- um. Fallbyssubátar: 37, samtals 41.003 smál., og 5 í smíðum. Varðskip, af öllum tegundum, eiga Bretar 48 og 11 í smíðum. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.